Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 28. MARS1996
Fríríkið Kristjanía var sett á fót í Kaupmannahöfn af blómabörnum
árið 1971 og heldur því hátíðlegt aldarfjórðungsafmæli sitt á
þessu ári. Um 800 manns búa þarna og komast færri að en vilja.
Flestir íbúar fríríkisins eru Danir, en staðurinn ervinsæll meðal
útlendinga og liggur við að enska sé algengari þar en danska.
Einnig halda Grænlendingar mikið til í Kristjaníu. Margir
íslendingar hafa búið í fríríkinu gegnum tíðina. Guðbjartur
Finnbjörnsson þekkir lífið í Kristjaníu af eigin raun og segir
hér frá átakasögu staðarins og upplifunum sínum þar
— ásamt því að ræða við nokkra íbúanna...
Kristjanía:
„Kristjanía er að verða einn vinsæiasti
ferðamannastaður Kaupmannahafnar, en um hálf
milljón manns hvaðanæva úr heiminum heimsækir
staðinn ár hvert. Margir trúlega til að kaupa sér hass
eða marijúana en stöðugt fleiri koma þangað til að
berja augum hið sérstæða samfélag Kristjaníu.
Á sumrin er hægt að sjá allt frá japönskum
túristum yfir í dönsk skólabörn utan af landi.“
milli þessara ólíku þjóðfélags-
hópa að sættir virtust hvergi í
sjónmáli.
Árið 1978 töpuðu íbúar
Kristjaníu máli sem þeir höfð-
uðu gegn danska ríkinu fyrir að
virða ekki samning sem var
gerður um framtíð fríríkisins ár-
ið 1972. Þingið ákvað þá að í
stað þess að Ioka Kristjaníu
skyldi reynt að normalísera
staðinn. Fá íbúana til að fara að
dönskum lögum, greiða skatta
og þar fram eftir götunum. Hús-
næði skyldi bætt og vera í sam-
ræmi við þær kröfur sem gerð-
ar eru um íbúðarhúsnæði í Dan-
mörku. í þessu fólst að mörg
hús yrðu fjarlægð sem ekki
stóðust lágmarkskröfur yfir-
valda. Löggæsla yrði efld á
svæðinu og lögreglan fengi frið
til að sinna störfum sínum, en
allar götur frá stofnun fríríkis-
ins hafa samskipti milli lögreglu
og íbúa Kristjaníu verið vægast
sagt stirð. Sérstaklega gagnvart
neyslu og sölu kannabisefna,
sem höfðu fylgt fríríkinu frá
upphafi.
Hell’s Angels og Bull Shits
Áttundi áratugurinn byrjaði
ekki vel fyrir Kristjaníu. Stórir
hópar mótorhjólagengjanna
Hell’s Angels og Bull Shits
höfðu komið sér fyrir í fríríkinu
og börðust sín á milli. Vopn
fóru að sjást á götum Kristjaníu
og ofbeldi breiddist út. Á svip-
uðum tíma hófu hin svokölluðu
sterku vímuefni, svo sem her-
óín og kókaín, innreið sína til
Danmerkur og sölumiðstöð
þeirra varð vitaskuld Kristjan-
ía. Þetta leiddi til minnkandi
samúðar hins almenna Dana
gagnvart Kristjaníu og krafan
um að loka staðnum varð há-
vær á ný. Mikil áróðursherferð
fór af stað gegn Kristjaníu, ekki
síst í Svíþjóð, þar sem Kristjan-
ía var sögð miðstöð eiturlyfja-
sölu á Norðurlöndunum. Of-
beldi var einnig mikið á þessum
tíma í fríríkinu og var til að
mynda einn höfðingja Bull
Shits-klúbbsins skotinn til bana
í Nemoland, einni krá staðar-
ins.
Lögreglan gerði lítið til að
stöðva þessa þróun. í fyrsta
lagi vegna þess að hún taldi
betra að hafa vandamálið á ein-
um stað í stað þess að dreifa
því um borgina. í öðru lagi af
ótta við blóðsúthellingar innan
raða lögreglunnar. Þeim þótti
best að íbúar Kristjaníu sæju
um þetta vandamál sjálfir.
Kristjaníubúar reyndu hvað
þeir gátu til að stöðva þessa
bylgju harðra vímuefna og of-
beldis í fríríkinu. Hörð efni voru
bönnuð í Kristjaníu og allir
grunaðir um notkun þeirra
þurftu að fara í þvagprufu. Ef
hún reyndist jákvæð var við-
komandi boðið að fara í afvötn-
un ellegar hann yrði rekinn af
svæðinu og fengi ekki að koma
aftur fyrr en hann gæti sýnt
fram á að hann væri hættur
neyslu. Ennfremur var öllum
sölumönnum harðra vímuefna
hent út. Kristjaníubúar gengu
vasklega til verks og náðu, að
eigin sögn, góðum árangri. Enn
þann dag í dag er talið að ekki
sé mikið af hörðum vímuefnum
í Kristjaníu.
