Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 25
F1MMTUDAGUR ±L APRIL1996
Baráttumaöurinn Þorsteinn Freyr Viggósson hefur
náð langtí skemmtanabransanum í Danmörku.
Á tímabili átti hann eitt vinsælasta diskótek
Kaupmannahafnar, en svo lá leiðin niður á við. Hann
lagði þó ekki árar í bát, enda þekktur fyrir að gefast
aldrei upp. í dag á Þorsteinn ellefu veitingastaði í
Kaupmannahöfn og nágrenni. Guðbjartur Finnbjörnsson
var fyrir stuttu í Kaupmannahöfn og hitti manninn að máli.
Britanniu-skemmtistaður-
inn í miðborg Kaup-
mannahafnar er trúlega
einn sá vinsælasti þar í borg
og hefur margur íslendingur-
inn á ferð sinni um borgina trú-
lega fengið sér eina ölkollu á
þeim mæta stað. Þorsteinn
Freyr Viggósson, eigandi Brit-
annia, hefur lengi verið viðrið-
inn skemmtanabransann.
Fyrst á íslandi og síðan í Dan-
mörku, þar sem hann hefur bú-
ið síðastliðin þrjátíu og fjögur
ár. Það má með sanni segja að
engin lognmolla fylgi Þor-
steini, sem nú er 58 ára. Að-
eins tuttugu og tveggja ára
gamall eignaðist hann sinn
fyrsta skemmtistað, Langabar,
sem staðsettur var í Aðal-
stræti. Þetta var fyrir þrjátíu
og sex árum og margt vatnið
runnið til sjávar síðan. Hann
flutti fljótlega til Kaupmanna-
hafnar, kvæntist danskri konu
og ætluðu þau saman til
Kenýa, þar sem Þorsteini stóð
til boða að vinna sem kokkur.
Konan veiktist hins vegar, Þor-
steinn ílengdist í Kaupmanna-
höfn og er þar enn. Árið 1966
opnaði hann eitt af fyrstu disk-
ótekum Evrópu. Þar með varð
ekki aftur snúið og hann hefur
lifað og hrærst góðu lífi innan
um hávaðarokktónlist og
áfengi síðan. Merkilegt fyrir
mann sem aldrei hefur bragð-
að áfengi eða reykt.
The Rolling Stones
komust ekki inn
Á árunum 1970 til 1979 átti
Þorsteinn vinsælasta og þekkt-
asta diskótek Danmerkur og
þótt víðar væri leitað;
skemmtistaðinn Bonaparte.
Frægt er þegar meðlimum
hljómsveitarinnar The Rolling
Stones var neitað um inn-
göngu á staðinn.
„Vinur minn, sem sá um
hljómleika Stones í Kaup-
mannahöfn, hafði gleymt að
segja mér að þeir kæmu á
Bonaparte þetta tiltekna
kvöld,“ segir Þorsteinn. „Dyra-
vörðunum leist víst ekkert á
klæðnað þeirra og meinuðu
Stones-mönnum því inngöngu.
Þegar Mick Jagger sagði þeim
hver hann væri sagði einn
dyravörðurinn víst: „Mér er
skítsama. Mér líkar ekki einu
sinni tónlistin ykkar og þið
Þorsteinn fyrir framan Britanniu, flaggsip skemmtistaðaflota hans:
„íslendingar hafa ávallt verið velkomnir í vinnu hjá mér og hafa þeir
gegnumsneitt verið góðir vinnukraftar. Það hefur því miður verið að
breytast til hins verra síðustu ár. Fyrir tíu til fimmtán árum var hægt
að segja að af hverjum tíu íslendingum væri aðeins einn lélegur starfs-
kraftur. Nú virðast níu af hverjum tíu lélegir starfskraftar."
komist ekki inn.“ Þegar ég
frétti af þessu var of seint
að redda málunum. Ég not-
aði tækifærið og lét
blaðamann vita. Fréttin
um þennan atburð birtist
svo um heim allan: The
Rolling Stones meinaður
aðgangur að skemmti-
stað vegna klæðaburð-
ar. Þetta var ein besta
auglýsing sem hægt var
að hugsa sér.
En fleiri frægir komust
ekki inn á Bonaparte. Elton
John þurfti til að mynda að
bíta í það súra epli að fá
ekki að komast inn, ekki
vegna furðulegra gleraugna
eða furðufata, heldur ein-
faldlega vegna þess að stað-
urinn var troðfullur af fólki.“
„Dey um leið og ég
hætti að berjas?
Sveiflurnar í skemmt-
anabransanum geta
verið óútreiknan-
legar, eins og
margur ís-
lenskur jöfur-
inn hefur I
rekið sig á !
með fyrirsjá- I
anlegum af-
leiðingum. !
Einn daginn I
gengur allt í I
haginn og
lífið ekkert
nema dans á
seðlum. Svo
Æm
v
v' •#' ........ M
| ■ |ÍÉ
— eins og
gerðist hjá
Þorsteini árið 1979 — getur
allt snúist við og ekkert nema
skuldir á bakinu, gjaldþrot.
„Baráttumenn eins og ég lenda
alltaf í því að verða hálshöggn-
ir annað slagið. Maður tapar
einn daginn og græðir hinn,“
segir Þorsteinn.
