Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 11

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 11
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996 11 Uppgangur öfgamanna í Evrópu er ógnvekjandi, enda sækja þeir fýrirmyndir til fasista fjóröa áratugarins. Margrét ELísabet Ólafedóttir býr í París og hefur fylgst meö Þjóöernisíylkingunni og foringja hennar, Jean-Marie Le Pen... Hvorki hægri né vinstri Leiðtogi frönsku Þjóðernisfylking- arinnar, flokks öfgasinnaðra hægri- manna, Jean-Marie Le Pen, hefur ekki gefist upp á að ganga fram af frönsku þjóðinni. Honum tekst reglu- lega að beina að sér kastljósi með óvarlegri orðanotkun, sem vel gæti verið útreiknuð mismæli um ójafn- rétti kynþátta, óbærilegan fjölda inn- flytjenda í landinu eða ofbeldi þeim tengt. Le Pen hefur ágæta ástæðu til að gefast ekki upp á að hneyksla þjóð- ina. Skoðanakannanir sýna að með hverju misseri fjölgar þeim sem finna til ákveðins andlegs skyldleika við flokkinn. í vor lýstu 19% kjósenda sig sammála stefnu Þjóðernisfylkingar- innar, í haust var talan komin upp í 28%. Að vísu er hlutfall raunverulegra stuðningsmanna — þeirra sem greiða flokknum atkvæði sitt þegar í kjörklef- ann er komið — aðeins lægra, í það minnsta enn sem komið er. Viðkvæm eyru kjósenda Stærri flokkar iandsins standa ráð- þrota gagnvart þessum uppgangi og hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að bregðast við. Fram til ársins 1986 voru Le Pen og flokkur hans óþekkt stærð í frönskum stjórnmál- um. Þjóðernisfylkingin hefur þó verið til í rúma tvo áratugi, því hún var stofnuð sama ár og Sósíalistaflokkur- inn, 1972, af forsprökkum hreyfingar sem kallaði sig Nýja skipun. Hún átti að endurreisa hugmyndafræði hægri öfgamanna, sem áttu litlu fylgi að fagna í Frakklandi eftir ósigurinn í Al- sír. Það voru helst stuðningsmenn ný- lendustefnunnar og heitfengir and- stæðingar De Gaulles sem reyndu að halda merkinu á loft. Le Pen var einn þeirra, þótt hann hafi hætt að skipta sér af flokkapólitík um tíma eftir að hann datt út af þingi árið 1962. Hann var ekki meðlimur í Nýrri skipun, en greip tækifærið þegar hreyfingin var leyst upp og tók að sér formannsemb- ætti Þjóðernisfylkingarinnar. Hann hófst strax handa við að laga stefnu- skrá flokksins að viðkvæmum eyrum kjósenda, sem ekki þoldu orðalag er minnti á fasisma millistríðsáranna. Erfiðið tók ekki að bera ávöxt fyrr en rúmum tíu árum síðar. í millitíðinni hafði Frangois Mitterrand verið kos- inn forseti og sósíalistar náð meiri- hluta á þingi. Upp frá því fór að birta yfir Þjóðernisfylkingunni. Vinstrimenn brugðust vonum þjóðarinnar Að aukið fylgi fylkingarmanna sé sósíalistum að kenna eða þakka er vafasöm söguskýring og nægir að benda á að skyldum flokkum í flestum löndum Vestur-Evrópu hefur á síð- ustu árum tekist að afla svipaðs fylg- is. Skýring á velgengni lepenista er margslungnari en svo, þótt vissulega megi fullyrða að vinstrimenn hafi brugðist harkalega þeim vonum sem þjóðin batt við þá. Fylgi Þjóðernisfylk- ingarinnar varð fyrst marktækt í bæj- arstjórnarkosningunum 1983, þótt því væri varla veitt nokkur eftirtekt af öðrum