Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 12
12 FlMMnJDAGUR JLL APRÍL1996 viðtalið * Árleg alþjóðleg ráðstefna um fíkla og fíkniefnamál, með háttí þrjú hundruð þátttakendum, stendur nú yfir á íslandi. í samtali við Svein Rúnar Hauksson komst Eiríkur Bergmann Einarsson að því að aðgengi fíkla að meðferðarstofnunum á íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Tæpur fimmtungur þjóðarinnar í meðferð Sveinn Rúnar Hauksson: „Ef litið er til nágrannalanda eins og Banda- ríkjanna og Danmerkur er áfengisneyslan minni á íslandi. Og þótt mest- allt áfengismagnið sé innbyrt um helgar með tilheyrandi fylleríi þá er það enginn alkóhólismi í sjálfu sér.“ frá höfuðstöðvunum á Kópaskeri Topp 10 listínn — yfir öll þau __ verkefni sem Ólafur Ragnar Grímsson getur snarað sér í ef hann skyldi nú tapa í forseta- kosningunum fyrir Guðrúnu Péturs- dóttur eða öðrum kandídat hægri- manna. 1. Hann getur haldiö áfram aö undirbúa formennsku sína I sameinuöum flokki jafnaðar- manna og ullaö framan í borgarstjóra. 2. Hannes Hólmsteinn og strák- arnir sakna hans úr Háskól- anum og vilja ekkert fremur en kljást við hann á ný. 3. Alþjóðasamtök þingmanna eru f sárum eftir aö hann hægði á sér í störfum fyrir þau og þarfnast sárlega endurreisnar. 4. Eftir aö hafa slegiö í gegn á nýjan leik getur hann hæg- lega rústað Margréti Frímanns í formanns- kosningum allaballa. 5. Hann getur stofnaö alþjóö- lega friöarstofnun hér á landi og slegið Steingrími Hermanns og Ástþóri í Friöi 2000 við. 6. Eru íslendingar nokkuð búnir aö gefast upp viö aö koma aö sínum kandídat í embætti aðalritara Sameinuöu þjóöanna? 7. Og hvaö má þá segja um há- skólarektorsstöðuna, fer hún ekki aö losna hvað úr hverju — og er hann þá ekki tilvalinn? 8. Ef nægileg bylgja myndast kringum frambjóðandann get- ur hann valið úr öllum feitustu sendiherra- embættunum erlendis. 9. Okkur skilst aö sjálfstæðis- menn standi fast aö baki frambjóðandanum og er ekki tfmi kominn til aö skipta enn um flokk? 10. Ef hann verður ekki „lands- faöir" þá getur hann án efa tekiö viö af Brundtland og oröiö svokallaöur „heimsfaðir". Igær var opnuð alþjóðleg ráðstefna á Islandi um fíkni- efnamál, sem nú er haldin í þriðja sinn. Áður var hún í Ed- inborg 1993 og í London 1994. Og nú á íslandi. Sveini Rúnarí Haukssyni var boðið sem ræðumanni á ráðstefnuna í Ed- inborg og hefur haft frum- kvæði að því að fá hana hingað til lands. Sveinn Rúnar sér um framkvæmd ráðstefnunnar í samvinnu við ráðstefnudeild Úrvals-Útsýnar. Hugmyndin er að hér komi saman fólk úr sem flestum greinum samfélagsins sem berst á einn eða annan hátt við fíkniefnavandamál og ræði saman um leiðir til úr- bóta og fræði hvað annað um hvað sé að gerast á hverjum stað. Hvaða fólk er þetta ann- ars, Sveinn Rúnar? „Það verða á þriðja hundrað þátttakenda á ráðstefnunni í allt. Þar af eru um hundrað og fimmtíu íslenskir þátttakendur og um áttatíu manns sem koma erlendis frá. Þetta er fólk úr ýmsum störfum. í fyrsta lagi fólk sem vinnur við áfengis- og fíkniefnameðferð og forvarnir á meðferðarstofnunum — og eins fólk úr ráðuneytum. Nú þegar hefur boðað komu sína fólk frá Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum, Póllandi, Bretlandi, írlandi, Sádi-Arabíu, Lúxem- borg, Grænlandi og Bandaríkj- unum, svo nokkur dæmi séu tekin. íslenski hópurinn er þó mun breiðari hvað starfsgrein- 'ar varðar. Stór hluti okkar fólks kemur úr heilbrigðisgeir- Arum saman stóð ég í þeirri trú, að einfaldasta leiðin til að kynnast myrkustu innviðum fólks á fljótlegan hátt væri að grípa það glóðvolgt á áfengis- örvuðu trúnaðarstigi. Fyrir skemmstu kynntist ég afturám- óti enn hraðvirkari aðferð, sem felst í því að vinda samræðum með hægð yfir að draumaver- öldinni þarsem ótrúlegustu hlutir koma uppúr kafi meðal- mannsins: undur og stórmerki sem