Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 31

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 31
FIMMTUDAGUR 28. MARS1996 31 Jón Ó. Guðmundsson Á veitingastaönum Perlunni starfar kokkurinn Jón Ó. Guö- mundsson. Hann hefur þaö göf- uga hlutverk að metta gesti ein- hvers besta útsýnismatsölustaö- ar Reykjavíkur. En hvemig staöur er Perlan? „Þetta er mjög góöur, alhliða staöur. Hingaö sækja allar teg- undir fólks f þjóöfélaginu, enda er staöurinn ekki eins og dýr og margir halda. Staöurinn er þaö stór aö viö erum ekkert aö reyna aö tvísetja hann yfir kvöldiö, heldur fær fólk aö halda sínum boröum allt kvöldiö. í forrétt bjóöum viö til dæmis upp á snigla, salöt og humar- súpu, sem hefur veriö á mat- seðlinum frá því viö opnuðum. í- aöalréttum er lambiö mjög vin- sælt. Viö bjóöum til dæmis upp á ferskan lambahrygg eöa port- vínsleginn. Siöan er ísréttur Perl- unnar alltaf mjög vinsæll eftir- réttur. Þetta er heimatilbúinn ítalskur ísréttur. Einnig er Berg- appelsínubrauð vinsælt. Nú er- um viö einnig meö fimm rétta matseðil á tilboösveröi og máltíö meö víni fyrir tvo sem vilja gera vel viö sig kostar svona frá tíu til tuttugu þúsund krónur." Aö lokum kemur uppskrift Jóns á ristuöum sniglum. Teknir eru ferskir sniglar og þeir ristaöir á pönnu meö sveppum og hvít- lauk. Smjörsósu og steinseiju bætt út í. Smjörsósan er gerö þannig aö laukur er léttsteiktur á pönnu, ijóma bætt út í og soöiö niður. Sföan er smjör sett út í og hellt yfir sniglana. f Leitin að hinum eina Upp úr síöustu áramótum tók Helgar- pósturinn upp á þeim óskunda aö standa fyrir karlmennskuprófi fyrir lesendur sína og nokkur eintök af hinu íslenska karlkyni að spreyta sig á. Þessum mannraunum lauk síðan með æsi- spennandi úrslitakeppni fyrirtveimur vikum. Nú er tími til kominn að bregða enn á leik og því efnum við nú til dauðaleitar að hinum eina sanna íslendingi; karli eða konu sem framar öðrum löndum sínum hefur þjóðlega siði og al- menna tröllatrú á landsins gæðum í hávegum — manneskju sem er einfaldlega „mesti ís- lendingurinn". HP hefurí þessu skyni ákveðið sanna íslendingi að leggja próf nokkurt fyrir lesendur sfna og taka þannig upp vanmetinn málstað þess göfuga hóps íslendinga sem berjast af alefli gegn alþjóðlegum straumum sem eru að eyðileggja þjóðina; með framandi mat, feröalögum, innflutningi furðulegs fólks, léttvínssulli, samstarfi þjóðanna, sjónvarpsléttmeti og almennri meðalmennsku. Þeir sem ríða á vaðið og hefja leik eru þeir Arthur Morthens, borgarfulltrúi í Reykjavík, og Gísli Rúnar Jónsson, leikari og leikstjóri... Leikarinn tók borgarfulltrúann barasta í nefið... 1. Hefurðu unniö störf tengd sjávarútvegi eöa landbúnaði? GRJ: Já. Ég var landbúnaðarverkamaOur 1 Skagafiröinum i mörg herrans ár, þegar ég var þrettán til sautján ára. Þetta voru einhver mestu þroskaár ævi minnar. Þar læröi ég aö vinnan væri dyggö og þá skoðun hef ég ekki losnaö viö síöan. (1,5) AM: Já, ég’vann i fiskvinnslu í Isbirninum á námsárum mínum. Þetta var mjög skemmtileg og lærdómsrík reynsla. (1/2) 2. Ertu í góöum tengslum viö hina sérstæöu íslensku náttúru? GRJ: Já. Mér finnst ég vera i alltof miklum tengslum viö hana. En ég myndi ekki segja aö þau tengsl væru góö. Maður er alltaf aö berjast viö náttúruöflin sem eru alltaf að hrella mann. Lægölrnar sem llggja yfir landinu gera mig afskaplega þungan i