Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR ±L APRÍL1996
18
RjSI
gUT
1. Lestarstjórar Þaö er óþoland(aö
silast í röö á eftir sveitamanni
meö hatt sem keyrir löturhægt á
Lödu Sport.
2. Þunglyndi Þaö er giörsamlega út
í hött aö dragnast um meö þungt
skap á sólríkum og hormónafyllt-
um vordögum.
3. Heimsóknir Brýna nauösyn ber
til aö setja skýrar reglur um viö
hvaöa aöstæður heimsóknir eru
viöeigandi.
4. Internetiö Þetta margrómaöa
samskiptatæki er greinilega enn
í frumbernsku og stendur ekki
undir væntingum.
5. Kaffihús Hiö séríslenska kaffi-
hús býöur ekki upp á næöi, þjón-
ustu, dagblöð eöa fleiri en eina
tegund af kaffi.
6. Vælukjóar Sama gildir meö
þetta og þunglyndiö: þaö er ólíö-
andi á fallegum dögum aö htusta
á væl, nöidur og nagg.
7. Alþingi Hvernig vogar þetta liö
sér aö taka lengri frí en aörir og
skilja okkur þannig eftir umræöu-
efnislaus?
8. Margmiölunartölvur Húmbúkk,
því skítsæmilegur búnaöur fýrir
margmiölun kostar ennþá á
fjóröa hundraö þúsund.
9. Forsetaframbjóöendur Þaö er
agalega þreytandi aö hlusta á
falska væmnisvelluna sem renn-
ur upp úr þessu liöi.
10. íslenska tímaritaflóran Þaö er
oröiö nær ómögulegt aö finna
sér almennilegt íslenskt tímarit
að lesa.
■ Þessa vikuna
áfram að gægjast að tjalda-
baki í skuggalegum heimi
rokktónlistarinnar og upplýsir
hér lesendur sína um uppruna
heita á sex hljómsveitum...
Hversu mikið
sæði er í meðal-
fullnægingu?
1. Frankie Goes To Hollywood
Þetta mun hafa veriö risafyrir-
sögn á veggspjaldi sem aug-
lýsti kvikmynd þar sem
sjarmatrölliö Frank Sinatra fór
meö aöalhlutverkiö.
2. Led Zeppelin Þegar komiö
var að máli viö John Entwistle
í The Who og hann beöinn aö
ganga í hljómsveit sem Jimmy
Page var aö setja saman eftir
Vardbirds-ævintýriö sitt hló
hann hátt og sagöi aö sllkt
band myndi hrapa til jaröar
jafnörugglega og heimsins
stærsta blýblaðra — nokkurs
konar Led Zeppelin („lead"
þýöir ,,blý“).
3. Steeiy Dan Hinn upphaflegi
Steely Dan birtist i Naked
Lunch, hinni frægu skáldsögu
Williams Burroughs, sem
mjólkurspýtandi gervilimur
sem lesbíur notuöu til að
hrekkja karlmenn.
4. Tears for Fears og Prinial
Scream Báöar þessar vin-
sælu hljómsveitir tóku nöfn
sín úr frösum sem hinn um-
deildi geölæknir Arthur Janov
háföi ávallt á reiöum höndum.
Primal Scream þýöir náttúr-
lega „frumöskur* eöa „upp-
runaöskur" og var notaö sem
vitundarvíkkandi meöferö í ,
upphafi sjöunda áratugarins
af hálfklikkuöum stórstjörnum
á borö viö John Lennon og
Yoko Ono.
5.10 CC Tíu rúmsentímetrar
(CC) er um þaö bil sæðis-
magniö sem breskir og
bandariskir vlsindamenn telja
aö meðalkarimaöur láti frá sér
vlö hverja fullnægingu.