stjórnmálaflokkum fyrr en eft- ir þingkosningarnar 1986 þegar fylk- ingin fékk þrjátíu þingsæti. Aðferðirn- ar sem flokkarnir beittu í upphafi á móti þessum nýja andstæðingi hafa hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, kannski vegna þess að Le Pen fer ekki eftir sömu leikreglum og aðrir stjórnmálaflokkar. Ástæðan gæti líka verið rangar aðferðir. Gaullistar héldu að besta leiðin til sigurs væri samstarf og fóru í sameiginlegt fram- boð með lepenustum í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum. Það reyndust mistök sem fæstir kæra sig um að vera minntir á í dag. Sósíalist- um tókst litlu betur upp þegar Laur- ent Fabius, fyrrverandi forsætisráð- herra, lét hafa eftir sér þá skýringu á velgengni Le Pen að hann bæri líklega fram „réttu spurningarnar" þótt hann kæmi vissulega með „röng svör“ við þ.eim. Það verður seint hægt að kalla þetta snilldarlega greiningu á ástand- inu, því fleiri fylgdu á eftir og afleið- ingin er sú að kærkomin umræðuefni Þjóðernisfylkingarmanna eru orðin að hversdagslegu umræðuefni allra stjórnmálaflokka landsins. Þeir tala um að stemma verði stigu við „inn- rás“ innflytjenda, en þetta viðhorf kom ríkisstjórn Alains Juppé í slæma klípu í sumar þegar hópur skilríkja- lausra innflytjenda hélt út margra mánaða þrýstiaðgerðir sem enduðu með valdboði. Þær höfðu þó þau áhrif að ríkisstjórnin er að endurskoða svokölluð Pasqua-lög, sem tóku gildi fyrir þremur árum og var bæði leynt og ljóst ætlað að höfða til stuðnings- manna Le Pen. Það verður sífellt erf- iðara fyrir valdhafa að bakka og ætla sér að hunsa helstu hugðarefni Þjóð- ernisfylkingarinnar sem eru innflytj- endur, öryggismál og sérkenni þjóð- arinnar. Getuleysi ráðamanna Le Pen veit hvernig fara á að því að ásaka menn, væna þá um lygi og hug- myndastuld. Hann á auðvelt með að láta líta svo út sem hann sé fórnar- lamb, ekki aðeins hugmyndafræði- legra ránsferða heldur samantekinna ráða stjórnmálamanna og fjölmiðla um að þagga niður í honum með því að bjóða honum ekki þátttöku í pólit- ískum umræðuþáttum. Annað er í sama dúr, en engan sem séð hefur Le Pen í sjónvarpi undrar hve sjaldan honum er boðið. Það er þraut að ætla sér að halda uppi sæmilega eðlilegum samræðum við manninn. Líklega finnnur þó áhorfandinn sem heillast af ofstopanum til samkenndar með Le Pen þegar hann segist aldrei fá að komast að í umræðunni og honum sé meinað að tjá sig opinberlega. Le Pen er líka sannfærður um að hann tali í nafni þjóðarinnnar og fullyrðir blákalt að það sem hann segi upphátt hugsi þjóðin. Ofan á þessa almannatengsla- tækni, sem foringinn hefur fullkom- lega á valdi sínu, hefur ástandið í þjóðfélaginu ásamt röð hneykslis- mála ýtt undir trúverðugleika um- mæla hans. Síversnandi efnahagur, aukið atvinnuleysi, spilling og fjár- svindl tiltekinna stjórnmálamanna og jafnvel heilu flokkanna ásamt vantrú á ágæti Evrópusambandsins og Ma- astricht-samningsins hafa laðað kjós- endur að Þjóðernisfylkingunni. Getu- leysi ráðamanna til að finna viðun- andi og varanlega lausn á vanda þjóð- arbúsins gerir heldur ekkert til að draga úr trúverðugleika Þjóðernis- fylkingarmanna. Þeir bjóða freistandi lausnir, sem virðast skemmtilega ein- faldar og auðveldar í framkvæmd: „Þrjár milljónir atvinnuleysingja — það er þremur milljónum innflytjenda of mikið.