Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 7
FlMIVnUDAGUR 25. JANUAR1996 7 um í heild sinni. Almenningur er því oftast ekki dómbær á þyngd refsinga.“ Þessi viðmælandi blaðsins sagði eit- urlyfjaneyslu hafa verið afar algenga á Litla-Hrauni þegar hann dvaldi þar. „Það voru eiginlega óskráð lög hjá fangavörðum að leyfa hassreykingar í klefunum. Það gátu allir í raun fengið þau efni sem þeir vildu. Eini munurinn var sá að efnin voru dýrari en á al- mennum markaði. Af þeim sökum fór neyslan heldur vaxandi þann tíma sem ég dvaldi þar, en það kann að vera háð einhverjum tískusveiflum." Hvað hafa menn annars fyrir stafni á meðan afplánun stendur? „Það er mjög misjafnt. Sumir gera ekki neitt og vorkenna sjálfum sér. Aðrir nýta tímann til náms. Fangelsis- dvölin er því að mörgu leyti undir þér sjálfum komin. Það eru mjög margir sem átta sig ekkert á því, enda gera fangelsisyfirvöld lítið af því að fræða fólk um möguleika þess í fangelsinu. Ég var heppinn og fékk góðar ráðlegg- ingar og tók því ákveðinn pól í hæðina: Ég hegðaði mér sómasamlega og sinnti mínum skyldum. Því fékk ég ýmsu framgengt í frjálsræðisátt sem aðrir fengu ekki.“ Hvernig gekk svo að aðlagast aft- ur samfélaginu? „Það tekur auðvitað sinn tíma, en mér hefur tekist að aðlagast samfélag- inu smátt og smátt og er því bjartsýnn á framtíðina. Það eru samt allt of marg- ir sem ekki ná að slíta sig frá fyrri lífs- háttum. Það liggur við að sumir séu ekki fyrr komnir út fyrir hliðið en þeir taka tappann úr flöskunni eða fá sér í nefið.“ Arnar Már og Borgar Þór Þórissynir, fyrrverandi fíkniefnaneytendur og fangar á Litla-Hrauni: Fyrirmyndir unglinganna hvetja til fíkniefnaneyslu Araar Már og Borgar Þór Þórissyn- ir neyttu fyrir nokkrum árum báðir eit- urlyfja og stunduðu afbrot til að fjár- magna neysluna. Þeir hafa nú söðlað um í lífinu og eru nemendur í Iðnskól- anum og framarlega í félagslífi skólans. Borgar er formaður skólafélagsins og Amar gjaldkeri þess. Jafnframt reka þeir sitt eigið kaffihús. Þegar blaða- mann bar þar að garði stóð yfir fundur á vegum Félags framhaldsskólanema. Umræðuefnið var herferð gegn eitur- lyfjum, sem félagið ætlar að standa að á næstunni í tengslum við mennta- málaráðuneytið. Félag framhaldsskóla leggur áherslu á að virkja fjölmiðla í þessu átaki. Stefnt er að því að reka áróður gegn eiturlyfjaneyslu á út- varpsstöðvunum fyrir framhaldsskóla- böll og auglýsa í sjónvarpi eða bíóum. Þá mun félagið gefa út blað í tengslum við átakið og fleira er á döfinni. Þegar fundinum lauk settist Arnar niður með blaðamanni. Á meðan var Borgar að bardúsa eitthvað inni í eld- húsi. „Framboðið hefur aukist ákaflega, ekki síst eftir að erlendir aðilar hófu innreið sína á þennan markað. Hagn- aðurinn er nefnilega meiri en flesta grunar. Það er hægt að kaupa E-piIluna á 400 krónur úti í löndum og selja hana á margfalt hærra verði hér á landi. Fólk gerir sér heldur ekki grein fyrir því hversu mikil neyslan er. Þetta virð- ist vera tískufyrirbrigði. Það má jafn- vel segja að það sé töff að neyta eitur- lyfja. Þegar við byrjuðum að fikta með eit- urlyf fyrir nokkrum árum var nýbúið að sýna kvikmyndina Doors um sam- nefnda hljómsveit. Þá þótti mörgum flott að reykja hass og komast í þenn- an grasfíling sem var við lýði hér á ár- um áður. Það má segja að myndin hafi ýtt undir eiturlyfjaneyslu unglinga. í dag lofsamar rapphljómsveitin Cypress Hill hassneyslu. Þessa tónlist- armenn taka unglingarnir sér til fyrir- myndar og það er ekki nema von að neyslan sé orðin meiri hjá yngri ald- urshópum.