Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 20
HI RMMTUDAGUR 25. JANÚAR1996 að morði, heldur fylgist með tveimur rannsóknarlögreglu- mönnum púsla saman sönnun- argögnum, hvort sem það eru lík, tilvitnanir í Dante eða fingraför. Það sem vantar í púsluspilið er þó mest ógnvekj- andi, því áhorfandinn þarf að geta í eyðurnar með ímyndun- arafli sínu. Ég veit ekki með ykkur, en mitt ímyndunarafl var næstum of fjörugt fyrir myndina... Það vottar fyrir áhrifum frá Blade Runner (1982) eftir Ridl- ey Scott og Angel Heart (1986) eftir Alan Parker hvað stemmningu snertir og það er greinilegt að tónlistarmynd- banda- og auglýsingabakgrunn- ur Finchers spilar eitthvað inn í útkomuna. Þess má geta að hann sieit einmitt barnsskón- um hjá Siguijóni í Propaganda Films. Niðurstaða mín er sú að hér sé komið afl í raðir leikstjóra sem á eftir að hafa afdrifarík áhrif á stefnur og strauma í spennumyndum næstu ára og fagna ég því ákaft. Upphaf myndarinnar virðist í fyrstu kunnuglegt: enn ein „buddy“- löggumyndin, en svo koma titlarnir... Niðursoðin og gerilsneydd útgáfa af sögu- þræðinum gæti hljómað svona: Morgan Freeman leikur veðr- aðan rannsóknarlögreglumann á móti hinum unga og skap- mikla Brad Pitt, sem er óreynd- ari starfsbróðir hans. Þeir eru á höttunum eftir fjöldamorð- ingja, sem hefur tekið það á sig að refsa mannfólkinu fyrir syndir þess. Hann notast við kenningar og rit Dantes, Milt- ons og fleiri skáldjöfra í morð- um sínum og byggir allt út frá erfðasyndunum sjö. Frekari umfjöllun um atburðarásina er óviðeigandi, þar sem hana á að taka beint í æð. Sérstaklega á það við um endalokin, sem eru eins ólík Hollywood-afurðum og hægt er. Allir leikarar standa sig vel, enda erfitt að gera annað með slíka hugmynd og mannskap á bak við sig. Freeman og Pitt bera hitann og þungann á sannfærandi hátt án þess að skyggja nokkuð á hið óvenju- lega og dökka eðli myndarinn- ar. Svo virðist sem allar stjörn- ur hafi skilið egóin sín eftir heima áður en þær mættu til starfa. Miðpunktur Seven er hinn ónefndi morðingi. Hann er al- gjörlega geðveikur. Reyndar svo helsjúkur að hægt væri að líkja honum við enn hættulegri útgáfu af Hannibal „The Canni- bal“ Lecter úr Lömbin þagna (1991). Það er einmitt við per- sónusköpun morðingjans sem Seven fer rakleiðis úr spennu- myndageiranum yfir í hrylling- inn. Þetta sambland virkar sem spark í magann og skilur mann eftir upptrekktan í langan tíma eftir að ljósin hafa kviknað. - KDP Tölvudjöfull laus í borg englanna Virtuosity Háskólabíói Leikstjóri: Brett Leonard Aóalhlutverk: Denzel Washington, Russel Crowe, Kelly Lynch ★ ★★ Myndin gerist í Los Ange- les árið 1999 og er ein af aldamótamyndunum sem ver- ið er að framleiða þessa dag- ana (samanber hina væntan- legu Strange Days'). Megin- áherslur Virtuosity — eins og nafnið bendir til — liggja í heimi sýndarveruleikans. Leikstjórinn, Brett Leonard, er enginn aukvisi í notkun á tölvugrafík og brellum í kvik- myndum, þar sem hann gerði hina litríku en auðgleyman- legu Lawnmower Man (1992). Leonard rekur ásamt félaga tá og fingri á fyrirbærinu „Sid Vicious" (sem MacLar- en kallar reyndar „a fabulo- us disaster"). Myndin lýsir í raun hruni heillar kynslóðar sem tortímir sjálfri sér og er nákvæmlega sama um líf sitt og allt umhverfi. Sid Vicious er holdgervingur þessarar gereyðingarkynslóðar. Myndin er í alla staði vel gerð og virðist fylgja lífi pönkstjörnunnar og dópist- ans Sids Vicious prýðilega eftir. Að lokum skal bent á að snillingurinn Gary Old- man fer með hlutverk Sids og sýndi þar í fyrsta skipti hvers hann er megnugur. Áhugasömum skal bent á að hægt er að fá myndina Ieigða í Myndbandaleigunni Ríkinu við Snorrabraut — en jafnframt í flestum betri leig- um landsins. - EBE sínum tölvubrellufyrirtækið L3 sem — viti menn — sá um brellurnar í Virtuosity. Styrkur myndarinnar liggur aðallega í ýmsum útfærslum og stælum sem hægt er að ná fram með tölvutækni og gerir kleift að hafa atburðarásina hraða líkt og í tölvuleik. Denzel Washington leikur fyrrverandi