Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR1996 15 Þuríður Guðrún Hauksdóttir, alías Þura í Spútnik, hefur farið til sjós, flakkað um heiminn, lifað verbúðalífi og síðast en ekki síst rekið verslun í tíu ár þar sem hún selur gömul föt með sál. í samtali við Guðrúnu Kristjánsdóttur segir hún frá litríku lífi sínu og unglingunum sem hún umgengst daglega. Strákar eru in Finnst þér margt hafa breyst frá því þú varst ung- lingur? „Heimurinn er stöðugt að breytast, nú eru fleiri tækifæri en um leið meiri freistingar. Nú fá strákarnir að njóta sín. Ef eitthvað er eru strákar orðnir meira „in“ en stelpur. Jafnréttið endurspeglast í víð- ara samhengi hjá unglingun- um; það er ekki lengur aðal- klíkan og svo hinir, heldur fá núna allir að vera með. Maður sér það líka, því þegar krakkar eru að koma hingað til þess að fá lánuð föt fyrir tískusýningar í skólunum, sem er mjög al- gengt, fá allir að vera með, ekki bara sætu stelpurnar. Það er heldur ekki neinn fönd- urbragur yfir því sem þau eru að gera, þau eru mjög skap- andi og skemmtileg upp til hópa.“ Attu annars líf fyrir utan vinnuna? „Á sama tíma og ég var að byggja fyrirtækið mitt upp eignaðist ég tvo frábæra stráka með manninum mín- um, en við skildum og ég tap- aði svo íbúðinni. Ég var svo upptekin af þessu öllu að ég næstum gleymdi sjálfri mér; hvað það var annars sem mig langaði til að gera í iífinu og hvað það er sem ég hef áhuga á. Lífssýn mín hefur sem betur fer breyst. í fimm ár má segja að ég hafi verið að leita að sjálfri mér, en nú er ég fundin og hef endalaus áhugamál. Ég er líklega eins og unglingarnir; lifi fyrir daginn í dag og hef gaman af lífinu jafnframt því sem ég er að spá í hvað mig langar til að verða þegar ég verð stór,“ segir Þura, sem líka hefur komist að því eftir ýmsum forvitnilegum leiðum að maður skorast ekki undan fortíðinni heldur lifir með henni." Éger * fundin' Þura í Spútnik er kunnug- legt andlit úr miðbæn- um, enda hefur hún af- greitt þar unga fólkið í ein fimmtán ár; fyrst í Kjallaranum og síðan í versluninni Spútnik, sem hún eignaðist sjálf fyrir um tíu árum. Hvernig hóf hún verslunarferilinn? „Ég byrjaði að vinna í Kjallar- anum, eftir að þáverandi eig- andi hans, Ásta Ólafsdóttir, sá til mín þar sem ég var að vinna á Pizzahúsinu. Það má eigin- lega segja að ég hafi verið upp- götvuð!“ segir Þura kímin. „Eft- ir að hafa séð mig taka rösk- lega til hendinni bauð Ásta mér starf og það er skemmst frá því að segja að ég sló til en hugsaði samt með mér hvað ég — verkamaðurinn;—vildi upp á dekk í tískubúð. Ég mætti því með semingi fyrsta daginn, íklædd gallabuxum og bol; eða eins hlutlaus og hugsast gat til að vera viss um að ekki yrði hægt að setja út á hvernig ég væri klædd. Síðan þá hef ég verið viðloðandi unga fólkið og tískuna." Með undantekning- um þó, því þótt komin væri í tískubransann fékk Þura frí til þess að fara á vertíð á síldar- bát. „í leiðinni keypti ég meira að segja upp gamlan lager af skóm á Siglufirði þegar við þurftum að stoppa þar vegna brælu. Mér fannst gott að vera til sjós, eins líkaði mér vel að vera úti á landi. Ég var farand- verkamaður, svo sannarlega, og fór á vertíðir hingað og þangað til þess að vinna mér inn pening svo ég gæti flakkað um heiminn. Fyrst flakkaði ég um Evrópu en á Neskaupstað kynntist ég Fionu frá Nýja-Sjá- landi. Saman ferðuðumst við í tæpt ár um Asíu; Indland var mitt land.