Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 11
RMIVmJDAGUR 28. MARS1996 Nýjasta handbókartölfræðin Eg hygg, að flestir séu sam- mála því, að meginhlut- verk fjölmiðla sé að endur- spegla þjóðfélagið. Samkvæmt þessu viðmiði standa fjölmiðl- arnir sig misvel og stundum standa þeir sig allir illa. Til dæmis virðist það ástand, sem í byrjun þessa áratugar var kennt við atvinnuleysi, hafa runnið sitt skeið á enda, ef dæmt er eftir blöðunum. Því miður er svo alls ekki. Ástand- ið hefur versnað, ef eitthvað er. Atvinnuleysi er orðið að við- varandi ástandi hérlendis. Þessi staðreynd heyrir til stór- frétta, þó ekki væri nema af þeirri einföldu ástæðu, að hér- lendis hefur atvinnuleysi verið lítt þekkt fyrirbæri síðustu áratugina. Vissulega hefur at- vinnuleysi skotið upp kollin- um á íslandi stöku sinnum, en núna, síðastliðin fimm ár, hef- ur atvinnuleysi skapað sér sess í tölfræðilegri handbók ís- lenzka þjóðarbúsins. Það eru örlög mörg þúsund íslendinga að vera atvinnulausir og jafn- vel koðna niður vegna þess að enginn virðist hafa not fyrir þá. Það mega ríkisstjórnir fram til þessa tíma eiga, að gengið var ötullega fram gegn at- vinnuleysinu og þvílíku ástandi aldrei leyft að dafna og versna. í tíð síðustu ríkisstjórnar var atvinnuleysisvandinn orðinn erfiður viðfangs, erfiðari en oftast áður. Það var rétt hjá þeirri ríkisstjórn, að vandinn væri illviðráðanlegur vegna ut- anaðkomandi áhrifa. En það var illa gert „að tala efnahags- ástandið niður“ í svartsýni og bölmóð. Fyrir vikið urðu fyrir- tækin í landinu og aðrir at- vinnurekendur hræddir, biðu af sér „storminn" og rökuðu þess í stað fjármunum í eigin vasa. í stað þess að snúa sér að stórframkvæmdum, fjár- festingum til framtíðar, gerði ríkisstjórnin ekki annað en að punga hundruðum milljóna, allt að fjórum milljörðum á ári, í atvinnuleysisbætur. Þetta heitir að fara illa með peninga — og fólk. Ríkisstjórnin gerði sig seka um að láta sér fallast hendur og leyfa atvinnuleysinu að grasséra. Þá varð einn af fylgi- fiskum atvinnuleysisins til þess að skerpa línurnar á þjóðfélaginu á milli þeirra, sem hafa og hafa ekki. Á ís- landi er til fátækt, alvörufá- tækt. Skammarlega lítið frumkvæði Fjölmiðlarnir hafa því miður ekki staðið sig betur en ráða- menn. Fjölmiðlum ber að gera grein fyrir málefnum, sem brenna á stórum hópi Islend- inga, sem ekki eiga sér samtök Halldór Halldórsson „í tíð síðustu ríkis- stjórnar var atvinnu- leysisvandinn orðinn erfiður viðfangs, erfið- ari en oftast áður. Það var rétt hjá þeirri ríkis- stjórn, að vandinn væri illviðráðanlegur vegna utanaðkomandi áhrifa. En það var illa gert „að tala efnahagsástandið niður“ í svartsýni og bölmóð. Fyrir vikið urðu fyrirtækin í landinu og aðrir atvinnurekendur hræddir, biðu af sér „storminn“ og rökuðu þess í stað fjármunum í eigin vasa.