geöi. Þetta fer I andlega og líkam- lega heilsu þeirra sem eru næmgeöja eins og ég. (1/2) AM: Ég myndi segja aö ég væri í sæmilegum tenstum viö hana, enda er ég útivistarmaöur og feröast mikið um landiö. (1/2) 3. Þykir þér íslenskt brennivín gott? GRJ: Ég hef reyndar ekki drukkið þaö i tíu ár, en brennivín er orginal drykkur og ég man aö mér þótti þaö mjög gott ískalt og þykkt. Hins veg- ar er þaö mjög óhollt og getur valdlö afar skammvinnum hæöum en iöngum og djúpstæöum lægöum sem fara svo ilia i geöiö á mér. (1/2) AM: Já. I góðra vina hópi ergott aö dreypa á því. (1) 4. Er íslenskur matur ekki örugglega sá besti í heimi? GRJ: íslensk matreiösla er náttúrulega alræmd og seint veröurn viö frægir af henni. Hins vegar er hráefnió mjög gott, sem öllum er Ijóst nema stjórnvöldum. (1/2) AM: Hangikjöt er besti matur í heimi, en ég segi ekki orö um restina. 0/2) 5. Hefuröu andstyggð á alþjóöasamstarfi á borö viö NATÓ og ESB? GRJ: Ég hef megnustu andstyggö á NATÓ og hef alltaf haft. Ég er hins vegar svo illa upplýstur um ESB aö ég get ekki sagt til um þaö. (1/2) AM: Nei. Island á aö vera gildur meölímur í samfélagi þjóöanna. (0) 6. Eru íslendingasögurnar sannar? GRJ: Já, aö einhverju leyti. En ég hef annars ekkert vit á þessu, enda er ég ekki nógu vei lesinn. Skáldskapur eins og Gerpla er þó mjög skemmtilegur. (1/2) AM: Þaö er álitamál. Þær byggjast aö minnsta kosti á sönnum grunni þótt skáldaleyfiö sé töluvert, þannig aö ég trúi þeim ekki eins og nýju neti. (0) 7. Eru íslenskar konur þær fegurstu í veröldinni — og íslenskir karlmenn sterkastir? GRJ: Islenskt fólk er í útliti samþland af ötrúlegri stiiveislu. Hér finnst þaö Ijótasta og fallegasta fólk sem ég hef nokkum timann séö. Þaö er svo mikiö til af sérkennilega ófriöu fólkl sem gefur þessu landi miklnn lit og er í raun afþreyingarefni fyrir feröamenn sem koma hingað. Einnig er til margt sérstaklega fallegt kvenfólk. Stelpumar eru alltaf aö veröa fallegri og fallegri. (1/2) AM: Ég held svei mér þá aö þaö sé tilfellið. Ég er ekki frá því. (1) 8. Hvernig líkar þér viö blessaðan þorramatinn? GRJ: Úldinn og súrsaður þorramatur er afbragösmatur en galiinn viö nútíma þorramat er að hann er ekki nógu súr. Alvöru súrsaöur matur á aö vera þannig aö maöur veröi pireygður viö aö boröa hann og háriö hrokkni. Þannig mat er ég alinn upp við. Þaö finnst ekkl súrt bragö af þessu dóti í dag. (1) AM: Hann er ágætur á þorranum, svona einu slnnl á ári, en ekki oftar en þaö. (1/2) 9. Hvaöa skoðun hefuröu á blöndun íslenska kynstofnsins? GRJ: Mér finnst þaö nú alveg sjálfsagður hlutur, enda veitir ekki af nýju blóði hingað. Ég man eftir stelpu fýrir noröan sem varð aö flytjast til Reykjavikur til aö næla í mannsefni sem ekki var náskylt henni. (0) AM: Viö iifum t samfélagi þjóðanna og þar af leiöandi getum við aldrei komist hjá blöndun og þaö er bara eölileg þróun. (0) 10. Þjáistu af heimþrá þegar þú ert eriendis? GRJ: Nei, ekki til í dæminu. Ég hef aldrei oröiö fyrir slíkri tilfinningu. (0) AM: Sú tilfinning gerir yfirleitt vart viö sig eftir ákveðinn tíma. (1/2) ÚRSLIT: Leikarinn og leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson þykir nokkuð óþjóðlegur í litríku útliti sínu, en bætir það upp með afbragðs þjóðlegu innræti og fær heil 6 stig fyrir. Borgarfulltrúinn 1 Arthur Mortens þarf aftur á móti að taka sig alvarlega á, því hann