Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 8
8 % FIMMTUDAGUR ±L APRÍL1996 íslendingar búsettir á öörum Norðurlöndum segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum viö íslensk yfirvöld. Einn þeirra, Borgþór Kjærnested, segist vinna að því að íslendingar sem flytja til annarra Norðurlanda sæti sömu kjörum og þeir Norðurlanda- búar sem flytja til íslands. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skoðaði málið. Rotaður á Hótel íslandi og vaknaði upp í skuld við slysadeildina Margir íslendingar bú- settir á Norðurlönd- um segja illa komið fram við Norðurlandabúa á ís- landi, en Norðurlanda- samningurinn tók breyt- ingum með gildistöku EES- samningsins. Nú er ætlast til þess að á fslandi gildi Norðurlandasamningurinn eingöngu um þá sem ekki falla undir EES, til dæmis námsfólk og ekkjur eða ekkla sem ekki hafa unnið utan heimilis. Til að njóta tilskilinna réttinda og einnig til að eiga rétt á bráðaþjónustu þarf nú að framvísa vottorðum sem ýmist eru nefnd N eða E, eftir því hvorn samninginn viðkomandi fellur undir. Þeir sem blaðið ræddi við segja þetta óþolandi papp- írsflóð, ekki síst þegar um er að ræða íslendinga sem af einhveijum ástæðum hafa flutt utan um tíma en ákveðið að snúa aftur. Við- mælandi blaðsins segir iíka að oftast nær dugi ekki að írainvísa þessum pappírum heldur sé fólk dæmt til að standa í all- skyns snúningum og redd- ingum sem hæpið sé að borgi sig. Fyrir utan óþægindin eru líka göt í kerfinu og fyrir kemur að fólk hreinlega lendi fyrir utan. í banka- og lánakerfinu koma upplýsingar um greiðslu- og skuldastöðu fólks samstundis gegnum tölvu, en alls staðar í kerfinu þar sem hinn almenni borgari þarf að sækja rétt sinn þarf að framvísa óteljandi pappírum og sónnunargögn- um. Margrét Frímannsdóttir al- þingismaður hefur nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi um breyt- ingar á réttarstöðu fólks sem flyst milli norrænna landa, bæði hvað varðar almanna- tryggingar og félagsmálarétt- indi, eftir gildistöku EES. „Þegar ég bar þetta undir lögfræðing á sínum tíma taldi hún að ein- iiver misskilningur væri á ferð- inni í fyrirspurn Margrétar og ég bað hana að athuga þetta og treysti mér ekki til að segja neitt um það fyrr en ég hef skoðað úttektina," sagði Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra í samtali við blaðið. Ekki náðist í Margréti Frí- mannsdóttur þar sem hún er erlendis. íslendingar eins og ölmusufólk „Ég er núna að vinna að því að sex mánaða reglan gangi líka yfir þá íslendinga sem kjósa að flytja til annarra Norðurlanda," sagði Borgþór Kjærnested, sem vinnur hjá Norræna flutn- ingamannasambandinu og er í tengslum við marga sænska al- þingismenn. „Það er óþolandi og algerlega tilhæfulaust að ís- lendingar hagi sér alltaf eins og ölmusufólk í samstarfi við aðr- ar þjóðir. Það hljómar svo sem nógu fallega að tala fjálglega um flutning fjármagns og fólks milli landa, þegar staðreyndin er sú að þú flytur peninga á sek- úndubroti í gegnum tölvu en kippir fótunum undan einstak- lingum. íslendingar sem flytjast hingað fá nærri því strax öll réttindi, þeir þurfa einungis að bíða í eina eða tvær vikur eða þann tíma sem það tekur þá að fá kennitölu. Þeir hafa það al- mennt gott í Svíþjóð og at- vinnuleysishlutfall er með því lægsta sem gerist meðal íslend- inga á Norðurlöndunum. Þegar þetta fólk hættir að vinna og fer á eftirlaun hjá sænska ríkinu flyst það í flestum tilfellum heim til Islands og skapar þann- ig gjaldeyristekjur fyrir þjóðina. Það eru einungis fjórir eftir- launaþegar hérna af hátt á sjötta þúsund íslendingum, sem sýnir þetta glöggt.