Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 20
20 F1MMTUDAGUR ±L APRÍL1396 Straumhvörf í kvikmyndalist Toy Story Sýnd í Bíóhöllinni Leikfangastjóri: John Lasseter Aðalhlutverk: Woody (Tom Hanks) og Buzz Lightyear (Tim Allen) ★★★★ Með myndinni Toy Story hefur blað verið brotið í sögu kvikmyndanna. Árangur fyrirtækisins Pixar í samvinnu við Disney-veldið er ótrúlegur og skýtur hefðbundnum teikni- myndum rækilega ref fyrir rass hvað tækni og frásögn varðar. Toy Story er búin til í tölvum, sem eins og sögupersónurnar eru leikföng í höndum forritara og grafískra hönnuða sem standa að gerð myndarinnar. Toy Story var um fjögur ár í framleiðslu og eftir að hafa séð afraksturinn er greinilegt í hvað öllum þessum tíma var varið. Hverju einasta smáatriði Kvikmyndir pistófer Dignus Pétursson (og þau eru óteljandi) er gef- inn gaumur og útkoman er eins og nýr heimur háþróaðs sýndarveruleika. Áhorfandinn gleymir fljótt að um er að ræða tölvugrafík og sekkur inn í skemmtilega atburðarás sem uppfull er af frábærum persón- um og kostulegum uppákom- um. Söguþráður myndarinnar er afar ólíkur því sem gerist í öðr- um myndum í teiknimynda- geiranum eða barnamynda- flórunni og fer til dæmis bless- unarlega lítið fyrir skinhelgum og svarthvítum formúluboð- skap. Woody er kúrekabrúða sem er í uppáhaldi hjá eiganda sínum. Hann er því öruggur kvennaráð „Kvikmyndin To Die For er ákaflega vel heppnuð og bleksvört kómedía með ádeiluívafi sem undirstrikar hæfileika hins framsækna leikstjóra Gus Van Sant og einnig — mér til mikillar ánægju og undrunar — gamanleikaraefnið sem í Nicole Kidinan býr ... To Die For er frumleg mynd þar sem gamlir og nýir talentar fá að njóta sín í skemmtilegri satíru um grafalvarleg málefni." Köld eru To Die For Sýnd I Bíóborginni Leikstjóri: Gus Van Sant Aðalhlutverk: Nicole Kidman, Joaquin Phoenix og Matt Dillon ★ ★★ Kvikmyndin To Die For er ákaflega vel heppnuð og bleksvört kómedía með ádeilu- ívafi sem undirstrikar hæfi- leika hins framsækna leik- stjóra Gus Van Sant og einnig — mér til mikillar ánægju og undrunar — gamanleikaraefn- ið sem í Nicole Kidman býr. Kidman leikur hér Suzanne, metnaðarfulla ljósku er gerir allt í sínu valdi til að öðlast frægð og frama á öldum ljós- vakans. Gallinn er bara sá að Suzanne býr í Little Hope (þýð- ið bæjarnafnið á íslensku...) í New Hampshire og er gift ítalskættuðum arftaka veit- ingahúss sem vill ólmur fara að búa til fjölskyldu með sinni heittelskuðu. Með hlutverk ítalans fer hinn ágæti en sorg: lega mistæki Matt Dillon. í anda annarra „femme fatale“- kvenna hvíta tjaldsins fer Suz- anne sem sagt áður en langt um líður að skipuleggja andlát eiginmannsins og dregur þrjá táninga inn í ráðabruggið. Myndin er sett saman í nokk- urs konar fréttaþátta- eða heimildamyndarstíl þar sem atburðarásin fæðist gegnum samtöl eða viðtöl persónanna við myndavélina (les: áhorf- endur). Fyrst og fremst er ein- tal Suzanne, þar sem hún fræð- ir okkur um heimsmynd sína og skoðanir (allar stolnar frá öðrum fjölmiðlastjörnum) og er augljóst að hér er á ferð stórhættulegur einstaklingur: sykursætur að utan en súr og beiskur að innan. í þessu ein- tali sést ljómandi vel hversu fín leikkona Nicole Kidman er í .raun og veru og persónusköp- unin mjög trúverðug. Það var orðið tímabært að leikhæfileik- ar Kidman fengju að njóta sín, því