spara langar stundir við sálgreiningu. Til að reyna þessa „innsýnarlist" settist ég niður með fjórum vinum mínum um síðustu helgi og ræddi við þá um drauma sem við skilgreind- um annarsvegar sem „hvers- dagslega" og hinsvegar „furðu- lega“. Vinur númer eitt sagðist dreyma hversdags að vera skotinn til bana af fólki sem honum þætti vænt um og opin- beraði þarmeð ákafa hræðslu sína við höfnun. Þannig hefði ég til dæmis fylgt í kjölfarið á bróður hans eina nóttina og dælt hann fullan af blýi með hríðskotariffli. Vinurinn lýsti nákvæmlega þeirri tilfinningu, að finna byssukúlu smjúga inní sig. Furðulegu draumarnir snerust síðan um kynsvalls- veislur þessa mjög svo kynvísa karlmanns með hommum og fólu í sér athafnir sem við hinir anum, bæði hjúkrunarfræðing- ar og læknar. Samhliða ráð- stefnunni verður haldinn al- þjóðlegur fundur hjúkrunar- kvenna sem starfa á sviði áfengis- og vímuefnameðferðar — það sem nefnt er á engilsax- nesku substance abuse. Einnig verða héðan margir úr félags- málageiranum, löggæslu, kennarar, starfsmannastjórar og fólk úr öllum sviðum mann- legs samfélags þar sem menn eru að kljást við áfengis- og fíkniefnavandann. Heilbrigðis- ráðherra mun opna ráðstefn- una og mun hún einnig taka þátt í henni. Einnig verður landlæknir með ræðu og borg- arstjórinn í Reykjavík verður þarna eitthvað líka — auk margra sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. Ráðstefnan er því algerlega þverfagleg." Hvert er markmiðið með ráðstefnunni — á að sam- rœma einhverja alþjóðlega stefnuskrá og aðgerðir í þessum málum? „Nei. Það er nú ekki hægt að segja það. Tilgangurinn er fyrst og fremst að efla og auka þekkingu á þessu sviði mann- lífsins, sem er að verða mjög áberandi, og veita fólki tæki- færi til að skiptast á skoðunum í vinnuhópum. Meginmarkmið- ið er að auka almenna vitund og skilning á fíkniefnavanda sem meðferðarhæfum sjúk- dómi. Einnig viljum við stuðla að auknum rannsóknum á þessu sviði. Vegna þess hversu stór hópur íslendinga verður á ráðstefnunni geri ég vissum ekki einu sinni að fólk legði stund á. í þessum veislum sagðist vinurinn hafa verið for- færður á hryllilegan hátt og vaknaði ávallt upp með miklum andfælum, sveittur og með seiðingsverk á vandræðalegum stað. Nafnkunnar persónur lík- tog Hómer Simpson, einn af varaforsetum Alþingis og tvö eða þrjú ungskáld voru og tíðir gestir í þessum veislum. Vinur númer tvö játaði uppá sig stöðuga kynlífs- og hlaupa- drauma hversdags. Hann er fyr- ir það fyrsta í sjálfskipuðu kyn- svelti og í öðru lagi langhlaup- ari, þannig að það að geta ekki klárað eitthvert maraþonhlaup- ið vegna þyngsla eða að leggja Pamelu Anderson er fullkom- lega eðlilegt. Það sem olli okkur hinsvegar áhyggjum var að furðulegu draumarnir hjá þess- um yfirmáta hógværa manni snerust allir sem einn um frægð, frama og völd: að halda svo hrikalega þrumuræðu að gjörvöll þjóðin hylli hann; að vera á forsíðum glanstímarit- mér vonir um að vinnuhópur- inn um forvarnir fari fram á ís- lensku þannig að tækifæri gef- ist til að ræða sérstaklega um íslenskan raunveruleika í þess- um málum og finna flöt á stöð- unni hér á Iandi til að stilla kraftana saman og móta jafn- vel einhverja stefnu." Hvernig kom það til að ráðstefnan er nú haldin á ís- landi? „Mér var boðið á sínum tíma til ráðstefnunnar í Edinborg sem ræðumanni og fór þá strax að reka áróður fyrir því að samskonar ráðstefna yrði haldin á íslandi, en áform eru um það að gera úr þessu ár- lega ráðstefnu. Ég benti þeim á að við íslendingar værum komnir mjög framarlega í að taka á áfengisvandamálum fólks og hvergi er betra að- gengi í heiminum að aðstoð fyrir fíkla. Þeir útlendingar sem hafa skoðað meðferðar- stofnanir hér hafa flestir kom- ist á þá skoðun. Og hvergi í heiminum hefur jafn stór hluti þjóðarinnar farið í gegnum