Helgarpósturinn - 28.11.1996, Qupperneq 7
7
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996
Yfir fimmtíu ökumenn hafa á þessum áratug veriö ákærðirlyrir manndráp af gáleysi ogflestir þeirra sakfelldir.
Jens Einarsson og Sigrún Erna Geirsdóttir ræddu viö dæmda menn og könnuöu málsmeðferðina.
„Ég verð alltaf stimplaður mordmgi
Pegar banaslys verða í um-
ferðinni, segir Ólafur Guð-
mundsson, formaður Lands-
samtaka íþróttamanna, sem
hefur kynnt sér ítarlega þá
málsmeðferð sem fólk hlýtur
þegar það á aðild að banaslysi,
„er eins og hugtakið slys sé
ekki til lengur. Það er alveg
með ólíkindum að svona hlutir
geti gerst í upplýstu þjóðfélagi
þar sem fólk heldur að mann-
úð og nærgætni séu sjálfsagðir
hlutir. Sú miskunnarlausa og
ruddalega meðferð sem þol-
endur umferðarslysa þurfa oft
á tíðum að sæta er algjörlega
ólíðandi og ósæmandi íslensku
þjóðfélagi.“ Saga þeirra ein-
staklinga sem fjallað er um í
þessari grein rennir stoðum
undir sjónarmið Ólafs.
Ámi Ársælsson var um ára-
bil einn besti akstursíþrótta-
maður landsins og vann til
allra þeirra verðlauna sem
hægt var að vinna til í grein-
inni sem hann keppti í. Fyrir
þremur árum varð hann manni
að bana í umferðarslysi.
„Ég var að koma að ljósun-
um uppi á Höfða. Þegar ég
nálgast gatnamótin sé ég mann
sem stendur uppi á eyjunni til
vinstri, á miðjum ljósunum.
Hann er eitthvað tvístígandi og
skimar í kringum sig. Það er
komið rautt ljós á beygjuak-
reinarnar og bílarnir stopp. Ég
held áfram, enda á grænu ljósi,
en áður en ég veit af hleypur
maðurinn af stað, fyrir framan
bílana og í veg fyrir bílinn hjá
mér. Ég bremsaði strax en þeg-
ar öll hjól voru læst sá ég að
það myndi ekki duga, ég
sleppti því bremsunum og
reyndi að beygja. Því miður,
það dugði bara ekki til. Ég
hugsaði um það eftir á að
kannski hefði ég getað forðað
ákeyrslu á manninn með því
að aka á bílana á beygjuakrein-
inni vinstra megin við mig, en
mér flaug það ekki í hug og
óvíst hvaða afleiðingar slík
ákvörðun hefði getað haft.“
Árni hafði spurnir af dóms-
málum í banaslysum og hafði
hugboð um hvað væri í vænd-
presturinn hefði sagt við jarð-
arförina að ég ætti enga sök á
slysinu og ég er þakklátur fyrir
að aðstandendur mannsins líta
þannig á málið.
Ég verð alltaf stimplaður
morðingi og ég er að sjálf-
sögðu alls ekki sáttur við það.
Enn sem komið er hef ég ekki
ient í vandræðum vegna dóms-
ins, en það getur vissulega
komið að því. Eg geri mér ljóst
að breytingar taka tíma en það
eru svo margir sem hafa hlotið
þennan óréttláta dóm að það
hlýtur eitthvað að fara að ger-
ast.
Það virðist heldur engu
skipta hvernig bílslys ber að.
Alltaf er reynt að finna söku-
dólg. Það virðist vera mjög á
reiki hvað er rétt og hvað
rangt. Svo virðist stundum
sem góður lögfræðingur sé
það sem skiptir máli; hafi mað-
ur hann þá sleppi maður.
Hvort þú ert sekur eða saklaus
er þá ekki lengur aðalatriðið,“
segir Ámi Ársælsson.
Ólafur Guðmundsson: Sú miskunn-
arlausa og ruddalega meðferð sem
þolendur umferðarslysa þurfa oft
á tíðum að sæta er algjörlega ólíð-
andi og ósæmandi íslensku þjóðfé-
lagi.
