Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 25.01.1996, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 25. JANUAR1996 23 við sig hvort, hvernig eða hverju skuli breyta. Borgar- stjóri hefur hnýtt í okkur sjálf- stæðismenn fyrir að leggja ekki nógu margar tillögur fram og vill greinilega að við séum í þessari hefðbundnu aðstöðu, en við tökum einmitt fullan þátt í störfum nefnda og ráða og leggjum okkar fram til um- ræðunnar þótt við séum kannski ekki að flytja tillögur og láta skrá bókanir í gríð og erg. Eitt helsta baráttumálið er til dæmis einsetning skóla þar- sem stærsta spurningin snýst um húsnæðismál og við sjálf- stæðismenn höfum lagt fram áætlanir um stóraukna sam- nýtingu á húsnæði sem er kannski ekki sérsniðið að þörf- um skólakennslu; félagsmið- stöðvar borgarinnar og ann- arra félagasamtaka, safnaðar- heimili og fleira slíkt. Með þessu móti myndum við draga verulega úr kostnaði við upp- byggingu og framkvæmdir á vegum borgarinnar, en þetta kallar jafnframt á nýja og skýra hugsun í skólamálum. Hinsveg- ar sýnist okkur að þróun þess- arar hugmyndar sé að hverfa og áherslan aftur komin á ný- byggingar og að fjöldi og útlit skólastofa þurfi að vera ná- kvæmlega samkvæmt ein- hverjum fyrirfram gefnum staðli. Fóik innan R-listans virðist ekki þora að fara í það samráðsstarf sem nýtingar- hugmyndirnar ganga útá. Þeim finnst þægilegra að halda sig við óbreytta uppbyggingar- stefnu. Varðandi kostnað við einsetningu skólans þá gerðu upphaflegar áætlanir okkar sjálfstæðismanna ráð fyrir milljarði. Sú tala hefur nú tvö- faldast. Kostnaður við að bæta við og byggja upp í þessum málum til aldamóta var áður áætlaður kringum fjóra millj- arða, en er að nálgast sjö millj- arða. Þess vegna hlýtur maður að spyrja sem svo: Getum við ekki staldrað við og skilgreint nánar þau markmið sem við ætlum okkur að ná með skóla- kerfinu og síðan byggt á þeim áætlanir um það sem þarf til?“ Taugaveiklunarloforð R- listans hamla framþróun dagvistarmála En dagvistarmálin — eru þau ekki að minnsta kosti í góðu lagi hjá Reykjavíkurl- istanum að þínu mati? „Ég hef mjög ákveðnar skoð- anir á því að það eigi að byrja á því að útrýma biðlistum fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Það gerum við auð- vitað með því að byggja áfram leikskóla. Eg tel afturámóti að það sé hægt að leita annarra leiða í sömu andrá. Heim- greiðslurnar voru til dæmis að- ferð sem hefði átt að þróa áfram í stað þess að taka af. Og þjónusta dagmæðra með ýms- um hætti gæti komið inní það mál. Það eru tvær þættir sem skipta mestu máli í þessu sam- hengi: Annarsvegar hvernig við tryggjum sem besta um- önnun barnanna og hinsvegar hvernig við getum gert það á sem hagkvæmastan hátt. Ég finn ekki fyrir andstöðu R-list- ans í þessu máli, en ég finn fyr- ir ólíkum áherslum vegna þess taugaveiklunarloforðs um að öll börn frá sex mánaða til fimm ára fái inni á leikskólum. Það er engu líkara en önnur hugsun komist ekki að. Vanga- veltur sem lúta að skynsam- legri lausnum, nýjum leiðum og ferskum áherslum verða að vera í fyrirrúmi. Rekstrar- kostnaður borgarinnar er sí- fellt að aukast og við verðum að fá svör við tilteknum grund- vallarspurningum sem ég hef hérna velt upp.