“ eða fyrirsvarsmann. Frum- kvæði fjölmiðlanna er beinlín- is skammarlega lítið. Um at- vinnuleysi hefur í raun aðeins verið fjallað stöku sinnum í þessi 4-5 ár, og ákaflega sjald- an hefur verið reynt að skilja fyrirbærið, að ekki sé talað um mannlegu hliðina á atvinnu- leysi. Aðalatriði viðtals míns höfðu B komið í útvarpinu, en það DlluHP breytir ekki því, að fréttastof- hH an hefði átt að leita til mín, jfmjá þegar bornar voru brigður á Jbeinar tilvitnanir mínar í Einn maður, Jón Erlends- son, starfsmaður Háskólans, hefur skrifað meira af upp- byggilegum (en svolítið ein- hliða) greinum en blaða- mannastéttin samanlögð. Gott ef hann fékk ekki einhver verð- laun fyrir vikið! Þegar atvinnuleysi ber á góma getur undirritaður alls ekki gleymt einhverri undar- legustu reynslu, sem hann hef- ur orðið fyrir á blaðamanns- ferli sínum. Fyrir um tveimur árum tók ég langt símaviðtal við Pétur Sigurðsson, verka- lýðsleiðtoga, vestur á fjörðum. Kjarni viðtalsins, sem birtist í málgagni flokks hans í Reykja- vík, Alþýðublaðinu, var sá, að atvinnuleysisbótakerfið væri hriplekt af ýmsum ástæðum og áætlanir gerðu ráð fyrir, að á ári hverju væru 1/4 eða 1/5 af ráðstöfunarfé sjóðsins svik- in út. í krónum talið var um að tefla 500-700 milljónir króna á hverju ári!! Viðmælandi minn var formaður atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Hættuleg valdhlýðni Daginn, sem viðtalið birtist, sagði fréttastofa Ríkisútvarps- ins frá ummælunum í morgun- fréttum. Verkalýðsleiðtoginn, sem virðist allt í einu hafa átt- að sig á því, að hann hafi talað of frjálslega við mig, hringdi þá í fréttastofuna, og fékk af óskiljanlegum ástæðum birta í hádegisfréttunum „leiðrétt- ingu“ á viðtali mínu! (Honum tókst þetta reyndar með því að ljúga, því hann hélt því fram, að hann hefði ekki vitað að ég væri að taka viðtal við hann. Ég fékk meira að segja leyfi til að taka viðtalið upp á segulband!) „Leiðréttingin“ var birt enda þótt „fréttastof- an“ ætti enga aðild að málinu og hefði ekkert með að leið- rétta athugasemd við minn texta, sem birtist í öðrum fjöl- miðli. Rétt vinnubrögð hefðu verið þau að hafa samband við mig. Gjörð fréttastofunnar var brot á almennum siðareglum og vinnureglum fréttamanna. „kónginn" fyrir vestan. Oft er sagt um fjölmiðla, að þeir séu valdhlýðnir. Frétta- stofan er valdhlýðin. Hún tek- ur mark á manni fyrir vestan vegna þess, að hann er verka- lýðsforkólfur. Það eitt dugir! Strax í upphafi og eftir því, sem liðið hefur frá, hef ég velt vöngum yfir þessari þögn, þessari makalausu þögn um svik upp á hundruð milljóna. Mennirnir voru ekki að vernda svikarana. Það er ljóst. Þeir voru að vernda eigin aum- ingjaskap, það er að vita hvaða brotalamir væru í rekstri sjóðsins, en hafa ekki gert neitt í málinu. Þetta heitir saknæmt aðgerðarleysi. Fyrir þá sem ekki þekkja smákónga- veldi verkalýðshreyfingarinn- ar skal á það bent, að með því að benda á tiltekna hópa, svo sem sjómenn, starfsmenn veit- ingahúsa og svo framvegis, var það túlkað sem ósann- gjörn árás á heila stétt manna, það er á félagsmenn þessara félaga. Því bæri að þegja! Að auki kæmi þetta illa út fyrir „hreyfinguna"!! Þær geta verið fokdýrar pól- itísku þagnirnar. Málið dó út. Höfundur er blaðamaður og hefur meistaragráðu í fjölmiðlafræðum. annsefnið