“ Síðustu ævintýraferðina í þessari syrpu fór Þura svo til Grikklands, þar sem hún dvaldi í rúma tvo mánuði. Þura, sem nú er komin vel á fer- tugsaldurinn, náði rétt í skottið á ‘68- kynslóðinni. „Þó að ég sé ekki beinlínis af þeirri kynslóð var ég einlægur aðdá- andi hippa og rakst á marga þeirra á flakki mínu um heiminn. Undir lokin, þegar ég ferðaðist með skútu frá Grikklandi ásamt fólki frá Suður-Afríku, var hippadraumurinn farinn. Ég gat ekki hugsað mér að vera í þeirra sporum og dveljast peningalaus í hellum og tjöld- um. Ég kaus heldur að vera á hóteli og hef æ síðan verið mikið hótel-frík; ég legg mig í líma við að finna ódýr en góð hótel þegar ég er á við- „Undir lokin, þegar ég ferðaðist með skútu frá Grikk- landi ásamt fólki frá Suður-Afríku, var hippadraumur- in farinn. Eg gat ekki hugsað mér að vera í þeirra sporum og dveljast peningalaus í hellum og tjöldum.“ skiptaferðum erlendis." En Þura gerði fleira en að flakka um heiminn, því henni tókst jafnframt að nurla saman fyrir íbúð. „Rúmlega tvítug keypti ég mér litla íbúð í gömlu timburhúsi við Grettisgötu. Ég hafði fengið arf og vildi vera örugg með mitt þegar ég hætti að flakka og kæmi-heim. Ibúðin fékk hins vegar að fjúka í biss- nessbröltinu síðar, en ég kem örugglega til með að eignast íbúð aftur og fara aftur á flakk." Gömul föt í nýju bflastæðahúsi Eftir að hafa unnið meira og minna í Kjallaranum — sem var þá aðalbúðin í bænum — í fimm ár stóð Þuru til boða að kaupa Spútnik, sem þá var komin á Vesturgötu 3. Þar með var framtíð hennar ráðin. „Þá var gömlufatatískan, sem Kjall- arinn hafði byggt afkomu sína á, að ganga sér til húðar. Ég fór þó að versla með gömul föt í smáum stíl og þau komust svo nokkru síðar aftur í tísku." Þar sem húsnæðið var að sprengja utan af sér ákvað hún fyrir tæpum tveimur mánuðum að opna nýja Spútnikverslun í risastóru bílastæðahúsi á Hverfisgötu 20. Hvað kom til? „Mig hefur lengi langað til þess að reka stóra búð með gömlum fötum fá mörgum tímabilum og ákvað því að byrja eins og frá grunni. Ég var lengi að velta því fyrir mér „Ólíkt því sem var þegar allt þurfti að vera úr bómull og ull eru gerviefni á borð við nælon og políester núna í lagi og jafnvel „ógeðslega flott“.“ hvar ég vildi opna verslun og kom þá ekki þessi brilljant hugmynd frá vinkonu minni, sem sér í gegnum holt og hæð- ir; að kaupa á Hverfisgötunni. Þá kom aftur þessi eldklára kona — sú sama og veitti mér brautargengi á pítsustaðnum á sínum tíma — með þá hug- mynd að nota frekar mikla loft- hæðina en að hafa búðina á tveimur hæðum. Ég sé mikla möguleika í þessu húsnæði og finnst ég bara vera rétt að byrja." Þura segir það hafa komið sér að góðum notum sem kaupmaður, sem þarf að fylgj- ast vel með, að hafa flakkað jafnmikið og hún gerði. „Tísk- an breytist svo ört að ef maður ætlar að reka tískuverslun með góðu móti þarf maður alltaf að vera á ferðinni og gramsa." Gömul föt eru komin til að vera Kemur aldrei fyrir að þú veðjir á rangan hest? „Nei, ekki ef maður er í búð- inni og fylgist með og hlustar á unglingana. Þau eru alveg klár á því hvað þau vilja. Svo er líka töluverður munur á því að vera með gamalt og nýtt. Gömlu fötin eru aðeins „tímalaus- ari“; stundum eru engar breytingar svo mánuðum skiptir og svo allt í einu einn góðan veðurdag breytist allt, — sem ég er viss um að muni gerast með vorinu. Krakkarnir fylgjast með tísk- unni í gegnum tímarit, sjón- varp og með því að horfa á nýj- ustu myndböndin. Svo skiptir máli fyrir mig að fylgjast með þessum týpum sem