Helgarpósturinn - 14.11.1996, Síða 15
FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1996
15
\
Er íslensk tónlist of lítið spiluð á útvarpsstöðvum? Já, segir Magnús
Kjartansson tónlistarmaður. Vitleysa, segja tónlistarritstjórar útvarps-
stöðvanna og bæta við:
íslensk tónlist
er of léleg
Islenskur tónlistarflutningur
á útvarpsstöðvum hefur
minnkað mjög mikið á síðustu
árum,“ segir Magnús Kjartans-
son, formaður Sambands tón-
skálda og eigenda flutnings-
réttar, Stefs. „I raun hefur hann
minnkað í öfugu hlutfalii við
aukna og betri innlenda útgáfu
og eins meira aðgengi að
geisladiskum. Til að mynda
hefur íslensk tónlist mjög átt á
brattan að sækja undanfarið
hjá Rás tvö. Tónlistarstefna
Rásar tvö getur ekki verið önn-
ur en stefnuleysi. Svona mundi
engin útvarpsstöð gera sem
hefði lagt vinnu í að móta vel
hugsaða stefnu. Mér finnst
þetta geysilega sorglegt, því
maður hefði trúað því að Rás
tvö hefði eitthvert hlutverk
sem ríkisfjölmiðill. Eitt megin-
hlutverk Rásar tvö ætti að vera
að leggja rækt við íslenska
tungu og stuðla þannig að ís-
lenskri menningu. Við hjá Stefi
höfum oftast verið ánægðir
með viðskipti okkar við Rás
tvö, — Ríkisútvarpið hefur ver-
ið okkar besti viðskiptavinur
síðustu áratugi. En Stef, Félag
íslenskra hljómlistarmanna og
Félag hljómplötuútgefenda
hafa sannarlega haft áhyggjur
af þeirri stefnu sem virðist ríkj-
andi á flestum íslensku út-
varpsstöðvunum gagnvart ís-
lenskri tónlist. Það kemur ber-
lega í ljós að íslensk tónlist á
alls ekkert upp á pallborðið
hjá útvarpsfólki, hverju svo
sem það kann að sæta. Ég veit
ekki hverjar ástæðurnar eru en
ein gæti verið að útvarps-
mönnum finnist öruggara að
spila það sem hefur náð hljóm-
grunni úti í hinum stóra heimi
heldur en að leggja á sig að
kynna nýtt efni fyrir hlustend-
um, en það þarf mjög mikið að
ganga á hjá íslensku tónlistar-
fólki til þess að það fái hljóm-
grunn hjá útvarpsfólki."
Kostar ekkert meira að
spila íslenska tónlist
Magnús segir að í mörg ár
hafi sá misskilningur eða mis-
túlkun ríkt hjá útvarpsfólki að
það kosti svo mikið að útvarpa
íslenskri tónlist. Magnús segir
það ekki vera rétt, því Stef inn-
heimti einnig stefgjöld á ís-
landi fyrir erlenda rétthafa.
„Þannig að ekki eru það pen-
ingarnir sem skipta máli,“ seg-
ir Magnús.
„Mér finnst mjög bagalegt ef
menn rækta ekki sinn eigin
garð. Öll vitum við að til eru
fallegar rósir í útlöndum, en
mér þykir enn vænst um þau
blóm sem á íslandi nenna að
vaxa. Það er geysilega mikið
verið að gefa út af góðu ís-
lensku efni og það er sorglegt
að það skuli heyra til undan-
tekninga að þetta fólk fái
hljómgrunn á íslensku út-
varpsstöðvunum.
Hvernig stendur annars á
því að þegar útvarpsstöðvar
opna fyrir óskalög þá eru um
96 prósent óskanna um ís-
lenskt efni?! Eins er spilun í
engu hlutfalli við sölu á ís-
lenskum hljómplötum. Því má
draga þá ályktun að íslenskar
útvarpsstöðvar séu ekkert að
pæla í því hvað fólk vill. Hugar-
farið virðist svolítið vera:
„Troddu þessu ofan í þig vin-
ur, hvort sem þér líkar betur
eða verr.““
Hreinlega tilskammar
að sum tónlist komi út
„Öll vitum við að fallegar rósir
vaxa í útlöndum en mér þykir enn
vænst um blómin sem nenna að
vaxa á íslandi," segir Magnús
Kjartansson, formaður Stef. Tón-
listarritstjórar útvarpsstöðvanna
eru á öðru máli.