eftir að hafa brillerað í ástr- ölsku myndinni Dead Calm ár- ið 1989 hefur hlutverkaval hennar verið misheppnað og myndirnar að sama skapi slappar. Einna hörmulegust var Kidman í Days of Thunder árið 1990 þar sem mannsefnið verðandi, naggurinn Tom Cru- ise, spreytti sig á kappakstri. Leikstjórinn Gus Van Sant er þekktur fyrir tilraunastarfsemi í kvikmyndagerð og einnig það nána samband sem hann myndar við leikarana. Aðferðir hans í frásögn og klippingu eru einstakar og hefur hann skap- að sinn eigin stíl með myndum eins og Drug Store Cowboy (1989) með „eiturlyfjasjúkling- unum“ Kelly Lynch og Matt Dillon á hraðri leið til helvítis og My Own Private Idaho (1991) þar sem River Phoenix heitinn vann leiksigur. Bróðir River, Joaquin, virðist hafa erft leikhæfileikana og er frá- bær í hlutverki hins naut- heimska og yfir sig ástfangna Jimmys, eins táningsins sem Suzanne vefur um fingur sér. Matt Dillon veldur vonbrigð- um sem eiginmaðurinn og er samband þeirra hjónanna óljóst miðað við hina ríkjandi stefnufestu í myndinni. Það er hins vegar auðvelt að falla í skuggann af Nicole og táning- unum þremur (allir nýgræð- ingar), [tví persónusköpunin er sterk og hlutverkin bita- stæð. Ádeilunni í myndinni er beint að hinni vaxandi rabb- og fréttaþáttaáráttu sem nú ríkir vestanhafs (og hefur teygt krumlur sínar hingað til lands), þar sem innantómar fjölmiðlastjörnur eru orðnar að átrúnaðargoðum almenn- ings. Suzanne er tákn nýrrar og heilaþveginnar kynslóðar sem hefur að leiðarljósi að ef eitthvað sé þess virði að gera þá skuli það fara fram í sjón- varpinu. Ádeila To Die For nær samt ekki mörgum stigum á Oliver Stone-mælikvarðanum, enda háð og húmor verkfærin sem Van Sant vinnur best með. Tónlistin, eftir Danny „Simp- sons og Batman" Elfman, er lit- rík og sérkennilega öðruvísi, líkt og búningar Suzanne, sem eru eins og settir saman af lit- blindum flóamarkaðssérfræð- ingi. To Die For er frumleg mynd þar sem gamlir og nýir talentar fá að njóta sín í skemmtilegri satíru um grafalvarleg málefni. - KDP (myndbandið Súrrealískt stríð Apocalypse Now ★★★★ pocalypse Now var gerö áriö 1979 og er ein umdeildasta kvikmynd allra tíma. Leikstjórinn Francis Ford Coppola sér þar um aö færa hina stórkostlegu Víet- namsögu Heart of Darkness eftir Joshep Conrad f kvikmyndarbún- ing. Leikaraval myndarinnar er meö eindæmum gott og fara þar fremstir í flokki þeir Martin Sheen, Marlon Brando, Robert Duvall, Fre- deric Forrest, Dennis Hopper, Harrison Ford og margir góökunn- ingjar hvíta tjaldsins. Frá lokum VI- etnamstríösins hefur þaö veriö kvikmyndaö frá öllum hliöum, fram og til baka. Sem betur fer viröast draumasmiöjurnar vestanhafs vera aö missa áhugann á þessu tíma- bili og því vert aö líta til baka og skoöa afraksturinn. í flestum til- fellum er hann fremur slappur, I mörgum tllfellum sæmilegur og einstaka sinnum góöur. Hins vegar er Apocalypse Now án nokkurs vafa besta myndin. Slegist er í för meö hermanni sem á aö finna og myröa amerískan of- ursta sem haföi klikkast og haldiö meö herdeild sína á afskekktan staö í nágrannaríkinu Kampútseu. Myndin lýsir undanbragöalaust þeirri fulikomnu geöveiki og súrre- alísku hugsefjun sem bandarískir hermenn þessa stríös þjáöust af. Sýnt er hvernig venjulegir smábæj- arstrákar reyna aö lifa eölilegu llfi á snaróöum staö; hvernig hefö- bundnar