“ „Ójafnréttháir kynþættir“ Atvinnuleysið er að sjálfsögðu raunverulegt, innflytjendur einnig, þótt þeir séu ekki fleiri en þeir voru í byrjun aldarinnar. En ótryggt at- vinnuástand og óvissa um framtíðina eru ágætur jarðvegur fyrir skoðanir sem boða afturhaldssemi, þjóðrækni, lokuð landamæri á menn og vörur og valdboð. Le Pen hamrar einnig á hnignun þjóðfélagsins og bendir á sökudólginn; nærveru óæðri kyn- þátta (!). Hann segir það ekki beinum orðum þótt hann hafi ekki verið langt frá því í haust þegar hann talaði um „ójafnréttháa kynþætti". í orðunum liggur að franska þjóðin hafi náttúru- lega yfirburði og rétt fram yfir aðrar þjóðir. Svipaðan málflutning má finna hjá öllum öfgasinnuðum hægriflokk- um Evrópu sem berjast gegn Evrópu- sambandinu. Það nægir að benda á slagorð frönsku þjóðernissinnanna: Hvorki hægri né vinstri. Le Pen hefur hins vegar forðast að sækja fyrir- mynd til eins ákveðins flokks úr for- tíðinni. Til að ná eyrum sem flestra maliar hann saman ósamstæða og órökrétta stefnuskrá sem höfðar til ólíkra hagsmunahópa og stétta. Þar er að finna skýringuna á sambúð strangtrúaðra kaþólikka og heiðingja, frjálshyggjumanna og verndarsinna, aðdáenda Reagans og hatursmanna Mikka músar. Le Pen hefur reynt að fara í mál við fjölmiðla sem kalla hann öfgasinnaðan hægrimann, en það breytir ekki staðreyndum sem sagan styður. Þetta er ekki í fyrsta skipti í sögunni sem efnahagskreppa og ráða- leysi stjórnvalda reynast frjór jarð- vegur fyrir öfgasinnaða afturhalds- semi og þjóðernisrembing sem telur sig hvorki til hægri né vinstri. Le Pen: Ofstopamaður sem fullyrðir blákalt að hann segi upphátt það sem þjóðin hugsi þegjandi. „Að aukið fylgi fylkingarmanna sé sósíalistum að kenna eða þakka er vafasöm söguskýring og nægir að benda á að skyld- um flokkum í flestum löndum Vestur-Evrópu hefur á síðustu árum tekist að afla svipaðs fylgis. Skýring á velgengni lepenista er margslungnari en svo, þótt vissulega megi fullyrða að vinstrimenn hafi brugðist harka- lega þeim vonum sem þjóðin batt við þá. Fylgi Þjóðernisfylk- ingarinnar varð fyrst marktækt í bæjarstjórnarkosningunum 1983, þótt þvíværi varlaveitt nokkur eftirtekt af öðrum stjórnmálaflokkum fyrr en eftir þingkosningarnar 1986 þegar fylkingin fékk þrjátíu þingsæti.“ Hvers vegna eru allar jólaseríur hvítar? Þrátt fyrir fréttir af sláandi lélegum niður- stöðum um frammistöðu íslenskra barna úr fjölþjóðlegri rannsókn á þekkingu nemenda á náttúrufræði og stærðfræði ber að fagna allri umræðu um skólamál og rannsóknum á því sviði. íslendingar ættu að auka stórlega allar slíkar rannsóknir. Á fundinum þar sem niðurstöðurnar voru kynntar kom fram í máli manna að til einhverra aðgerða yrði að grípa. Á fyrstu alþjóðlegu ráð- stefnunni um rannsóknir á þátttöku foreldra í menntun barna sem haldin var hér í Kaup- mannahöfn í síðustu viku kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Education is partnership". Þar voru kynntar rannsóknir og niðurstöður á