Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR UL APRÍL1996 23 „Við höfum virkilega trú á því sem við erum að gera og erum ekki að þessu ein göngu peninganna vegna heldur frekar til að reyna að bæta mannlífið eins og okkur er unnt,“ segja þeir félagar Axel Guðmunds- son, Ólafur Grétar Gunn arsson og Hallur Hallsson. Karlar eru frá Mars, konur frá Venus, eftir John Gray, var langsöluhæsta bókin fyrir síðustu jól. Á næstunni kemur út ný bók eftir sama höfund og ber vinnutitill bókarinnar heitið Mars þráir Venus. Eins og nafnið gefur til kynna er enn fjallað um samskipti kynjanna og í þetta skiptið um kynlífið. Guðbjartur Finnbjörnsson ræddi við útgef- endur bókarinnar, þá Axel Guðmundsson. Ólaf Grétar Gunnarsson og Hall Hallsson. Hann vill hún vill Bókin Mars þráir Venus er fordómalaus umfjöllun um kynlíf og þær tiifinningar sem brjótast um í fólki, bæði körlum og konum, meðan á samlífi stendur," segja Ólafur Grétar Gunnarsson, Axel Guðmundsson og Hallur Hallsson í samtali við blaða- mann HP þar sem við sitjum inni á Hótel Borg í hugguleg- heitum og sötrum kaffi og te. Þeir félagar stóðu að útgáfu bókarinnar Karlar eru frá Mars, konurfrá Venus fyrir síð- ustu jól. Bókin, sem John Gray skrifaði, var langsölu- hæsta bókin á þeirri vertíð og á næstunni kemur út ný bók eftir sama höfund. Vinnutitill hennar er Mars þráir Venus. Eins og nafnið gefur til kynna er enn fjallað um samskipti kynjanna og í þetta skiptið um kynlífið. „Hún gengur út frá sama meginþema og fjallað er um í fyrri bók Johns Grays, það er að kynin eru í grundvallarat- riðum ólík. í bókinni er karl- manninum líkt við sólina sem rís hratt hátt á loft. Hann vill gjarnan flýta sér og vaða beint í mark. Karlmaður þráir kyn- lífið kynlífsins vegna og finnst að ef kynlífið er gott þá sé ást- in heit. Konan hins vegar er eins og tunglið í viðleitni sinni til ástar; ýmist vaxandi eða minnkandi og vill ekki flýta sér. Konan þráir kynlífið til að fá staðfestingu á ást sinni. Það er ekki fyrr en hún upplifir ástina að kynlífið verður gott,“ segja þeir. Hvað þráir konan kynferðislega? „John Gray bendir á í bók- inni að þegar við viljum gefa af okkur gefum við venjulega það sem við sjálf viljum fá,“ segir Axel. „Þarna verða að hans mati stærstu árekstrarn- ir í samskiptum kynjanna. Karlmenn gefa konum það sem karlmenn vilja fá og öf- ugt. Þessi bók bendir á pytt- ina sem hægt er að detta í hvað varðar kynlíf og hvernig við getum forðast þá. Við er- um ólík og okkur ber að þekkja og virða þennan mun. Þannig fáum við meira út úr kynlífinu og njótum þess út í ystu æsar. Mars og Venus í svefnherberginu fjallar ekki um mismunandi kynlífsstell- ingar sem hægt er að fram- kvæma heldur fyrst og fremst um tilfinningar í kynlífinu. í bókinni gerir John Gray körl- „Konum hættir almennt til að álíta að karlmenn séu aðeins á höttun- um eftir einu: sexi. Sannleikurinn er samt sem áður sá að karlmenn vilja ást. Þeir þrá ást jafn mikið og konur, en áður en þeir geta opnað hjarta sitt og veitt ást rekkjunautarins viðtöku þarf kynlíf að koma til. Rétt eins og konan þarfnast ástar til að opnast gagnvart sexi þarf karlmaðurinn á kynlífi að halda til að opnast gagnvart ástinni.11 um grein fyrir hvað það er sem konan þráir kynferðis- lega, eins gerir hann konum grein fyrir því hvað það er sem karlmenn þrá.“ Ellefu þúsund eintök af fyrri bókinni Mars þráir Venus. er líkt og fyrri bókin efst á metsölulist- um hvarvetna í hinum vest- ræna heimi og eru þeir félagar sannfærðir um að Islendingar taki henni eins vel og fyrir- rennara sínum. „Bókin Karlar eru frá Mars, konur frá Venus fékk frábærar viðtökur núna um jólin. Hún hefur nú selst í um ellefu þúsund eintökum og er enn að seljast,“ segja þeir. „Það má til gamans geta að allt upp í 30-40 prósent sölu- hæstu bókanna er skilað eftir jólin, því margir hafa jafnvel fengið tvær eða þrjár í jóla- gjöf,“ segir Ólafur. „Bókin okk- ar var með innan við 5 pró- sent skil og það hafði aldrei gerst áður í sögu bókaútgáfu á Islandi. Á einum stað seldum við til að mynda um tvö þús- und bækur og aðeins sjö bók- um var skilað. Við vorum að vísu sannfærðir um að þessi bók yrði vinsæl hér á landi en við bjuggumst ekki við svona miklum vinsældum." „Það má segja að við höfum brotið blað í bókaútgáfu á ís- landi þegar við gáfum út Karl- ar eru frá Mars, konur frá Ven- us, því bókaútgefendur og bóksalar voru vissir um að bók um svona málefni yrði ekki í toppbaráttunni," segir Axel. „Við erum búin að setja heimsmet hér á íslandi miðað við höfðatöluna frægu," segir Hallur. „Bókin Karlar eru frá Mars, konur frá Venus hefur selst í um fimm milljónum ein- taka í Bandaríkjunum og sam- svarandi tala á íslandi hefði verið um fimm þúsund eintök. „Karlmaðurinn hefur tilhneigingu til að meta velgengni sína í kynlíf- inu eftir fullnægingu konunnar sem hann samrekkir. Ef hún fær ekki fullnægingu getur hann farið í fýlu sem endist klukkustundum saman ... Þar eð karlmaðurinn þráir kynlíf í ríkara mæli en konan upplifir hann djúpstæða höfnun þegar hann fær ekki notið þess.