6. Uriah Heep Uriah Heep hét
persóna í einni skáldsögu
Charles Dickens og var hold-
gervingur falskrar auðmýktar.
heldur HP
Súkkulaði og rómantík
Ein af mínum sterkustu
æskuminningum er ná-
tengd páskum. Sex ára gömul
gisti ég aðfaranótt páskadags
hjá móðursystur minni og eig-
inmanni hennar, sem þá áttu
von á sínu fyrsta barni. Þótt
frænka mín væri orðin fjall-
myndarleg um sig miðja hafði
ég ekki veitt þessu miðjurými
hennar mikla athygli, enda
barnshugur minn uppteknari
af öðru. Það sem fangaði huga
minn öðru fremur þennan sól-
arhring var risavaxið páska-
egg, sem í minningunni er svo
stórt að hvorki fyrr né síðar
hef ég séð jafn myndarlegt
páskaegg í einkaeign. Áður en
ég fór að sofa kvöldið fyrir
páskadag var mér sýnt hvar
búið var að planta risapáska-
egginu við rúmstokk þeirra
hjóna og um leið var mér tjáð
að það yrði þeirra fyrsta verk,
með aðstoð minni, að slátra
egginu morguninn eftir. Ég
yrði því að drífa mig til náða til
að missa ekki af neinu. Með
það lagðist ég til svefns, bylti
mér nokkrum sinnum og sofn-
aði að endingu. Eftir vænan
nætursvefn hafði ég ekki
gleymt neinu og þaut með það
sama inn í hjónaherbergið eft-
ir að hafa nuddað stírurnar úr
augunum. Enn þann dag í dag
fæ ég kökk í hálsinn yfir því
sem við mér blasti: Páskaegg-
ið sást hvergi, en þess í stað
veitti ég því nú í fyrsta sinn at-
hygli hve frænka mín var kom-
in með myndarlega kúlu á
magann. Og það var ekki að
sökum að spyrja; á augabragði
tengdi ég að nú væri hún búin
að klára allt páskaeggið, enda
passaði það einhvern veginn
nákvæmlega inn í magann á
henni, sem var eins og risa-
vaxið páskaegg í laginu (enda
var hún víst komin átta mán-
uði á leið). Ég benti á magann
á frænku og spurði með grát-
stafinn í kverkunum hvort allt
páskaeggið væri búið. Þau
gerðu sér undir eins grein fyrir
barnslegri hugsanavillu minni
og nýttu sér hana um stund,
mér til mikillar mæðu. En und-
an rúminu skömmu síðar var
svo páskaeggið dregið og mér
skýrt í löngu máli frá því að ég
myndi innan tíðar eignast lít-
inn frænda eða frænku. Ég tók
gleði mína á ný og ég heid að
hún hafi jafnt verið bundin
barninu sem risapáskaegginu.
Allar götur síðan um pásk-
ana þarna um árið hefur
súkkulaði haft mikið tilfinn-
ingalegt gildi fyrir mig. Það er
til dæmis alveg sama ofan í
hvaða megrunarpytt ég dett;
aldrei get ég neitað mér um
gott súkkulaði. Súkkulaði er
með öðrum orðum einn af
mínum stærstu veikleikum.
Ýmsir hafa orðið til að veita
þessum ósið mínum athygli.
Satt að segja hef ég alltaf
hummað neikvæðar athuga-
semdir um súkkulaðiát mitt
fram af mér og gleymi þeim
jafnóðum. Man á hinn bóginn
eftir öllu fögru sem um súkku-
laðiát mitt hefur verið sagt.
Þannig er mér alltaf hlýtt til
mannsins sem sagði við mig
^affítLÚSlð
• 22
Hommar,
Veitingahúsiö, kaffihúsiö,
skemmtistaöurinn og barinn 22
(á horni Laugavegar og Klapparstígs)
er frægastur fyrir aö vera vinsæll meö-
al homma og lesbía. Auk þeina sækja
fjölmargir gagnkynhneigöir staöinn og
fer vel á meö hópunum. Þaö virðist þó
vera algengur misskilningur meöal
margra gagnkynhneigðra sem þjást af
hómófóbiu aö 22 sé sódómískur staö-
ur. Á daginn er 22 ósköp venjulegt
kaffihús þar sem listamenn og sjálf-
skipaöir og hefðbundnir ræflar eru í
meirihluta. Einnig sést töluvert til lopa-
peysu- og mussuliðs menntaskólanna
og pípureykjandi háskólastúdenta.