Miklu meira úrval af
góðri erlendri tónlist
Astæðan fyrir því að við
spilum meira erlenda
tónlist er einfaldlega að það er
bara miklu meira úrval til af
erlendri og betri tónlist,“ segir
ívar Guðmundsson, tónlistar-
stjóri Bylgjunnar. „Við höfum
ekki neina sérstaka tónlistar-
stefnu hér á Bylgjunni, aðalat-
riðið er gæðin og eftirspurnin.
Sum tónlist - hvort sem hún
er innlend eða erlend — á
bara ekki heima á Bylgjunni
að okkar mati. Þá er hún ein-
faldlega ekki spiluð. Það má
segja að vegur íslenskrar tón-
listar aukist svolítið á Bylgj-
unni fyrir jólin, enda er aðalút-
gáfutíminn þá, en almennt má
segja að um fjórðungur af
þeirri tónlist sem flutt er sé ís-
lenskur. Tónlistarstefnan sem
við höfum hér á Bylgjunni er
einfaldlega að gera eins vel
við íslenska tónlist og við get-
um. Það getur stundum verið
erfitt ef efnið er ekki nógu
gott.“
Islenskur tónlistarflutningur
á Rás tvö hefur alls ekki
minnkað og ef eitthvað er hef-
ur hann aukist,“ segir Magn-
ús Einarsson, tónlistarrit-
stjóri Rásar tvö. „En ef þú tal-
ar við Stef-menn og íslenska
hljómplötuframleiðendur þá
hafa þeir svo mikilla hags-
munum að gæta — því tals-
verðir peningar eru í húfi fyr-
ir þá — að þeim finnst aldrei
nóg. Þeir vilja helst binda
okkur við einhvern kvóta af
íslenskri tónlist, en það höf-
um við ekki viljað, því gæði
íslenskrar tónlistar eru mjög
rokkandi frá ári til árs. Stund-
um er ekkert spennandi að
gerast, eins og því miður ger-
ist of oft. Eins og ég segi erum
við ekki með neinn kvóta,
enda væri það vonlaust og
þjónaði engum, nema bara
einhverjum hagsmunaaðilum
úti í bæ. Við hugsum fyrst og
fremst um viðskiptavini okk-
ar; hlustendur. Við spilum
mikið af íslenskri tónlist á
Rás tvö og gefum ekki mikið
út á þá gagnrýni sem kemur
frá hagsmunaaðilum sem
vilja auðvitað hafa sem mest
af framleiðslu sinni.“
Framleiðendur fá tæpar
sjöta'u krónur fyrir mínút-
una í útvarpi
Magnús segir hlutfall ís-
lenskrar tónlistar á Rás tvö
rokka svolítið og geta verið
frá 15 prósentum upp í 30
prósent. „Núna til dæmis er
tímabil þar sem við spilum
mjög mikið af íslenskri tón-
list, enda mikið að koma út
af nýrri tónlist þessa dag-
ana,“ segir Magnús. „Síðan
gæti ég trúað að spilunin
hryndi um áramótin. Svo fer
spilun bara eftir því hversu
mikið af skemmtilegri tónlist
kemur út. Menn eru að tala
um að plötuútgáfa hafi aukist
mikið, en þó svo að plötuút-
gáfan tvöfaldist þýðir það
ekki að helmingi meira sé til
af góðri tónlist. Það kemur
ótrúlega mikið af plötum upp
á borð til mín sem ég veit að
muni ekki eiga neinn séns.
Það er engum greiði gerður
með því að spila svoleiðis
tónlist. Sumt er það vont að
það er hreinlega til skammar
og í raun hneyksli að það
skuli hafa komið út. Við spil-
um ekki ísienska tónlist að-
eins vegna þess að hún er ís-
lensk heldur spilum við ís-
Ienska tónlist ef hún er góð.
