Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR1996 Fjöldamorðinginn Dayton Leroy Rogers lifir góðu lífi á Netinu. Hann hafði það fyrir sið að ginna ungar stúlkur uppí pallbíl sinn til pyntinga og limlestinga á alla mögulega vegu. Fjölda- morðingjar á Netinu Athafnir geðsjúkra fjölda- morðingja eru vandlega skráðar á Internetinu og áhugamenn um slíkan hrylling gerðu best í að vinda sér fyrst inná http://coyote.acc- essnv.com/garyking/serialk- illers.html þarsem gefur á að líta „Modern Day Serial Kill- ers“, ritgerð eftir rithöfundinn Gary nokkurn King sem mun ægifróður um þetta óhuggu- lega málefni. Að sögn King eru „ekki fleiri en 35- 50 fjölda- morðingjar" að störfum í Bandaríkjunum í þessum skrif- uðum orðum. Sérgrein hans sjálfs er geðsjúklingur að nafni Dayton Leroy Rogers (sem svipar reyndar nokkuð til hins stjörnubilaða Patricks Bate- man, söguhetjunnar í Americ- an Psycho eftir Bret Easton- Eliis) er einbeitti sér að því að limlesta og pynta stúlkur sem hann tældi um borð í pallbíl sinn. Einn fjölmargra kollega Daytons Leroy á Netinu er síð- an hinn alræmdi Edward Theodore Gein sem fór að heiman 39 ára gamall eftir ævi- langt sambýli við móður sína og dundaði sér eftir það mest- megnis við grafarán með nokkrum morðum til að krydda tilveruna. Geins er að finna á http://www.may- h em. n et/Crime/seria l.html (ásamt ítarlegum lista yfir fleiri af þessari sort), en hann lést annars á geðsjúkrahæli 78 ára gamall og var grafinn við hlið móður sinnar. Það er á fárra vitorði en persóna Ant- honys Perkins í Hitchcock- myndinni Psycho var einmitt byggð á Geins þessum. Ekki má svo gleyma Jeffrey Dahm- er sem er konungurinn í fjöldamorðingjahópnum hvað vinsældir varðar á Netinu. Á h ttp://www. misty. com/ la ugh web/n ews/jeff. dahmer geta nályktandi húmoristar velt sér uppúr hrikalegum bröndurum tengdum Jeffrey og þrykkt sér inná tengla í svipaðar áttir. Er ekki flestum enn í fersku minni dómstóla- rifrildið sem varð þegar frú Dahmer, móðir skrímslisins, sagði eftir morðið á syni sín- um að heilann vildi hún ánafna vísindunum og herra Dahmer sagði „neitakk" því slíkt væri ekki í samræmi við óskir sonar síns sem bað um brennsluofninn (greinilega alls óhræddur við helvíti)? Rifrild- ið er í öllu falli nákvæmlega skráð á http://www.may- hem.net/Crime/death.html með öllum þeim „ummum“ og „hummum" sem fylgja spek- úlasjónum fyrir dómstólum... staffan@centrum.is sóknir og geóstrategískar kalkúlasjónir í prósessum sem væri hægt að simmúlera yfir á aðra þætti díterrans- kenningarinnar. En hvað þýddi þetta? Jú, fljótlega komst ég að því að það skipti í raun engu máli heldurvar nóg að læra frasana og slá síðan um sig á kaffihúsum. Þar með var ég orðinn menntamaður; fullgildur háskólaborgari.“ Nýútskrifaður frasafræðingur Þegar ég útskrifaðist sem stúdent fyrir nokkrum ár- um var mér sagt að nú tæki al- vara lífsins við. Ég stóð í þeirri meiningu að ég hefði nú svo- sem ekkert að óttast þar sem íslenska menntakerfið hefði undirbúið mig vel fyrir útgöng- una í fullorðinslífið. Annað kom hins vegar í ljós. Ég upp- götvaði nefniiega að það getur oft verið erfitt að skilja hvað fólk er að segja. Það var raunar engu líkara en fólkið í kringum mig talaði eitthvert allt annað tungumál en ég. Svo ég reyni að útskýra hvað ég er að fara með þessu þá hafði ég unnið í byggingarvinnu í sumarfríum. Það var