athafnir á borö viö brim- brettabrun veröa aö hreinni bilun þegar þær eru framkvæmdar viö þessar kringumstæður. Eín her- deildin fer þannig á brimbretti í miöju strlöi undir stööugri skothríð og Víetnamarnir eru — til aö losna við þann ama — hreinsaðir á braut meö napalmi — allt fyrir seglbrettamennina bandarísku. Myndinni tekst þó furðutega vel aö foröast aö taka afstööu meö öör- um hvorum stríösaöilanum og er framar ööru ádeila á stríö yfirleitt. Umgjöröin er annars öll eins og best verður á kosiö og hlaut Apoc- alypse Now til dæmis Óskarsverö- laun fyrir hreint út sagt frábæra myndatöku. Hér er um safngrip aö ræöa og skal áhugasömum bent á aö myndin fæst meöal annars leigö I myndbandaleigunni Ríkinu viö Snorrabraut. - EBE um tilveru sína og sjálfkjörinn leiðtogi hinna leikfanganna í herberginu. Tom Hanks ljær Woody rödd sína og hjálpar mikið við að skapa skemmti- lega kokhraustan karakter. Eft- ir því sem á líður myndina fer Woody að líkjast meir og meir Hanks í útliti og hreyfingum; glöggt merki um snilldarhæfi- Ieika þessa ágæta leikara. Leik- fangaeigandinn á svo afmæli og fær að gjöf geimfaraleik- fangið Buzz Lightyear. Þessi fígúra er hönnuð eftir vinsælli sjónvarpshetju og fer strax efst á vinsældalistann hjá eig- andanum. Buzz er hins vegar sannfærður um að hann sé ekki leikfang heldur geimfari strandaður á skrítinni plánetu. Það er hin handlagni heimilis- faðir Tim Allen sem gefur Buzz djúpan og sjálfsöruggan róm. Samkeppnin um vinsæld- ir eigandans leiðir aðazlhetj- urnar tvær, Woody og Buzz, auðvitað í hinar mestu ógöng- ur þar sem þeir þurfa að standa saman til að komast af. Hin leikföngin eru margvís- leg og mismunandi að eðlis- fari. Má þar til dæmis nefna Mister Potate Head (talsettan af skemmtikraftinum Don Rickles) og sparigrísinn Hamm (talsettan af John Ratz- enberg — póstberanum Cliff Clavin í Staupasteini), en öll eiga þau sameiginlegt að vera líkt og lifandi persónur sem áhorfandinn trúir heilshugar á. Leikarar mega yfirhöfuð fara að vara sig, enda túlkunarhæfi- leikar og líkamsburðir tölvu- leikaranna eins og þeir birtast í þessári mögnuðu mynd ótak- markaðir — í orðsins fyllstu merkingu. Tónlist Randys Newman er létt og skemmtileg og ólíkt öðr- um nýlegum Disney-myndum fer engin persóna skyndilega að syngja væmið ástarlag á viðkvæmri stundu. Ég skemmti mér konunglega á Toy Story og verkjaði í bros- vöðvana þegar ég kom út úr salnum. Ekki sló á vellíðan mína sú fullvissa að ég hefði þarna upplifað straumhvörf í kvikmyndagerðarlistinni. Framtíðin í þessum geira er björt, um það er ég sannfærð- ur. - KDP „Hverju einasta smáatriði (og þau eru óteljandi) er gefinn gaumur og útkoman er eins og nýr heimur Itáþróaðs sýndar- veruleika. Áhorfandinn gleymir fljótt að um er að ræða tölvu- grafík og sekkur inn í skemmti- lega atburðarás sem uppfull er af frábærum persónum og kostulegum uppákomum ... [Ég upplifði) straumhvörf í kvik- myndagerðarlistinni. Framtíðin í þessum geira er björt, um það er ég sannfærður." Slöpp klisja sem stólar á trúgimi bama „Eitthvað hefur þó klikkað í sköpunargleðinni að þessu sinni og þegar upp er staðið er Babe fölsk, slælega gerð og innantóm mynd sem stól- ar á trúgirni barna og slappar klisjur sem áður hafa „gengið upp“. Vin samleg ummælin, Óskarstilnefningarnar og góð aðsóknin gera þannig litið annað en endurspegla