Ég vísa til föðurhúsanna
þeirri gagnrýni að við hér á
Rás tvö spilum eitthvað
minna af íslensku efni en áð-
ur. Eins og ég sagði áðan eru
það hagsmunaaðilar sem
gagnrýna okkur mest, enda
hafa þeir gríðarlegra hags-
muna að gæta. Plötufram-
leiðendur fá til að mynda
tæpar sjötíu krónur fyrir
hverja mínútu sem spiluð er
af plötum þeirra. Vel að
merkja: Þessir peningar
renna ekki til höfunda heldur
beint í plötufyrirtækin, þetta
eru ekki stefgjöld, þannig að
þegar þeir æpa á meiri spil-
un getum við ekki tekið mark
á því. Eina sem við tökum
mark á í sambandi við spilun
á íslenskri tónlist eru hiust-
endur okkar.“
Þéttar þjóðsögur
Einkennilegir menn
★ ★★ 1/2
It eru komnar hjá
Máli og menn-
ingu ævirninningar
Jóns Múla Ámason-
ar, Þjóðsögur Jóns
Múla Árnasonar, eins
og hann kýs að kalla
það og er vel til fund-
ið. Hefur þar með fyr-
irvara á að allt sé
orðrétt haft eftir í
upprifjunum sínum.
Sögu sína skrifar Jón
Múli sjálfur og er það
vel, því stílisti er
hann góður og eng-
um líkur. Söguhetjan
er þekktust af út-
varpsmennsku sinni,
sem þulur lengstum,
en einnig fréttamað-
ur á fyrstu árum
starfsferilsins hjá
RÚV. Þá munu laga-
smíðar í heimsklassa
halda nafni hans á
loft.
Hér er ekki farin sú
leið að rifja ævina
upp í réttri tímaröð
heldur flakkar höf-
undur nokkuð í tíma
og pirrar það lesand-
ann ekki nema síður __
sé. Sagan hefst þegar sögu-
maður er á menntaskólaaldri í
túr á Kveldúlfstogaranum Gull-
toppi úti fyrir Norðurlandi þar
sem koma við sögu bæði gaml-
ir jálkar í sjómennsku og náms-
menn í fjárþörf og kryddast
með fylliríssögu frá Akureyri.
Víxlast sú saga við fyrstu kynni
höfundar af starfi sínu á út-
varpinu og innanbúðarmönn-
um þar, ekki síst útvarpsstjór-
anum Jónasi Þorbergssyni og
Helga Hjörvar, titluðum skrif-
stofustjóra.
Þegar dregur nær miðri bók
fer svo að segja af foreldrum
höfundar svo og æskuárum á
Vopnafirði og Seyðisfirði með
viðkomu í Grjótaþorpinu. Út-
varpssaga er þó fyrirferðar-
mest. Einnig segir af enda-
sleppu tónlistarnámi í tromp-
etleik og söngiðkun í tveimur
metnaðarfullum kórum. Ekki
að undra að tónlistin fái sitt
pláss. Þar er áhugamál Jóns
Múla númer eitt, enda hefur
enginn íslendingur betur
kynnt tónlist 20. aldarinnar,
djassinn, fyrir löndum sínum.
Má og bæta því við að Duke
Ellington er í fjölskyldualbúm-
inu sem prýðir síðustu síður
bókarinnar. Frægir borgarar
Reykjavíkur á fjórða og fimmta
áratug koma óhjá-
kvæmilega við sögu,
kórstjórar, leikarar,
tónlistarfólk og út-
varpsfólk.
Jón Múli er ekki
þekktur fyrir skoð-
analeysi í pólitík,
enda fær hún sitt
pláss. Hæst ber þar
frásögn hans af has-
arnum á Austurvelli
30. mars 1949. í kjöl-
far hans fékk sögu-
hetjan dóm upp á
fangelsisvist og var
auk þess svipt kosn-
ingarétti ásamt fleiri
vinstrimönnum. Hér
ber Jón Múli af sér
sakir en orð hans
máttu sín minna en
eiðstafur Clausen-
bræðra, sem voru
framverðir í hvít-
liðasveitum íhalds-
ins. Og ekki hefur
Múli lúffað í vinstri-
mennsku sinni með
árunum og síst
dregur úr mæls-
kunni þegar al-
þjóðapólitíkina ber
á góma.
Sögumaður segir
ekki mikið af högum sínum eft-
ir fyrstu þrjá áratugi ævinnar.