tiltölulega einfalt starf þótt þar væri talað um upp- slátt, uppmœlingu og gott ef ekki upplyftingu líka. Eftir út- skrift fór ég hins vegar út á „al- vöru vinnumarkaðinn11 með stúdentsprófið að vopni. Fyrst fékk ég vinnu í bílabúð. Þar varð ég fyrst var við skiln- ingsleysi mitt á mæltu máli vinnufélaga minna. Þeir töluðu um nítró-púst, transistora og annað sérfræðilegt tæknimál sem ómögulegt var að skilja. í bílabúðinni ágætu lærði ég hins vegar þá list að leggja frasana á minnið og gat þannig slegið um mig sem sérfræðing- ur um bíla, þó svo ég hefði ekki hugmynd um hvað sneri fram eða aftur á þessum ógnvæn- legu tækjum. Þannig hélt ég vinnunni og þótti nokkuð flott- ur í partíum þar sem ég dreifði frösunum um allt. Ég hafði sem sagt lært hvernig hægt er að fúnkera — svo ég noti einn frasann — og lifa af í fullorð- inslífinu; það er með blekking- um. Eftir að ég hafði lært alla bílafrasana gerðist ég sölu- maður um hríð og þar kom í ljós að best gekk að fá fólk til að kaupa ef maður dældi út úr sér öllurn tæknifrösum sem maður hafði á takteinum; best var hreinlega að kaffæra fólk í frösum og ryðja þeim út úr sér í belg og biðu. Þaðan lá leiðin í stjórnmála- fræðinám við Háskóla íslands. Þá fóru málin verulega að flækjast og nýir frasar tóku „Lektorinn (sem er miklu virðulegra orð en kennari) ræddi um emperískar rann- Krydd Eiríkur Bergmann Einarsson við, en ég hafði þó stúderað tæknina vandlega og rúllaði í gegn á frösunum. Fyrsti fyrir- lesturinn var í alþjóðastjórn- málum, þar sem lektorinn (sem er miklu virðulegra orð en kennari) ræddi um empe- rískar rannsóknir og geóstratég- ískar kalkúlasjónir í prösessum sem væri hœgt að simmúlera yfir á aðra þœtti díterrans- kenningarinnar. En hvað þýddi þetta? Jú, fljótlega komst ég að því að það skipti í raun engu máli heldur var nóg að læra frasana og slá síðan um sig á kaffihúsum. Þar með var ég orðinn menntamaður; fullgild- ur háskólaborgari. Ein góð taktík — ef maður vill vera flottur — er að leggja einnig frasa úr öðrum náms- greinum á minnið. Til dæmis heyrði ég í partíi um daginn á tal nokkurra hagfræðinema sem stóðu ábúðármiklir á svip og skiptust á frösum. Þar komst ég að því að Philips-kúrf- an um samband uerðbólgu og atvinnuleysis hefur nú verið af- sönnuð. Þetta er fínn frasi sem hægt er að nota nær hvenær sem er þegar rætt er um vand- ann í íslensku efnagagslífi - - sem er nú ekki svo sjaldan. Að lokum útskrifaðist ég með pomp og prakt sem frasa- fræðingur í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands. Einhverjir hafa talað um að þaðan útskrif- ist vísindamenn, en trúið mér; frá Háskóla íslands koma að- eins frasafræðingar. Til að styrkja mig enn frekar í frösum íslensks atvinnulífs fór ég í stutta námsferð út á land eftir að háskólanámi lauk. Sú ferð var að vísu ekki alveg hættulaus fyrir borgarbarnið, mér hefur nefnilega alltaf liðið hálfilla þegar ég er farinn að nálgast Ártúnsbrekkuna. Ég lét mig nú samt hafa það og fann þar heim sem mér var áður ókunnur og fullt af nýjum frö- sum til að læra. Þar sem ég var með öllu ólærður í lands- byggðarfrösum var ég hálf- stressaður og framan af ferð- inni lét ég lítið fyrir mér fara og einbeitti mér að því að nema frasana. Fyrst var farið á nokkra bæi þar sem menn bjuggu á grundvallarbúi. Þenn- an frasa var ég fljótur að læra og svo komu þeir í röðum, tal- að var um œrgildi, kýrgildi