Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 23
F1MMTUDAGUR 28. MARS1996 23 íbúar Kristjaníu skoðuðu þessa áætlun gaumgæfilega og höfðu ýmislegt við hana að athuga. Einna helst gagnrýndu þeir hin miklu afskipti sem yfirvöld vildu hafa af Kristjaníu. En eftir langar og strangar viðræður var undirritaður samningur milli yfirvalda og íbúa Kristjan- íu um framtíð staðarins. Samn- ingur sem tekinn er til endur- skoðunar með reglulegu milli- bili. Enn standa þó eftir stór vandamál eins og neysla og sala kannabisefna, sem fer fram fyrir opnum tjöldum á aðalgötu Kristjaníu, svokölluðu Pusher- stræti. Enginn veit með vissu hver veltan er af eiturlyfjasöl- unni, en talað er um að hún sé allt að nokkrir milljarðar ís- lenskra króna á ári. Lítið sem ekkert af þeim peningum renn- ur til Kristjaníusamfélagsins. Fæstir eiturlyfjasalarnir eru íbúar fríríkisins og hafa margir hverjir í raun lítið saman við íbúa Kristjaníu að sælda. Lögreglan hefur frá byrjun reynt eftir fremsta megni að taka á þessu vandamáli en átt við ofurefli að etja. íbúar Kristj- aníu hafa alla tíð litið á lögregl- una sem einn helsta andstæð- ing sinn og ekkert annað en pól- itískt verkfæri stjórnvalda og samnefnara gegn öllum þeim hugsjónum sem Kristjanía stendur fyrir. Lögreglan hefur því átt óhægt um vik að sinna störfum sínum í Kristjaníu og oft kvartað undan óþolandi að- stæðum. Ennfremur er kvartað undan því að yfirvöld gefi lög- reglunni ströng fyrirmæli um að halda uppi lögum og reglu á svæðinu en þegar á reyni hafi lögreglan lítinn sem engan stuðning frá stjórnvöldum. Kristjanía í aldarfjórðung Kristjanía heldur upp á 25 ára afmæli sitt í ár. Frá upphafi hefur staðið styr um staðinn og fáir búist við að staðurinn næði svona háum aldri. Þrátt fyrir samninga við yfirvöld segja íbú- ar Kristjaníu erfiða tíma fram- undan. Stöðugir árekstrar við yfirvöld gefa ekki tilefni til bjartsýni. Samúð hins venju- lega Dana gagnvart fríríkinu hefur farið minnkandi með ár- unum og því lítinn stuðning þangað að sækja. Danskt þjóð- félag hefur breyst mjög á síð- ustu árum og margir Danir líta á Kristjaníu sem gamla og úr sér gengna arfleifð frá hippa- tímabilinu svokallaða og lítið annað en tímaskekkju. Því telja margir íbúar Kristjaníu yfirvöld vera að bíða eftir tækifæri til að loka staðnum og séu aðeins að leita að góðri ástæðu til þess. Þrátt fyrir óvissu um framtíð- ina gengur lífið í Kristjaníu sinn vanagang. Fyrir utan öll kaffi- húsin, krárnar og kannabissöl- una er ýmislegt að gerast. Kvik- myndahús, leikhús, reiðhjóla- búð, gufubað, sem að einhverju leyti er knúið af sólarorku, hár- greiðslustofa, hestaleiga og ým- iss konar verkstæði eru meðal þess sem finnst í fríríkinu. Skemmtistaðurinn Loppen er til dæmis eitt vinsælasta öldur- hús Kaupmannahafnar og er vel sótt af íslendingum. í sept- ember síðastliðnum hélt hljóm- sveitin Unun tónleika þar og troðfylltist húsið af Frónbúum, reykt mjög mikið og var útúr- stónd. Hávær rokktónlist inni á kránni og enn hærri rokktónlist fyrir utan blandaðist saman í eyrum mínum þar sem ég sat við gluggann. Þetta var mjög góð blanda og ég fílaði mig í botn. En ég hafði reykt of mikið. Allt í einu fór mér að líða hrika- lega og ég hafði enga stjórn á hugsunum mínum. Svo virtist sem þær hefðu öðlast sjálfstætt líf og létu öllum illum látum. Ég var að fá hvítuna svokölluðu, en hana fær maður þegar mað- ur reykir yfir sig. Ég fölnaði upp og varð hrikalega óglatt. Eina löngun mín var að komast út, fá mér ferskt loft og helst leggjast niður og ekki hreyfa mig. Ég komst út við illan leik en leið ekkert betur. Það var svo mikið af fólki fyrir utan að ég gat ekki