Velta kannabissölunnar
nokkrir milljarðar á ári
Yfirvöld reyndu hvað þau
gátu til að lögleiða þá starfsemi
sem fyrirfannst í Kristjaníu, en
nær öll starfsemin var svört.
Ekki síst skyldi reynt að fá alla
veitingastaði fríríkisins til að
starfa samkvæmt lögum. Erfið-
lega gekk að semja og að lokum
brast þolinmæði yfirvalda. í
byrjun árs 1989 var öllum veit-
ingahúsum Kristjaníu lokað í
einni stórri lögregluaðgerð,
sem 600-700 lögreglumenn tóku
þátt í.
Á miðju ári 1989 samþykkti
danska þingið lög um framtíð
Kristjaníu. I lögunum er talað
um tvískiptingu staðarins. Ann-
ars vegar hið óbyggða svæði
þar sem flestum ef ekki öllum
húsum yrði eytt og þar sem
náttúran fengi að ráða ríkjum.
Hins vegar hið byggða svæði,
þar sem íbúarnir gætu í nánu
samráði við yfirvöld haldið
hinni félagslegu tilraun áfram.
Kristjanía minnir mig svolít-
ið á Afríkuþorp," segir við-
mælandi minn, ungur, íslensk-
ur listamaður, búsettur í Kaup-
mannahöfn, um leið og hann
fær sér reyk af marijúana-sígar-
ettunni. Við sitjum á bekk fyrir
utan eina af mörgum krám frí-
ríkisins Kristjaníu, sem staðsett
er í hjarta Kaupmannahafnar.
Hann með bjór fyrir framan sig
en ég drekk kaffi. „Útlit staðar-
ins, skíturinn og allir þessir
hundar. Ég gæti eins verið í Afr-
íku,“ segir hann og horfir
dreymandi og eilítið rauðeygð-
ur á það sem fyrir augu ber.
„Ég kann mjög vel við mig í
Stínu, hér fær maður að reykja
sitt gras í friði og hér hittir mað-
ur alltaf skemmtilegt fólk sem
hefur gaman af að ræða um lífið
og tilverunna, fólk frá öllum
heimshornum og ekki síst ís-
lendinga, en ég hitti nær undan-
tekningarlaust landa mína þeg-
ar ég heimsæki Kristjaníu. Þeir
eru alltaf til í að spjalla og fá sér
í pípu.
Ég hef aldrei komið í Kristjan-
íu án þess að fá mér reyk, en
það er ekki eina ástæðan fyrir
því að ég kem hingað,“ segir
listamaðurinn ungi. „Ég nýt
andrúmsloftsins og það er fal-
legt hérna þrátt fyrir sóðaskap-
inn. Þetta er svo öðruvísi. Svo
virðist öllum líða vel, hundun-
um sérstaklega," segir hann og
brosir skökku brosi. Ég horfi yf-
ir mökkinn, sem hann gefur frá
sér, á mann- og hundalífið í
Kristjaníu. Við hlið okkar setj-
ast þrjár ömmulegar konur um
sextugt og kaupa sér bjór. Þær
hlæja og gantast við strák sem
er svo hátt uppi að hann stend-
ur varla í fæturna. Á flestum
borðum er verið að reykja hass
eða marijúana og ekki langt í
burtu standa sölumennirnir og
bjóða ýmsar tegundir kanna-
bisefna. Viðskiptin virðast
ganga nokkuð vel. „Já,“ hugsa
ég, og anda sterkri hasslyktinni
að mér. „Víst er þetta öðruvísi.“
Allir borga sömu leigu
Fríríkið Kristjanía nær yfir
um tíu hektara landsvæði í
Kristjánshöfn, ekki langt frá
miðborg Kaupmannahafnar.
Staðurinn er mjög strjálbýll
miðað við nærliggjandi svæði
og mikið um skóglendi. Um 150
byggingar eru í Kristjaníu en
um 800 manns búa þar og kom-
ast færri að en vilja, enda leigan
í Kristjaníu 860 krónur danskar,
eða um 10.000 krónur íslensk-
ar, sem er aðeins brot af því
sem tíðkast annars staðar í
Kaupmannahöfn. Leigan er sú
sama fyrir alla, hvort sem búið
er í litlu herbergi eða rúmgóðri
íbúð. Flestir íbúar fríríkisins
eru Danir en staðurinn er vin-
sæll meðal útlendinga og það
Iiggur við að enska sé algengari
þar en danska. Einnig halda
Grænlendingar mikið til í Kristj-
aníu. Margir íslendingar hafa
búið í fríríkinu gegnum tíðina
en einhverra hluta vegna hefur
þeim farið fækkandi síðustu ár.