fékk einungis 4 1/2 stig af 10 mögulegum, falleinkunn. Að þessu samanlögðu telst Gísli Rúnar hafa sigrað glæsilega. Islendingar fyrr og nú: Kjósum Zorgar! að urðu allir hálffúlir þegar geimverurnar hættu við að lenda á Snæfellsjökli fyrir tveimur árum. Fólki fannst það frekar slöpp afsökun að segja skilyrði til lendingar „slæm“ þegar það sá myndir í blöðun- um af móttökunefndinni sem beið á jöklinum í kringum varð- eld og virtist bara hafa það gott í dæmigerðu íslensku blíðviðri. Já, þjóðin var sármóðguð og með það á hreinu að geimver- urnar hefðu bara ekki nennt, verið skítþunnar — eða ein- faldlega á brjáluðu fylleríi. Geimpakkinu var blótað í sand og ösku fyrir að láta stöðugt bíða eftir sér og klikka á að mæta hvað eftir annað. En gott fólk, nú er biðin loks á enda. Það er nefnilega svo að furðuljósið sem sást yfir sunn- anverðu landinu um daginn var geimskip. Og um borð voru geimverur frá plánetunni Klorx ásamt Magnúsi Skarphéðins- syni geimverusérfræðingi að safna undirskriftum fyrir vænt- anlegt forsetaframboð geim- verunnar Zorgar TzuNDsa. Kannski finnst einhverjum þetta hljóma fáránlega og getur ekki hugsað sér einhvern Jedi flytja áramótaávarpið í sjón- varpinu. En útlitið er ekki allt, og ef málið er skoðað betur kemur fljótt í ljós að geimvera er akkúrat sá þjóðhöfðingi sem íslendingar ættu að geta sam- einast um. Til að byrja með er náttúr- lega erfitt að toppa það að vera fyrsta 'þjóðin í heiminum sem eignaðist kvenforseta; konu sem þar að auki vakti athygli hvar sem hún kom. En fyrsti geimveruforsetinn á jörðinni þyrfti líklega ekki að hafa nokkrar áhyggjur af ónógri at- hygli. Þar fyrir utan er geimver- an Zorgar hvorki karl né kona og því ættu bæði kynin að geta samþykkt „hana“ auðveldlega. Eins er Zorgar yfirnáttúrubarn sem ætti að ná vel til huldu- fólks og álfa í landinu og vera í betra sambandi við framliðna. Sameina þannig allt sem ís- lenskt er, og var. Nýaldarsinn- ar myndu dá Zorgar. Og börnin myndu dýrka Zorgar. „íslend- ingar fyrr og nú; Kjósum Zorg- ar!“ Eini hópurinn sem hugsan- lega yrði ósáttur væru rasist- arnir í félagsskapnum Norrænt mannkyn, af því að Zorgar er væntanlega ekki aríi, en öll þjóðin er á móti félaginu, svo það skiptir engu máli. Með Zorgar sem forseta fengi þjóðin góða landkynn- ingu í geimnum og ísland væri ekki lengur útkjálki á jörðinni, heldur skyndilega hjarta al- heimsins. Enda þykir geimver- um Frón orðið fyrirtaks lend- ingarstaður eftir að jarðarbúar hárspreyjuðu gat í ósonlagið yfir landinu. Með aðgangi að tæknikunnáttu og töfrabrögð- um Zorgar myndu íslendingar kippa fótunum undan Japönum á einni nóttu og verða eins og geimskot leiðandi þjóð í tölvu- heiminum. Þar að auki hefur Zorgar ýmsa yfirnáttúrulega hæfileika og gæti sent alúðar- bylgjur yfir landið þegar þjóðin væri í hysteríuköstum út af lé- legri veiði og leiðindaveðri. Zorgar myndi svo einfaldlega tala þorskinn til og skamma veðurguðina. „Framsýnir og framliðnir íslendingar: Kjósum Zorgar!" Allir sem hafa horft á Star IFdrs-myndirnar og muna eftir Jedi vita að geimverur eru yfir- leitt fyrirmyndareinstaklingar og þrælklárar. Eiga nóg af vin- um í geimnum og hér á jörðinni vilja allir kynnast þeim, enda þykja þær hrópandi skemmti- legar í hópi og spennandi. Flestar eru þær vel menntaðar, snöggar að læra og kunna öll tungumál sem til eru. Þar er Zorgar