“ Skýlaust brot á samningum Þeir sem einkum lenda alger- lega utan kerfis eftir heimkom- una eru þeir sem hafa verið skemur en sex mánuði í EES- landi en dvalið lengur í útlönd- um. Til dæmis þeir sem hafa verið fjóra mánuði í Kanada en tvo í Svíþjóð. Þeir gætu fengið tryggingavottorð frá sænska „Forsikringskassan“ um tímann í Svíþjóð en vantar hins vegar kvittun fyrir þeim fjórum mán- uðum sem dvalið var í Banda- ríkjunum. íslensk yfirvöld und- irrituðu samninga við önnur Norðurlönd árið 1993 um að framlengja samninga Norður- landanna frá árinu 1985 um vegabréfslaus landamæri og gagnkvæma velferðarþjónustu fyrir alla þegna landanna. „Skömmu eftir það var sam- þykkt hér heima að láta EES- samninginn gilda ofar þeirri samþykkt,“ sagði Borgþór Kjærnestecl. „Nú á sex mánaða reglan við um alla, sem er ský- laust brot á Norðurlandasamn- ingnum. Þegar fundið er að því fást jafnan þau svör að Evrópu- samþykktin feli í sér meiri rétt- indi, sem er vitleysa. Það vita allir að Evrópusamningarnir eru einungis hugsaðir sem lág- marksviðmiðun. Það er einnig sagt að þessir Norðurlanda- samningar eigi að gilda í bráða- tilvikum, en dæmin sýna að þau gera það ekki einu sinni.“ Sleginn um peninga „í stuttu máli þá var ég stadd- ur heima á íslandi í janúar og lenti í þeirri óþægilegu lífs- reynslu að vera sleginn í rot af einhverjum ókunnugum manni sem hafði verið að rífast við konuna sína í fatahenginu," sagði Sigurður Gylfason bak- ari, sem er búsettur í Svíþjóð. Dæmi hans sannar að Norður- landasamningurinn gildir ekki í þeim tilfellum þar sem um bráðaþjónustu er að ræða, eins og hann á þó að gera. „Þetta var bara sama gamla sagan og venjulega þegar íslendingar verða fullir og ég nennti ekki einu sinni að leggja fram form- lega kæru með öllu því vafstri sem því fylgir, enda var ég bara hérna heima í stuttan tíma. Þetta var slys, ég ætlaði ekki að láta lemja mig. Eg vissi ekki af mér fyrr en um nóttina að ég vaknaði upp á spítala. Morgun- inn eftir var ég útskrifaður, en skömmu seinna var hringt í mig og mér sagt að ég þyrfti að fara í myndatöku. Einhvern veginn kom það til tals að ég væri bú- Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra: „Þegar ég bar þetta undir lögfræðing á sín- um tíma taldi hún að einhver misskilningur væri á ferðinni í fyrir- spurn Margrétar og ég bað hana að athuga þetta og treysti mér ekki til að segja neitt um það fyrr en ég hef skoðað úttektina." þeir hlynntu að mér. Eða bara látið mig liggja sundursleginn! Sjálfsagt hefði ég getað fengið kvittunina fyrir myndatökunni greidda í Svíþjóð eftir einhverj- um krókaleiðum með því að afla mér nauðsynlegra pappíra hér og framvísa þeim þar, með öllu því veseni sem slíku fylgdi. Mér fannst þetta bara svo kjánalegt að ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist ekki vilja neina myndatöku. Ef ég fæ reikninginn fyrir hinu þá ætla ég bara að henda honum í rusl- ið.