Blaðamaður frétti aðeins af
þremur stelpum sem hafa fasta
búsetu í Kristjaníu um þessar
mundir. Þó eru alltaf einhverjir
íslendingar sem búa þar í stutt-
an tíma, sérstaklega á sumrin.
Fríríkið stofnað árið
1971
Á sjöunda áratugnum var
svæðið, þar sem Kristjanía er
nú, aðsetur danska hersins, en
hann flutti þaðan með allt sitt
hafurtask árið 1969. í tvö ár var
staðurinn í eyði eða þangað til
árið 1971 þegar hópur ungs
fólks ásamt nokkrum íbúum
nærliggjandi svæða reif niður
girðingarnar, meðal annars í
því skyni að gera svæðið að
leikvelli fyrir börn. Fljótlega
spurðust staðurinn og öll tómu
húsin út meðal ungra húsnæð-
islausra Kaupmannahafnarbúa,
en á þessum tíma var mikil hús-
næðisekla í borginni, og á
nokkrum mánuðum fluttu um
400-500 manns á svæðið. Fólk
fann sér einfaldlega húsnæði
sem ekki var í notkun og flutti
inn. Fljótlega var farið að kalla
staðinn Kristjaníu og hugmynd-
ir kviknuðu um sérstakt fríríki
óháð lögum og reglum samfé-
lagsins fyrir utan. Ríki sem var,
að mati Kristjaníubúa, grund-
vallað á samkennd og frelsi, en
á þessum tíma voru flestir íbú-
ar Kristjaníu hin svokölluðu
blómaböm og hippamenningin
í algleymingi.
Vandræðabarn
dansks samfélags
Lögreglan reyndi oft á fyrstu
árum Kristjaníu að fjarlægja
fólk af svæðinu en hafði ekki er-
indi sem erfiði, því svæðið var
of stórt og of margir höfðu
komið sér þar fyrir. Hún gafst
því upp og lét stjórnmálamenn-
ina um vandann, en þeir voru
ekki sammála um hvað ætti að
gera. f desember árið 1972 var
ákveðið að gefa fríríkinu tæki-
færi til að sanna ágæti sitt und-
ir kjörorðunum félagsleg til-
raun. Samið var um að Kristjan-
ía borgaði fyrir afnot sín af raf-
magni og vatni. Eins átti að efna
til hugmyndasamkeppni um
framtíð Kristjaníu, en af henni
varð aldrei, því ný ríkisstjórn
tók við valdataumunum í Dan-
mörku stuttu seinna. Ákvað
„Kristjaníubúar reyndu hvað þeir gátu til að stöðva
bylgju harðra vímuefna og ofbeldis í fríríkinu. Hörð
efni voru bönnuð og aliir grunaðir um notkun þeirra
þurftu að fara í þvagprufu. Ef hún reyndist jákvæð var
viðkomandi boðið að fara í aívötnun ellegar hann yrði
rekinn af svæðinu og fengi ekki að koma aftur fyrr
en hann gæti sýnt fram á að hann væri hættur
neyslu. Ennfremurvar öllum sölumönnum
harðravímuefna hent út.
hún að nú skyldi Kristjanía
rýmd. Kristjaníubúar mót-
mæltu kröftuglega og höfðu á
þessum tíma samúð mjög
margra Dana. Því var ákveðið
að hætta við að loka staðnum.
Að minnsta kosti í bili.
Árið 1975 var enn og aftur
ákveðið af danska þinginu að
loka Kristjaníu og íbúar skyldu
flytja þaðan eigi síðar en 1. apr-
íl 1976. Aftur mótmæltu Kristj-
aníubúar kröftuglega. Og nú
voru skipulögð mótmæii dag-
inn sem átti að rýma svæðið.
Um það bil þrjátíu þúsund
manns mættu til að sýna Kristj-
aníu og íbúum hennar stuðn-
ing. Yfirvöld létu undan þrýst-
ingnum og ákváðu á elleftu
stundu að bíða með að rýma
svæðið. í það minnsta þar til
einhverjar lausnir fyndust sem
allir gætu sætt sig við. Stjórn-
málamenn vissu hreinlega ekki
hvað ætti að gera við þetta
vandrœðabarn dansks þjóðfé-
lags. Gjáin var orðin það djúp
Sveitaþorp í
miðri stórborg