Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 4

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 4
4 FlMIVmJDAGUR 28. NÓVEMBER1996 Er borgin virkilega að vinna gegn jafnrétti, Hildur? Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, hélt því fram um daglnn að stefna Reykjavíkurborgar i launamál- um ynni gegn jafnrétti. Við hljótum að spyrja: Getur það verið, miðað við að borgin er nú loksíns með starf- andi jafnréttisráðgjafa og Reykja- víkurlistinn lagði sérstaka áherslu á jafnréttismál í kosningabaráttunni? Hvað er á seyði Hildur Jóns- dóttir, jafnréttisráögjafi Reykvík- inga? Ég held að Ögmundur hafi gagn- rýnt þá stefnu borgarinnar að kanna lelðir til að færa ákveðið ákvarðana- vald út til stofnana borgarinnar, þá framtíðarsýn að það gefist svigrúm innan hverrar stofnunar til að koma að launamyndunlnni og þar með bregðast við launamisréttinu. Það sem ég vll benda á í tilefni af málflutningi Ogmundar, og reyndar ASÍ líka, því ég skil ekki hverníg for- seti þess gat látið taka við sig þriggja síðna Moggaviðtal án þess að minn- ast orðl á launajafnrétti kynjanna, er hvað íslensk verkalýðshreyfing er langt frá því að koma sér upp tækj- um til að glíma við launamun kynja. Það er tilhneiging tll að tala um þetta einvörðungu sem láglaunavandamál og að með því að hækka lægstu laun- in sé búið að afgreiða málið. Það er bara ekki nóg. Það hefur komið í Ijós með könnunum að launamunur fer hraðvaxandi með aukinni menntun. Ef launþegasamtökin ætla ekki að vera með neinar aðrar aðferðir en að lyfta lægstu launum þá ná þau ekki utan um launamun kynjanna. En er borgin meö ákveöna jafn- réttisstefnu fyrir nœstu kjara- samninga? Ég kem ekki formlega að gerð kjarasamninga eða launasteínu borg- arinnar í heild, hún er í höndum samninganefndar borgarinnar og pólitíkusanna. En ég get greint frá þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar eru til að minnka launamun kynja, sem eru auðvitað hluti af launastefn- unni. Hverjar eru þœr aögerðir? Það liggur fyrir tillaga í fjórum lið- um til að draga úr launamuninum, því vlðurkennt er að launamunur kynjanna geti átt sér margar sam- verkandi orsakir og þess vegna dugi engin ein leið. 1 fyrsta lagi segir að í næstu kjarasamningagerð þurfi að beita sér sérstaklega til að hækka hefðbundin, lágt launuð kvenna- störf. Leggja þurfi nýjan grunn að launamyndun hjá Reykjavíkurborg til framtíðar þannig að laun verði í samræmi við verðmæti starfa og geti jafnvel verið tengd einstaklings- bundlnni frammistöðu. Ég held að Ögmundur hafi líka sett þetta sfðast- nefnda fyrir sig. Því er til að svara að auðvitað er gert ráð fyrir þvi að slíkt mat farl eftir samþykktum, kynhlut- lausum reglum en ekkl ( þeim felu- leik sem nú viðgengst í þjóðfélaginu. I þriðja lagi að hver stofnun geri áætlun um jöfnun þess launamunar sem kemur f ljós innan stofnunarinn- ar. Þetta sé hluti af vinnu hverrar borgarstofnunar að starfsáætlun í jafnréttismálum. í fjórða lagi er mik- ið misræml mllll gelra; í karlageíran- um hafa menn teklð sér meira svig- rúm og stjórnendur hafa verið virk- ari í að hækka laun. Því viljum við skoða sérstaklega launamun milli borgarstofnana sem hafa annars vegar hátt hlutfall karla og hins veg- ar kvenna. Hvar stendur þessi tillaga? Borgarráð hefur fjallað um hana og þar kom ekki fram ágreiningur um hana. Nú er hún til umsagnar hjá jafnréttisnefnd og ég á ekki von á öðru en hún fari þaðan aítur innan skamms og til afgreiðslu. Er veriö aö tala um miklar breytingar í starfsliáttum stofnan- anna? í raun ekki, það er frekar verið að fá fram I dagsljósið hvernig hlutirnlr eru. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr er raunverulelkinn þannig að launamunurinn, bæði hjá ríki og borg, hefur orðlð til að mestu leyti vegna ákvarðana sem eru teknar úti I stofnununum. Markmiðið er að fá þessar ákvarðanir upp á yfírborðið. Það að draga úr miðstýringu launa- myndunar þarf sjálfkrafa ekki að hafa f för með sér eitt né neitt. Þetta er spurning um það hvaða reglur verða settar í framhaldinu. Það verð- ur fylgst með stofnunum og gerð krafa á þær um aðgerðlr til að draga úr launamun kynjanna. Það er út í hött að tala um að verið sé að vinna gegn jafnréttl. Stress, fjárhagsáhyggjur og framhjáhald í jólaglöggsveislum fyrirtækja eru fylgifiskar jólahátíðarinnar. Það mætti því álykta að skilnaðir og sambandsslit væru tíðari í jóla- mánuðinum. Eða hvað? Slíðrar fólk fremur sverðin, leitar sátta við ástvini sína og nýt- ur hátíðarinnar? HP kannaði málið... Þolir fjölskyldan jólin? ■■ ■ ú ætti að fara í hönd sá mánuður sem flestir UMU híða eftir. Desember, með jólunum og undir- ■ Hbúningi þeirra, er flestum ánægjulegur, enda er hér um að ræða mánuð helstu hátíðar kristinna manna á Vesturlöndum. Jafnvel þó að trú fólks sé ekki mikil hugsa margir með ánægju til samveru- stunda með fjölskyldu og vinum í fjölmörgum jóla- boðum og heimsóknum. En desember er ekki öllum gleðilegur. í þessum mánuði eru tengslin við fjölskyldumeðlimi í brenni- depli og ýmsir velta þeim fyrir sér og taka þau til end- urskoðunar. Aðrir hugsa um andlega líðan sína og velta fyrir sér hvert stefni í lífinu. Víða eru samskipti fólks það brothætt að það þolir illa nánari samvist og ekkert má út af bera til að sambönd fari í vaskinn. Það er því varla á bætandi þegar stressið grefur um sig vegna fjárhagsörðugleika eða áiags sem fylgir skipu- lagningu jólahátíðarinnar. Hvað þá allar jólaglöggs- veislurnar í fyrirtækjum sem sögur fara af fyrir fram- hjáhald, sem hefur óhjákvæmileg áhrif á samskipti hjóna og para. Desember er því mörgum fjölskyldum skeinuhættur og margt að varast ef samböndin eru veik fyrir. Margir reyna hins vegar að leita sátta þegar jólin nálgast og stundum tekst það. Því er það auðvitað ekki algilt að sambönd springi um þetta leyti og má geta þess að skilnuðum hefur í raun fækkað töluvert frá 1991. HP leitaði álits hjá þeim sem til þekkja um hvort desember geti verið samböndum fólks vara- samur? Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir félagsráðgjafi: Jólainnkaupin mörgum þungbær „Ég hugsa að fólk ýti frá sér vandamálum sínum til seinni tíma og reyni að njóta jólahátíðarinnar. Ég get því ekki sagt að fólk leiti til mín í meira mæli í desem- ber en aðra mánuði ársins,“ sagði Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir félagsráðgjafi. Það væri hins vegar greinilegt að sumir yrðu stressaðri í þessum mánuði en öðrum, en það hefði sem betur fer ekki áhrif á skilnaðartíðni, enda liði flestum vel yfir hátíðirn- ar. „Það er síðan ekki fyrr en kemur að skuldadög- um, í janúar og febrúar, sem fer að syrta í álinn. Ég finn þá fyrir að fólk leitar í meira mæli til mín en aðra mánuði ársins, — það er eins og fólk sé að flýja einhvern vanda með því að skjóta vanda- málum sínum á frest. Fólk hefur haft á orði við mig að það vilji frekar fresta ákvarðanatökum um jólin, bæði sín vegna og barnanna. Það er svosem ekki einfalt að átta sig á því hvað veldur fjölgun heimsókna til mín um þetta leyti árs en jólin hafa örugglega einhver áhrif.“ Árni Bergur Sigurbjörnsson, Bústaöakirkju: Desember get- ur verið erfiður „Ég get nú ekki sagt að ég verði var við að desember reyni meira á samband hjóna en aðrir mánuðir gera. Hitt er annað mál að þessi mánuður er ýmsum erfiður vegna spennu sem myndast og slæms fjárhags. Það er greinilegt að fjárhagur fjölskyldnanna hef- ur verið bágborinn síðustu ár, en vonandi sér fram úr því. Það er til dæmis greinilegt að fjárhagsáhyggjur fólks aukast verulega í byrjun nýs árs þegar það gerir upp jólahátíðina. Við reynum auð- vitað að leysa margslungin vandamal fólks ef því er að skipta, en það er oft erfitt,“ sagði Árni Bergur Sigur- bjömsson, prestur í Bústaðakirkju. Þorvaldur Karl Helgason hjá Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar: Fólk vill bæta sam- skiptin „Fólk hugleiðir mikið um eigin fjölskyldu og sam- skipti við aðra fjölskyldumeðlimi um þetta leyti árs, enda eru þessi bönd í sviðsljósinu yfir jólahátíðina. I framhaldi af því velta sjálfsagt margir fyrir sér and- legri líðan sinni og hvort tengslin við aðra meðlimi séu eins góð og þau ættu að vera. Fjölskylduráð- gjöf kirkjunnar hefur ver- ið starfandi í um fimm ár og þann tíma sem ég hef starfað þar hef ég fundið að slíkar spurningar eru ofarlega í huga fólks sem til okkar leitar,“ sagði Þorvaldur Karl Helga- son hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar. Að