Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR ±L APRÍL1996 11 : ■ ■ .■■ I viðtalið Þjóövaki, sprengiframboö síðustu alþingiskosninga, mælist nú vart í skoðanakönnunum. í snörpu samtali viö Eirík Bergmanti Einarsson segir Jóhanna Sigurðardóttir að fylgisleysið sé vegna úthaldsleysis kjósenda og telur að nú hilli undir sameiningu vinstrimanna. ,Fólkið hefur gefist upp í fyrstu lotu“ Jóhanna Sigurðardóttir: „Við náðum ekki því fylgi sem dugði til breyt- inga og það er eins og fólk hafi misst móðinn; nokkuð sem er mjög slæmt, því fólkið veitir þar með flokkakerfinu ekki nauðsynlegt aðhald. Fólkið hefur hreinlega gefist upp í fyrstu lotu, en það sem gildir í svona málum er að hafa úthald, því pólitík er ekkert annað en langhlaup." Sameining vinstrimanna hef- ur verið eitt heitasta um- ræðuefnið í stjórnmálum landsins það sem af er kjör- tímabilinu. Stjórnarandstæð- ingar eru — svo sem búast mátti við — flestir sammála um að samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks bjóði eingöngu upp á stöðnun íslensks þjóðlífs. Þjóðvaki er sá flokkur sem hvað háværast hefur talað um nauðsyn sam- einingar, enda margir sagt að flokkurinn muni ekki lifa næstu kosningar af án sameiningar. Þjóðvaki mælist vart í skoð- anakönnunum og hefur að undanförnu staðið í stífum sameiningarviðræðum við Al- þýðuflokkinn. HP spjallaði af þessu tilefni við Jóhönnu Sig- urðardóttur, formann Þjóð- vaka. Jœja Jóhanna — hvað er að frétta af sameiningarvið- rœðunum? „Ég held að í því máli sé síg- andi lukka best og þótt lítið hafi komið út úr þessum við- ræðum enn, þá hef ég trú á að stór skref verði stigin í samein- ingarmálum á þessu kjörtíma- bili. Menn eru að tala saman og ég sé nú meiri vilja hjá vinstriflokkunum til samein- ingar en nokkru sinni fyrr.“ Kemur til greina að sam- ema aðeins Þjoðvaka og Al- þýðuflokk, þar sem minnst virðist skilja á milli þeirra? „Við í Þjóðvaka viljum sjá mun víðtækari sameiningu en Jrað og viljum að Alþýðu- bandalagið komi að því borði. Enn sem komið er vil ég ekki útiloka neitt í þeim efnum. Og fulltrúar Þjóðvaka og Alþýðu- flokks eru enn að tala saman um mögulega sameiningu." Nú hafa forystumenn Þjóð- vaka og A-flokkanna allir talað fyrir einhvers konar samvinnu; sameiningu eða kosningabandalagi. Hvaða form viltu sjá á þessum mál- um? „Það kemur að sjálfsögðu ýmislegt til greina, en ef við viljum sjá róttækar breytingar hér í jijóðfélaginu þá væri skynsamlegast að sameina al- veg þessa flokka sem mótvægi við íhaldið." Ná hefur sameiningarum- rœðan verið í gangi í áratugi en aldrei gerist neitt. Af hverju œtti sameining frekar að takast nána en áður? „Það er rétt, þetta hefur ver- ið rætt fram og til baka í gegn- um tíðina og eftir því sem tím- inn hefur liðið hafa komið fram framboð eins og Bandalag jafn- aðarmanna og Þjóðvaki, sem beinlínis var stefnt gegn flokkakerfinu. Vinstrimenn eru að átta sig á að ef ekki verður breyting gerð nú og flokkakerf- inu rústað þá munum við sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd Iangt fram á næstu öld — stundum í samfloti við ein- hverja vinstriflokka. Það held ég að sé sýn sem mönnum hugnast lítt.“ En er þetta sameiningartal ykkar í Þjóðvaka ekki bara tilkomið vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir Þjóð- vaka að af sameiningu verði? Flokkurinn mœlist vart í skoðanakönnunum og mun vægast sagt eiga erfitt uppdráttar í nœstu alþingis- kosningum... „Ef litið er til stofnunar Þjóð- vaka þá var það alltaf markmið okkar að vinna að sameiningu vinstriflokkanna, þannig að þetta er ekkert örvæntingar- bragð. Allt starf flokksins bygg- ist á þessu. Við töpuðum sennilega á að útiloka að starfa með Sjálfstæðisflokknun, en sú afstaða er engu að síður óbreytt. Hins vegar er það al- veg rétt að niðurstöður skoð- anakannana hafa valdið okkur miklum vonbrigðum, en það er ljóst að fólk vill