“ Nú hefur hún selst í ellefu þúsund eintökum. Það er ótrúlegt hve íslendingar hafa tekið þessari bók vel og sýnir hversu áhugasamir þeir eru um að bæta samskiptin kynja í milli.“ Mannleg samskipti ekki ofarlega á blaði „Mars þráir Venus er ekki nein vandamálabók sem laga á allt sem miður fer í sam- skiptum milli kynjanna,“ segja þeir. „Hún hjáípar öllum, hvort sem þeir eiga í einhverj- um vandræðum með kynlíf sitt eða ekki. Það er alltaf hægt að bæta samskiptin við annað fólk.“ „Það þykir sjálfsagt að ein- staklingur fari í Háskóla ís- lands til að læra verkfræði,“ segir Hallur, „nú eða í Iðnskól- ann að læra trésmíði. Það er sjálfsagt að iæra eitthvað til að starfa við í framtíðinni. Það á að vera jafnsjálfsagt að læra að þekkja hvort annað. Góð samskipti við annað fólk er leiðin til árangurs í lífinu og í raun mikilvægasta lífsstarfið. Og það er varla til dýpri og persónulegri samskipti en það að elskast og njóta hvort annars í góðu kynlífi. Þetta er hlutur sem menn hafa alger- lega vanmetið. Það finnst mér með ólíkindum þegar ég hugsa út í það.“ Ég vil ríða þér „íslenskan er frekar fátæk að orðum um kynlífsathöfnina og við lentum í vandræðum við þýðingu á bókinni um hvað væri hentugast þegar átti að þýða to haue sex," segir Axel. Við eigum stofnanakennd, þurr, fræðileg orð eins og sam- farir. „Það er hálfasnalegt að segja Ég vil hafa samfarir við þig. Við eigum niðrandi skammarorð eins og að ríða, en persónulega tel ég það orð nokkuð gott og vil sjá skömm- ina og hina niðrandi merkingu hverfa af því. Síðan eru til feimnisleg orð sem fara eins og köttur í kringum heitan graut. Til dæmis að gera það. Gera hvað? Eða að sofa saman. Kynlíf snýst ekki um að sofa saman. Það er ekki hefð kynj- anna á milli að vera opinskár um kynlíf eins og sést gjörla á orðafátæktinni. Við skömm- umst okkar fyrir þann stór- kostlega hlut sem okkur var gefinn; kynlíf, og viljum helst sem minnst um það ræða.“ „Tungumálið er spegill sál- arinnar og orðafátæktin segir mikið úm hvert viðhorf íslend- inga er til kynlífs,“ segir Hallur. „Stundum finnst mér að það megi bara alls ekki tala um kynlíf, — það sé eitthvað slæmt ef það er gert. Því vilj- um við breyta. Við viljum fá fordómalausa umræðu í sam- félagið um kynlíf og þessi bók er kjörið tækifæri til þess. Kyn- líf er það snar þáttur í lífi okk- ar flestra að ef við getum rætt um það án þess að skammast okkar verður samfélagið betra. Á því er enginn vafi. Kynlíf er einn mikilvægasti þáttur mannlegra samskipta og hornsteinninn í hverju hjónabandi. Því eigum svo mikið undir því að kynlífið sé gott og fallegt.“ Ræddu kynlífið og pældu í því „Ein af hindrununum fyrir því að fólk vilji ræða opinskátt um kynlíf sitt er að það heldur að ef farið er að ræða um kyn- líf og taka það út úr skuggan- um fari rómantíkin og dulúðin af því,“ segir Axel. „Það er misskilningur. Kynlífið verður aftur á móti mun rómantísk- ara, dýpra og skemmtilegra ef maður þekkir sjálfan sig, lang- anir sínar og þrár og ekki síst ef maður þekkir langanir og þrár elskhuga síns.“ „Ræddu um kynlíf og pældu í því, þá verðurðu færari og betri í ást- aratlotunum," bætir Ólafur við. „Svæðin á líkamanum sem tengjast kynlífi eru engin skammarsvæði sem ekki má tala um. Kynlíf er ekkert sem þarf að skammast sín fyrir.“ Stefnt er að því að gefa út Mars þráir Venus á sumardag- inn fyrsta og að sögn þeirra félaga vonast þeir til að bókin verði sumargjöfin í ár. Gefðu þér og þínum gleðilegt og gott kynlífssumar. Pöntunarsími allan sólarhringinn: Sími 462-5588 Póstsendum vörulista hvert á land sem er! Fatalisti, kr. 600 Blaðalisti, kr. 900 Vídeólisti, kr. 900 Tækjalisti, kr. 900 Sendingarkostnaður innifalinn HUGSKOT Ljósmyndastofa Nethyl 2 Simi 587-8044 NÝ ÞJÓNUSTA Framköllun og kópering á 35mm litfilmum. Kynningarverð: 24 mynda kr. 1000 36 mynda kr. 1360 Ný 24 mynda Fuji- litfilma innifalin

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.