Helgarpósturinn - 14.11.1996, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1996
HELGARPÓSTURINN
Útgefandi: Lesmál ehf.
Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson
Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Enginn
sár, nema
flokkurinn allur
Sighvatur Björgvinsson, nýr formaður Alþýðuflokksins, er
eldri en tvævetur í pólitík. Eftir að hafa sigrað Guðmund
Árna Stefánsson með 19 atkvæða mun á landsþingi flokksins,
en vera samt í kjöri með blessun og stuðningi óskoraðs for-
ingja Alþýðuflokksins í meira en áratug, Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, lagði Sighvatur þá línu að enginn kæmi sár frá
landsþinginu. Á máli atvinnumanna í auglýsingum og al-
mannatengslum heitir þetta að setja „réttan vinkil“ á atburð-
inn.
Guðmundur Árni Stefánsson var kandídat þeirra alþýðu-
flokksmanna sem sannfærðastir eru um að eina færa leið
flokksins úr ógöngunum sem hann hefur ratað í sé samstarf
við aðra vinstrimenn, sérstaklega Alþýðubandalagið. Sighvat-
ur er fulltrúi forystunnar sem ber ábyrgð á einkar illa ígrund-
aðri pólitík síðustu ára.
Alþýðuflokkurinn sveigði til hægri í upphafi áratugarins
þegar sá fyrir endann á hægrisveiflunni á Vesturlöndum.
Breyttar áherslur gerðu raunar strax vart við sig 1987 þegar
flokkurinn myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn-
arflokki. Stjórn Þorsteins Pálssonar var skammiíf og ári síðar
tók Alþýðuflokkurinn höndum saman við Framsóknarflokk og
Alþýðubandalag og myndaði ríkisstjórn undir forsæti Stein-
gríms Hermannssonar. Vinstri stjórnin gat státað af merkileg-
um árangri í efnahagsmálum þegar gengið var til kosninga
vorið 1991. Stjórnin hélt meirihluta, naumum þó, og bæði Al-
þýðubandalag og Framsóknarflokkur lýstu yfir vilja til áfram-
haldandi samstarfs. Alþýðuflokkurinn kaus að fara í helminga-
skiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Sighvatur Björgvinsson var ákafur talsmaður hægrimanna í
Alþýðuflokknum og kappið svo mikið að hann gleymdi upp-
runa flokksins: Heldur fólk virkilega að það eigi ekki að greiða
fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem það fær? spurði þáverandi
ráðherra Alþýðuflokksins og lét eins og almannatryggingar
væru illa þokkaðar af jafnaðarmönnum.
Misheppnuð innanlandspólitík Alþýðuflokksins síðustu ára
bliknar þó í samanburði við utanríkisstefnu flokksins. Forysta
flokksins telur sér til tekna að hafa tryggt aðild íslands að
samningnum um evrópskt efnahagssvæði, EES. Víst er það
rétt að allir aðrir flokkar en Alþýðuflokkurinn áttu framan af í
vandræðum með að gera upp hug sinn gagnvart EES. En í ljósi
þess að samningurinn var framlenging á EFTA-samstarfinu
sem ísland gekkst við á sjöunda áratugnum er hæpin sagn-
fræði að þakka ríkisstjórnaraðild Alþýðuflokksins að EES-
samningurinn fékk samþykki þingsins.
Tregða annarra stjórnmálaflokka við að fallast á EES-samn-
inginn hefði átt að hringja bjöllum í Alþýðuflokknum. Allt frá
lýðveldisstofnun höfðu utanríkismál skipt þjóðinni í hat-
rammar fylkingar. Eftir fall Berlínarmúrsins sá almenningur
fyrir endann á ömurlegu tímaskeiði. Enginn grundvöllur var
fyrir frekari nálgun að Evrópusambandinu með fyrirsjáanleg-
um sjálfstortímandi skotgrafahernaði. Forysta Alþýðuflokks-
ins daufheyrðist og tók ákvörðun um að setja umsókn um Evr-
ópusambandsaðild á oddinn við síðustu kosningar.