Það breytir þó ekki því að
söguefni er kappnóg og heil-
mikið við að vera. Kannski hef-
ur hann hug á að bæta við
bálkinn síðarmeir. Og það er
e.t.v. ástæða til að nefna að
hér er lítil skörun við ævi-
minningar Jónasar Árnason-
ar, sem út komu fyrir nokkrum
árum, þótt báðir greini bræð-
ur frá æskuárum sínum og
skyldfólki af Skútustaðakyni
og Brennu-. Hér er engu við að
bæta nema því að Þjóðsögur
Jóns Múla eru fjallskemmtileg-
ar. Oddgeir Eysteinsson
Einar Kárason
hefur sent frá
sér annað smá-
sagnasafn sitt og
kallast það Þættir af
einkennilegum
mönnum. Hér eru
níu smásögur alls,
auk stuttra þátta,
en bókin hefst á
fjórum slíkum og
endar á fjórum öðr-
um.
Einar er hér á
svipuðum slóðum
og í fyrra smá-
sagnasafni sínu,
Söng villiandarinn-
ar. Hér eins og þar
er húmorinn í fyrir-
rúmi. Og það verð-
ur ekki af Einari
skafið að hann er
drepfyndinn þegar
honum tekst upp.
Allt um það, hér er
fyrstupersónufrá-
sögn algeng frá-
sagnaraðferð og
ekki frítt við að höf-
undur sjálfur sé
sögumaður á
stundum. Altént
nafngreinir hann
sjálfan sig í einni
þeirra, Knut Hamsun í Vest-
mannaeyjum. Þá er hann líkleg-
ur til að vera sögumaður í sjó-
arasögunum tveimur, Múkki og
mastrahvalur og Moskítóflugur
á Grœnlandi. Það er að
minnsta kosti kunnugt að hann
hefur stundað sjó með fær-
eyskum. En það skiptir raunar
ekki máli.
í öðrum sögum er líka notast
við fyrstupersónufrásögn þar
sem sögumaður er sannarlega
ekki Einar Kárason. Aðeins
tvær sögur, Enginn héraðs-
brestur og Kvöldkaffi í Flóan-
um, hafa þriðupersónufrásögn.
íar Karason
Þættirnir hafa báðar frásagnar-
aðferðir og einn er „sannsögu-
legur“, þátturinn Skáldaþing.
Þar nafngreinir höfundur sjálf-
an sig og aðra kunna rithöf-
unda.
Einar Kárason er alltaf
skemmtilegur og það breytist
ekki hér. Skemmtilegastar eru
sjóarasögurnar Múkki og
mastrahvalur og Moskítóflug-
ur á Grænlandi. Einar nýtur sín
best í neyðarlegum uppákom-
um með brjóstumkennanleg-
um fórnarlömbum eins og fær-
eyska skipstjóranum í fyrr-
nefndu sögunni og danska
bátsmanninum í
þeirri síðari.
Fylliríssögurnar
Vér Pamperar og
Flýja land eru góðar
og grátbroslegar.
Einkum er sagan
Vér Pamperar góð,
með óvæntum endi.
Glataði sonurinn er
smellin saga þótt
endirinn sé e.t.v.
fyrirsegjanlegur. Þá
má nefna að lesandi
hnýtur um meinlega
villu á blaðsíðu 86
þar sem víxl verða á
nöfnum meintra
feðga, Úlfs og
Gríms. (Þeir eru frá
Borgarnesi og því
sækir höfundur
nöfnin í Egils sögu.)
Þetta hefði mátt
laga í próförk.
Þá eru ónefndar
sögurnar Kvöldkaffi
í Flóanum og Knut
Hamsun í Vest-
mannaeyjum. Báðar
eru með þeim lakari
í safninu. Sú fyrri
segir frá komu
nokkurra ósak-
hæfra afbrota-
manna frá Svíþjóð
til landsins og sú síðari er
smíðuð í kringum einn lauflétt-
an brandara.
Enginn héraðsbrestur er
eina sagan sem hefur alvarleg-
an undirtón. Hún er jafnframt
sú sísta og styrkir mann í
þeirri trú að Einari láti best að
beita húmor í sagnaritun sinni.
Þættirnir er skemmtilegir eins
og við er að búast, þetta eru
stutt skot, stundum án upp-
hafs og stundum án endis. Það
er kannski spurning hvort þeir
hefðu ekki allt eins getað orðið
uppistaðan í lengri sögum.
Oddgeir Eysteinsson