Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 15
RMMTUDAGUR 28. NOVEMBER1996 15 Skörp ádeil Lávarður heims Ólafur Jóhann Ólafsson Vaka-Helgafell 1996 ★★★ Bók Ólafs Jóhanns kom mér verulega á óvart; ánægjulega á óvart. Áður hafði ég les- ið Fyrirgefrtingu syndanna en Sniglaveisluna las ég ekki. Og mun víst ekki hafa misst af miklu að sögn. En þessari bók hefði ég ekki viljað missa af. Mér finnst kveða við nýjan tón hjá Ólafi; hann byggir ekki upp mikla spennu í byrjun eins og í Fyrirgefningu syndanna, sem hélt manni forvitnum bókina á enda. í þessari bók, sem er skrifuð með þessum undirljggj- andi trega sem mér finnst ætíð fylgja Ólafi Jóhanni, rennur frásögnin áfram átakalaust. Aðalpersóna bókarinnar er Tómas Tómas- son, ósköp venjulegur maður sem býr í New York ásamt syni sínum og konu. Kona hans og sonur eru það sem líf hans snýst um og hann vinnur ekki af ánægju, heldur vegna þess að hann verður að vinna fyrir fjölskyld- unni. Dag einn breytist allt í lífi Tómasar og breytir honum sjálfum á ótrúlega skömmum tíma. Kona hans lætur sér fátt um finnast og heldur sínu striki og á milli þeirra skapast gjá sem virðist óbrúanleg. Þessi saga er ádeila; sterk ádeila og greini- lega skrifuð af manni sem þekkir það sem hann deilir á. Hann dregur ríka og snobbaða gerviliðið sem mælir manndóm í peningum sundur og saman í háði. Hann þekkir vel alla staðhætti og veit greinilega hvernig þetta fólk lifir og hvernig á að haga sér innan um það. Veikleiki bókarinnar er persónusköpun Ólafs. Eins létt og hann á með að skrifa finnst mér hann ekki skapa sterkar persónur eða draga upp nægilega ljósa mynd af þeim. Kristín, kona Tómasar, fær sjaldan orðið og var ég aldrei ánægð með hve Ólafur gaf lítið færi á henni; að kynnast henni örlítið betur hefði gefið bók- inni meiri fyll- ingu. Villa, drengnum þeirra, gerði hann hins veg- ar betri skil. Aðrar persónur koma lítt við sögu, utan Frakkinn Monsieur Pian, sem var nokkurs konar ráðgjafi Tómasar. Ólafi tekst vel upp og skapar með honum eftirminnilega og skemmtilega persónu. Ekki síður dregur hann upp háðska mynd af athafnamanninum og bókaútgefandanum Hólmgeiri Gústafs- syni. Það sama gerði hann með ræfils útgáfu- stjórann, þótt ekki segði hann margt. Þessi bók hafði sterk áhrif á mig og það var nokkuð sem ég átti ekki von á frá Ólafi Jóhanni. Síst af öllu að hann myndi deila svo harkalega á það sem hann sjálfur lifir og hrærist í dagana langa. Ólafur Jóhann hefur ekki verið „in“ hjá „listaelítunni“, en mér finnst að hann eigi að fá að njóta sannmælis. Þeir sem telja sig sjálfskipaða dómara um hvað séu góðar bækur og slæmar veita honum oft slæma út- reið og tala um ófrumleika og að hann skrifi ekki um neitt nýtt o.s.frv. En um hvað eru bækur? Þær eru um það að lesandinn hafi ánægju af að lesa þær og skilji eftir sig eitt- hvað í brjósti manns. Veki ákveðna tilfinn- ingu hjá lesandanum. Og það er einmitt það sem þessi bók gerði; festi hana í höndum mér og kom af stað ákveðnum hughrifum sem skildu eftir hugsun um tilgang lífsins. Bergljót Davíðsdóttir Hvaða bækur ætlarðu ekki að láta framhjá þér fara? Jón Ólafsson tónlistarmaður: „Ég verð að lesa Guðmund Andra Thorsson, íslandsförina, og svo er kominn tími til að ég láti hvorki Myndina af Dorian Gray né Dr. Zhivago framhjá mér fara lengur." Guðríður Haraldsdóttir dag- skrárgerðarkona: „Ég ætla ekki að missa af Vigdísi af því ég var svo hrifin af Grandavegi 7, ég hef lesið allt eftir Andra Snæ Magnason, sem ég hef óbilandi trú á, og ætla að lesa Engar smá sögur og svo hef ég í hyggju að lesa Draugasinfóníu Einars Arnar Gunn- arssonar, en hann fær mig alltaf til að flissa.