alltaf eru aðeins á undan, hinum svoköll- uðu „trendsetturum". Það er hægt að gefa sér að fatnaðurinn sem þau klæðast verði í tísku ári síðar." Hin svokallaða kreppubylgja barst hingað til lands fyrir um þremur árum. Var þetta enn ein bólan eða eru gömul föt kom- in til að vera í þetta sinn? „Ég held að það sé engin spurning að gömul föt eru komin til að vera. Svo hafa þessi föt svo mikinn karakter. Nú snýst tískan hins vegar um að blanda saman gömlu og nýju; fara á flóamarkaði, versla í Spútnik og róta í hirslunum hjá mömmu og pabba. Ólíkt því sem var þegar allt þurfti að vera úr bómull og ull eru gervi- efni á borð við nælon og pol- íester núna í lagi og jafnvel „ógeðslega flott". Kápur eru mjög vinsælar — alls konar gamlar kápur — ég man bara ekki eftir annarri eins kápu- tísku og nú. En aðaltískan hjá unga fólkinu í vetur hefur verið að klæðast tuttugu ára göml- Á sama tíma og ég var að byggja fyrirtækið mitt upp eignaðist ég tvo frábæra stráka með manninum mínum, en við skildum og ég tapaði svo íbúðinni.“ um skíðafatnaði." Þú hefur selt ógrynni af gallabuxum í gegnum tíðina, hvað er vinsœlast í dag? „Nú er það Levis 517, dökkar, aðeins útvíðar og stór- ar, sem rétt ná að hanga á mjöðmunum. Svo erum við líka farin að selja notaðar Wran- gler- og Lee-gallabuxur. Það sem er einmitt svo skemmtilegt við gallabuxna- tískuna fyrr og nú er að for- eldrar minnar kynslóðar skömmuðu okkur fyrir að vera í of þröngum (óhollt) og rifn- um (subbulegt) buxum. Núna eru þær aftur á móti stráheilar og fínar en foreldrunum finnst þær samt forljótar.“ Hvað verður það nœst? „Tímabilið frá 1960 til ‘70; mjaðmabuxur, litlar skyrtur, lítil veski og Chanel-kápur og jafnvel þótt okkur þyki það hallærislegt nú á ég á von á að púffermar og rykkingar komi með vorinu." Fyrsta kynslóðin með fjármálavit Jónatan Garðarsson, tón- listarspekúlant með meiru, hélt því fram á dögunum að ástœðan fyrir því hvað unga fólkið leitar mikið í gamla tónlist sé sú að þau nenni ekki lengra en í plötusafn foreldranna, sem orsakist meðal annars af því að þau voru alltaf keyrð og sótt hvert sem þau fóru. Á það sama kannski við um fata- skápinn? „Maður þarf að þekkja fortíð- ina til að geta skapað nútíð- ina. Ég upplifi unglingana hins vegar frek- ar sem hug- myndarík og út- sjónarsöm en löt. Ég var ein- mitt um daginn að rabba við einn af banka- stjórum Búnaðarbankans — en bankinn hafði þá nýlega staðið fyrir fjármálanámskeiði fyrir unglinga — sem tjáði mér hve krakkarnir væru útpæld í fjár- málum. Ég upplifi þau eins, sér- staklega eftir að ég fékk mér debetkortavél; þau nota kortið óspart svo þau geti haft bók- hald yfir eyðsluna. Fáir vilja hins vegar sjá Vísakort. Ætli þau hafi lært af mistökum for- eldra sinna? Miðað við hvað unglingar hafa mikið til málanna að leggja er alltof lítið mark tekið á þeim. Reynið að setja ykkur í spor þeirra; að enginn taki kannski mark á manni í tvö til þrjú ár. Sérhver tími sem unglingur upplifir er tíminn sem skiptir málir. Þau lifa í núinu, hvorki í framtíð né fortíð, og eru ekkert að bíða eftir því að verða full- orðin. Sjálf á ég tvo stráka; sjö og tíu ára. Það er einmitt alltaf verið að spyrja mig hvort ég kvíði ekki fyrir þegar þeir verða unglingar. Ég kvíði ekkert fyrir heldur þvert á móti hlakka ég að mörgu leyti til. Mér fannst sjálfri frábært að vera ungling- ur; hugmyndirnar sem maður fékk... og krafturinn í manni!“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.