Akæruvaldið: Setjum ekki
öll banaslys undir sama
hatt
„Það er ekki alltaf ákært þeg-
ar banaslys af þessu tagi verð-
ur,“ segir Bragi Steinarsson
vararíkissaksóknari, „það hafa
nokkur slík mál verið felld nið-
ur. Líkt og með önnur slys er
ákveðið hvort líklegt sé að að-
ili verði sakfelldur fyrir verkn-
aðinn og ef það er niðurstaðan
er maðurinn saksóttur. Þar
sem oft eru borin saman um-
ferðarslys og sjó- og flugslys
má geta þess að fyrir rúmum
fjórum áratugum var ákært
vegna flugsiyss á Vatnajökli
þar sem slys urðu á mönnum.
Við förum eftir opinberum
réttarfarslögum sem setja okk-
ur rammann um hvenær skuli
sækja mál. Þetta er því ekki
stefna hjá embættinu heldur
förum við einungis eftir lögum
um meðferð opinberra mála.
Það er ekki rétt að við setj-
um alla undir sama hatt og för-
um með þessi mál eins og
glæp,“ sagði Bragi ennfremur.
„Umferðaróhöpp eru tilkomin
vegna gáleysis, þetta eru slys.
Við lítum því á þetta sem yfir-
sjón en ekki brot. Þegar fólk
segir að það sé ósanngjarnt að
setja í sama flokk bílstjóra sem
hafa einfaldlega lent í óhappi
og þá sem valda slysi vegna
þess að þeir voru undir áhrif-
um þá bendum við á að dóm-
urinn yfir þeim síðarnefndu er
a.m.k. helmingi þyngri."
Það sem gildir er að negla
einhvern
Krístján Krístjánsson, 23 ára
ísfirðingur, deilir ekki þeirri
skoðun Braga að farið sé vægt
í mál fólks sem er aðilar að
banaslysum. í febrúar árið
1995 var hann búinn að vera
vörubílstjóri í fimm ár en lenti
þá í slysi sem kostaði einn
mann lífið.
„í mínu tilfelli hljjóp maður
fyrirvaralaust í veg fyrir mig, á
móti rauðu Ijósi þar sem ekki var
gangbraut. Hann lést.
Það gat hins vegar alveg eins
verið ég, eða það sem verra er:
Ég hefði getað drepið einhvern
annan. En þetta var slys."
<-
Látinn maður dæmdur
um.
„Ári eftir slysið kom dómur-
inn: Dómur 215, mannráp af
gáleysi; morðingi. Ég var
dæmdur með takmarkaða
ábyrgð og því missti ég öku-
réttindin einungis í sex mánuði
og engan skilorðsbundinn
dóm, en mjög oft fá bílstjórar á
sig hið síðarnefnda. Ég veit í
hjarta mínu að ég gat ekkert að
þessu gert og hef gætt þess að
taka þetta ekki inn á mig. Þetta
var hins vegar erfitt fyrir for-
eldra mína og systkini.
Dómar af þessu tagi eru út í
hött og segja meiri sögu um
réttarkerfið en um orsök og
ábyrgð í umferðarslysum. Það
er auðvitað mjög undarlegt að
gangandi vegfarendur og hjól-
reiðafólk séu alltaf í rétti en
ökumenn bifreiða í órétti. Í
mínu tilfelli hljóp maður fyrir-
varalaust í veg fyrir mig, á móti
rauðu ljósi þar sem ekki var
gangbraut. Hann lést. Það gat
hins vegar alveg eins verið ég,
eða það sem verra er: Ég hefði
getað drepið einhvern annan.
En þetta var slys. Hugsanlega
var maðurinn illa fyrir kallaður
og ekki með sjálfum sér. Hann
hljóp út á umferðargötu. Frá
mínum bæjardyrum séð var
það hann sem var valdur að
slysinu. Ég hafði aldrei neitt
samband við fjölskyldu
mannsins. Það var ekkert að
segja. Þau vita hvað manni
þykir hryllilegt að þetta skyldi
hafa komið fyrir. Eg frétti að
Jón S. Halldórsson var einn
besti __ akstursíþróttamaður
okkar íslendinga í mörg ár og
helsta driffjöður í málefnum
akstursíþróttamanna. Það
þóttu því kaldhæðin örlög að
hann skyldi láta lífið um aldur
fram í umferðarslysi. Eftir slys-
ið var ökumaður bíls, sem ók í
veg fyrir umferð úr gagnstæðri
átt, ákærður af ríkissaksókn-
ara fyrir manndráp af gáleysi.