lagt mig. Ég náði að komast bak við húsið og í myrkrið þar sem ég lagðist fyrir. Að reykja of mikið og fá hvít- una er ógeðsleg lífsreynsla. Maður sefur til að mynda lítið sem ekkert, sérstaklega undir svona kringumstæðum, og verður mjög meðvitaður um allt sem gerist í umhverfinu. Það er bara ekki hægt að hreyfa sig án þess að fá þreytu- og ógleðitilfinningu. Það bókstaf- lega sýður á heilanum. Vonandi mígur hann ekki á mig Jæja, til að gera langa sögu stutta, þá lá ég þarna í myrkr- inu og gat mig hvergi hreyft. Einn hunda staðarins fann mig og þefaði lengi af mér. Jesús, ég vona að hann fari ekki að míga á mig, hugsaði ég. Sem betur fer gerði hann það ekki og ég fékk að liggja þarna óáreittur um stund. Én Adam var ekki lengi í Paradís, því stuttu seinna sá ég, í gegnum hálflok- uð augun og móðu hassvím- unnar, hvar þrír náungar komu gangandi í áttina að mér. Þeir voru í leðurjökkum og mér fannst einn þeirra halda á haglabyssu. Bull Shits, hugsaði ég með hryllingi, og reyndi að skríða lengra inn í hávaxið gras- ið. Ég hafði fengið fregnir af því að eitthvað væri að gerast í Stínu milli Bull Shits og Hell’s Angels og að einhver hefði ver- ið skotinn þetta kvöld, þannig að best var að láta svona gaura eiga sig. Ég hafði séð einn höfð- ingja Bull Shits nokkrum sinn- um, en það er náungi sem eng- inn vill hitta í myrkri. Forsjónin reyndist mér ekki hliðholl, fremur en oft áður, því þeir komu auga á mig þarna í búsettum í Danmörku, sem virtust skemmta sér vel innan um hassreykinn. Hálf milljón gesta ár hvert Kristjaníubúar telja sig búa við eitthvert besta lýðræði sem til er í heiminum. Flestar stórar ákvarðanir eru teknar á sameig- inlegum fundi, Fœllesmode. Þessir fundir geta tekið langan tíma því, eins og einn Kristjan- íubúinn sagði við undirritaðan, þurfa, líkt og á íslandi til forna, flestir ef ekki allir að vera sam- mála til að málið nái fram að ganga. Meirihlutinn einn er ekki látinn ráða. Hluti leigunnar lágu sem allir Kristjaníubúar borga fer í sam- eiginíegan sjóð, Fœlleskassen, sem notaður er í allar sameigin- legar framkvæmdir í Kristjaníu. Um þessar mundir er til dæmis verið að byggja nýtt barna- heimili á svæðinu, en um 100 börn búa í Kristjaníu. Kristjanía er að verða einn vinsælasti ferðamannastaður Kaupmannahafnar, en um hálf milljón manns hvaðanæva úr heiminum heimsækir staðinn ár hvert. Margir trúlega til að kaupa sér hass eða marijúana, en stöðugt fleiri koma þangað til að berja augum hið sérstæða samfélag Kristjaníu. Á sumrin er hægt að sjá allt frá japönsk- um túristum yfir í dönsk skóla- börn utan af landi með kennara sínum gangandi um götur frírík- isins. Erfitt er að spá nokkru um framtíð Kristjaníu, en trúlega á sveitaþorpið í miðri stórborg- inni eftir að lifa af næstu ár eða áratugi. Reynslan hefur sýnt að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnvalda til að loka staðnum og fjarlægja fólkið hefur mót- lætið frekar orðið til þess að styrkja samstöðuna meðal hinna ólíku hópa sem búa í Kristjaníu. Fríríkið hefur alla tíð verið mjög umdeilt, bæði í Dan- mörku og hinum Norðurlönd- unum, og margir vilja sjá því lokað. En eins og einn Kristjan- íubúinn sagði við blaðamann: „Við höfum ekki gefist upp hingað til og ég sé ekki fram á að við förum að gefast upp núna.