Flokkurinn galt Evrópustefnuna dýru verði og ekki er gjaldið
fullgreitt. Á flokksþinginu minnti Valgerður Bjarnadóttir flokk-
inn á að hann getur ekki snúið baki við þeim kjósendum sem
lofað var Evrópusambandsaðild. Fyrir ræðu Valgerðar var
rætt um að Alþýðuflokkurinn myndi leggja ESB-hugmyndina á
hilluna. Og hvað gerðist? Flokkurinn skerpti á Evrópustefn-
unni, kaus Sighvat Björgvinsson formann og bauð Alþýðu-
bandalaginu samstarf; væri Alþýðuflokkurinn einstaklingur
yrði hann úrskurðaður skítsófren.
Helgarpósturinn
Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332,
dreifing: 552-4999.
Netfang: hp@this.is
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með
greiðslukorti, en annars kr. 900.
... HAMFARIR NATTURUNNAR
Iú er Grímsvatnahlaupið
mikla 1996 afstaðið.
Fjórir rúmkílómetrar af jök-
ulleir fossuðu á þrem sólar-
hringum úr Grímsvötnum.
Mest af leirnum barst út á reg-
inhaf, sökk þar og verður með
tímanum að setlögum á sjávar-
botni. Áströndinni standa eftir
forviða áhorfendur, ísjaka-
hrannir, laskaðar brýr, rofnir
vegir, skörðóttir varnargarðar
og þúsund milljón krónu hag-
vöxtur (viðgerðirnar), sem rík-
isstjórnin ætlar að jafna niður
á næstu þrjú árin.
Þannig kemur hagvöxturinn
best út á skýrslum.
Varla eru blaðaljósmyndarar
og óðamála sjónvarpsgaprípl-
ar búnir að pakka saman græj-
um sínum eftir hamfarirnar
þegar fyrstu táknin um nýjar
hamfarir — hið árvissa hlaup
úr jökulvötnum bókaútgefenda
— fara að birtast.
Blöð og ljósvakamiðlar eru
eins og skjálftamælar Bók-
menntastofnunarinnar. Eðlis-
fræðin á bak við nákvæmar
mælingar þeirra apparata er
einföld og traust.
Orkugjafinn er peningar.
Blöð þurfa rekstrarfé, út-
varp þarf rekstrarfé, sjónvarp
þarf rekstrarfé. Það rekstrarfé
kemur m.a. frá bókaútgefend-
um, sem kaupa mikið af aug-
lýsingum hjá þessum stofnun-
um um framanvert skammdeg-
ið.
Starfsfólk blaðanna kann
góð skil á því hverjir eru væn-
legir auglýsendur. Og skjálfta-
mælavísar dagblaðanna slá
ekki út nema hræringar séu í
nágrenni við gróðavonina. Frá
áramótum hafa dagblöðin ekki
sýnt nein merki þess að þeim
sé yfirleitt kunnugt um tilvist
bóka, en það breytist stréix og
hamfarirnar nálgast.
Þorgeir Þorgeirson
skrifar
Eins er þetta með útvarp og
sjónvarp.
Undarlegur náungi sem ég
þekki tók eftir því núna í vik-
unni að skjálftamælar Bók-
menntastofnunarinnar fóru að
sýna titring.
Hann orðaði þetta svona
maðurinn — og átti þá við að
blöð og útvarp eru nú að fyllast
af bókafregnum, bókarýni,
bókaspjalli, viðtölum og al-
mennum greinum um væntan-
legar jólabækur.
Innan þriggja vikna má búast
við hámarki flóðsins. Þá flýtur
metsöluleirinn í tugþúsundum
rúmmetra á sekúndu og ber
með sér nokkra heillega ísjaka
sem stranda kannski á flatlend-
inu og verða þar til augnayndis
meðan þeir eru að bráðna. Hitt
flýtur út á miskunnsamt haf
gleymskunnar og sekkur.
Og hann var að hugsa fleira
um þessar hamfarir — náung-
inn undarlegi, sem ég nefndi
áðan. Hann var að velta fyrir
sér þeirri breytingu sem orðin
er á stöðu rithöfundarins í sam-
félaginu síðan við vorum ungir
— því vitaskuld er þetta jafn-
aldri minn.
Þegar við vorum ungir var
besti rithöfundurinn sá sem
beindi athygli sinni fastast að
heiminum og skoðaði hann ná-
kvæmast.
Ritstörf voru þessi viðureign
einstaklingsins við heiminn.
Heimurinn og rithöfundur-
inn horfðust svo í augu eins og
elskendur eða fjandmenn eftir
atvikum. Og þá fyrst vaknaði
athygli heimsins á höfundin-
um.
