Helgarpósturinn - 14.11.1996, Side 9

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Side 9
FIMMTUDAGUR14. NÓVHMBER1996 9 \-- Konur eru betri Konur sækja stíft í hinum staðlaða karlaheimi for- stjóranna og virðast ætla að taka hann með trompi. Árangurinn lætur ekki á sér standa, eins og kannanir hafa leitt í Ijós. í franskri könnun kom fram að fyrirtæki sem stjórnað er af konum skila tvöfalt meiri hagnaði en þau sem rekin eru af körlum og niðurstaða bandarískrar könnunar var að fyrirmyndarforstjórinn væri kvenkyns. Franska könnunin var gerð meðal 22 þúsund fyrir- tækja og niðurstaðan varð sú að þegar stjórnun væri annars vegar næðu konur miklu betri árangri. Þau fyrirtæki sem rek- in voru af konum skiluðu tvö- falt meiri hagnaði og uxu tvö- falt hraðar en hin sem höfðu karl í brúnni. Á Bretlandi stjórna hátt í 800 þúsund konur sínu eigin fyrir- tæki og þriðjungur þeirra sem stofnuðu eigin fyrirtæki á sl. ári var konur. Breskir banka- stjórar tala um konur sem við- skiptajöfra tíunda áratugarins. „Þær bæði sjá og spá fyrir um eyður á markaðnum,“ segja þeir, „og eru undir það búnar að leita uppi tækifærin sem skapast hafa með breyttu vinnuumhverfi." Þótt aðgangur kvenna að stjórnum fyrirtækja hafi ekki enn opnast alveg eru dyrnar vissulega í hálfa gátt. Þekkt bresk fyrirtæki þar sem konur eru í stöðu framkvæmdastjóra eða fjármálastjóra, eða jafnvel forstjóra, eru meðal annarra Marks & Spencer, Rolls Royce, Laura Ashley, Sainsbury og Pe; arson-útgáfufyrirtækið. í Bandaríkjunum er sömu sögu að segja. Frá 1987 hefur fyrir- tækjum í eigu kvenna fjölgað um 78% eða í 8 milljónir! ímynd forstjórans Alþjóðleg könnun Gallup tók meðal annars til þess hvort fólk vildi fremur fá karl eða konu sem yfirmann sinn. Nið- urstöðurnar benda til þess að enn vilji flestir fá karl sem yfir- mann. Það er þó breytilegt milli landa. Svarendur virtust þó nokkuð sammála um að kvenyfirmenn væru tilfinninga- ríkari, ræddu málin frekar, þær væru hlýlegri og þolinmóðari en karlar. Karlarnir væru hug- rakkari, frekari, — og vinsælli. ímynd dugmikils forstjóra er ennþá karimaður. Þegar Is- lendingar urðu fyrir svörum sögðu flestir að kynið skipti ekki máli, en þó sögðust mun fleiri konur vilja karl sem yfir- mann en karlar. Körlum virðist láta betur að stjórna konum og konum að stjórna körlum. (Eða eigum við að segja: Konum gengur betur að hlýða körlum og körlum að hlýða konum?) Konum finnst oft eins og þær séu settar út í horn þegar þær þurfa sem mest á stuðningi að halda frá kynsystrum sínum. Breski sálfræðingurinn Be- verly Stone segir að konur hafi tilhneigingu til að hugsa sem svo að fyrst þær þurftu að þjást á leiðinni á toppinn þá ættu aðrar konur í starfsliðinu að gera það líka. „Karlar eru kannski yfirlætisfullir og drottnunargjarnir en þó eru þeir líklegri til að hleypa konu fyrr heim úr vinnunni vegna barnanna," segir hún. „Viðhorf kvenforstjórans gæti hins veg- ir verið að þar sem hún sjálf ætti lfka börn en kæmist þó af væri engin þörf á að gefa eftir. í stað þess að segja: „Ég þurfti að berjast og skil hvaða vanda þú ert í,“ segir hún: „Ég þurfti að berjast svo ég skal sjá til þess að þú gerir það líka.“„ Er konum eðlislægara að taka ábyrgð? Starfsmenn sem bæði hafa haft konu og karl sem yfir- mann segja að konur séu ekki eins pólitískar sem stjórnend- ur og þær eigi auðveldara með að fá fólk til að vinna saman. Þær geri miklar kröfur og setji markið hátt, hafi næmt auga fyrir smáatriðum og séu mjög praktískar í hugsun. Einn starfsmaður fullyrti að ástæð- an fyrir velgengni kvennanna væri sú að þær gætu hugsað um marga hluti samtímis með- an karlar gætu aðeins hugsað um eitt atriði í einu. Annar sagði: „Ég held að konur séu skipulagðari og nái meiri