lítilmótlegar kröfur sumra kvikmyndafram- leiðenda og kvikmyndahúsagesta." Sýnd í Sambíóunum Leikstjóri: Chrís Noonan Aðahlutverk: James Cromwell og ýmsar skepnur ★ urtséð frá fallegu landslagi, yndislegri birtu og ágætum leik James Cromwell í hlut- verki bóndans góðhjartaða er kvikmyndin Babe úrkynjuð til- raun til að betrumbæta aðrar jafnleiðinlegar „dýramyndir". Að þessu sinni er reynt að ná betrumbót.unum fram með notkun tölvutækni svo dýrin virðist tala á mannamáli: skolt- ar spendýranna og goggar fugl- anna sem „leika“ í Babe eru látnir hreyfast og vafalaust þurft óteljandi „megabæt" til. Þessi tækni er hins vegar svo fráhrindandi, að engin leið er að lifa sig inn í annars ágæta sögu um lítið svín sem sleppur undan saxinu sökum smala- hæfileika sinna. Dýratemjarar spila að sjálfsögðu stóran þátt við gerð myndar sem þessarar, en eiga hér augljóslega slæma daga, því atferli dýranna er oft áberandi þvingað og meðvitað. Þegar tölvur og tamning eru síðan ekki fyrir hendi þá stjórna tæknimenn frá vinnu- stofu Jims heitins Henson vél- um og brúðum sem líkjast dýr- unum. Það er hins vegar áber- andi munur á fyrirmyndunum og vélrænum eftirlíkingum þeirra og útkoman á köflum grátbroslega klén. Niðurstað- an: Allar þessar aðferðir fjar- lægja áhorfandann frá efninu og þeim boðskap sem þar fyrir- finnst. Það hefur tíðkast undanfarið hjá fyrirtækjum eins og Disney að framleiða húsdýraævintýri sem eru nógu fáránleg í sjálfum sér án þess að talsetja þurfi myndirnar einnig. Þetta var einnig tilfellið í myndinni Homeward Bound (1993) þar sem stjörnur á borð við Micha- el J. Fox og Sally Field léðu dýrunum raddir sínar. Talsetn- ingin í Babe er að vissu leyti nokkuð góð, sérstaklega í til- felli andarinnar Ferdinands þar sem Danny Mann sér um gagg- ið, en það nægir því miður ekki til að fá mann til að líta framhjá ónáttúrulegum munnhreyfing- um vesalings dýranna. Babe er öll tekin í Ástralíu og er birtan frá sólinni þar gulln- ari en á flestum 'öðrum stöðum heimskringlunnar. Sólin lýsir upp græna dali, hæðir og hóla á einkar sérstakan hátt og með smátilfæringum virkar sveita- bærinn sem Babe býr á eins og beint út úr teiknimynd. Leik- myndin er í raun öll frumleg og skemmtileg. Hogget bóndi í meðförum Cromwells segir fátt, enda yfir- gnæfir tal dýranna um áttatíu prósent myndarinnar. Crom- well er yfirvegaður og tilfinn- ingaríkur í senn, að hætti fram- sóknarmanna sem ekkert þekkja nema dreifbýlið, og góð- mennskan skín úr augum hans gegnum alla myndina. Aðalaðstandendur Babe eru Ástralir og sú þjóð hefur fram til þessa ekki verið beinlínis þekkt fyrir smekkvísi. Skortur- inn á henni kemur hins vegar skemmtilega út í oft absúrd kvikmyndum þeirra. Sem dæmi má nefna að framleiðandi Ba- be, George Miller, leikstýrði Mad A/ax-myndunum, þar sem úrkynjun og ósmekklegheit virkuðu vel og sköpuðu eftir- minnilega samsuðu af húmor og hasar. Eitthvað hefur þó klikkað í sköpunargleðinni að þessu sinni og þegar upp er staðið er Babe fölsk, slælega gerð og inn- antóm mynd sem stólar á trú- girni barna og slappar klisjur sem áður hafa „gengið upp“. Vinsamleg ummælin, Oskarstil- nefningarnar og góð aðsóknin gera þannig lítið annað en end- urspegla lítilmótlegar kröfur sumra kvikmyndaframleiðenda og kvikmyndahúsagesta. - KDP

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.