“ Ákvörðun tekin um að halda sig frá þrasi í borgarstjórn Líktog kom fram hjá þér hefur Sjálfstœðisflokkurinn í borgarstjórn verið nokkuð gagnrýndur fyrir að vera lít- ið í tillöguflutningi. Var það pólitísk ákvörðun sem þið tókuð í upphafi kjörtíma- bilsins? „Við tókum altént ákvörðun um að vera ekki að þessu dæmigerða þrasi sem verður á stundum hlutskipti minni- hlutamanna. Við mátum það svo að hagstæðara væri til að ná fram breytingum að vinna málefnalega í nefndum." / samtali Helgarpóstsins við Ingibjörgu Sólrúnu fyrir skemmstu lýsti hún eftir pól- itískari umrœðu innan borg- arstjórnar. Mér heyrist þú gera það sömuleiðis... „Ég geri það samt ekki á ann- an hátt en að til dæmis í skóla- málaráði komi aftur til skóla- pólitísk umræða.“ Hættan við ríkisstjórnina er að hún verði of mikið afturhald Yfir í landsmálin: Ertu sáttur við ríkisstjórn flokks þíns og framsóknarmanna? „Ég er mjög hamingjusamur með störf sjálfstæðismanna í ríkisstjórninni. Þessi ríkis- stjórn á góða möguleika — rétt einsog síðasta ríkisstjórn — og er á réttum nótum. Ég var afar ánægður með samstarf Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á síðasta kjörtímabili og fylgdist sérstaklega vel með störfum stjórnarinnar gegnum málefni heilbrigðisþjónustunn- ar þarsem ég kynntist Sighvati Björgvinssyni og Guðmundi Arna Stefánssyni ágætlega. Báðir fannst mér þeir vinna sín verk af kostgæfni, hvað sem því leið að sá síðarnefndi fékk fá tækifæri. Ennfremur hef ég alltaf haft Jón Baldvin Hanni- balsson í uppáhaldi. Hættan við þá ríkisstjórn sem nú er við völd er kannski framar mörgu öðru, að hún verði of mikið aft- urhald. Hún ber í sjálfu sér ekki merki þess ennþá og við erum að horfa á ánægjulega þróun í ýmsum málaflokkum." Ég hegg eftir því að þú virð- ist vera svipaðrar skoðunar og Ámi M. Mathiesen og fleiri ungir menn í Sjálfstceðis- flokknum varðandi söknuð vegna síðustu ríkisstjórnar og ótta við að þessi verði alltof þunglamaleg... „Þú færð mig ekki til að lýsa slíku yfir, þó að ég geri mér grein fyrir að undirstöður hennar séu öllu þyngri en for- verans. Alþýðuflokkurinn er öllu léttari og býr tvímæla- laust yfir mun meiri snerpu en Framsóknarflokkurinn. Enn- « fremur er Alþýðuflokkurinn að jj ýmsu leyti nálægt okkur sjálf- E stæðismönnum í skoðunum ^ og ég vænti þess að býsna ~ margir hægrikratar séu okkar g, megin í borgarmálunum." E Davíð Qddsson yrði góður forseti — skáldið myndi njóta sín Heldurðu að Davíð Odds- son yrði fyrirmyndarforseti? „Já. Ég tel að hann yrði góð- ur forseti og skáldið í honum myndi loksins fá að njóta sín í forsetaembættinu. Pólitísk reynsla er einnig gott bakbein í þetta embætti.“ Er það ekki fyrirtaks „plott“ að senda Steingrím Hermannsson í embœttið í fjögur ár og gefa þannig Davíð tíma til að klára sín œtlunarverk í pólitík? „Ég geri nú ráð fyrir að ég myndi styðja annan forseta- frambjóðanda en Steingrím Hermannsson." Að sjálfum þér... Stjórn- málaskýrendur — í fjölmiðl- um og á vettvangi „heita pottsins“ — hafa um nokkra hríð gert því skóna að þú munir vart kemba hœrurn- ar í sœti oddvita Sjálfstœðis- flokksins í borgarstjórn og ekki leiða D-listann í nœstu kosningum... „Ég tók að mér þetta hlut- verk nokkrum mánuðum fyrir síðustu kosningar á mjög óvæntan hátt. Það var enginn aðdragandi að því þótt ég hefði unnið annað sætið í próf- kjöri mjög örugglega. Ég tókst á við verkefnið af fullum krafti og lagði mig allan fram. Ég lagði línur og setti mína fram- tíðarsýn fyrir hönd borgarinn- ar að veði; í atvinnumálum, fjölskyldumálum og fleiru. Við náðum ekki settum árangri, en minni þó á að Sjálfstæðisflokk- urinn jók fylgi sitt stöðugt í skoðanakönnunum allt framað kosningunum, en hefur yfir- leitt tapað fylgi á sama tíma. Ég er sannfærður um að vinna okkar forystumanna á þessum stutta tíma skapaði þennan ár- angur. 