árangri af því að þær eru mæð- ur. Mæður þurfa að vera for- sjálar og skipuleggja daginn. Það að bera ábyrgð er konum einfaldiega eðlislægt." Konur sem komist hafa í stjórnunarembætti hafa þurft að beita ýmsum karlabrögðum og þær hafa þurft að sýna svo mikla ákveðni til að ná árangri að það laðar fram allt hið besta hjá starfsmönnunum. Karlar hafa tilhneigingu til að vera frekir án þess að á það sé minnst en konur eru gjarna kallaðar frekar þegar þær eru einfaldlega ákveðnar. Þær þurfa að einblína á framann, fórna fjölskyldu sinni og sleppa því til dæmis í mörgum tilfellum að fara í fæðingaror- lof. „Maður þarf að vera töff til að komast á toppinn. — Það er leyndarmálið á bak við vel- gengnina." Hollywood-útgáfan Laurel Ayres er eitursnjall sölumaður á Wall Street en geldur fyrir kyn sitt og litar- hátt. Hún skáldar upp sögu um ráðsettan hvítan karlmann sem hún segir vera yfirmann sinn sem er nauðsynlegt til að viðskiptavinirnir taki hana trú- anlega. Að endingu verður hún að dulbúa sig og þykjast vera þessi ímyndaði karl til að dæmið gangi upp. Eitthvað á þessa leið lítur Draumasmiðjan á stöðu kvenna í nýjustu gamanmynd bandarísku leikkonunnar Whoopi Goldberg, The Associ- ate. Whoopi kórónar kallagerv- ið með því að koma sér upp stórri skrifstofu með leðurstól- um, hreindýrahöfði á veggnum og gildum vindlum I ösku- bakka. En er það svo að konur þurfi að varpa frá sér öllum kvenleg- um eiginleikum til að komast áfram? Lengi vel dugði ekkert annað, en það er sem betur fer á undanhaldi. Nútímafyrirtæki Karlar og konur stjóma á ólíkan hátt Kristín Ragna Gunnars- dóttir rekur auglýsinga- stofuna XYZ ásamt eigin- manni sínum, Gunnari Smára- syni. Fyrirtækið er aðeins árs- gamalt en þó farið að spjara sig vel með fimm starfsmenn. Kristín segir að þau hjónin stjórni á mjög ólíkan hátt, þó sennilega fyrst og fremst vegna þess að hann sé lærður viðskiptafræðingur en hún grafískur hönnuður. „Hann beitir því sem hann hefur lært en þar sem ég hef ekki lært stjórnun notast ég við eigin reynslu af mannlegu lífi. Þetta eru bara tveir ólíkir stílar en hvort þetta á við um kynin al- mennt vil ég ekki fullyrða," segir hún. Kristín og Gunnar eru barn- laus svo enginn ágreiningur kemur upp um hvort þeirra eigi að vinna yfirvinnu. Þau gera það einfaldlega bæði, enda mikið verk að byggja upp fyrirtæki. leita að öðrum eiginleikum en felast í leikmunum á borð við hálsbindi og vindla. Nútímafyrirtæki vilja konur Fjölmargar kannanir hafa staðfest að konur sækja af krafti í viðskiptalífinu. Roy Adler, prófessor við Pepperd- ine- háskólann nærri Los Ánge- les, kannaði meira en 200 fyrir- tæki og komst að því að konur með MBA-prófgráðu, eða fram- haldsgráðu í viðskiptum, væru tvisvar til þrisvar sinnum lík- legri til að komast á toppinn en karlar með sömu gráðu. Fram- tíðarstofnunin í Washington gerði könnun meðal 6.000 stjórnenda í stórfyrirtækjum á borð við Nike, Gillette og Mo- torola í því skyni að finna hvað einkenndi fyrirmyndarstjórn- anda ofanverðrar tuttugustu aldarinnar. Því var fljótsvarað. Fyrirmyndarstjórnandinn var kona. Þessi könnun tók til meira en þrjátíu atriða sem hæfa áttu nútímaforstjóra, at- riða á borð við orðheldni, hug- myndaauðgi, auga fyrir nýj- ungum og hæfni til að viðhalda framleiðni. Kvenforstjórar þóttu taka karlforstjórunum fram í um 90% tilvika. Ken Feltman, stjórnarfor- maður framtíðarstofnunarinn- ar, segir að það séu konur sem skapi störfin í Bandaríkjunum, en fáar þeirra hafa komist á toppinn í stærstu fyrirtækja- samsteypunum. Anne Fudge er þó ein þeirra, 45 ára gömul og forstjóri Maxwell House- kaffifyrirtækisins sem veltir 1,4 milljörðum dollara á ári. Jill Barad stýrir Mattel- leikfanga- fyrirtækinu og Brenda Bames heldur