Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 32
RETTiNGflR AUÐUNS Nýbýlavegi 10 200 Kópavogi Sími 554 2510 HELGARPOSTURINN Þaö virðist vera hægt aö hafa góö laun í fangelsum landsins. Aö minnsta kosti ef litið er á dóm Hæstaréttar yfir Þorláki Einarssyni í Áburöarverksmiöjumálinu sem rakinn er \HP\ dag. Þorlákur var dæmdur í skilorösbundiö fangelsi í þrjá mánuöi og til aö greiöa einnar milljónar króna sekt í ríkissjóö.en sæti ella þriggja mánaöa fangelsi". Þaö þarf engan talnaspeking til aö reikna þaö út, aö ef Þorlákur kýs að sitja af sér sektina hefur hann liölega 330 þúsund krónurí „laun" á mánuöi I vellystingum á Kvíabryggju í fríu fæöi og húsnæöi... Utvegsmenn trylltust þegar Landssamband smá- bátaeigenda náði samkomulagi viö Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra um hlut trillukarla í aukinni þorskveiöi. Krístján Ragnarsson, formaður LÍÚ, hótaöi því aö útvegsmenn hættu aö styöja kvótakerfiö og var þá mörgum skemmt. Mikið hefur verið fjallaö um þetta mál I fjölmiölum, en at- hygli hefur vakiö aö þeir Kristján og Arthur Boga- son, formaður Landssambands smábátaeigenda, hafa ekki mæst í Ijósvakamiðlunum. Ástæöan er ekki sú aö útvarp og sjónvarp hafi ekki viljaö fá þá félaga í kappræður, þvl eftir því hefur veriö leitaö. Hins vegar strandar á því aö Kristján Ragnarsson neitar alfariö aö mæta til rökræöna viö Arthur Bogason. Stöö 2 mun slöar I þessum mánuöi hefja sýningar á bandaríska framhalds.myndaflokknum Murder One sem sagöur er mjög vel gerður og spennandi. I Sjónvarpsvísi Stöövarinnar er þátturinn kynntur á ein- um staö undir fýrirsögninni: Morðsaga á Stöð 2 - Eitthvað fyrir bömin. Hver segir svo aö Stöö 2 bjóöi ekki upp á spennandi efni fyrir blessuö börnin... HP hefur heimildir fyrir því aö þessa dagana sé veriö aö ganga frá sölu á skemmtistaðnum Tunglinu, sem gengiö hefur upp og niöur eins og rússíbani aö vinsældum á undanförnum árum. Þaö er fyrrverandi eigandi Rósenbergkjallarans, Sverrir nokkur, sem einn síns liös hyggst eignast skemmtistaöinn. Hermt er aö hann ætli að loka staðnum um sinn og endurnýja frá grunni. Sverr- ir rak sem kunnugt er Rósenbergkjallarann á gullaldartlma hans... Kennahreyfing Sjálfstæðisflokksins, Sjálfstæöar onur, stendur næstu daga fyrir sýningu I Kringl- unni undir heitinu Þérstanda allar dyr opnar. Til- gangur sýningarinnar er að minna á aö konum eru allir vegir færir. Þaö ætla þær aö gera á myndrænan hátt þar sem einstaklingsframtakið, aö hætti sjálf- stæðismanna, veröur í fyrirrúmi. Einnig ætla þær aö nota tækifær- iö og Ijóstra því upp hvaö þaö eina er sem raunverulega getur staöiö I vegi fyrir konum, hafi þær sett sér ákveðiö takmark... Rannsóknarlögregla ríkisins er enn aö rannsaka svokölluö biskupsmál og virðist verkiö ætla aö taka lengri tíma en upphaflega var áætlað. Biskup er kominn aftur til landsins eftir að hafa veriö landflótta I Hollandi frá þvl fyrir páska. Af og til er veriö aö fjalla um biskupsmál I fjölmiðlum og viö getum ekki stillt okkur um aö taka upp eftirfarandi klausu úr grein sem birtist I blaðinu Bœjarins besta á ísafiröi: „Margar yfirlýsingar biskups hafa veriö óheppilegar, en ef ekki væri betur vitaö mætti ætla aö biskup heföi oröiö fyrir þungu áfalli vegna allra þessara mála. Einmitt þess vegna ætti aö hlífa manninum, sem gegnir embætti biskups, meöan bæði hann og aðrir reyna að ná áttum." Skilji nú hver eins og hann hefur vit til... Fögurðarsamkeppni Reykjavíkur veröur haldin á Hótel íslandi á föstudagskvöld. Fimmtán glæsilegar stúlkur taka þátt I keppn- inni aö þessu sinni. Aö venju verður valin feguröardrottning Reykja- víkur 1996, Ijósmyndafyrirsæta Reykjavlkur og vinsælasta stúlkan, sem kosin er af keppendunum sjálfum. Feguröardrottning Reykja- vikur vinnur sér rétt til þátt- töku I Feguröarsamkeppni íslands, sem haldin veröur 24. maí næstkomandi, auk margra annarra glæsi- legra verölauna. Kvöldiö hefst meö því að tekið er á móti gestum meö fordrykk og síðan er snæddur þriréttaö- ur glæsilegur kvöldveröur, meöan stúlkurnar koma fram I sundbolum og I kjólum, auk þess sem þær sýna tísku- föt. Áætlaö er aö krýningin sjálf veröi á miönætti. Að henni lokinni mun hljómsveitin Twist og Bast spila fyrir gesti... Vönduð vinna unnin aðeins affagmönnum Þjónustuaðili fyrir <&) TOYOTÁ, Seljum sikksns hágœða lökk og undirefni. Einnig SAGOLAsprautukönnur á mjög hagstœðu verði. Setjum alla liti á spraybrúsa. IHARLEY-DAVIDSONI Ætlar þú að gleðja einhvern á næstunni? HARLEY DAVIDSON sjátfblekungar og kúlublekpennar í 10 litum á verði frá 2.600 til 3.300 kr. •. jáT- Hallarmúla 2 CMI Kringlunni 10 ÍlÍÍllÍÍÍÍɧ SKÁKHÚSIG J& LA-UGAVEGI V I Ð H L E M M I bláa húsinu Bor Skrifstofur og afgreiösla (opið 10-12 og 13-16): 552-2211 Ritsljóm: 552-4666 • Fréttaskotið: 552-1900 • Símbréf: 552-2311 • Auglýsingan 552-4888

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.