“ Reglur í Krisfjaníu Ekkert ofbeldi. Engin vopn. Engin hörð efni. Engin viðskipti með hús- næði eða landsvæði. Annars má gera það sem hver vill svo framarlega sem það skaðar engan. Dramatísk reynslusaga blaðamanns úr Kristjaníu: Minn tími til að deyja var ekki kominn Það var í byrjun níunda ára- tugarins, þegar átökin milli mótorhjólahópanna Hell’s Ang- els og Bull Shits stóðu sem hæst, a/3 ég var staddur í Kristj- aníu. Ég hitti þar kunningja minn frá íslandi, eða réttar sagt hann hafði oft selt mér hass heima. Nú var hann fluttur til Kaupmannahafnar, í hasspar- adísina Kristjaníu, og farinn að selja hass. Hann virtist ánægð- ur að sjá mig og bauð mér strax í haus. Ég hafði komið nokkrum sinnum í Stínu áður, en var allt- af jafnheillaður af því að geta keypt hræbillegt hass líkt og í búð og reykt fyrir framan alla. Þetta var sannkölluð paradís fyrir reykingamann frá Islandi, því þar er litið á hassreykingar sem einhvern mesta glæp sem hægt er að hugsa sér. Kunninginn bauð mér að gista hjá sér og þar sem ég hafði ákveðið að vera í Kaup- mannahöfn í nokkra daga þáði ég boðið. Ég hef sjaldan eða aldrei reykt eins mikið hass og á þessum þremur dögum. Lífið gekk út á að reykja frá morgni til kvölds. Það fyrsta sem gert var þegar við vöknuðum var að blanda í haus og reykja. Strák- urinn bjó með tveimur stelpum í herbergi og hafði önnur rugl- ast eitthvað í höfðinu eftir mikla eitulyfjanotkun. Talaði sí- fellt við sjálfa sig og rak upp öskur endrum og sinnum. Ég verð að viðurkenna að ég var hálfhræddur við stelpuna. Sér- staklega þegar kunningi minn reifst heiftarlega við hana eina nóttina og henti henni út. Stelp- an hljóp öskrandi út, í móður- sýkiskasti, og sagðist ætla að fá menn til að ganga frá kunningja mínum, sem bara hló að henni. Ég svaf lítið þá nótt og bjóst við því að á hverri stundu kæmu einhverjir vinir hennar og allt endaði í allsherjarslagsmálum. Og ég var, eins og flestir hass- hausar, friðarsinni. Sem betur fer kom enginn og ég náði loks að festa órólegan svefn. Fékk hvítuna og leið hrikalega illa Kvöldið eftír sat ég á krá í Kristjaníu og reykti. Það var sérstök upplifun, því ég hafði „Kristjanía er mjög góður staður fyrir fólk sem finnur sig ef til vill ekki í samfélaginu fyrir utan eða vill bara prófa eitthvað nýtt. Hérna eru aliir velkomnir og engum hent út svo lengi sem eitthvert pláss er og grundvallarreglum Kristjaníu er fylgt,“ segir íslendingur sem hefurverið búsettur þar um nokkurt skeið. hann. „Það leyfði mér að búa hjá sér og útvegaði mér vinnu í versluninni. Ég bjó aðeins í stuttan tíma í Kristjaníu en er núna kominn með ágætisíbúð niðri í bæ. Mér fannst samt gott að búa hér og á heildina litið hefur mér sjaldan eða aldrei lið- ið illa í Kristjaníu. Flestir Kr'stj- aníubúanna sem ég þekki eru öndvegisfólk og góður mórall í gangi. Ef ég er til dæmis aura- laus þá safna þeir sem vinna með mér saman í púkk og gefa mér. Svona er þessu háttað í Kristjaníu. Allir hjálpast að.“ Rúmlega tvítugur íslendingur búsettur í Kristjaníu: „Kristjaníu- búar eru önd- vegisfólk“ „Ég flutti út til Danmerkur fyr- ir rúmu ári í því skyni að fara í skóla og kynntist þá fólki sem býr í Kristjaníu," segir rúmlega tvítugur íslendingur, sem vinn- ur í einni verslun Kristjaníu. Við erum staddir fyrir utan verslun- ina, ekki langt frá Pusher-stræti, þar sem öll hasssalan fer fram. Hann er að fara á fund í verslun- inni en gefur sér þó örlítinn tíma til að tala við mig um lífið í Kristjaníu. „Það er ekki auðvelt að flytja út til annars lands en fólkið hérna hjálpaði mér mjög mikið í byrjun, sem er alveg ómetanlegt, því ég þekkti lítið til Kaupmannahafnar,” segir Allir velkomnir ef þeir fylgja grundvallarreglunum „Alls kyns fólk býr hér í Kristjaníu. Allt frá algerum dó[> hausum og stórskrýtnu fólki sem á ekkert til fólks sem á stór og flott hús og vinnur jafnvel fyrir utan fríríkið. Einnig er mik- ið um útlendinga hérna, en margir íbúa Kristjaníu eru bara ósköp venjulegt fjölskyldufólk sem lifir góðu lífi og með ágæta