47% fylgi var einfald- lega ekki nægilegt. Þá stóð ég frammi fyrir því að leiða minnihluta og það er afskap- lega sérstök lífsreynsla. Ég vil byggja upp þann hóp sem við sjálfstæðismenn höfum og gera það kannski á annan hátt en verið hefur: með því að láta reyna á þekkingu og hæfileika fólksins. Sú aðferð kallar aftu- rámóti á það, að ég er ekki eins áberandi og annars væri ef reglan er sú að tillögur og flest mál séu alfarið á könnu forsvarsmanns hópsins. Við höfum gert í því að deila verk- efnum með okkur. Minnihluta- hlutverkið tekur á, en mér líð- ur vel innan hópsins. Það hafa tvær kannanir verið gerðar frá borgarstjórnarkosningunum. Sú fyrsta var í febrúar, tæpu ári eftir að við fórum frá völd- um, og þá hafði fylgið snúist okkur í hag sem vorum með 53 prósent. Síðasta könnun sýnir 60 prósenta fylgi okkar. Þetta vekur með mér vonir um að vinnubrögð okkar séu rétt; óhefðbundin, látlaus, farsæl og beri árangur. Uppþot og hamagangur minnihluta í borgarstjórn virka ekki vel á fólk frekar en sömu vinnu- brögð hjá minnihluta hverju sinni á Alþingi." Ég hef aldrei verið borinn um sali Valhallar á silfurbökkum Varstu ekkert smeykur við að fara þessa leið: að taka þér hlutverk mun minna áberandi leiðtoga en hefð er fyrir innan Sjálfstœðis- flokksins í Reykjavík? „Jú, það er kannski nokkur hætta fólgin í þessari aðferð og ég geri mér fyllilega grein fyrir því. Hættan er sú að ein- staklingar komi þá fram sem hafa lengi búið yfir metnaði til að ná þeim árangri sem ég hef þó náð; og að þessir einstak- lingar telji sig með stjórnunar- aðferðum mínum hafa meira svigrúm til að láta ljós sitt skína. Það skal tekið fram að ég hef ekki fundið fyrir þessu í borgarstjórnarflokknum og ekki að neinu marki annars- staðar. Ég er vanur að taka glímur og hef aldrei verið bor- inn um sali Valhallar á silfur- bökkum. Ég hef alltaf verið maður kjörkassans.“ Mig langar aðeins að for- vitnast um samstarf þitt og Ingibjargar Sólrúnar... Hvernig gengur það fyrir sig? „Ingibjörg Sólrún var nú með mér í borgarstjórn á sín- um tíma og sat með mér í nokkrum nefndum. Hún var þá nokkuð afskipt í samstarfi og mér finnst það í rauninni hafa haldið áfrarn." Finnst þér hún þá halda sér útaffyrir sig...? „Að minnsta kosti eigum mjög takmarkað samstarf. Nánasta samstarfið var eigin- lega á misskilningi byggt og kom þannig til að ég fékk til skamms tíma boðsmiða í Þjóð- leikhúsið senda heim í Álfta- mýri. Utanáskriftin var: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, Álftamýri 75. Ég hafði gert nokkrar tilraunir til að leiðrétta þetta, en ekkert gekk þartil ég sendi Þjóðleikhúsinu erindi þarsem ég sagði að þrátt fyrir okkar mjög svo ynd- islega samstarf þá væri ekki enn komið að því að Ingibjörg Sólrún flytti heim til mín. Þá loksins kveiktu menn í Þjóð- leikhúsinu á perunni.