Staöurinn er nokkuð afslappaöur, en
grófur og jafnvel groddalegur á stund-
um. Á kvöldin breytist hann svo í bar á
neöri hæðinni og dúndrandi diskótek
á þeirri efri. Þar skemmta ofangreindir
hópar sér saman og Bakkus konung-
ur er hafður í hávegum, enda margir
af þrautþjálfuöustu drykkjumönnum
landsins meðal fastagesta. Andrúms-
loftiö er svolítið sérstakt þarna og hef-
ur lítið breyst frá því staöurinn var opn-
aöur. Þetta er svona taumlaus gleöi-
og kæruleysistilfinning þar sem allt
getur gerst; hvenær, hvernig og hvar
sem er. Þvi er oft töluverð eftirvænting
i loftinu, en maður veit þó sjaldnast
eftir hveiju. Til dæmis gætu jakkafata-
klæddir bindismenn átt á hættu aö
einhver skeggjaöi og leöurklæddi
durturinn (aö mati jakkafatamannsins)
tæki sig til og klippti af honum
slifsiö...
★★★
- EBE
lesbíur & listamenn
fyrir fáeinum árum að karl-
menn ættu aldrei að neita kon-
um um súkkulaði. Þetta fannst
mér rómantískt og er sjálfsagt
ekki ein um það. Það er nefni-
lega bæði gömul saga og ný að
í gegnum aldirnar hafa karl-
menn brætt mörg kvenmanns-
hjörtun með konfekti. Stund-
um hefur hvarflað að manni sú
hugsun: Hvað ætli Casanova
hafi keypt marga konfektkassa
á sinni litríku ævi? Á átjándu
öldinni var súkkulaðigjöf afar
vinsæl, einkum meðal Itala, og
mörgum sögum fer af því að
ítalskar konur hafi ekki getað
beðið eftir að fá súkkulaðimol-
ana frá elskhugum sínum. Var
þá súkkulaði órjúfanlega tengt
rómantík, losta og brennandi
ástríðum. Vegna þessara for-
boðnu eiginleika var súkkulaði
framan af bannað, einkum í
röðum munka, og talin freist-
ing djöfulsins.
Eftir að Svisslendingar hófu
framleiðslu mjólkursúkkulaðis
á öndverðri 19. öld fór það
hins vegar að vera fyrir allan
almenning, einkum þótti það
vel til þess fallið að róa óþekk
börn, sem og handa þeim sem
ýmist þurftu að hugsa mikið
eða stunduðu erfiðisvinnu.
í mínum huga er súkkulaði
ekki bara gott heldur líka róm-
antískt. Þótt maður yrði senni-
lega afhuga karlmanni sem
mætti í heimsókn með hraun-
bitakassa er aldrei að vita
nema eðalkonfekt hefði sömu
áhrif á mann og fallegur rósa-
vöndur.
Ku Klux Klan, klám
& heimasíðugerð
■ A Gathering ófthe Klan er heima-
siöa sem inniheldur nákvæma skýrslu
af ráöstefnu fyrirlitlegu kynþáttahatar-
anna í Ku Klux Klan sem haldin var ný-
verið i Fulton-sýslu í
lllinois-fylki, Bandarikj-
unum. Kynþáttahatur og
almennir fordómar í
garö minnihlutahópa
eru vaxandi vandamál í
Evrópu jafnt sem
Bandarikjunum og hefur
náð að teygja hina
dauðu hönd sína hingaö
til lands — einkum
Suöurlands, aö því er
virðist á stundum.
Skýrsluna (sem finna
má á http://www.
misslink.net/zephyr/
normkkk.htm) ritaöi
ungur og hugaður maö-
ur er lýsir þarna í smæstu atriöum
hvaö átti sér staö í Fulton-sýslu um
daginn. Klanararnir klæöa sig upp í
draugalega serka, valsa um meö
kyndla og berjast fyrir réttinum til aö
tyggja skro, klæðast uppmjóum hött-
um og myröa óveröuga. „Lyfjaprófum
atvinnuleysingjal", „Drepum litaö
fólk!" og „Gerum samkynhneigða út-
læga!" eru algeng slagorö hjá þessum
ólæsu og pallbílskeyrandi sveitalúö-
um. Og hversvegna hittast þessir aum-
ingjar alltaf að næturlagi á hæöarbrún-
um og taka börnin sín með??? Dæmi-
gerö setning fyrir þessa afbragðs
heimasiöu hljóöar svona: „Uppá hæö-
inni, umhverfis tiu metra háan viöar-
kross, höföu safnast fyrir 200 einstak-
lingar..." Þaö gleymdist aö bæta við:
„í vel straujuöum náttfötum"...