„Innan þriggja vikna má
búastvið hámarki flóðs-
ins. Þá flýtur metsölu-
leirinn í tugþúsundum
rúmmetra á sekúndu og
ber með sér nokkra
heillega ísjaka sem
stranda kannski á flat-
lendinu og verða þar til
augnayndis meðan þeir
eru að bráðna. Hitt flýt-
ur út á miskunnsamt
haf gleymskunnar og
sekkur.“
Nú hefur þetta alveg snúist
við.
Fyrst verður athygli heims-
ins að beinast að höfundinum.
Til þess eru ærin ráð: viðtöl í
blöðum og ljósvakamiðlum,
fréttir og ljósmyndir (ég var að
finna í fórum mínum um það
bil 10 ára gamla tilkynningu frá
blaði þar sem getið er um hlut-
fallið: Fyrir hvern dálksentí-
metra af greiddum auglýsing-
um hjá blaðinu átti útgefand-
inn að fá 10-15 dálksentímetra
af fréttum, myndum og vin-
samlegri umfjöllun um við-
komandi höfund). Undir þetta
eru menn seldir ef þeir vilja
dansa með í hamförunum.
Þegar athygli heimsins er
náð með þessum ráðum skipt-
ir það minna og minna máli
hvað í bókunum stendur.
Þær eru bara gjafavara.
Enda er höfundurinn orðinn
hluti af slysi sem hann ræður
sjálfur engu um. Framvinda
þess stjórnast af öflum sem
hann vogar ekki að skilja. Hann
skuldar þessum öflum þá at-
hygli sem heimurinn veitir
honum, jafnvel án minnstu
verðleika. Við hann er sagt
eins og austfirðingurinn mælti
við grjónin í grautnum sem
hann var að éta með gaffli:
— Tolliði veð ef þið ætlið
með.
Það er nú öll ijóðagerðin.
Við gamla fólkið litum á bók-
menntir eins og hver önnur
samgöngumannvirki.
Líklega er rétt að skilja sam-
líkinguna með Jólabókaflóði og
Grímsvatnahlaupi á grundvelli
þeirrar afstöðu. Enginn má þó
halda að ég sé neitt að ráðast
til atlögu við þessar hamfarir.
Það er mikill leir til sjávar
runninn síðan Jaroslav sálugi
Hasek bauð sig fram til borgar-
stjóra í Prag undir kjörorðinu:
„Við erum eini flokkurinn sem
opinberlega hefur mótmælt
jarðskjálftunum í Mexíkó!"
Og tapaði kosningunum.
Hitt má þó að endingu taka
fram að skilji síendurtekin
Jólabókaflóð við samgöngu-
mannvirki skáldskaparins í
rúst þá mun engin ríkisstjórn
hafa neinn hag af því að láta
gera við skemmdirnar, því
munurinn á þessum tvennu
hamförum er sá að Gríms-
vatnahlaup skilar ekki hag-
vexti fyrr en farið er að byggja
mannvirkin upp aftur en Jóla-
bókaflóð skilar sínum hagvexti
strax meðan leirinn veltur yfir.
Það er nú hin peningalega
staðreynd málsins.
Frá lesendum
■ Bréf var sent á ritstjórnina
og spurt hvort HP ætlaði ekki
að fjalla um þátt Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra
í málefnum þjóðgarösvaröar
og Þingvallaprests.
■ Vestmanneyingur skrifaði
blaðinu, þakkaöi fyrir breyting-
arnar og sagðist lítast vel á.
Hann óskaði útgáfunni vel-
farnaðar.
■ Eftirfarandi vísa barst HP
með óskum um bjarta fram-
tíö:
Okkar von er leynt og Ijóst,
að lukkan hvergi bíði
þjóðin heimti Helgarpóst,
hvað sem öðru líði.
■ Ungur maður frá Rómönsku
Ameríku en búsettur í Hvíta-
Rússlandi skrifaöi HP og bað
um að því yrði komiö á framfæri
að hann óskaöi eftir íslenskum
pennavinum, stúlkum á hans
aldri. Viðkomandi heitir Gonz-
alo Portilla, er 23 ára og 175
sm á hæð. Heimilisfangið er
Poste Restante, Main Post Off-
ice, Minsk 220050, Belarus.