“ „Það verður að auðvelda lögregl- unni verk sitt á ýmsan hátt eins og að leyfa henni að ginna grunaða einstak- linga til að kaupa eða selja eiturlyf. Þá þarf að efla forvarnir og fræðslu og herða refsingar. Þeir sem flytja inn eit- urlyf leiða ekki hugann mikið að því hvort þeir verði handteknir, því refs- ingin er svo væg. í Bandaríkjunum er sá sem er handtekinn með kíló af kóka- íni lokaður inni ævilangt. Af hverju eru þeir sem flytja inn mikið magn ekki hafðir í fangelsi ævilangt?“ spyr Arnar. „Já, það sleppa margir undan lög- reglunni,“ segir Borgar og sest niður hjá okkur. „Seinagangurinn í dóms- kerfinu er einnig með ólíkindum. Það á að senda fólk sem fremur svona afbrot strax í fangelsi. Kerfið þarf að vera miklu skilvirkara og um leið þarf að skoða hvers mál fyrir sig og athuga hvort hægt sé að hjálpa einstaklingun- um. Þeir sem selja eru nefnilega flestir að fjármagna eigin neyslu. Þegar þú el- ur upp barn þá skammarðu það strax eftir að það hefur gert eitthvað af sér og þá hefur það áhrif. Ef þú gerir það hins vegar löngu eftir að atburðurinn átti sér stað þá skilur barnið ekki hvers vegna þú ert að skamma það. Það má alveg heimfæra þessa lýsingu á þá sem selja og neyta eiturlyfja í dag. Það getur tekið allt að því ár að láta héraðsdóm fjalla um fíkniefnaafbrota- mál. Síðan er málið sent til Fangelsis- málastofnunar. Þá getur sakborningur frestað málinu í sex mánuði. Ég geri mér grein fyrir því að ef við flýttum málsmeðferðinni þá myndi föngum fjölga verulega og kostnaðurinn auk- ast að sama skapi fyrir samfélagið. En það er sjálfsagt ódýrara að fara þessa leið en að búa við óbreytt ástand. Menn geta rétt ímyndað sér hvað ein- staklingur, sem er búinn að eyðileggja sig með neyslu eiturlyfja, kostar þjóð- félagið. Það verður að hjálpa fíklum og gera þá á einhvern hátt virka í samfé- laginu að nýju.“ „Við bræðurnir fengum nokkra hjálp og fengum brátt áhuga á að hefja skólagöngu að nýju, en í tengslum við Litla-Hraun er rekinn prýðilegur skóli. Eftir afplánunina fórum við svo beint í Iðnskólann. Við vorum því heppnir á margan hátt, þar sem mörgum jafn- öldrum okkar þarna fannst lítið til skólans koma. Flestir sem ljúka afplán- um eru peningalausir og ráðvilltir. Það er því greið leið fyrir þá í sama farið,“ segir Arnar. „Skólinn á Litla-Hrauni er mjög mikil- vægur fyrir fólk sem er þar í afplánun, ef það á annað borð er ómenntað. Skólinn eykur sjálfsvirðingu viðkom- andi og gerir honum ljóst að honum séu allir vegir færir. Eini ljóðurinn á þessum skóla er sá að það vantar sér- kennslu fyrir þá sem eru á eftir í námi. Margir hafa til að mynda ekki setið á skóiabekk í fjöldamörg ár. Það má einnig gefa fólki kost á meiri sálfræði- aðstoð, því hún hefur mikið að segja. Það er aðeins einn starfandi sálfræð- ingur á Litla-Hrauni. Sálfræðiaðstoðin hjálpaði okkur mikið og leysti ýmis vandamál sem við glímdum við.“ Þeir bræður hafa orðið vitni að mörgum óhugnanlegum atburðum tengdum eiturlyfjaneyslu. Þeir rifja upp atvik þegar þeir voru á ónefndri sólarströnd fyrir nokkrum árum. „Við vorum eitt sinn staddir á disk- óteki þegar annar okkar tók eftir því að blóðtaumar voru á klæðnaði fólks í kringum okkur á dansgólfinu. Okkur fannst þetta meira en lítið undarlegt en komumst svo að því að þetta fólk var á alsælu og hafði dansað örvita í marga klukkutíma. í öllum átökunum höfðu geirvörturnar nuddast við fötin og þær þrútnað. Síðan byrjaði blóðið að seytla. Alsæla er mjög sterkt eitur- lyf. Fólk sem neytir þess verður mjög tilfinningaríkt, en þegar áhrifin hverfa verður það þunglynt. Það er því ekki skrýtið að fólk skuli fremja sjálfsmorð af völdum efnisins, eins og raunin hef- ur orðið bæði hér heima og erlendis,“ segir Borgar. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir nota eiturlyf í framhaldsskólun- um, en margir nota þau um helgar og á skólaböllum. í tengslum við átakið munum við leggja áherslu á að afla okkur upplýsinga um það. Við ætlum að ná til fólksins með öðrum hætti en gert hefur verið. Þú kannast við aug- lýsingar frá yfirvöldum sem eiga að hræða fólk frá eiturlyfjum. Slík aðferð nær ekki tilgangi sínum, enda er yfir- valdið oft ekki í tengslum við fólkið í landinu. Þegar ég byrjaði að reykja hass þá fannst mér þetta svo saklaust og hugsaði með mér að svona hassmoli gæti ekki verið hættulegur. Þannig hugsa margir. Herferð okkar mun fremur byggjast á raunsæi og gera fólki grein fyrir því hvaða afleið- ingar neysla eiturlyfja hefur fyrir það og aðra í kringum það,“ segir Árnar að Iokum. Erlendur Baldursson afbrotafræðingur: Ekki samhengi milli þyngri refsinga og færri afbrota „Fólk gerir sér grein fyrir hvað eitt kíló er, en það getur ekki gert sér grein fyrir hve refsingar eiga að vera þungar. Þyngd refsinga er því afstæð. Hvernig er hægt að mæla refsingar? Mánuður á Mallorca er ekki lengi að líða en er ólíkt lengri að líða í fangelsi. Ég held líka að þyngri refsingar hafi ekki eins mikil áhrif og fólk telur. Myndi framboð á eiturlyfjum minnka við harðari viðurlög? Ég held ekki að samhengi sé á milli þyngri refsinga og færri afbrota. Við verðum að leita annarra leiða til að stemma stigu við neyslu og sölu á eiturlyfjum," sagði Eríendur Baldursson afbrotafræðing- ur í samtali við Helgarpóstinn. Ragnar Aðalsteins- Ijf son: Hugmyndir fólks um að refsing- ar séu of vægar eru ekki byggðar á fag- legum forsendum. % 'Sj/ Það er þó staðreynd ^ %JiF að síbrotamenn fá ■/ yfirleitt hærri dóma en þeir sem stunda skipulagða efnahagsglæpastarfsemi. Ragnar Aöalsteinsson hæstaréttarlögmaöur: Ófaglegar hug- myndir fólks um þyngri refsingar „Það er nú enginn hægðarleikur að segja til um hvort refsingar séu of vægar, ekki síst vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna hvort svo sé. Ef svara á slíkrí spurningu þarf að kanna síðustu 10- 20 ár. Þá þarf einnig að spyrja hver sé tilgangur refsinga. Hugmyndir fólks um að refsingar séu of vægar eru því ekki byggðar á faglegum forsendum. Það er þó staðreynd að síbrotamenn, sem valda ekki miklu tjóni fyrir samfé- lagið, fá yfirleitt hærri dóma en þeir sem stunda skipulagða efnahags- glæpastarfsemi," sagði Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Helgarpóstinn. Siguröur T. Magnússon, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráöuneytinu: Refsingar friðþægja hefndarþörf samfélagsins „Að undanförnu höfum við orðið vitni að því að meira er um fíkniefni í þjóðfélaginu en áður. Það er spurning hvernig dómskerfið á að bregðast við slíkum breytingum. Fólki ætti þó að vera það ljóst að refsing bætir ekki alla einstaklinga. Sumir læra sína lexíu af því að sitja inni en aðrir hugsa sem svo að þeir verði að passa sig betur næst. Það er heldur ekkert sem segir að lang- ur refsitími sé betri en stuttur refsi- tími. Mánuður í fangelsi getur verið vít- isvist fyrir einn mann en góð afslöpp- un fyrir þann sem er á kafi í neyslu eit- urlyfja. Það er því mikil einföldun að segja að herða þurfi refsingar. Reynd- ar eru refsingar í fíkniefnamálum hér svipaðar og í Danmörku. í Noregi og Svíþjóð eru dómar hins vegar þyngri. Refsingar hafa oft verið notaðar til að friðþægja hefndarþörf þjóðfélags- ins. Ef afbrotamaður fær of vægan dóm má segja að þjóðfélagið hafi ekki náð sáttum við hann þegar afplánun lýkur. Það þarf að finna ákveðinn milli- veg sem samfélagið