sögn Þorvaldar er desember greinilega þungur þeim sem standa frammi fyrir erfiðum fjöl- skyldutengslum en að sama skapi gleðilegur þeim þar sem tengslin eru góð. „Það er mikið af fólki sem er einmana einmitt á þessum árstíma og í sumum tilfellum má ekki mikið út af bregða hjá fólki. Því miður hefur það brunnið við að sambönd bresti vegna álags sem fylgir jólahátíðinni. Það sem er veikt fyrir brotnar endanlega ef til þess kemur og hlutir eins og jólaglögg í fyrirtækjum og fjárhagsáhyggjur geta ýtt undir erfiðleika í sambúð. Þessi mánuður lætur fólk því ekki í friði þeg- ar samskiptin við aðra fjölskyldumeð- limi eru annars vegar og því eru það margir sem viija taka til hendinni í nóvember og sættast við ástvini. Hlut- ir eins og jólaglögg í fyrirtækjum eru því stundum ekki til þess fallnir að bæta ástandið ef þeir stuðla að minnkandi samvistum hjóna." Þorvaldur segir greinilegt að fólk noti jólin til að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart ástvinum og þau verði til þess að hjón sem hafa átt í erfiðleikum í sambúð nái betur saman og vilji reyna að halda sam- vistum áfram. En svo er ekki í öllum tilfellum. „í janú- ar og í febrúar verðum við hjá fjölskylduþjónustunni vör við vonbrigði fólks vegna jólanna og að þau hafi ekki verið eins ánægjuleg og hjá öðrum. Það er því hvort tveggja sem gerist hjá því fólki sem á í einhvers konar erfiðleikum og hefur leitað til okkar.“ Að sögn Þorvaldar hefur skilnuðum fækkað nokkuð á síðustu árum og ætti kirkjan án efa sinn þátt í því. „Við höfum verið iðnir við að benda fólki á að til eru aðrar leiðir en skilnaður og það sé möguleiki út úr vandanum. Það er gleðilegt að geta hjálpað fólki og einnig þeim sem eru komnir í skilnaðarhugleiðingar að skilja án leiðinda, með velferð barna ekki síst í huga.“ Bragi Skúlason, prestur á Landspít- alanum: Vonbrigðin koma fram „Desember er að mörgu leyti líkur sumarleyfismán- uðunum. Mikið álag er meðal margra fyrir hátíðina en ró færist yfir fólk þegar hún gengur í garð. Það er greinilegur vilji fólks að slíðra sverðin yfir jólin en ágreiningur getur líka magnast. Allir hugsa til jólanna með tilhlökkun og vonast til að fjöl- skylduböndin séu traust en einmitt þegar það er ekki kunna þau að bresta og vonbrigðin geta orðið mikil,“ sagði Bragi Skúla- sonsjúkrahúsprestur. „Á síðustu árum hefur borið á efnahagslegri kreppu og fólk hefur rætt við mig um að það gæti ekki haldið jólin eins og það hefði kosið. En á móti kemur að hefðir í fjölskyldum eru það ríkar að fólki finnst erfitt að draga úr eyðslunni. Ég hef líka starfað með syrgjendum sem kvíða því að sæti látins fjölskyldumeðlims er autt á aðfangadagskvöld.“ Nedanmáls Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur hefur veriö í sviðsljósinu aö undanförnu, enda hefur hann náö þeim einstaka árangri aö vera samtímis meö tvö verk í gangi á stóra sviöi Þjóðleikhússins; Þrek og tár og Kennarar óskast. Auk þess er Ólafur nú aö gefa út skáldsöguna Rigning meö köflum. Hvaöa listamaöur hefur haft mest áhrif á Þig? Halldór Laxness, Gunnlaugur Scheving og Jó- hann Sebastian Bach. Hvaöa stjórnmálamaöur, lifandi eöa látinn, er í mestu uppáhaldi hjá þér? Jón Sigurösson. Hvaöa skáldsagnapersónu vildiröu helst líkj- ast? Njáli á Bergþórshvoli. Hvaða persóna mannkynssögunnar vildiröu helst hafa verið? Gandhi. Ef þú fengir aö lifa lífinu aftur, myndiröu þá breyta einhverju? Já mörgu, því annars heföi ég ekki áhuga á því aö lifa aftur. Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifaö? Þegar sonur minn datt niöur um stigaop milli hæöa og var gripinn. Ég sá aldrei þann sem greip hann. Hver er merkilegasti atburöur sem þú ætlar aö upplifa? Dauöi minn. Hvaöa atburður, verk eöa manneskja hefur mótaö lífsviöhorf þitt framar öðru? Islenskt landslag, íslenskt veöur og íslenskir sjómenn. Ef þú ættir kost á því að breyta einu atriöi í þjóöfélaginu eöa umhverfinu, hvaö yröi fyrir valinu? Aö menn yröu vinsamlegri viö náungann án þess aö taka greiöslu fyrir. Sérðu eitthvaö sem ógnar samfélaginu ööru fremur? Fautaskapur og óhamingja ógna samfélagi og lífríki. Mottó? Batnandi manni er best aö lifa.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.