engin undantekning. Þrátt fyrir að vera ekki nema 85 sentimetra há er Zorgar mikill skörungur sem myndi vekja mikla athygli hvar og hvenær sem er. Imyndið ykkur bara hversu tignarleg sjón það væri að sjá geimskipið koma inn til lendingar á erlendum flugvöll- um. Zorgar yrði fljótt „straum- valdur“, bæði í tískuheiminum og geiminum. Og hver kæmi er- lendum stórmennum í kokkteil- boðum betur fyrir sjónir en einstaklingur sem hefur verið umkringdur stjörnum alla ævi? „íslendingar: Með Zorgar á ljós- hraða inn í nýja öld!“ Ennfremur myndi Zorgar spara forsetaembættinu mikla peninga og verða atvinnulífinu lyftistöng. Geimskipið kemst það hratt að „hún“ gæti heim- sótt tugi landa á innan við sól- arhring og dýr næturgisting á hótelum væri úr sögunni. Einn- ig mætti leggja niður íslensk fangelsi, því afbrotamenn yrðu sogaðir upp til Klorx — með furðuljósiðsem sást yfir sunnanverðu iandinu umdaginnvar geimskip. Ogumborðvoru geim- verur frá plánetunni Klorx ásamt Magnúsi Skarphéðinssyni geimverusérfræðingi að safna undirskriftum fyrir væntanlegt forseta- framboð geimverunnar Zorgar TzuNDsa. Kannski finnst einhverjum þetta hljóma fáránlega og getur ekki hugsað sér einhvern Jedi flytja áramótaávarpið í sjónvarpinu. En útlitið er ekki allt.“ sérstökum tæknibúnaði sem þar er til — og notaðir í xarx- tínslu, sem er klorxískur ávöxt- ur. Á Klorx er mikið veitt af sírqaií, sem er nokkurs konar fisktegund sem svipar samt naggrísa. Með sama sogkerfi mætti flytja fleiri hundruð þús- und tonna sírqaií-afla til ís- lands, vinna hann og soga svo aftur til baka. Eða Zorgar gæti beitt hugarorkunni til að sírq- aií-göngurnar flygju til íslands, því sírqaií er eins konar flug- fiskur og er skotinn niður með leysirifflum á Klorx. Zorgar myndi hins vegar kenna íslend- ingum að veiða hann í Internet og tölvupósta hann inn í fisk- vinnslustöðvarnar. Svo myndi Zorgar kenna íslendingum að sofa hraðar þannig að sólar- hringurinn nýttist betur. „ís- lendingar: Zorgar sogar til okk- ar auðinn!“ „Sjálf“ er Zorgar komin af mjög virtri qlonc (fjölskyldu) á Klorx. Lapxæ A, faðir Zorgar, bjó til körfubolta sem skoppar sjálfur auk þess sem hann fann upp húmorinn, en hann er not- aður eins og áfengi á plánet- unni og hægt að kaupa í dós- um. Á Klorx eru því engir alkar, en hellingur af fyndnibyttum sem deyja oft úr hlátri. En Lapxæ B, móðir „hennar“, er Klorxmeistari í að hugsa aftur á bak, sem er þeirra skák. Einnig á Zorgar 4.800 zizz-ka (systk- ini) sem öll hafa náð lengst. Því er það augljóst mál að Zorgar er rúmlega frambæri- legt forsetaefni og einstakling- ur sem íslendingar þurfa á að halda. Fyrst og fremst yrði geim- veruforseti alveg feriega töff, og flottast væri ef Zorgar og Björk myndu giftast. Þá væri kannski ekki vitlaust að færa aðsetur forsetans í Perluna þar sem þau myndu eflaust taka sig vel út. Að minnsta kosti yrði það mjög vinaleg sjón að sjá stórstjörnuna okkar og nýju stjörnuna okkar standa inni í glerhýsinu og stara á hinar stjörnurnar okkar allra. Seinna kæmi svo kannski lítill Borgar og lítil Zjörk. Höfundur þykir af vinum sínum orðinn fullháður sjónvarpsþáttunum X-Files. Nóg þótti þeim um áhuga hans á Star Wars- myndunum og Star Trek. Lúkas geimengill og Kirk kapteinn komu þannig í siðasta afmæli lians. Nú bætist Fox Mulder í hópinn.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.