Ég borgaði háa skatta heima á íslandi í tuttugu ár og nú borga ég skatta til sænska ríkis- ins, þar sem íslendingar njóta Tryggingastofnun ríkisins. „Á end- anum sagði konan í Trygginga- stofnun við konuna mína: „Það er alveg dæmalaust að þeir einstak- lingar sem flytjast út til annarra Norðurlanda virðast ekki lenda í þessu veseni. Þetta er alveg bund- ið við ísland,““ segir Sigurður Gylfason bakari. settur í Svíþjóð og þá var mér sagt að myndatakan kostaði eitthvað í kringum fimmtán þúsund krónur. Mér finnst ansi fúlt að þetta Norðurlandasam- starf gangi bara í aðra áttina; ís- lendingar njóta allra þessara réttinda í Svíþjóð, en hér fær maður bara reikning í hausinn og samt er ég ennþá íslenskur ríkisborgari! Ég hugsaði með hryllingi til þess að ef ég hefði ekki verið rotaður, heldur hefði slasast og misst það út úr mér að ég byggi í Svíþjóð, þá hefðu þeir kannski farið að þrátta um verðið og reikninginn áður en Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður: Hún hefur nú lagt fram fyr- irspurn á Alþingi um breytingar á réttarstöðu fólks sem fiyst milli norrænna landa, bæði hvað varðar almannatryggingar og félagsmála- réttindi, eftir gildistöku EES. allra hugsanlegra réttinda líkt og aðrir Norðurlandabúar og mér finnst undarlegt að mér skuli fieygt út í samfélaginu líkt og gerðist þarna. Ég persónu- lega býst við að ég fengi betri þjónustu á Grænlandi! Eg er ís- lenskur ríkisborgari og hef unn- ið á mörgum Norðurlandanna og aldrei upplifað annað eins. Það er mjög tvöfaldur mórall á íslandi þegar sameiginlegt vel- ferðarkerfi Norðurlandanna er annars vegar.“ Étur alla þolinmæði „Fjölskylda mín hefur verið heima á íslandi síðan fimm- tánda júní,“ sagði Borgþór „Ég er núna að vinna að því að sex mánaða reglan gangi líkayfir þá íslendinga sem kjósa að flytja til annarra Norðurlanda. Það er óþolandi og algerlega tilhæfulaust að íslendingar hagi sér alltaf eins og ölmusufólk í samstarfi við aðrar þjóðir,“ sagði Borgþór Kjærnested sem vinnur hjá Norræna flutningamannasambandinu og er í tengslum við marga sænska alþingismenn. Kjærnested. „Samkvæmt EES- samþykktinni hefur hún þurft að fá alls kyns vottorð hjá Tryggingastofnun til að vísa fram í kerfinu til að fá umbeðna þjónustu. Samt hefur það ekki verið nóg. Það hefur verið ves- en í apótekum og á heilsu- gæslustöðvum, vegna þess að þrátt fyrir að þú hafir þessi vottorð ertu enn skráður með búsetu erlendis í þjóðskrá og þetta kostar endalausar redd- ingar, snúninga og ergelsi þar sem pappírsvinnan étur upp alla þolinmæði. Á endanum sagði konan í Tryggingastofnun við konuna mína: „Það er alveg dæmalaust að þeir einstakling- ar sem flytjast út til annarra Norðurlanda virðast ekki lenda í þessu veseni. Þetta er alveg bundið við ísland.“ Tölvuvæð- ingin í bankakerfinu er alger og það er aldrei neinum vand- kvæðum bundið fyrir banka og lánastofnanir að afla upplýs- inga um skuldastöðu einstak- linga ofan í hörgul. Þegar kem- ur að þessu er hins vegar allt á algeru frumstigi og virðist miða að því að drekkja einstakling- um í pappírsflóði til að spara ríkinu einhverja smáaura. Það má kannski segja að okkur hafi ekki verið nein vorkunn, en ég veit um marga sem eiga um sárt að binda og orka ekki að standa í svona veseni til að hafa lágmarksréttindi.