sjá breytingar og kannanir sýndu það fyrir síðustu kosningar." En það var þá — og þetta er ná... „Já, við náðum ekki því fylgi sem dugði til breytinga og það er eins og fólk hafi misst móð- inn; nokkuð sem er mjög slæmt, því fólkið veitir þar með flokkakerfinu ekki nauð- synlegt aðhald. Fólkið hefur hreinlega gefist upp í fyrstu lotu, en það sem gildir í svona málum er að hafa úthald, því pólitík er ekkert annað en lang- hlaup. Sérstaklega þegar við erum að reyna að stokka upp gamalt kerfi sem við höfum bú- ið við í áratugi." Er Þjóðvaki ekki báinn að vera sem stjórnmálaafl ef ekki verður af sameiningu? „Ég vil ekki útiloka að Þjóð- vaki bjóði fram aftur ef ekki verður af sameiningu." Mun Þjóðvaki bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum? „Það er nú ekki komin niður- staða í það mál, en við munum styðja við bakið á starfinu sem hófst með Reykjavíkurlistan- um og væntanlega leggja okkar af mörkum til að það samstarf geti haldist áfrarn." Að lokum. Hvernig líður þér nú í stjórnarandstöðu? „Það er alveg ljóst að að- gerðir þessarar ríkisstjórnar hafa þjappað stjórnarandstöð- unni saman og það skelfir mig mjög að ríkisstjórnin virðist ekki sjá neina aðra lausn á efnahagsvandanum en ráðast með einum eða öðrum hætti á réttindi og kjör launafólks. Það ríkir nær aiger stöðnun í öllum mikilvægum málum. Sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er sú versta sem völ er á og þarna skiptast línurnar í íslenskum stjórnmál- um í dag.“ Pálmi Matthíasson Popppresturinn ætlar sko ekki aö gefast upp meö framboö sitt og kom aö minnsta kosti fimm sinnum fram í sjónvarpinu yfir páskana. Þorsteinn Pálssou Þessi ágæti dómsmálaráöherra sá til þess aö landinn gat djammaö frá sér ráö og rænu upp á næstum hvern einasta dag yfir páskana. Dagur Sigurðsson Kom, sá og gjörsigraöi sem fyrir- liöi Vals-liösins er rótburstaöi heillum horfna (lélega) KA-menn í úrslitakeppninni í handknattleik. Davið Oddsson Mikiö var aö beljan bar, varö einhverjum aö oröi eftir aö forsætisráðherra haföi loksins kveöiö upp úr með þaö, aö honum dytti ekki í hug aö fara í framboö. Ogviö sofum rólegri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Reykjavíkurlistinn er aö drepa alla úr leiöindum og borgarstjóra hefur þannig alveg mistekist aö endurala upp gömlu flokkshestana. Alfreð Gíslason Eftir aö manninum hefur mistekist mörg ár í röö aö gera KA-menn aö íslandsmeisturum í handknattleik er kominn tími á aö fara að pakka saman. Páll Skúlason Eins og aörir hugsanlegir fram- bjóöendur- veröur hann á niöur- leiö meöal pirraörar þjóðarinnar þar til hann lýsir yfir framboöi. Steingrímur Hermannsson Þaö er náttúrlega meö eindæm- um furðulegt aö þjóöin skuli vera steinhætt í aö spá í Denna sinn sem hugsanlegan forseta lýðveldisins. bingmannsefnið Guðjón Petersen Þaö væri gott aö fá Guðjón Petersen, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Almannavarna og núverandi bæjarstjóra, til starfa á Alþingi. Hver á heima á þingi ef ekki maður meö langa reynslu af almannavörnum? Þó svo að núverandi þingmenn telji sig vera fulltrúa almennings þá eru alltof margir þeirra fulltrúar einhverra annarra, svo sem ríkisins, atvinnuveganna eöa bara fulltrúar sjálfra sín. Almenningur fær litlum vörnum komið við þegar þingmenn eru að sam- þykkja hitt og þetta sem skaðar hagsmuni þorra fólks í landinu. Þess vegna verðum við að koma upp almanna- vörnum á þingi til að verjast þessum sífelldu áföllum og þá beinast sjónir manna aö sjálfsögðu að Guöjóni Petersen. Að vísu sneri starf hans hjá Almannavörnum einkum að vörnum gegn hvers kyns náttúruhamförum og viðbrögðum viö þeim sem og stórslysum. En tilfellið er að ýmsum að- gerðum Alþingis má líkja við hamfarir af mannavöldum og ýmis stórslys hafa orðið á þingi án þess að nokkur hafi reynt að koma í veg fyrir þau eða séö afleiöingarnar fyrir. Það þarf því