“ Siguijón Ragnar, ljósmyndari og bjargvætt- ur: „Mig dauðlangar að lesa bókina um Benj- amín H.J. Eiríksson sem Hemnes Hólmsteinn Gissurar- son skrifar og Bessastaðabœk- ur foringjans. Regnbogann í póstinum eftir Gerði Kristnýju er ég svo ákveðinn í að lesa eingöngu í þunglyndisköstun- um í skammdeginu." Anna Dóra Antonsdóttir Bert er ekki af baki dottinn ★★ Bækurnar um Bert hafa verið ofarlega á metsölulista barna og unglingabóka undan- farin ár. Anders Jacobsson og Sören Olsson virðast skírskota til íslenskra lesenda ekki síður en sænskra. í Játningum Berts verður söguhetjan Bert fimmtán ára, með öllu sem því fylgir. Hann eignast skelli- nöðru, fermist og er í eilífri bar- áttu við vakn- andi kynhvöt. Af þeim sex klíkum sem hann til- heyrir er kvennafarsklík- an án efa mikil- vægust. Sagan, eins og fyrri sögur um Bert, er skrifuð í skemmtilegum ýkjustíl sem höfðar bæði til barna og full- orðinna, þótt hann hafi e.t.v. ekki verið mikið notaður í barna- bókum. Ýkju- sögur hafa löng- um átt upp á pallborðið og svo er enn. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Gegnum grínið má lesa um erfiðleika Berts á þessu æviskeiði. Erfiðleika sem margir unglingar þekkja af eigin raun og og sjá sjálfa sig í sögumanninum og dagbókarskrifaranum Bert Ljung. Ein leiðin út úr veseninu er að hlæja að öllu saman. Það er ekki öllum hent en uppskriftin er á bls. 72: „Ef ég gæti hlegið að því hversu ljótur ég væri gæti ég séð sjálf- an mig utanfrá og þá myndi mér ekki finnast ég ljótur lengur.“ Tæpt er á ýmsum samfé- lagsmálum, samkynhneigð o.fl., en ekki farið mjög djúpt. Það er svo sem allt í lagi. Aðrir skrifa um það. Hugmyndin að dag- bókum Berts er góð. Hins vegar má ofnota allar hugmyndir, jafn góðar sem slæmar, og spurning hvort ekki sé komið nóg af Bert og dagbókum hans. Auðvitað má segja sem svo að rétt sé að nota hugmyndir meðan þær seljast. En samt. Myndir gerir Sonja Hardin og eru þær í stíl við söguna. Jón Daníelsson þýðir bókina og gerir það þokkalega en hefði hér og þar mátt huga betur að málfari. Stuttir kaflar og stórt letur gera þessa bók aðgengilega fyrir seinlæsa og má taka það til fyrirmyndar. Skjaldborg gefur bók- f)á ex kátíðl <£þegar. íslenski ostunnn er kominn á ostabakkann, fjegar hann kórónar niataajcrdina - bmWur eða djújisteiktur - eda er einfjalMéaa settur beint í munninn Hta í krtjddoTÍu Frábær með fersbu salati og sem snarl. <3Mascavfitíne Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. (jplvítm kastati Með fersfeum ávöxtum eða einn og sér. (áþrie Með feexinu. brauðinu og ávöxtunum. Mjög djup- eða smjörsteibtur. %/anumbirt Einn og sér, á ostabafefeann og í matargerð. GÚljómaostur Á bexið, brauðið, í sósur og ídýfur. 3)lon -Jj£)mion Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. t/xusjr/a Mest notuð eins og hún bemur fyrir en er einfear góð sem fylling í fejöt- og fisferétti. Bragðast mjög vel djúpsteifet. oPort (ójalut Bestur með ávöxtum, brauði og feexi. Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í fejöt- og fisbrétti. Góður einn og sér. <£Pepperoneostur Góður í ferðalagið. (cplvítlauks sðric Kærbominn á ostababbann. með feexi, brauði og ávöxtum. ÍSLENSKIR OSTAiý „HÍINASt,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.