þátttöku foreldra í menntun barna sinna, annars vegar með beinni þátttöku í skólastarfi og hins vegar á þætti foreldra í upp- eldi og heimanámi barnanna. Allflestar niðurstöður bentu til þess að far- sælt samstarf heimila og skóla væri lykillinn að betri árangri nemenda. Einnig kom fram að ekki væri nóg að foreldrar og skólar væru í samstarfi heldur þyrftu skólayfirvöld á hverjum stað að vera með í samvinnunni. í máli eins fyrirlesar- Bréf frá Kaupmannahöfn Auður Stefánsdóttir skrifar ans, sem kom frá Bandaríkjunum, kom fram að þrátt fyrir sláandi niðurstöður úr mörg- um skólakönnunum sem gerðar eru þar í landi virðist lítið sem ekkert gerast í málunum og sami vandi kemur upp aftur og aftur. Hann hélt því fram að ef samvinna foreldra og skóla væri meiri yrði þrýstihópurinn nægilega stór til að eitthvað raunhæft yrði aðhafst. Yfirvöld létu reka á reiðanum á meðan enginn þrýsti verulega á um úrbætur. Og þá kem ég aftur að ísiensku nemendunum. Vonandi bera íslensk yfirvöld gæfu til að taka á málunum. Það er nefnilega ekki nóg að hafa uppi stór og falleg orð um að nú verði gripið til ein- hverra úrræða. Það þarf að fylgja niðurstöðunum eftir með aðgerðum. Og til þess að eitthvert vit verði í að- gerðunum verður að koma til samvinna yfir- valda, foreldra og kennara. Einhvers staðar ligg- „Oft hefur verið talað um að íslendingar byrji „jólabrjálæðið11 snemma en hér er allt orðið skreytt og meira að segja hinn almenni borgari er í óðaönn að setja jölaseríur í glugga og á tré í garðinum. Eitt er þó einkenn- andi fyrir þessi ljós. Þau eru öll hvít, ekki ein einasta lituð pera nokkurs staðar!“ ur orsök vandans og vonandi finnum við hana og vinnum okkur út úr vandanum. Á sama tíma og rannsakendur úr öllum heims- hornum voru að kynna niðurstöður sínar voru Kaupmannahafnarbúar í jólaskapi viðstaddir þegar kveikt var á ljósunum á Kóngsins nýja- torgi um helgina. Torgið er allt uppljómað og eins er með byggingarnar í kring. Oft hefur verið talað um að íslendingar byrji „jóiabrjálæðið" snemma en hér er allt orðið skreytt og meira að segja hinn almenni borgari er í óðaönn að setja jólaseríur í glugga og á tré í garðinum. Eitt er þó einkennandi fyrir þessi ljós. Þau eru öll hvít, ekki ein einasta lituð pera nokk- urs staðar! Magasínin hamast við að senda bæklinga í hús þar sem væntanlegir kaupendur geta í ró og næði ákveðið um hvað þá vanhagar mest. I einum slíkum bæklingi var mynd af ein- hvers konar kertastjaka sem var sérstaklega út- búinn þannig að hann gæti hangið á jólatré. Þeg- ar forvitnast var um hvort virkilega væru ennþá notuð lifandi ljós á jólatré í Danmörku leit við- mælandinn undrandi upp og sagði að svo væri. Síðan bætti hann við: „Eg er viss um að þú notar rafmagnsljós og heldur „amerísk" jól og ég er líka viss um að þau eru þar að auki marglit." Fyr- irlitningin leyndi sér ekki. Það lá við að jóla- stemmningin hyrfi og sektarkennd yfir öílum þessum marglitu jólaseríum yfirgnæfði tilhlökk- unina til jólanna. En að minnsta kosti var komin skýring á því hvers vegna allar jóiaseríur í Kaup- mannahöfn eru hvítar.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.