sérfræðing á sviöi almannavarna til aö koma vitinu fyrir þingiö og ekki spillir að Guðjón er með skip- herrapróf upp á vasann og hefur lært það sérstaklega að skipa mönnum fyrir verkum. Það ætti því raunar að gera hann að forseta þingsins um leið og hann tekur þar sæti. Nú er Guðjón orðinn bæjarstjóri vestur á Snæfellsnesi eftir að formaður Almannavarna hrakti hann úr embætti með sí- felldum slettirekuskap. En sá hlær best sem síðast hlær. Guðjón mun öðlast viðbótarreynslu í bæjarstjórastarfinu sem kemur honum til góða þegar hann verður þingmaöur. Og þá má nú forstjóri Gæslunnar fara aö vara sig... Qoipetaefnið H| ;ÉÉi|| Sigurður ■ •■ .. 1 ■L'r * ip ■H B. "Æ s Hall wTj T-»egar forsetaembættiö Jtr ber á góma verður mörgum fyrst hugsað til gestgjafahlutverks forset- ans. Forseti landsins fær ýmsa tigna gesti í heim- sókn og þarf að gera vel við þá í mat og drykk. Sömuleiðis þarf forseti að sitja margar veislur sem gestur erlendra þjóöhöfðingja og ann- arra. Með þetta í huga er því eðlilegt að nafn Sigurður Hall komi upp í hugann. Sigurður er heimilisvinur allra landsmanna gegnum matarþætti sína á Stöð 2 þar sem hann fer á kostum sem matgæðingur og sjónvarpsmaður (og eins eru eftirminnilegir laugardagsþættir hans á Bylgj- unni með orðhákinum Eiríki Jónssynij. Siggi væri því ekki í vandræðum þegar veislurnar á Bessastöðum eru annars vegar og ekki vafi á aö hann færi létt með aö láta útbúa eftirminnilega og gómsæta rétti meö tilheyrandi vínum af bestu tegund. Siggi Hall á auðvelt með að ræða við fólk af ólíkum toga og af ýmsu þjóöerni og ekki vafi á að hann myndi sinna hlutverki sínu sem forseti meö sóma og sann. Til embættis forseta þarf eiginlega að veljast maður með sérþekkingu á mat og drykk því hann er veislustjóri þjóðar- innar og því ríður á að hann kunni sitt fag út í ystu æsar. Siggi yrði eflaust svolítiö ööruvísi forseti en þeir sem hafa gegnt embættinu til þessa, en þaö er líka í góðu lagi. Það má vel peppa embættiö svolítið upp og hafa það ekki eins formfast og veriö hefur. Þeir sem hafa áhuggjur af því að Siggi sé ekki nógu mikill menningarviti ættu að hugsa til þess að matar- og vínmenning er öllum forsetum ekki síð- ur nauösyn en önnur menning... Svövuí Útflutningsráð Svava Johansen heitir kona sem flestir þekkja best sem stórkaupmann í hinni risavöxnu tískuverslun Sautján. Nú er málum þannig háttaö aö Svava hefur — ásamt Bolla, eigin- manni sínum — gert Sautján að eina sannarlega stór- veldinu á sviöi tískufatnaðar hér á landi og er því ókrýnd tískudrottning fslands (á svipaðan hátt og glæsi- kvendi á borð viö hina pönkuðu Vivienne Westwood, Body Shop-eigandann Anitu Roddick og prinsessuna Coco Chanel hafa dómínerað tískustrauma á erlendri grundu). Árum saman hefur Svava flutt til landsins tískufatnað fyrir yngri kynslóðina í gámavís og veit upp á hár hvað gengur i kröfuharöan markaðinn hér — og hvað ekki. Þegar fólk hefur náö ákveðnum hátindi á starfsferli sínum er hins vegar ekki óalgengt að það taki að líta yfir á önnur mið, samanber Pétur Blöndal og fleiri góðir menn. HP ætlar því að vera svo djarfur að stinga upp á að hugaðir og framsýnir menn sem rikjum ráöa í Útflutningsráöi komi nú aö máli viö Svövu og fal- ist eftir stuðningi hennar og ráðgjöf varðandi íslenskan útflutning. Svava þekkir jú gjörla til innflutningsins og markaðslögmálanna og ætti því að vera snögg upp á lagið í útflutningsdeildinni. Það er nefnilega af og frá að íslendingar geti ekki flutt annað út en eitthvað tengt fiskvinnslu og-veiöum. Og hveryrði betri fulltrúi íslands á viðskiptaferðum og -veiöum erlendis en þessi unga, stórgáfaða, skemmtilega og glæsilega kona? Það er löngu tlmi til kominn að pakka rykföllnu karlkyns jakka- lökkunum saman oggefa verðugum fulltrúa kvenkyns- ins tækifæri til að sýna hvað í henni býr...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.