Edda Björgvinsdóttir Þaö er alltof mikiö af þungbúnu fólki á Alþingi. Það er eins og öll vandræöi heimsins hvlli á herðum þeirra 63 sem þar sitja og því er þeim sjaldan hlátur í hug. Það þarf aö peppa þetta dálítið upp og fá meira af frísku og hláturmildu fólki til að lífga upp á samkom- una. (Guðbjörg) Edda Björgvinsdóttir er vel til þess fallin að létta ásýnd leikhússins við Austurvöll. Hún er þrælvön að koma fram i eigin gervi og annarra og slær á létta strengi hve- nær sem færi gefst. Ýmsir þingmenn eru sagðir hafa góðan húmor og haft er fyrir satt að það megi jafnvel finna þingmenn sem eru skemmtilegir. Vel má vera að þetta sé rétt en hitt er líka öllum Ijóst að þessir gleðipinnar þingsins teija það skyldu sína að halda aftur af glensinu í vinnunni. Þeir eru svo hræddir um að annars taþi þeir virðingu þjóðarinnar og gera sér enga grein fyrir að þeir hafa bara engu að tapa. Það er engin hætta á að Edda Björgvinsdóttir færi að fela húmorinn þótt hún tæki sæti á Alþingi. Hún veit sem er að lífið er ekki einn tára- dalur sem betur fer og algjör óþarfi að setja upp jaröarfar- arsvip þótt menn séu kjörnir til aö gegna svokölluöum trúnaðarstörfum í þágu lands og þjóðar. Þingmaöur sem hefur lag á að krydda ræður sínar með góðum bröndurum verður vinsæll og virtur, því kjósendur kunna alltaf vel að meta góöan brandara... Ólafur B. Thors Það er vel viö hæfi að maður að nafni Ólaf- ur Thors verði næsti for- seti landsins. Þetta mannsnafn þekkja allir sem komnir eru til vits og ára, svo ekki sé nú talað um þá sem komnir eru til vits og margra ára. En Ól- afur B. Thors hefur ekki bara nafn afa síns tii að státa af heldur er hann maður sem stendur fyrir sínu og vel það. Honum hefur tekist að gegna starfi forstjóra tryggingafé- iags í ein tuttugu ár án þess að afla sér óvin- sælda svo vitaö sé og er það vel aö verki staðiö þegar slíkt starf er annars vegar. Ólafur hefur langa reynslu af félagsmála- störfum, var borgarfulltrúi um skeið og forseti borg- arstjórnar, hefur setiö í bankaráði Seðlabankans og í stjórn Sinfóníunnar, svo fátt eitt sé talið. Olaf- ur B. Thors er myndarleg- ur á velli og traustvekj- andi í allri framkomu. Hann er á besta aldri, eða innan við sextugt, og því meö fulla starfsorku. Hann væri verðugur full- trúi þjóðarinnar innan lands sem utan. Auk þess er kominn tími til að Thorsarnir fái sinn fulltrúa á Bessastaði og enginn er betur til þess fallinn en einmitt Ólafur B. Thors. Að vísu er Guðrún frænka hans í framboöi til forseta, en hún ber hins vegar ekki Thorsnafniö og þaö gerir gæfumuninn. En nú fer að styttast í að frambjóðendur þurfi að ákveöa sig og því áríðandi að gengið verði frá fram- boði Ólafs hið fyrsta. Eöa eins og segir í auglýsing- unni: Þú tryggir ekki eftir á... Ami trúboði Alþingismaöurinn, blað- asnápurinn og brekku- gaularinn Ámi Johnsen stóð einn kollega sinna úr sæti fyrir skemmstu, þeysti í pontu og lýsti þeirri skoð- un að hann teldi frumvarp um staðfesta samvist sam- kynhneigðra ganga alltof langt. Breytti þar engu þótt flestir aðrir stæðu í þeirri