og dómskerfið ná sátt um. í fíkniefnamálum þarf lögregl- an líka að finna einstaklinga sem brjóta af sér en í ofbeldis- og líkams- meiðingarmálum eru mál kærð til lög- reglunnar. Það segir sig sjálft að sölu- menn fíkniefna nást sjaldnar og því margir sem er verið að dæma í fyrsta skipti, en dómstólar taka að jafnaði vægar á fyrsta broti. Jafnframt því að efla löggæslu á þessu sviði þarf að stemma stigu við útbreiðslu fíkniefna með því að fræða almenning um skað- semina. En það er oft sama hvað lög- reglan reynir; þessi vandi verður sennilega alltaf til staðar. Hún getur kannski náð 10-12 manna hópi sem dreifir eiturlyfjum og um tíma minnkar framboð. En það líður ekki á löngu áð- ur en nýir aðilar hefja starfsemi og þá fer allt í sama farið. Hagnaðurinn af fíkniefnasölu virðist vera mikill og það eru alltaf til einstaklingar sem afla sér peninga á þennan hátt,“ sagði Sigurð- ur T. Magnússon, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í samtali við Helgarpóstinn. Snorri F. Welding, formaöur Krísuvíkursamtakanna: Staðnað embættis- mannakerfi stendur í vegi fyrir bótum „Því er mjög vandsvarað hvort herða skuli refsingar. Það er kannski hægt að fæla fólk frá eiturlyfjum með hörðum viðurlögum, en meira þarf til. í fangelsum verður að gefa fólki meiri kost á að vinna sig út úr þeim vanda sem það hefur komið sér í. Vinna í þágu samfélagins gæti einnig verið lið- ur í þeirri endurhæfingu að koma fólki á rétt ról. Yfirvöld gætu ennfremur haft nánara samráð við meðferðarað- ila líkt og SÁÁ og Krísuvíkursamtökin. Þannig skapast hvatning í báðar áttir sem forðar fólki frá því að taka þátt í sölu og neyslu á eiturlyfjum. Hér er átt við burðardýr, sölumenn, þá sem geyma þýfi eða hylma yfir með saka- mönnum á einhvern hátt. Margir ein- staklingar koma við sögu í þeim mál- um sem lögreglan nær að upplýsa. Fólkið gerir sér ekki grein fyrir því að þeir eru beinir þátttakendur í þessum ólöglegu viðskiptum. Það þarf að koma í veg fyrir að slíkt fólk taki þátt í þessum harmleik. Það er erfiðara að koma höndum yfir þá aðila sem skipu- leggja fjármögnunarleiðir fyrir eitur- lyfjasölu. Slíkir aðilar eru oft ekki á skrá hjá lögreglu fyrir afbrot og þekkt- ir fyrir flest annað en sölu á eiturlyfj- um. En þetta er siðlaust fólk sem hugs- ar um lítið annað en hagnaðinn af söl- unni. Eftir því sem hagnaðurinn verð- ur meiri því fleiri slíkir aðilar hefja hér álíka starfsemi. Þá fer þetta að líkjast mafíustarfsemi eins og er úti í heimi. Það má einnig bæta því við að auka þarf fjárveitingu til tollgæslunnar og fíkniefnalögreglunnar. Yfirvöld verða einnig að auka vörslu í kringum landið og gera laganna verði betur tækjum búna í baráttu sinni við fíkniefnaheim- inn. Landið liggur í þjóðbraut milli Evr- ópu og Bandaríkjanna og ef við höld- um ekki vöku okícar þá getur flætt yfir landið mikið magn eiturlyfja.“ Má að einhverju leyti saka þing- menn um sinnuleysi í baráttunni gegn eiturlyfjum? „Ég held að það megi ekki kenna al- þingismönnum um það sem aflaga hef- ur farið. Margir þeirra eru fyrrverandi sveitarstjórnarmenn og þekkja þessi mál mjög vel. Það eru frekar menn í embættismannakerfinu sem ekki hafa unnið sína heimavinnu. Þeir eru marg- ir hverjir æviráðnir og sitja sem fast- ast, á meðan stjórnmálamenn koma og fara, en koma með lítið af tillögum til lausnar þessum vanda. Reyndar finnst mér dómsmálaráðherra, heilbrigðis- ráðherra og félagsmálaráðherra ekki hafa staðið sig nægilega vel í þessum málaflokki," sagði Snorri F. Welding, formaður Krísuvíkursamtakanna, í samtali við Helgarpóstinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.