og Prikið Allt við það sama á Prikinu Eaffihúsið Prikið á horni Bankastrætis og Ingólfs- strætis heldur sínu striki þrátt fyrir stöðuga fjölgun kaffihúsa. Á Prikinu er allt við það sama. Nokkrir háir barstólar við hálf- hringlaga afgreiðsluborð og tvö borð út við gluggana sem snúa að Bankastræti þar sem nokkrir gestir geta setið og virt fyrir sér mannlíf strætisins. Prikið á sér marga fastakúnna sem koma á ýmsum tímum dags til að fá sér kaffi og lesa blöðin eða spjalla saman. Aðr- ir rekast þarna inn fyrir tilvilj- un og á Prikinu má sjá menn úr ólíkum þjóðfélagshópum. Kon- ur eru í miklum minnihluta gestanna. Samræður geta orð- ið líflegar á stundum og menn ófeimnir við að leggja orð í belg þegar pólitík eða önnur dægurmál berast í tal. Enda er staðurinn lítill og ekki beint til þess fallinn að ræða leyndar- mál. Veitingar á Prikinu eru fá- breyttar og hefðbundnar. Flestir gesta fá sér kaffi og margir eitthvað með því, til dæmis rúnnstykki með osti eða jólakökusneið. Verð á veit- ingum er hvorki hátt né lágt. Þar er farinn einhver óskil- greindur millivegur eins og vera ber á stað eins og Prikinu. Góðleg afgreiðslukona bak við diskinn virðist í engu fara sér óðslega en er samt fljót að af- greiða hverja pöntun. Sumir fastagestir láta sér nægja að bjóða góðan dag og þurfa ekki lengur að panta því þeir fá sér alltaf það sama. Kaffið er heitt og sterkt eins og kaffi á að vera, rúnnstykkin bragðgóð og jólakökusneiðarnar eru þykkar en mjúkar. Á Prikinu er ekkert vesen með reyk eða ekki reyk. Öskubakkar eru ekki á borðum en þeir sem vilja reykja fá sinn bakka og svæla svo án þess að reyklausir láti það á sig fá. Það er misjafnt hve lengi menn stoppa við á Prikinu. Sumir virðast hafa nauman tíma. Súpa úr tveimur kaffiboll- um, glugga í blöðin og eru svo roknir. Aðrir hafa allan þann tíma sem þarf til að lesa blöðin upp til agna meðan kaffið er sötrað ásamt því að láta ljós sitt skína varðandi þjóðmáíin. Prikið er einn af þessum sam- komustöðum sem virðast allt- af hafa verið til og láta sig engu varða tískusveiflur í rekstri kaffihúsa. Innréttingar eru hreinar en hæfilega lúnar og maður veit alltaf að hverju maður gengur á Prikinu. Það er góð tilbreyting frá veitinga- stöðum sem taka sífelldum breytingum í von um að missa gestina ekki frá sér eða til að afla nýrra viðskiptavina. Ann- aðhvort sækja menn Prikið eins og það er eða þeir geta farið eitthvað annað. Og það er greinilegt að margir vilja hafa Prikið eins og það er og hefur verið. Meðan svo er þá er eng- in ástæða til breytinga. Prikið fær prik fyrir íhaldssemi. - SG aðra frasa, sem þegar á reyndi virtust ekki virka þegar komið var í sjávarplássin. Þá var að- eins eitt til ráða; læra nýja frasa sem þar væru nothæfir. Þar lærði ég ýmsa góða eins og krókaleyfi, línutvöföldun og ein- hverjir voru nú að röfla um línuþreföldun — en sá frasi er samt ekki mjög gagnlegur. Nú er síðan svo komið að ég er hættur að skilja konuna mína, enda er hún farin að læra uppeldisfræði (flottara er þó að segja pedagógíuj og ég er ekki vel lærður í uppeld- isfrösum, þó að ég hafi nú lært einn og einn eftir að ég varð pabbi fyrir skömmu. Þetta er þó allt að koma og ég er nú að læra að tala um sófískar kenn- ingar sem virðast skiptast í einhverjar sjö listir (ég held örugglega að þær hafi verið sjö frekar en átta), sem svo aftur skiptast íþríveg og ferveg (ég