„Lögfræðingar fóru illa með
mig þegar ég seldi Bonaparte
og aðra staði sem ég átti árið
1979. Ég var á leið til Mónakó,
þar sem ætlunin var að opna
næturklúbb. Allt var tilbúið og
ég var á leiðinni suður. Þá ger-
ist það að sá sem var með mér
í þessu, ítalskur milljónamær-
ingur, var skotinn til bana á
götum Mílanó af afbrýðisöm-
um eiginmanni. Ég stóð eftir
slyppur og snauður og þurfti
að byrja upp á nýtt. Ég hef allt-
af haft það að mottói að gefast
aldrei upp. Bara bretta upp
ermarnar og vinna sig upp aft-
ur og það var einmitt það sem
ég gerði. Ég lít á baráttu sem
hluta af hinu daglega lífi. Ef ég
hef ekki eitthvað að slást við
þá dey ég trúlega og ég mun
berjast þangað til ég er dauð-
ur.
Ég heyrði eitt sinn góða sögu
Þorsteinn Viggósson: „Vinur minn, sem sá um hljómleika Stones í Kaupmannahöfn, hafði gleymt að segja mér að þeir kæmu á Bona-
parte þetta tiltekna kvöld. Dyravörðunum leist víst ekkert á klæðnað þeirra og meinuðu Stones-mönnum því inngöngu. Þegar Mick
Jagger sagði þeim hver hann væri sagði einn dyravörðurinn víst: Mér er skítsama. Mér líkar ekki einu sinni tónlistin ykkar og þið
komist ekki inn.“
um mann á elliheimili sem
sagði við konu sína að hann
þyrfti að útvega sér smokk.
Hún varð hvumsa við og sagði
við kallinn að engin ástæða
væri til að nota smokk því eng-
in hætta væri á að hún eignað-
ist börn. Kallinn svaraði þá að
bragði; „Það er ekki það. Mig
langar bara að sjá hvað kemur
mikið út.“ Þessi kall var ekki
dauður úr öllum æðum og
hafði gaman af lífinu,“ segir
Þorsteinn og hlær.
Á ellefu veitingastaði
í Danmörku
í dag á Þorsteinn ellefu staði
víðs vegar um Kaupmanna-
höfn og nágrenni en rekur ein-
ungis þrjá þeirra: Britanniu, LA
Café og Lennon, en sá síðast-
nefndi er staðsettur í Lyngby.
Þorsteinn segir lífsbaráttu sína
ekkert minni nú en þegar hann
átti ekkert.
„Skemmtanabransinn er
eins alls staðar í heiminum,
harður og mikil samkeppni
ríkjandi. Ef maður gleymir sér
eitt augnablik, verður kæru-
laus og slakar á er maður fljót-
lega kominn í djúpan skít.
Maður þarf alltaf að vera á
varðbergi fyrir öllum nýjunjg-
um og sjá út hvað fólkið vill. Eg
held að við höfum staðið okk-
ur ágætlega, eins og sést á því
hversu vinsælir skemmtistað-
irnir mínir eru. Ég myndi kalla
mig vinnualka og vinnan er
mér meira en bara vinna. Hún
er áhugamál mitt.“
Meiríhluti íslendinga
lélegir starfskraftar
„Mig langar mikið að opna ís-
lenskan veitingastað í Kaup-
mannahöfn og er alvarlega að
hugsa um að gera það,“ segir
Þorsteinn. „Stað með sérís-
lenskum einkennum. Til að
mynda selja þar íslenskan mat,
sem er sá hreinasti í heimin-
um. Eins eiga íslendingar
marga mjög góða kokka sem
ég væri til í að fá í vinnu. Fá
svo íslenska listamenn til að
troða upp. Ég er viss um að
svona staður gæti vel gengið
hérna. Bæði fyrir landa mína
sem búa hér eða eru í heim-
sókn en eins fyrir Baunana.
Þeir hefðu trúlega gaman af
séríslenskum stað.
íslendingar hafa ávallt verið
velkomnir í vinnu hjá mér og
hafa þeir gegnumsneitt verið
góðir vinnukraftar. Það hefur
því miður verið að breytast
til hins verra síðustu ár. Fyrir
tíu til fimmtán árum var hæjjt
að segja að af hverjum tíu ls-
lendingum væri aðeins einn lé-
legur starfskraftur. Nú virðast
níu af hverjum tíu lélegir
starfskraftar. Að minnsta kosti
þeir sem leita til mín vegna
vinnu. Ungir íslendingar í dag
virðast ekki hafa sömu seiglu
og hörku og þekktist meðal ís-
lendinga áður fyrr. Þetta er hin
svokallaða pítsukynslóð. Virð-
ist fá allt upp í hendumar og
þekkir ekki það að þurfa
að berjast fyrir sínu. Kynslóð
sem varla hefur migið í saltan
sjó.
Ég á góða kunningja á ís-
landi, en það gerist æ sjaldnar
að ég kíki heim. Ég þarf að fara
oftar. En það er alveg sama
hversu mörg ár maður dvelur
erlendis; maður verður alltaf
íslendingur. Hold mitt er ef til
vill danskt, eftir að hafa borð-
að hér allan þennan tíma, en
sálin verður alltaf íslensk,-
segir Þorsteinn að lokum