“ Réttlausar konur „Fleiri breytingar eru mjög krítískar, en samkvæmt Norð- urlandasamningnum hefur fólk átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjá mánuði þegar það flytur utan, til dæmis ásamt maka sem hefur fengið atvinnutilboð annars staðar," segir Borgþór. „Nú á að afnema þessi réttindi og það bitnar mjög hart til dæmis á konum, en eins og við vitum er mun algengara að þær rífi sig upp úr starfi og fylgi maka sínum í annað land vegna vinnu hans. Með þessari breyt- ingu verða þær réttlausar nema þær hafi verið atvinnu- lausar heima fyrir og sótt sér- staklega um flutning bóta í ákveðinn tíma samkvæmt EES- samningum, en þeir gilda ekki um þá sem hætta vinnu sjálf- viljugir. Eg hef skrifað bæði Verka- mannasambandinu og ASÍ heima á íslandi og reynt að benda á þetta misræmi, en það virðist ekki vera áhugi á að gera neitt í málunum og leið- rétta þetta," segir Borgþór. „Sá grunur læðist að manni að ís- lendingar ætli að flytja atvinnu- leysisvanda sinn smátt og smátt yfir til annarra Norður- landa án jjess að láta neitt í staðinn og gera fólki síðan erf- itt fyrir með að flytja heim aft- ur.“ Ekki náðist í Pál Pétursson félagsmálaráðherra meðan greinin var í vinnslu, en það verður fróðlegt að fá svör við fyrirspurn Margrétar Frímanns- dóttur til hans og Ingibjargar Pálmadóttur og eins hvort ein- hver vilji sé til þess að leiðrétta þetta misræmi og auðvelda fólki að sækja réttindi sín. æskuhetjan “t Flosi Olafsson Lék aldrei Rómeó eða Hamlet Undirritaöur man fyrst eftir Flosa Ólafssyni leikara í hlutverki táningsins Danna í framhaldsleikritinu Víxlarmeðaf- föllum eftir Agnar Þórðarson. Þetta er nú svo langt síöan að það er óþarfi aö fara aö rifja upp ártöl. En útvarpsleikritið var geysilega vinsælt og átti Danni ekki minnstan þátt í því. Talaöi í kæruleysislegum frösum sem viö unglingarnir gripum á lofti og not- uðum óspart. Danni er tvímæla- laust æskuhetja vikunnar. Eftir Danna hefur margt drifiö á daga Flosa. Hann býr nú á Bergi í Reyk- holtsdal og var spurður hvað heföi tekiö við af Danna. „Þá fór ég að stjórna framhalds- leikritum í útvarpinu eins og til dæmis Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum og Sherlock Holmes og Guö má vita hvaö þau heita. Svo eftir aö Sjónvarpið hóf göngu sína byrjaði ég meö áramóta- skaupið og sá um það í fimm skipti, enda er skaupiö runnið undan mínum rifjum. Svo var ég fastráöinn í Þjóöleikhúsinu í ára- tugi og lék þar einhver ósköp af hlutverkum, þó aldrei Rómeó eða Hamlet eöa eitthvað slíkt. Þá söng ég lagið Það ersuo geggjað sem vakti mikla lukku og ég skrif- aöi vikulega pistla í Þjóðviljann í ein sextán ár, lék í bíómyndum og þýddi leikrit og ýmislegt fleira," sagöi Flosi. „í vetur hef ég verið í Dagsljós- inu og núna er ég að æfa í sænsk- um söngleik í Þjóðleikhúsinu sem á aö færa upp í vor. Hann heitir Hamingju- ránið og er eftir Bengt Alfons eða eitthvað í þá áttina. Þetta er létt- ur söngleikur og viö erum sjö sem þar komum fram. Svo er allt- af verið aö biðja mig aö koma fram á alls konar mannamótum, árshátíöum og þorrablótum. Þaö er nú bara vegna þess að ég er svo ofboðslega skemmtilegur að það er alveg með fádæmum. Ég er sem sagt mjög ánægður með lífið og tilveruna," sagði Flosi Danni Ólafsson. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.