Málinu lyktaði á þann veg að
bílstjórinn var sýknaður en
Jón dæmdur að honum látnum
fyrir umferðarlagabrot. Hann
lét eftir sig sambýliskonu og
eitt barn með henni en auk
þess átti hann þrjár dætur aðr-
ar. Sambýliskona hans fluttist
til Danmerkur nokkrum mán-
uðum eftir slysið svo það kom
í hlut móður hans, Önnu Ein-
arsdóttur, að fylgja málinu eft-
ir.
„Mér þótti öll meðferð þessa
máls ákaflega furðuleg,“ segir
Anna. „Ég fékk hvergi að koma
að því og ekki lögfræðingur
minn heldur. Ég var ekki látin
vita þegar málið var tekið fyrir
í undirrétti og embættið til-
kynnti mér ekki niðurstöður
dómsins. Ég frétti það hjá öðr-
um. Niðurstaðan var sú að
ákærði, bílstjórinn sem ók í
veg fyrir Jón, var sýknaður, en
Jón dæmdur fyrir umferðar-
lagabrot. Það hefur hins vegar
verið sýnt fram á að dómurinn
er byggður á hæpnum forsend-
Akstursíþróttamaðurínn Jón Sig-
urður Halldórsson lést um aldur
fram í umferðarslysi. Málsmeðferð
rannsakenda og dómsyfirvalda er
harðlega gagnrýnd af móður Jóns
og formanni Landssambands ís-
lenskra akstursíþróttamanna.
um. Eflaust má deila um hvort
hann er réttur eða rangur, en
það að dæma mann að honum
látnum finnst mér vægast sagt
ósmekklegt. Eftir kynni mín af
„kerfinu" get ég ekki sagt að
virðing mín fyrir því hafi auk-
ist.“
Anna segist hafa farið til rík-
issaksóknara áður en málið
var tekið fyrir í Hæstarétti.
Hún vildi fá að segja sína skoð-
un á málinu og taldi sig vera
með ýmis gögn sem gætu skipt
máli.
„Þeir tóku mér vel en mér
fannst þeir áhugalitlir. Ég
fylgdist með málflutningi í
Hæstarétti, en þar sem þetta
var opinbert mál fékk lögfræð-
ingur minn ekki að flytja neina
vörn í því. í réttinum sá ég
strax að ríkissaksóknari myndi
tapa málinu, bílstjórinn yrði
sýknaður og dætur Jóns fengju
engar eða litlar bætur. Knútur
Bruun var verjandi ákærða.
Hann flutti mál sitt vel og hafði
greinilega lagt mikla vinnu í
undirbúninginn. Sömu sögu er
ekki hægt að segja um Braga
Steinarsson vararíkissaksókn-
ara, sem sótti málið fyrir hönd
embættisins. Mér fannst hann
hafa takmarkaðan áhuga og að
hann hefði ekki undirbúið sig
nógu vel. Ég spurði Braga eftir
réttarhaldið hvort liann teldi
einhverjar líkur á að málið
ynnist. Hann sagðist aldrei
hafa verið eins viss um neitt.
Hann lofaði síðan að láta mig
vita hvernig hefði farið um leið
og dómur félli. Hann gerði það
aldrei og ég hringdi sjálf nokkr-
um dögum síðar og fékk að
vita niðurstöðuna; dómur und-
irréttar hafði verið staðfestur.
Ég hef aldrei ásakað
bílstjórann sem ók í veg fyrir
Jón, þetta var óhapp. Það að
verða óviljandi valdur að
dauða annars manns er
skelfilegt," segir Anna.
„Ég kannaði mál Jóns S. Hall-
dórssonar, segir Ólafur Guð-
mundsson, formaður Lands-
samtaka íslenskra aksturs-
íþróttamanna. „Engin nákvæm
rannsókn fór fram á því slysi.
Málinu lyktaði þannig að bíl-
stjórinn var sýknaður en Jón
dæmdur fyrir þrjú umferðar-
lagabrot. Hugsaðu þér! Það
gerist á íslandi að látinn maður
er dæmdur, án þess að hafa
verjanda. Aðstandendur fá
ekki að koma að málinu. Ég tel
að ]3etta sé skýlaust mannrétt-
indabrot og dómskerfinu til
háborinnar skammar. Hann er
meðal annars dæmdur fyrir of
hraðan akstur og vítavert öku-
lag. Sá dómur er byggður á
framburði vitna og ljósmynd-
um af slysstað. Ég get rakið lið
fyrir lið einstök atriði sem lögð
eru til grundvallar og sýnt
frain á að dómurinn er byggð-
ur á hæpnum forsendum, sem
sanna ekkert.“
Vararíkissaksóknari lítur
öðrum augum á málið. „Jón
var ekki hinn ákærði í þessu
máli heldur bílstjórinn og
sýkna hans var rökstudd þann-
ig að Jón ætti þarna sök að
verulegu leyti. Það er því ekk-
ert óeðlilegt við það að hann
skyldi ekki hafa verjanda," seg-
ir Bragi Steinarsson.