■ Áhugamenn um klámefnissíöur á
Vefnum sem enn eru fullkomlega órit-
skoöaðar og innihalda efni sem sýnir
sjálfstætt og fullorðið fólk (á prýöis-
góöum launum) elskast á allan hugs-
anlegan hátt geröu réttast I að svala
fysnum sínum í eitt skipti fyrir öll,
smella sér inná http://sexplaza
.com/Main.html — og helst skilja
þar eftir skilaboö meö lofi um þetta
þarfa framtak SexPlaza í baráttunni
gegn ritskoöun á Netinu — ehemm...
■ Þaö er ákaflega vandasamt aö
hanna velheþpnaöa heimasíöu — og
þaö á vitaskuld jafnt viö um einstak-
linga og félagasamtök sem fyrirtæki
og stofnanir. Algengustu mistökin eru
aö setja of mikinn texta eða upplýsing-
ar á siðuna og bæta
síöan gráu ofaná
svart meö því aö
nota trilljón stafa-
geröir (svokallaö
„fontafylleri"), enda-
laust magn af litum
og hafa myndirnar
alltof fínkornóttar og
stórar. Samanlagt
veröur þetta til þess
aö síðurnar eru ár
og daga aö birtast í
heild sinni á tölvu
nethaussins og aö
fletta gegnum þær
veröur hreinasta
kvöl og pína. Há-
marksstærö heimasíöu er heppilegust
I kringum 50-60K og skipulag plús
mínlmaliska hugsun þarsem smátt er
fagurt á aö hafa I hávegum. Flókinn
bakgrunnur er sömuleiöis til trafala og
notist fremur viö JPEG-myndir en GIF-
tegundina. Gleymið síðan ekki aö
hugsa fyrst um nethausana sem flestir
eiga fremur lítilvirkar PC-tölvur meö
14 tommu skjá. Þeir veröa fljótir að
smella sér á braut eftir að hafa ráfað í
sakleysi sinu inná síöurnar ykkar sem
þiö hönnuðuð á risavaxna Macintosh-
tölvu meö geigvænlegu skjáminni og
-upplausn. Aukþess eiga heimasíöur
aö vera stuttar þannig að menn þurfi
ekki aö skrolla endalaust niður þær
einungis vegna þess aö þiö hönnuðuð
þær á 20-24 tommu skjá. Á Vefnum er
aö finna flott fyrirtæki sem nefnist
AMX og hefur þá fúnksjón eina aö
hanna heimasíður. Þaö er ekki úr vegi
fyrir íslenska „heimasíðuhannara",
sem vægast sagt eru skammt á hönn-
unarveg komnir, aö smella sér inná
http://www.amxdigital.com og sjá
hvernig margverðlaunaðir atvinnumenn
fara aö. Nokkur verka AMX eru ótrúleg
mögnuö og þar má nefna bestu heima-
síöur fyrirtækisins Rise! á
http://www.rise.co.uk eöa heima-
síöur Brit-verðlaunanna á http://
www.bpi.co.uk og Champs-Elysées
siöuna á http://www.champs-
elysees.com — og þar hafiði það...
hp@centrum.is
Jón Viðar Jónsson & Leonard Maltin
Tvífarar þessarar viku eru kollegarnir Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýn-
andi og Leonard Maltin kvikmyndagagnrýnandi. Yfirfýlupoki íslensks leik-
húsllfs, Jón Viöar, og hinn glaötyndi Leonard eru hreint út sagt fáránlega lik-
ir aö ytra útliti — sér I lagi miöaö viö ólíkt lundarfar. Kúluleitt andlit þeirra
sem mjókkar niöur í möndluformið gefur þeim yfirbragö „naröa" sem reyna
gjarnan aö líta sem gáfulegast út. Of stór en þó látlaus gleraugun eru svip-
uö og Ijá þeim yfirbragö fisks. Svart eða dökkbrúnt rennislétt háriö er enn-
fremur eins, en meöan Maitin greiöir frá vinstri til hægri greiöir Jón Viðar frá
hægri til vinstri. Jafnvel klæöaburöurinn er hinn sami. Rytjulegt Lenin-skegg
Jóns Viöars er þó ekki eins traust og á félaga Maltin...