löggu, sem nú er fangi eftir að hafa klúðrað björgunarleiðangri til að ná konu sinni og barni undan klóm pólitísks hryðjuverka- durts. Hann og aðrir (aumari) fangar eru tilraunadýr við þróun á æfingaforriti fyrir lög- regluna sem notast við sýnd- arveruleika. Inni í gerviheim- inum kljást fangarnir við „Sid 6,7“, sem er skemmtilega leik- inn af Russel Crowe. Tölvu- landið er hins vegar of lítið fyrir Sid 6,7 og með hjálp ákaf- lega metnaðarfulls forritara síns sleppur hann yfir í raun- veruleikann. Vandamálið er hins vegar að forrit Sid 6,7 samanstendur af persónuleik- um hvorki meira né minna en 183 morðingja og því er fjand- inn laus í borg englanna. Yfir- völd bjóða Denzel náðun ef honum tekst að stöðva ham- för tölvumannsins og tekur hann því kostaboði. Eitt leiðir síðan af öðru... Veikleiki Virtuosity felst í vali á Denzel í hetjuhlutverk- ið. Hann er allt of mjúkur og næmur leikari fyrir hlutverk sem krefst framar öðru hörku og tilfinningaleysis og á betur heima undir leiðsögn Spikes Lee og annarra málefnalegri leikstjóra. Annar galli myndar- innar er hin tilgangslausa pör- un á karakter Denzels við glæpasálfræðing leikinn af Kelly Lynch. Það er engin „kemistría" á milli þeirra og tilgangur hennar í myndinni reyndar frekar óljós. Hin fagra Lynch —svo eftirminnileg sem kærasta Matts Dillon í Drugstore Cowboy (1989) — er í þessu hlutverki nær kyn- þokkalaus og minnir helst á kynni í Dagsljósi hvað klæða- burð og hárgreiðslu varðar. Annað er aftur á móti hægt að segja um Crowe, sem skemmt- ir sér greinilega konunglega í hlutverki morðóðs tölvukalls og nýtur sín sem miðpunktur allrar athygli. Þeirri stöðu svipar til hinnar mögnuðu Romper Stomper (1992), þar sem Crowe lék leiðtoga klíku snoðinkolla í heimalandi sínu, Ástralíu. Fyrir kvikmyndafríkin má benda á að í hlutverki for- stöðukonu fangelsisins í Yirtuosity er Louise Fletcher. Á sínum tíma fékk hún Óskars- verðlaun fyrir túlkun sína á fröken Ratched yfirhjúkrunar- konu í kvikmynd Milos For- man Gaukshreiðrinu (1975). Einnig glittir í Tracy Lords, fyrrverandi klámstjörnu og núverandi poppstjörnu, á næturklúbbi sem Sid 6,7 hefur tekið ástfóstri við. Virtuosity hefur hraðann og frumleikann til að halda áhorf- andanum við efnið ef litið er framhjá skrýtnu leikaravali og formúlukeim (sem er því mið- ur alltof algengur í slíkum myndum). Game Over. - KDP Venjulegir bófcir - óvenjulegt handrit The Usual Suspects Bíóborginni Leikstjóri: Bryan Singer Aöalhlutverk: Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Kevin Pollak, Chazz Palminteri ★★★★ Söguþráðurinn í myndinni The Usual Suspects er ein- hver sá mest grípandi og útpældasti sem ég hef lengi séð í bíó. Handritið hlýtur að líta út eins og efnafræðiformúla ef miðað er við hoppið fram og til baka í tíma og rúmi. Áhorfand- inn er bókstaflega teymdur á asnaeyrunum í gegnum at- burðarásina, sígiskandi á hver útkoman verður, en er engu nær fyrr en í bláendann. Og varla þá. Myndin, sem hinn 28 ára gamli Bryan Singer ieik- stýrir af miklu öryggi, hefur allt til að bera sem gæti gert hana að „költ“-mynd: Sterkar per- sónur, óútreiknanlegt plott, of- beldi og húmor (hljómar eins og uppskrift að Tarantino- mynd). The Usual Suspects hefst á því að lögreglan smalar fimm krimmum saman niður á stöð til yfirheyrslu vegna trukkaráns sem nýlega var framið. Þeir eru: Gabriel Byme, fyrrver- andi lögga sem snúið hefur sér að glæpastarfsemi ýmiskonar; Kevin Pollack, lítill harðjaxí með hættulegan húmor; Steph- en Baldwin (að mínu mati bestur af bræðrunum), álíka hættulegur og enn bilaðri; Ben- icio del Toro, súpersvalur Pu- erto-Ríkani; og síðast en ekki síst Kevin Spacey sem leikur bæklaðan svindlara, Verbal að nafni. Fimmmenningunum er fljótlega sleppt en þeir ákveða að halda hópinn, enda þarna samankomnir bestu glæponar og harðjaxlar í borginni. Boltinn er nú farinn að rúlla og eykur hraðann með hverri mínútu sem eftir lifir af mynd- inni. Sagan er sögð frá sjónar- hóli Verbals, sem er snilldar- lega leikinn af Spacey og er hann án efa einn af