„Málsatvik voru þau að ég
var að koma frá Arnarstapa að
brúnni yfir Laxá. Aðstæður
voru ekki góðar, það var hálka
hér og hvar, skafrenningur og
veðrið fór versnandi. Þegar ég
átti smáspotta eftir að brúnni
tók ég eftir bíl hinum megin við
hana. Skyggnið var lélegt og
snjóruðningar í vegköntunum
gerðu það að verkum að ég sá
bílinn seinna en annars. Ég var
á undan inn á og sé stuttu
seinna að fólksbíllinn byrjar að
bremsa. Þegar ég var að koma
út af brúnni sá ég að bíllinn var
stjórnlaus og hann skellur síð-
an með vinstra frambrettið á
vinstra hornið á bílnum hjá
mér.
Framhald þessa máls er allt
hið undarlegasta. Skýrsla var
ekki tekin af mér fyrr en þrem-
ur mánuðum seinna, eftir að
pabbi hafði rekið á eftir því hjá
sýslumanninum í Stykkis-
hólmi. Það hefði dregist enn
lengur ef hann hefði ekki gert
það. Það var ekki fyrr en fjór-
tán eða fimmtán mánuðum eft-
ir slysið að mér var birt kæran
og dómurinn féll í júní á þessu
ári. Þetta var einn skrípaleikur.
Fyrst var það öll þessi töf,
teikningin af slysstað handa-
hófskennd og gerð eftir minni,
bíllinn minn var aldrei rann-
sakaður og fólksbíllinn athug-
aður lauslega í einhverjum bíl-
skúr.
Ég gerði alls ekki ráð fyrir að
verða dæmdur fyrir mann-
dráp. Ég tel engan hafa átt sök
í þessu máli, þetta var slys.
Mér fannst sækjandinn gera í
því að láta þetta líta út eins og
sökin hefði alfarið verið mín.
Farþegi sem var í fólksbílnum
bar vitni á þá leið að bílstjór-
inn hefði ætlað að ná inn á
brúna á undan mér, en það var
ekkert mark tekið á þeim fram-
burði. Lögfræðingurinn minn
keyrði sömu leið og fólksbíll-
inn og fann út að hann hefði
sennilega verið á milli 80 og 90
km hraða miðað við tíma og
vegalengd.
Glataði öllu trausti á
kerfinu
„Ég glataði öllu trausti á kerf-
inu,“ segir Kristján og heldur
áfram: „Ég áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar en saksóknari
áfrýjaði þá líka. Hann er ákveð-
inn í því að ég sé sökudólgur-
inn. Það sem gildir hjá kerfinu
er að taka þann sem eftir lifir
og negla hann. Ég var 100%
viss um sýknu eftir vitnisburð
farþegans, mælingar lögfræð-
ingsins og formgalla á málinu,
en svo fór ekki.
Ég missti vinnuna í fram-
haldi af dómnum. Hann
skemmdi því mikið fyrir mér.
Ég átti möguleika á annarri
vinnu um sama leyti og slysið
varð, en það rann allt út í sand-
inn. Ég get ekki lengur unnið
sem bílstjóri. Ég er mjög reiður
út í kerfið, út í dómarana og
aðra sem að málinu stóðu. Mér
finnst ekki ganga að allir séu
settir í sama flokk, að ég sé
flokkaður til dæmis með bíl-
stjórum sem valda banaslysi
undir áhrifum áfengis eða ann-
arra vímuefna.“
Árni Ársælsson og Kristján
Kristjánsson voru dæmdir fyr-
ir manndráp af gáleysi. Þeir
telja sig enga sök eiga á því
hvernig fór og þegar málin eru
skoðuð er auðvelt að setja sig í
þeirra spor. Þeir lentu í því,
sem enginn óskar sér, að valda
óviljandi dauða annars manns.
í kjölfarið kom dómurinn sem
mun fylgja þeim eins og skuggi
alla ævi.