Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 25
F1MMTUDAGUR 25. JANÚAR1396 25 „Rölti í gegnum tóman bæinn og ekkert gerðist. Fyrr en ég kom við í fornbókaversluninni í Listagili. bar hitti ég mann sem bunaði upp úr sér heilu ljóðabálkunum eftir Einar Ben, Grím Thomsen og fleiri.“ sem sögurnar svo blómgast og verða skrautlegri áður en næsta „akureyra“ tekur við þeim. „Yfir þveran punginn á mérstendurskrifað „Sundlaug Akureyrar“. Núgæti égverið fyndinn og spurt: „Vill einhver stinga sér?“ En auðvitað geri ég þaðekki, það væri dónaskapur.“ Akureyri — Föstudagurinn 12. janúar Yfir þveran punginn á mér stendur skrifað „Sundlaug Ak- ureyrar". Nú gæti ég verið fyndinn og spurt: „Vill einhver stinga sér?“ En auðvitað geri ég það ekki, það væri dóna- skapur. Og ég er ekki dóni heldur bara í „leiguskýlu'1 á leiðinni í heita pottinn. Konan í miðasölunni hafði mænt á klof- ið á mér og reiknað út „stærð- ina“, meðan hún gramsaði í einhverri körfu. Og þótt ég segði töffaralega „extra large“ glotti hún og veiddi með tveimur fingrum upp úr körf- unni einhverja „small" lufsu. Skyldu leiguskýlurnar ein- hvern tímann vera þvegnar? Er þetta ekki eins og að fara í skít- ugar nærbuxur af öðrum? Mér datt í hug að setja á mig smokk, en lét mig hafa það og flýtti mér í heita pottinn til að drepa alla sýkla sem síðasti leigjandi kynni að hafa gleymt í skýíunni. Mér leið vel í heita pottinum og af því að ég var í leiguskýlu, en ekki áberandi sunnlenskri skýlu, féll ég inn í hópinn. Þannig virkaði leigu- skýlan eins og felubúningur og mér leið bara vel í henni. Þang- að til eitthvert foreldrið sem var að kenna barninu sínu að lesa benti á skýluna og spurði: „Hvað stendur á punginum á manninum?" „S-u-nd-lau..“ Hneykslaður dreif ég mig upp úr. í MH sagði sögukennarinn einu sinni að íslendingar væru ekki með jafn „sterka þjóðern- iskennd" og aðrar þjóðir í Evr- ópu, sem hefðu þurft að sam- einast í sífelldum stríðum, sigr- um og sorgum. Þjóðernis- kenndin yrði aldrei sterk hjá þjóð nema hún þyrfti að berj- ast og gráta sameinuð, eins og til dæmis í heimsstyrjöldunum tveimur. Meðan flestar þjóðir Evrópu hefðu sameinast í blóðbaði voru íslendingar að japla á amerísku tyggigúmmíi. Það má vera að þetta sé rétt hjá sögukennaranum. En hann virðist ekki hafa áttað sig á að lauslátir, blautir og kátir ís- lendingar sameinast í annars- konar þjóðerniskennd. Nefni- lega „föstudagsfiðringnum“. Jafnt á Akureyri sem annar- staðar kunna íslendingar að lifa lífinu, um helgar. í kringum Ráðhústorgið er skyndilega hellingur af fólki. „Rúnd-tur- inn“ er stíflaður af bónuðum bílum sem úr glymur techno- tónlist, gelgjurnar skríkja, það er röð í bankanum og aðeins meira að gera í fatabúðunum. Margir eru með dósir í land- græðslupoka, fólk horfir öðru- vísi hvað á annað og alls stað- ar í kringum mig er spurt: „Hvað á að gera í kvöld?“ Ég ætla að kíkja á næturlíf bæjar- ins. Akureyri — Laugardagurinn 13. janúar Loksins fann ég partíið sem ég hafði á tilfinningunni að ég væri að missa af. En þótt ég hafi „fundið" partíið er ekki þar með sagt að mér hafi verið „boðið“. Eða þannig líður mér að minnsta kosti á næturlífinu á Akureyri. Eftir að hafa prófað flesta staðina hér í bænum „Égvar kýldurígær.Var sagt að ég hefði reyntvið „vitlausa píu“. „Nú, mér finnst hún ekkert vitlaus. Þú ættir að prófa að tala við sumar stelpurnar á Ingólfskaffi." „Ertu heila- dauður, sunnanhálfviti?! Pían er pían mín, skil- urðu það ekki?!