vímuefnameðferð en á íslandi — um sautján prósent." Er það ekki bara vegna þess að fleiri íslendingar eiga við vímuefnavandamál að stríða en aðrar þjóðir — til dœmis vegna villimanns- legra drykkjusiða sem lýsa sér best í miðbœ Reykjavíkur á föstudags- og laugardags- kvöldum? „Þetta er greinilega spurning sem brennur á vörum margra. En ef litið er til nágrannalanda anna — og HP (sem var víst fremur martröð en draumur); að slá í gegn og öðlast tak- markalaus völd yfir skrílnum. Þessi vinur okkar hefur aldrei sýnt metnaðartilburði allt sitt líf. Aldrei. Og svo dreymir hann að hætti Mússólíní og Genghis Kahn á nóttunni. Vinur númer þrjú kom lítt á óvart með hversdagslegum draumum sínum á borð við þá skelfingu að verða bensínlaus, geta ekki gert ákveðnar æfingar í þolfimi, ná ekki prófi, mæta of seint í vinnuna og þar fram eftir götunum. Furðulegu draumarn- ir gengu hinsvegar útá að týna sér gjörsamlega í villtum draumum í vöku, svokölluðum eins og Bandaríkjanna og Dan- merkur er áfengisneyslan minni á íslandi. Og þótt mest- allt áfengismagnið sé innbyrt um helgar með tilheyrandi fyll- eríi þá er það enginn alkóhól- ismi í sjálfu sér. Það er ekkert samasemmerki milli þess að detta í það um helgar og alkó- hólisma. En drykkjumynstrið er eitt af þeim málefnum sem við munum ræða á ráðstefn- unni og þetta er í raun mjög spennandi spurning.“ dagdraumum. Um daginn var hann þannig staddur á nektar- strönd með öllum þingkonun- um (Bryndísi Hlöðvers, Siv Friðleifs, Jóhönnu Sig og Láru Margréti meðal annarra) og var á sama tíma þátttakandi í ráð- stefnu um háalvarleg málefni er lítið sem ekkert tengjast stjórn- málum. Fyrir mánuði tók hann sig síðan til í fjölskylduveislu og játaði fyrir sínu fólki: Mig var að dreyma ykkur rétt í þessu og við vorum öll ófrísk — líka karl- arnir. Og uppskar undrunartil- Iit og fyrirlitningu það sem eftir var helgarinnar. Hann getur semsagt lokað augunum og gert hvað sem er í huganum á eins áþreifanlegan hátt og hann Það hlýtur þó að skipta máli hvernig fólk lœrir að umgangast og drekka áfengi — nokkuð sem Islendingar hafa aldrei lœrt... Ekki er þetta bara hreint náttúruval sem ákvarðar hverjir verða alkóhólistar eða hvað? „Þetta hlýtur alltaf að vera samspil milli þessara þátta — erfðaþátta og umhverfis. En tvíburarannsóknir hafa sýnt að erfðaþátturinn er mjög sterkur." væri að framkvæma það í veru- leikanum. Um daginn gerði hann meira að segja tilraun til að dreyma draum, en mistókst víst naumlega. Ég sjálfur get ekki — almenns velsæmis vegna — rifjað upp aðra drauma mína sem við ræddum en martröðina sem ég fékk uppá hverja einustu nótt í æsku. Ég var staddur á grænu engi og yfir hvolfdist skærblár himinninn. Svo langt sem aug- að eygði voru marglitir girðing- arstaurar; naumlega tilgangs- litlir — fyrir utan fegurðargildið — þarsem engin var girðingin. Svona stóð ég til að byrja með og horfði stundarkorn yfir mig andaktarhrifinn á einfeldnings- lega fegurðina. Skyndilega birt- ist útvið sjóndeildarhringinn vélarferlíki eitt mikið og ógnar- legt; svart á lit. Ferlíkið líktist einna helst kornþreskivél og tætti í sig hvern staurinn á fæt- ur öðrum og færðist nær og nær. Þartil komið var að mér, sem virtist einn hlekkurinn í þessari skrýtnu girðingar- stauraröð. Ég var — mér til mikillar hrellingar — miskunn- arlaust tættur upp með hinum og eftir það varð allt svart. Endalaus nótt. Og ég vaknaði upp með pinnstífa vöðva eftir mótstöðuna við kornþreski- spaðana og ískaldur að innan. Enda steindauður... Meðalmannsins myrkur... „Ferlíkið líktist einna helst kornþreskivél og tætti í sig hvern staurinn á fætur öðrum og færðist nær og nær ... Ég var — mér til mikillar hrellingar — miskunnarlaust tættur upp með hinum og eftir það varð allt svart. Endalaus nótt.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.