vinnu,“ segir hann og Iítur á úr- ið. Hann þarf að fara að mæta á fundinn. „Það eru barnaheimili hérna, alls kyns verslanir og al- mennt mikil starfsemi. Fyrir stuttu var keypt rúta sem Kristjaníubúar geta leigt fyrir ferðalög, svo sem tónleika- ferðalög eða ef leikhópur fer í ferðalag með sýningu sína. Kristjanía er mjög góður staður fyrir fólk sem finnur sig ef til vill ekki í samfélaginu fyrir utan eða vill bara prófa eitt- hvað nýtt. Hérna eru allir vel- komnir og engum hent út svo lengi sem eitthvert pláss er og grundvallarreglum Kristjaníu er fylgt.” „Ennstanda þóeftirstór vandamál eins og neysla og sala kannabisefna, sem fer fram fyrir opnum tjöldum á aðalgötu Kristjan- íu, svokölluðu Pusher-stræti. Enginn veit með vissu hver veltan er af eiturlyfjasölunni, en talað er um að hún sé allt að nokkrir milljarðar íslenskra króna á ári. Lítiðsem ekkert af þeim peningum rennur til Kristjaníusamfélagsins.11 grasinu. „Va fa’an laver du her?“ var spurt og ég fann fyrir köldum málmi þrýstast inn í hnakka minn. Nú var að duga eða drepast. Hvíta eða engin hvíta; minn tími var ekki kom- inn. Með heljarátaki og ofurvilja stóð ég upp, umlaði eitthvað á íslensku og gekk burt. Sem bet- ur fer létu þeir mig í friði. Hassið hættulegasti vímugjafinn Nokkur ár eru liðin síðan þetta gerðist og mikið vatn runnið til sjávar. Ég á aldrei eftir að gleyma þessum dögum í Kristjaníu og það var meðal annars þessi reynsla sem fékk mig til að hugsa um hvað ég væri í rauninni að gera við líf mitt. Nú hef ég ekki reykt hass í nokkur ár og líður virkilega vel með það. Ég er þeirrar skoðunar að hass sé einhver hættulegasti vímugjafi sem fyr- irfinnst. Það virðist fara beint inn í persónuleikann og breyta honum. Þetta gerist hægt og rólega, á mörgum árum og án þess að maður taki eftir því. Það virtist svo saklaust í byrj- un. Ég hvet alla sem eru að hugsa um að prófa hass til að hugsa sig tvisvar um. Þetta er ekki spurning um eitthvað sak- laust og skemmtilegt. Þetta er spurning um gott líf eða ömur- legt og jafnvel spurning um líf eða dauða. Mikid um Islendinga í Kristjaníu Hann segir marga íslendinga hafa búið í Kristjaníu fyrstu ár hennar og verið með í að byggja staðinn upp. Þetta fólk er þó allt farið og núna eru fáir íslendingar búsettir í Kristjan- íu. „Það er samt alltaf einhver slæðingur af íslendingum hér, sérstaklega á sumrin. Nokkrir tjölduðu meira að segja í Kristj- aníu, í stuttan tíma þó, því það er bannað að tjalda hérna. Ann- ars kemur ógurlegur fjöldi ís- lendinga hingað á hverjum degi til að skoða, skemmta sér eða til að fá sér í pípu. Um helgar verður stundum varla þverfót- að fyrir þeim. Skemmtistaður- inn Loppen er til dæmis mjög vinsæll meðal íslendinga og oft virðist algengasta tungumálið þar inni íslenska.” Að sögn íslendingsins unga reykir stór hluti Kristjaníubúa ekki hass og hefur aldrei gert. „Ég hef sjálfur reykt hass nokkr- um sinnum en ég hef ekki snert það í um það bil ár núna,“ segir hann. „Margir íslendingar halda að hér búi bara fólk sem reykir hass allan liðlangan daginn og geri ekkert annað. Það er langt frá því að vera rétt. Ég varð hálfhissa á því, í byrjun, hve fá- ir hérna reyktu þrátt fyrir allt þetta hass sem er á boðstól- um.“ Hann segir lítið af hörðum efnum eins og heróíni og kóka- íni í Kristjaníu, en allir búar staðarins fara í prufu einu sinni á ári til að sýna fram á að þeir séu ekki í hörðum efnum. Ef prufan reynist jákvæð er við- komandi hent út úr Stínu og fær ekki að koma aftur fyrr en eftir vissan tíma. Eins ef einhver lendir í slagsmálum í Kristjaníu er honum umsvifalaust hent út.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.