meiningu að þarna væri um að ræða sjálfsagt mannréttindamál fyrir fólk sem alltof lengi hefur gegnt hlutverki annars flokks þegna. Árni tók sig til og vitnaði meöal annars í Biblíuna og talaði um hjónaband samkynhneigðra í sömu mund og fjölkvæni og barnagiftingu. Árni seg- ist í samtali við Helgar- póstinn í dag (sjá blaðsíður 26 og 27) hafa fengiö mjög miklar undirtektir frá al- menningi, — en neitar þó að hafa fengið orðsendingu frá trúfélögum þótt orð hans hljómi líkt og þeirra. „Mér finnst bara mjög óeðlilegt að lögbinda aö kynvilla sé eðlilegt form með ákveðnum réttindum sem gæti alveg eins átt við einhverja fleiri ... Mér finnst þetta óeðlilegur lifs- rnáti." Árni gengur þarna í hóp með ofsa- og bókstafs- trúarmönnum á borö við þá sem leiða Hvítasunnusöfn- uðinn, Krossinn, Veginn, Ungt fólk með hlutverk og hvað þetta nú allt saman heitir. Hann hefur þar með opinberlega loksins fundið fjölina sína. Helgarpóstur- inn leggur til að hæstvirtur hætti þingmennsku að þessu kjörtímabili loknu og snúi sér að trúboöi, helst með því að ganga hús úr húsi og boða heimsendi snúi almenningur ekki strax af braut trúvillu, kyn- villu og væntanlega flokks- villu, því kristilegir íhalds- menn finna flesta stuön- ingsmenn innan raða Sjálf- stæðisflokksins... Sverrir Hermannsson Landstjórinn í bankanum tók sig til og flengdi þrjá ráöherra Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks opinberlega. Hæddi Friö- rik fyrst, húðskammaöi loks Rnn og brigslaði svo Steina um afglöp. Anna Mjöll Ólafsdóttir Stelpan atarna hefur stúderaö vel þau lög sem hingaö til hafa komist áfram í Evróvisjón því heimskulega lagiö Sjúbídú verð- ur meö. Anna og Ólafur Gaukur eru þó ein um að hafa trú á velgengni. Þórhildur Þorleifsdóttir Fékk því áorkaö aö hún væri ráðin leikhússtjóri — Viðari til niöurlægingar — og nýtti ítök sín um leið til aö fá sig úrskurö- aöa mun hæfari en forvera sinn til aö gegna starfinu. Páll Pétursson Leggur fram ágætis frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur og lætur óhræddur vaða í gjör- samlega staönaöa verkalýös- hreyfingu sem hefur dagaö uppi í rykföllnum fílabeinsturni á Grensásveginum. Bolli Gústavsson Kveöur upp úrskurð um aö Lang- holtsdeilan skuli enn vera óleyst og heföi eins getaö setið kyrr í héraöi frekar en aö eyöa mörg- um vikum í þetta bull. Vísar mál- inu í raun frá sér og gefst upp. Ingibjörg Sólrún Gísladóttlr Lét Leikfélag Reykjavíkur kom- ast upp meö aö ráða vinkonu sína innan Kvennalistans sem leikhússtjóra. Hvað getur kven- réttindakona svo sem sagt viö því að önnur [vinjkona sé ráðin? Guóni Ágústsson Þrátt fyrir djarfan og sérstæöan málflutning I Búnaöarbankamál- inu viröist barátta hans ætla aö verða til einskis, því ráöamenn sýnast einbeittir f þeirri ætlan sinni aö selja heila klabbiö. Viöar Eggertsson Leikhúsmaöurinn snjalli hefur enn ekki fengið atvinnutitboö og ætlar aö heykjast á því aö fara í mál viö Borgarleikhúsmafíuna. Stuöningsmenn hans virðast mega sln lítils gegn því sterka liöi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.