betri leikur- um markaðarins í dag. „Film Noir“-blærinn í The Usual Suspects kryddar svo andrúmsloftið enn frekar og gerir að verkum að allar persón- urnar í myndinni öðlast sínar ndbönd Sid & Nancy Pyrir rétt tæpum 20 árum tók pönkbylgjan að rísa í Englandi og féll svo með fullum þunga yfir allan hinn vestræna heim. Talað er um að tískan gangi í hringi á um það bil 20 ára fresti og því má víst búast við nýrri pönkbylgju innan skamms. Pönkbylgjan hefur þó aldrei fjarað algerlega út og enn má finna næluskreytta hanakambspönkara í miðbæ Reykjavíkur, þótt þeir viti nú fæstir út á hvað pönkið gekk hér „i den“... Pönkið reis í reiði gegn blóma- og ástarheimspeki hippanna. 68’-kynslóðin barð- ist í orði gegn yfirvaldi og boð- aði stjórnleysi, en á borði end- uðu flestir á einn eða annan hátt á framfæri hins opinbera. í myndinni Sid & Nancy er hljómsveitinni Sex Pistols fylgt eftir gegnum líf frægasta pönk- pars sögunnar, Sids Vicious, bassaleikara hljómsveitarinn- ar, og ameríska pönk-dóp- istans Nancy. Lif þeirra líð- ur einhvern veginn áfram í þoku án þess að þau hafi sjálf hugmynd um hvað er að gerast, og fjarar út á endanum. Nancy er ósköp venjuleg hljómsveitar- melía. Fyrst reynir hún við Johnny Rotten, söngvara Sex Pistols, í partíi eftir tónleika. Hann svarar ást- leitni hennar hins vegar með orðunum: „None of us fuck’y see — sex is ugly.“ Nancy snýr sér þá á hina hliðina að Sid Vicious, sem bætir við: „Sex is boring hippy shit.“ Þó að Nancy hafi ekki getað freistað Sid með kynlífi tekst henni það með dópi, sem hún dælir óspart í bassaleikarann þar til hann verður háður bæði henni og heróíninu. Þaðan verður ekki aftur snúið og lífi boðbera dökku hliðar. Testósterón- hormónar eiga einnig stóran þátt í að skapa þá spennu sem myndast innan og í kringum hópinn, þar sem þeir eru hver öðrum harðari kallar. Pete Postlethwait fer síðan með óvenjulegt aukahlutverk sem útlenskur (?) lögfræðingur sem veldur fimmmenningun- um mikilli sálarangist og vand- ræðum. í öðru sterku aukahlut- verki er Chazz Pcdminteri, sem er ógleymanlegur úr mynd sem DeNiro gerði eftir handriti hans og nefnist A Bronx Tale. Palminteri leikur rannsóknar- lögreglumann sem hefur mál fimmmenninganna með hönd- um. Hann er hins vegar eins ráðvilltur og áhorfandinn, sem uppgötvar seint og um síðir að ekkert er sem sýnist. - kdp stjórnleysis er til endalokanna stjórnað af dópi, Nancy og um- boðsmanni Sex Pistols, Malc- olm MacLaren, sem græðir á Kvikmyndir „Pars pro toto“ Seven Sýnd í Laugarásbíói Leikstjóri: David Fincher Aóalhlutverk: Morgan Freeman, Brad Pitt, Gwyneth Paltrow ★★★★ Myrkur, rigning, ólykt, skít- ur og morð skapa and- rúmsloftið í kvikmyndinni Se- uen. Frábært handrit, leik- stjórn, hönnun og kvikmynda- taka gera hana að tímamóta- verki í sögu spennumynda. Hér er á ferð ein drungalegasta og óþægilegasta kvikmynd sem komið hefur á hvíta tjaldið lengi. Seven kafar djúpt í undir- meðvitundina og hrærir þar í óöryggi okkar með rakvélar- blöðum. Sérstaða myndarinn- ar felst aðallega í hinu sjón- ræna. Þótt handrit nýliðans Andrews K. Walker beri höfuð og herðar yfir aðrar og hefð- bundnari löggumyndaformúlur eru það samt augu leikstjórans Kvikmyndir C | Kristófer •• 1 Dignus Petursson Davids Fincher (Alien 3) og tökumannsins Darius Khondji (Borg hinna týndu barna) sem skila til áhorfandans þeirri ógn- vekjandi tilveru sem ræður ríkj- um í rúmlega tvær klukku- stundir í myrkvuðum bíósaln- um. „Myrkur, rigning, ólykt, skítur og morð skapa andrúmsloftið í kvik- myndinni Seven. Frábært handrit, leikstjórn, hönn- un og kvikmyndataka gera hana að tímamótaverki í sögu spennumynda. Hér er á ferð ein drungaleg- asta og óþægilegasta kvikmynd sem komið hefur á hvíta tjaldið lengi.“ iifiiiMII Tæknin sem er notuð til að skapa þessa ógn og hræðslu er hið svokallaða „pars pro toto“- stílbragð (hluti fyrir heild), sem fyrirfinnst aðallega í bók- menntum og nokkrum vel heppnuðum kvikmyndum. í Se- ven verður maður aldrei vitni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.