“ Þannig að þegar þið borg- arstjórinn hittist á manna- mótum og á förnum vegi þá látið þið nœgja að kinka kolli hvort til annars? „Ég myndi skilgreina það svo. Eg reyndar get ekki dæmt svo mikið um hlýleika persónu Ingibjargar Sólrúnar; hvort það sé yfirhöfuð í hennar eðli að hafa fremur þurra fram- komu. Ef til vill háttar svona til þarsem við erum í forystu tveggja andstæðra fylkinga.“ ■E Algeng mistök að blanda saman afstöðu til manna og málefna Gerir fólk ekki almennt fullmikið af því að blanda saman pólitík og einkalífi? „Ég hef haldið því fram, að það séu hræðileg og mjög al- geng mistök í pólitík þegar menn blanda saman afstöðu til einstaklinga og málefna.“ I borgarstjórnarkosning- unum var persóna þín og fjölskylduímynd samtsem áður mun meira áberandi en Ingibjargar Sólrúnar. Sjálfstœðisflokkurinn hal- aði vafalaust inn ófá at- kvœðin útá þessa heil- steyptu mynd af fjölskyld- unni og fyrir vikið uppskár- uð þið Bryndís Guðmunds- dóttir, eiginkona þín, hin lít- seigu uppnefni „Ken og Barbí“. Hvaða tilfinningar berðu til þess arna? „Ken þoldi það ágætlega og leit á þetta sem hvert annað hundsbit eða tilraun til hót- fyndni, rétt einsog Áramóta- skaupið sem seinna fylgdi í kjölfarið. Svonalagað hlýtur að vera óhjákvæmilegur fylgifisk- ur þess að vera í pólitík og berjast á sviði þarsem fólk er gjarnan ósammála og grípur til misvandaðra meðala til að vinna málstað sínum fram- gang. Konunni minni — sem er skeleggur talmeinafræðingur og náttúrlega ásamt börnun- um það sem mér er dýrmætast í þessum heimi — fannst hins- vegar mjög sárt að vera með þessum hætti dregin niður í hið pólitíska svað. En hún lét sig bara hafa það og harkaði af sér.“ Stefni frekar að hugarró en „borgarstjóra, pingmanm og raðherra" Ber það hugsanlega vott um einhverja bjögun í sam- félaginu, þegar góð og gild ímynd heilsteyptrar fjöl- skyldu er endurteiknuð á afkáralegan hátt og notuð gegn viðkomandi sem dœmi um sykursœtan smáborg- arahátt og hálfgerðan aumingjabrag? „Það er alltaf ákveðinn minnihlutahópur sem telur allt milli himins og jarðar vera smáborgaralegt; til dæmis að það sé hallærislegt að vera giftur sömu konunni, eiga samhenta og skemmti- lega fjölskyldu og heimili sem maður reynir að rækta eftir bestu getu. Afturámóti held ég að mikill meirihluti fólks vilji varðveita þessi gildi og hafa í hávegum. Síð- an verður maður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og geta glott að broslegum þáttum sem aðrir finna í fari manns, spila upp og magna. Það er þannig með vinstri- menn að þeir virðast hafa lag á að rata á þessa þætti og sjálfsagt erum við hægri- menn með einhverja tilhneig- ingu til þess líka.“ Þinn persónulegi metnað- ur... Stefnirðu á Alþingi? „Nei, ég stefni framar öllu öðru að því að öðlast hugar- ró og tel það mikilvægast í lífinu. Það er einfalt að öðlast þessa ró með því að gerast einhverskonar jógi upp til fjalla, en ég hef valið mér flóknari leið með því að taka virkan þátt í athöfnum samfé- lagsins. Pólitíkin er erfiður vettvangur til að öðlast hug- arró, en vonandi get ég þegar upp er staðið sagst hafa skil- að samfélaginu einhverju já- kvæðu; til dæmis með vinnu sem miðar að því að auka kaupmáttinn með skatta- lækkunum, bættum rekstri og eflingu samkeppni. Ég hef ekki átt þann draum frá æsku að verða borgarstjóri, þing- maður og síðan ráðherra. Ef það æxlast svo... þá gott og vel.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.