er ekki alveg viss hvort einnig sé til fimmvegur, en ég kemst þá að minnsta kosti fljótt að því). Hvað þetta þýðir veit ég ekki, en ég er þó í öllu falli gjald- gengur í partí uppeldisfræði- nema. Og þetta er allur galdurinn við að lifa af alvöru lífsins. Virðingarkapphlaupið gengur svo út á að sá, sem kann flesta frasana þegar hann deyr, hann vinnur! Höfundur er sprenglærður frasafræðingur i framhaldsfrasastarfsnámi sem blaðamaður á Helgarpóstinum. Islenska vegakerfið. Það er al- veg magnað að livað sem líður útpældum áætlunum springur vegakerfið (sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu) á nokkurra ára fresti í loft upp og tekur að kolstíf- last á annatímum einsog gamalt úrsérgengið klósett... Pálmi Matthíasson. Langvinsæl- asta forsetaefnið rótburstar hverja skoðanakönnunina á fætur annarri þráttfyrir hæðnistón fjölmiðla (les: HP). Pálnii prestur verður að lýsa yfir framboði í hvelli svo við get- um farið að venjast Pálma for- seta... Ekki-Netvæðing íslenskra fyrir- tækja og stofnana. Það er með ólfkindum að á ofanverðri tölvuöld skuli aragrúi þjónustustofnana samfélagsins og ótalmörg fyrirtæki ekki enn hafa komið sér upp net- tengingu — kúnnum sínum til margháttaðs hagræðis... Strætisvagnar Reykjavíkur aðra vikuna í röð fyrir skipti- myntarieysi. Hvernig í fjáranum stendur á því að svo sjáifsögð lið- legheit einsog að gefa skiptimynt tilbaka eru ekkl við lýði hjá SVR? Þetta lyktar af fjárplógsstarf- semi... Langholtskirkjudcilan. Þetta þrautleiðinlega rifrildi í Vogunum verður að fara að taka enda. Þjóð- in er bókstaflega að ærast. Nú skal Ólafur Skúlason í síðasta skipti eggjaður lögeggjan til að binda enda á ruglið með myndugleika sem sæmir hans stöðu... Islenskufræðingnum, varaþingmanninum, stjórnmálaskýrandanum, pistlahöfundinum og yfirheyrsluháknum Merði Ámasyni svipar að mati Helgarpóstsins mjög til kyntáknsins hrjúfa, kvikmyndastjörnunnar og húmoristans Nicks Nolte, sem af mörgum er talinn holdgervingur karl- mennskunnar vestur í Hollywood. Báðir eru þeir stórmynntir nokkuð, hafa sömu litlu augun og vígalegir ásýndum. Yfirleitt frekar tætingslegir í útliti og með kæruleysislegt yfirbragð. Þeir þykja sömuleiðis báðir gleði- menn miklir, en þar sem glamúrmenningin westra býður óneitanlega upp á meiri möguleika á því sviði hefur Nick ákveðið forskot í djamminu. Mörður mætti hins vegar að ósekju taka húmor Noltes sér til eftirbreytni og gæti það auðveldað honum að lyfta augabrúnunum, sem oft þykja í þyngra lagi (hefur einhver „hálfkunnugur“ Merði gert tilraun til að heilsa honum á götu?) og þá sérstaklega í harðri orðræðu. Nick gæti annars lært ófá pólitísk bellibrögð af refskákmanninum Merði og eins er sá íslenski með Fursta Macchiavellis allan á hreinu. Eitthvað myndu slík fræði nú gagnast Nick í hákarlasævi Draumaverksmiðjunnar. Báðir hafaþeir síðan útlit og hátterni hins alvörugefna og hugsandi manns, en þó örlar á bræði og samanreknu skapi, sem er sannarlega í stíl við riðvaxinn búkinn. Nick er víst í þokkabót ófráþekkjanlegur Merði þegar báðir setja upp gleraugu og þrátt fyrir að hæð þeirra sé nokkuð mismunandi bendir gult hárstrýið til eineggja tvíbura sem skildir voru að í æsku fyrir hörmulegan misskiln- ing. Hvort eintakið skyldi þá Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur eiga?... I I I > I I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.