Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 28
28 RMMTUDAGUR 28. MARS1996 heitt Nostradamus. Með reglulegu millibill dúkkar hann upp sem magnaöur spðmaöur á milli þe$s sem vísindamennirnir rífa hanri í sig. Hann er sagöur hafa séö fyrir helför Hitlers (en kallaöi hann víst Hister), blokkamyndun aust- urs og vesturs og hvenær og með hvaða hætti kalda stríöinu lyki og þar fram eftir götunum. Nú á tímum heræfinga Kína viö Tæ- van eru sérfræðingarnir farnir aö rifja það upp aö Nostradamus hafi haft orö á því aö nákvæm- lega áriö 1996 (þegar tunglstað- an væri svona og svona...) myndu þessir fyrrum kaldastriös- fjendur sameinast í stríöi gegn Kínverjum sem ekki heföi tekist að losa sig undan hlekkjum for- tíðarinnar, eða eitthvað í þð veru. En þessu eiga sjálfsagt vísinda- mennirnir eftir aö andmæla meö látum. kalt ^_____________________ Kjötát. Maöur er hreinlega meö upp í kok eftir fréttirnar af breska beljusmitinu. Jafnvel þótt ekki takist að sanna tengslin á milli Creutzfeldt-Jakob-heilahrörn- unar og riöukjötsins þarf mikiö aö gerast til aö maður leggi sér nautakjöt til munns á næstunni. Þaö tók mann langan tíma að jafna sig á kjúklingasalmonell- unni og næsta bolludag mun maöur hugsa sig tvisvar um áöur en maöur tekur svo mikiö sem einn bita af rjómabollu. Mitt í þessu öllu er best aö venda sínu kvæöi í kross og gerast græn- metisæta, svo maöur veröi hrein- lega ekki bara heiladauður meö króniska magakveisu fyrir fertugt. tri & ... aö fólk gerist grænmetia- ætur það þarf ekkert aö skýra þaö frekar. Oj. ... Reiri vatnshönum út um borg og bý þaö er löngu tímabært aö maöur fái til dæmis tækifæri til aö sprauta upp í sig vatni í Aust- urstræti. ... gosbrunnl ð Ingólfstorg þetta er reyndar gömul tugga, en stendur alltaf fyrir sínu meö hækkandi sól ... stuttu hári fyrst Súsanna Svavars, sem frá ómunatíð hefur sveiflaö síö- um makka, lét veröa af því þá getur þetta hvaða kvenmaöur sem er. 1. Pólitískt hreingerningafólk sem þrífur fullkomlega sjélfviljugt upp skítinn eftir leiötoga þjóöarinnar. 2. Pólitískir baktjaldamakkarar á launaskrá sem lymskufullir sötra öl fyrir blóöpeningana á börunum. 3. Pólitfskir metnaöarhundar sem einskis svífast í framapotlnu til aö ná fram markmiöum sínum. 4. Pólítlskar ambisjónir sem teygja anga sína Inn í frjáls félagasamtök, menningu, fyrirtæki og stofnanlr. 5. Pólitiskar skemmtanir þar sem hver listamaöurinn á fætur öðrum játar hundtrygga hollustu sína. 6. Pólitísk mðlgögn sem sjá heim- inn gegnum flokksgleraugu sem virka jafn vel og þrívíddargleraugu í sundl. 7. Pólitiskir leiötogar sem tekið hafa aö sér aö kenna þúsundum ungmenna i ungliöahreyfingum sín- um klæki og svik. 8. Pólitískar ástarjátningar sem enj jafn einlægar og margbrotnar og þversumkruss-svikin kosningaloforö- In. 9. Pólltískur hugsunarháttur þar sem menn eru flokkaöir eftir pólitísk- um lit frekar en nokkurn tímann verö- leikum. 10. Pólitík yfirhöfuö. flott fólk Sveinn Speight, stórsöngvarasonur og Ijósmyndari, er að verða kunnur af mjög svo skemmtilegri myndasmíð sinni, en í samvinnu við þá Jökul Tómas- son og Jónas Ámason hefur hann að undanförnu unn- ið að gerð auglýsinga um OLW- kartöfluflögur, sem lýsa mætti sem skemmtilega hallærislegum og hafa vakiö mikla athygi. Þegar því verkefni er lokið er næsta skref Svenna að sinna fastakúnnunum, meðal annars Pósti og síma. Að því loknu tekur annað og ekki síður skemmtilegt verkefni við. „Við Jökull erum nú í þriðja sinn að fara að hanna umslagið utan um Party Zone- diskinn," segir Sveinn, sem fyrir fyrsta diskinn fékk verðlaun fyrir besta hönnun og heildarútlit disks. Þess er jafnan beðið með eftirvæntingu hvað þeim félögum dettur í hug. „Við leggjum enn og aftur sama metnaðinn í Party Zone-diskinn.