um stjórnvölinn hjá Norður-Ameríkudeild Pepsi Cola. Um leið og konur hafa verið að hreiðra um sig í forstjóra- stólunum hafa þær skákað öðru eðalveldi amerískra BFv Jafnt hlutfall karl- og kvenstjómenda Karitas Gunnarsdóttir er deildarstjóri í lista- og safnadeild menntamálaráðu- neytisins. Karitas hefur bæði haft konu og karl yfir sér sem ráðuneytisstjóra og viður- kennir fúslega að það sé mun- ur á vinnubrögðum og stjórn- unarstíl kynjanna, þótt bæði hafi haft ágæta stjórnsýsiuyf- irsýn. Hins vegar segir hún að lítið beri á þessum mun dags dagiega, því hlutfall kven- og karlstjórnenda sé nokkuð jafnt í ráðuneytinu, þótt konur séu kannski ívið fleiri. „Ráðu- neytisstjórinn er kona,“ segir Karitas, „aðstoðarmaður ráð- herra er kona og af sex skrif- stofustjórum eru þrjár konur. Þetta fólk hefur samráð um flesta hluti og deilir með sér ábyrgðinni." Konurnar í ábyrgðarstöðun- um eru vel menntaðir einstak- lingar að sögn Karitasar og all- ar með börn nema ein. Karitas er sjálf með barn en segist eiga skilningsríka fjölskyldu, bæði eiginmann og foreldra, sem bjargi málunum þegar hún þurfi að vinna frameftir eða fara í ferðir á vegum ráðu- neytisins. karla. Á lista Forbes yfir 400 ríkustu einstaklingana í Banda- ríkjunum er loks farið að glitta í kvenmenn. Að frátöldum erfðaprinsessum á borð við ekkju McDonald’s-auðkýfings- ins er þar að finna konur sem skapað hafa sér sína milljarða sjálfar. Pamela Lopker er rík- ust þeirra, ameríski draumur- inn holdi klæddur. Pamela stofnaði sitt eigið tölvufyrir- tæki, QAD, þegar hún lauk há- skólanámi í lok 8. áratugarins og á nú eignir upp á 425 millj- ónir dala. Frægust kvennanna á auðkýfingalistanum er þó Oprah Winfrey, en eignir hennar eru metnar á 415 millj- ónir dala eða um 30 milljarða íslenskra króna. Yngri konur, eldri karlar En það er ýmislegt sem greinir að kven- og karlstjórn- endur. Kvenstjórnendur í Bandaríkjunum eru að meðal- tali 44 ára en karlkollegar þeirra 56 ára. Það er spurning hvort konur séu fljótari að sanna sig en karlar eða hvort aldursmunurinn stafi einfald- lega af því að mjög skammt er síðan konur fóru að fá tækifæri til að komast í ábyrgðarstöður. Konur sem nú eru komnar yfir miðjan aldur hafa eflaust aldr- ei átt möguleika á að helga sig starfi utan heimilisins. Konur eru nýfarnar að láta að sér kveða á sviði fyrirtækjarekstr- ar og frumkvöðulsstarfið borg- ar sig. Laun bandarískra kvenna I stjórnunarstöðum hafa hækkað um rúmlega 18% á sl. þremur árum meðan laun karla í svipuðum stöðum hafa verið nær óbreytt. Konur hafa helst sótt í sig veðrið í fyrirtækjum á sviði tækni- og tölvubúnaðar, af- þreyingar og heilsuverndar og einmitt á þessum sviðum er vöxtur fyrirtækja hvað örast- ur. Konur hafa hins vegar lítið sótt í stjórnunarstörf í stáliðn- aði og olíuvinnslu svo dæmi séu tekin. Hér hlýtur ísland að skáka sjálfri Ameríkunni með konu sem tilvonandi forstjóra stærstu jarðefnaverksmiðju landsins. Þessi orð um aukin völd og áhrif kvenna þýða samt ekki að konur sem kvarta yfir því að kynferðið hamli þeim í við- skiptalífinu hafi rangt fyrir sér. í könnun Gallups á Islandi kom meðal annars fram að nær allir sem spurðir voru, eða 98%, töldu að karlar og konur ættu að hafa sömu atvinnutækifæri en 77% töldu að þau hefðu það ekki. Yfir 70% karla og yfir 80% kvenna efuðust um að konur hefðu sömu atvinnutækifæri og karlar. Tækifærin munu væntanlega jafnast þegar fólk fer að átta sig á því að til þess að ná árangri í fyrirtækjarekstri gæti verið nauðsynlegt að fá konu völdin. ímyndin um miðaldra karlforstjórann með vindilinn mun hverfa. Byggt að mestu á greininni „Do women make better bosses?" í The Sunday Telegraph, 3. nóv. sl.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.