““ gæti ég leikið hlutverk að- komumannsins sem labbar inn á bar í vestra fullkomlega. Full- komlega. Þegar ég labba inn á pöbb líður mér eins og ég sé að ryðj- ast inn á ættarmót þegar mat- urinn, ræðuhöldin og skemmti- atriðin eru búin. Þegar bless- aðri „koma vel fyrir“-stemmn- ingunni hefur verið ýtt til hlið- ar af frekjunni Bakkusi og mál- in skulu gerð upp og fjölskyld- an er reiknuð út með þvoglu- mæli. Aðkomumaðurinn er þá pískraður í hel og svo látinn af- skiptalaus, því hann er ekki „þeirra fólk“. Líðan aðkomu- mannsins er þá eflaust ekki ósvipuð þeirri tilfinningu sem leigubílstjórar fá þegar þeir keyra par heim eftir ball sem ræðir vandamál sambandsins í aftursætinu eins og bílstjórinn sé heyrnarlaus. Þegar ég hinsvegar labba inn á ball Iíður mér eins og ég sé innan um krakkana sem nenntu ekki á ættarmótið. Þar er verið að gera upp fjöl- skyldumálin á léttvægari hátt. Umræðan er bæði glaðari og poppaðri. Engu að síður er voðalega erfitt að blanda sér í spjallið, því maður er ekki í fjölskyldunni. Svo maður bara tyllir sér, setur upp fyrirferðariítil leigu- bílstjóraeyru og hlustar á smá- norðlensku; Mér er „slétt sama!“ Það eru „líkur í helvíti" á að hann sé kraftmikill. „Nikki núllkíló“ sem er „no-neck“ því hann er að lyfta „stóð hann flatan og hann hreyfði sig ekki drengur"! Afbrigði af norð- lensku er dalvíska og mér líður alltaf eins og ég sé orðinn of fullur þegar ég heyri hana: „Hann kom á hægunni og stökk litl stutt djöfuls vegalengdina. Hann er sæti.“ Ég ákvað að drífa mig. En kom við í Nætursölunni til að fá mér eitthvað að borða. Þar heyrði ég fólk kaupa sér „ham- mara með frönskum á milli“ og „kók í bauk“ og tók eftir að Ak- ureyringum líkar „Season-All“- kryddið, og það nokkuð vel. Þó að ég hafi náð þeim hæfi- leika að horfa í sikksakk-sjón- línu milli failandi snjókorna hef ég enn ekki náð tökum á þeirri kúnst að ganga sikksakk- göngulagi eftir glerhálu svelli. Þannig „datt“ ég heim eftir að hafa dottið í það. Það tekur að vísu lengri tíma en að ganga, en það var allt í lagi, því ég datt Oddeyrargötuna og það er fallegasta gata á íslandi. Akureyri — Sunnudagurinn 14. janúar Ég var kýldur í gær. Var sagt að ég hefði reynt við „vitlausa píu“. „Nú, mér finnst hún ekk- ert vitiaus. Þú ættir að prófa að tala við sumar stelpurnar á Ingólfskaffi." „Ertu heiladauð- ur, sunnanhálfviti?! Pían er pí- an mín, skilurðu það ekki?!“ Ég ákvað aðstæðnanna vegna að „skilja" en var kýldur samt. Svo sneri hann sér að „píunni" og sagði „Kysstu mig, píkan þín!“ Hún kyssti hann og á meðan horfði hann á mig. Ég sá auðvitað um leið að hún var „pían“ hans. Verð samt að segja, að þegar hann dró hana burt leið mér ekki eins og hjónadjöfli. Þó skil ég gaurinn. Hann er bara innréttaður þessu harða íslenska karleðli eins og við hinir strákarnir á landinu. Karleðlinu sem íslend- ingar borga fyrir að sjá í bíó. Sem er töff attitjút þegar það er leikið af útlendu kyntákni en verður bæði sveitó og halló þegar hinir íslensku uppfinn- ingamenn þess ætla að beita því. Á Akureyri eru færri bíó en í Reykjavík og því halda akur- eyrsku strákarnir hlutverkun- um sínum ennþá. Meðan við sunnanpiltarnir þurfum að horfa á Hollywood-töffarana stela þeim frá okkur. Minn minjagripur verður því ekki afrískur eða indverskur. Ég kem montinn heim með ekta norðlenskt glóðarauga. Það er víst í tísku að fíla landsbyggðina, vera ekki for- dómafullur, vera íslenskur, finna sig. Eftir sjö daga athug- un hef ég komist að því að ég er halló gæi, því ég fíla ekki landsbyggðina. Eina sem hefur breyst er að áður var ég „for- dómafullur“ og fílaði ekki landsbyggðina. Eftir vikuvist „Þegar ég labbainn á pöbb líður mér eins og ég sé að ryðjast inn á ættarmót þegar matur- inn, ræðuhöldin og skemmtiatriðin eru búin ... Aðkomumaðurinn er pískraður í hel og svo lát- inn afskiptalaus, því hann er ekki „þeirra fólk“.“ er ég bara þannig gæi sem fílar ekki landsbyggðina. Mér finnst hún einfaldlega svona og þann- ig. Eins og landsbyggðarfólki finnst Reykjavík þannig og svona. Og þótt mér finnist norð- lenska töff ætla ég að hunskast héðan. Höfundur hefur verið pistlahöfundur Helgarpóstsins um nokkurt skeið og fengið að pára óáreittur í Reykjavík. Upp úr ára- mótum var hins vegar ákveðið að senda hann í upplifelsishættuför norður yfir heiðar. Eftir vikuhrakninga ákvað hann að snúa hið snarasta tilbaka. Lesið alH um suðurför Huldars Breiðfjörð í Helgarpósti næstu viku. T

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.