“ Nú varstu kominn á kaf í tímaritaljósmyndun, af hverju sneriröu þér alfariö aö auglýsingum og hönnun geisladiska? „Einfaldlega af því að það er meira upþ úr auglýsing- um og geisladiskum að hafa! Tímaritabransinn er svo óstöðugur að maður veit aldrei hvaðan á sig stendur veðriö," segir Svenni, en viðurkennir þó að hann sakni pínulítið spennunnar í kringum tímaritaljósmyndun. Svakalega eru þetta annars fín sóigieraugu sem þú ert meö! „Já, finnst þér það ekki? Ég fer ekkert án sólgler- augna þessa dagana. Þessi eru líka svo góð. Auk þess að vera frá Jean-Paul Gaultier eru þau með bláum glerjum, sem draga í senn úr birtunni og gera heiminn fegurri." Þú ert eiginlega klæddur eins og versiunarmanna- helgin sé framundan; sólgleraugu, þykk peysa, íþrótta- skór... „Þetta eru nú fyrstu íþróttaskórnir sem ég eignast í fjögur eða fimm ár. Ég bara mundi ekki eftir því að það væri svona rosalega gott að hlaupa (ganga) á þeim. Svo eru þeir líka rosalega röff, finnst þér ekki?" -gk Gríska veislu gjöra skal að má endalaust halda góð grísk matarboð, enda af nógu að taka í þarlendri matar- gerð. Svo gengur það fjöllunum hærra að jafnvel örgustu reyk- inga- og drykkjuhrútar í Grikk- landi, komnir á gamals aidur, séu ailir meira og minna við hesta- heilsu. Svo hollt sé fæði Grikkja að ekki einu sinni baneitrað tób- akið nái að vinna þeim mein. Helsti lífselexír Grikkja eru ólífur og ólífuolía. Maður rýnir vart svo í gríska uppskrift að rekast þar ekki á annað hvort, en í ólífunum er einmitt hinn mikli lækninga- máttur talinn fólginn. Á forsíðu Morgunblaðsins fyrir helgi birtist greinarstúfur undir fyrirsögninni „E-vítamín dregur úr hjartaáföllum", en mikið af E- vítamíni er einmitt að finna f olíu- ríkri fæðu eins og ólífum, sem eru meginuppistaðan í fæði flestra Miðjarðarhafsþjóða. Þar hefur líka komið á daginn að þar er miklu minna um hjartasjúk- dóma en norðar í Evrópu. Það er því ekki fyrr en núna, eftir öll þessi ár, að maður sér eftir að hafa fúlsað við olíukjúk- lingnum sem maður fékk úti á Spáni í gamla daga. Á íslandi var maður nefnilega alinn upp við að löðrandi olía væri lítið annað en kransæðastíflandi og fitandi. Með tíð og tíma komst maður að því að ólífuolía, einkum jómfrú- arolían, og „fita“ eru tvennt ólíkt. Hér að neðan birtast tvær upp- skriftir, báðar grískar. Og eins og er við hæfi þegar vorilmur er kominn í loftið er kjötrétturinn ætlaður til þess að grilla úti. Kartöflukökurnar verður hins vegar að möndla við í eldhúsinu. Kartöflukökur 500 g kartöflur 2 tómatar, flysjaðir 3 tsk. ólífuolía salt og pipar 1 msk. söxuð steinselja 4 vorlaukar, fínsaxaðir 55 g hveiti hveiti til að strá olía til steikingar hringir af grænum hluta vor- lauksins og dillgreinar til skrauts. Sjóðið kartöflurnar og flysjið. Flysjið einnig tómatana og fræ- hreinsið eftir kúnstarinnar regl- um, saxið síðan aldinkjötið smátt. Blandið tómötum, ólífuol- íu, salti og pipar, steinselju, söx- uðum vorlauk og hveiti saman við kartöflurnar og blandið. Má skella í blandara. Fletjið blönduna út í um það bil eins sentimetra lengju á mjöl- bornum fleti og skerið út í átta kringlóttar kökur. Hitið olíu á steikarpönnu. Steikið kartöflurn- ar í 6 til 7 mínútur á hvorri hlið. Þær eiga að verða gullnar og stökkar. Berið fram skreyttar dilli og vorlauk. Áppelsínumarínerað svínakjöt 500 g magurt svínakjöt 1 laukur 2 grænar paprikur 8 kirsuberjatómatar salatræmur, appelsínusneiðar og tímíangreinar til skrauts. Kryddlögur safi úr 1/2 appelsínu 2 msk. ólífuolía 1 hvítlauksgeiri, kraminn 1 tsk. saxað ferskt tímían 1 tsk. kóríanderfræ, mulin salt og pipar Blandið öllu sem á að vera í kryddleginum. Skerið kjötið í um það bil 2 sentímetra teninga og leggið í löginn. Blandið ræki- lega saman, breiðið yfir og látið marínerast á köldum stað í að minnsta kosti tvær klukkustund- ir. Skerið laukinn í fjórðunga og skiljið lögin í sundur. Skerið paprikuna í ferninga og fjarlægið fræin. Þræðið kjötbita, lauk, papriku og tómata upp á átta teina. Grill- ið á útigrilli og snúið öðru hvoru í 10 til 15 mínútur, eða þar til kjötið er orðið meyrt. Ber- ið kjötið fram á saltatræm- um og skreytið með appel- sínusneiðum og tímían. Þessa máltíð bauð ég síð- ast upp á á kosninganótt við góðar undirtektir. Skál! - Guðrún Kristjánsdóttir Hunt’s - ekki bara tómatsósa Allt siðmenntaö fólk (sem ekki á viö drykkjuvandamál að stríöa) ætti ávallt aö eiga eins og einn púrtara í stofuskápnum. Fátt er nefnilega bet- ur til þess fallið að krydda tilveruna þegar óvænta gesti ber að garði en að bera fram stofuhéitt púrtvín meö smákökunum. Þá er púrtvín einnig til- valið fyrir þá sem vilja byrja snemma að hita upp fyrir skemmtun kvölds- ins án þess að eiga á hættu að vera orðnir ofurölvi þegar þeir ætla út úr húsi. Það á enda bara að dreypa á púrtvíni, ekki skella því í'sig. Hunt’s Ruby er ágætis púrtvín á verði sem er alveg þolanlegt, tæp- ar fimmtán hundruö krónur. Þó aö það virki fremur hrátt í fyrstu hefur eftirbragðið eitthvaö alveg sér- stakt við sig...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.