Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.11.1996, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996 Ein af þeim hljómsveitum sem senda frá sér geisladisk fyrir jólin er tríóið Botnleðja, sem hefur verið talsvert í sviðsljósinu á líðandi ári. Svana Gísladóttir fann þá félaga á Bíóbarnum x)g höfðu þeir ýmislegt fram að færa... Pað hafa eflaust margir beðið spenntir eftir nýrri plötu frá hljómsveitinni Botnleðju sem kom eft- irminnilega á óvart með fyrri plötu sinni, Drullumalli, fyrir ári. Síðan þá hafa Botnleðju-piltar verið iðnir við að spila út um allt land og meðal ann- ars spilað á tónleikum með nokkrum þekktustu sveitum Bretlands og ávallt fengið frábærar viðtökur. Þeir eiga nú aðdáendur á borð við Bubba Morthens og Damon Albarn og virð- ist æska landsins hafa tekið ástfóstri við þessa hafnfirsku drengi. í kvöld eru útgáfutónleikar í íslensku óper- unni til heiðurs nýútkominni plötu piltanna sem kallast Fólk er fífl. Lá því beinast við að spyrja þá Halla, Heið- ar og Ragga hvort þetta væri ekki full- yfirlætisleg yfirlýsing á landann svona rétt fyrir hátíðirnar? Heiðar: „Nei, alls ekki, við erum ekki að tala niður til neins og í raun ekki að segja neitt nýtt. Mannskepnan getur verið fífl og við þar með taldir, við erum fólk og bölvuð fífl! Það er engin ástæða til að móðgast." Er þetta þá kannski þema plöt- unnar, fjalla textarnir um mann- lega hegðun? Haili: „Heiðar semur nú flesta text- ana.“ Heiðar: „Ja, ég var í verbúð á Vest- fjörðum og kynntist þar miklu af góðu fólki, var þarna í þrjár vikur, borðaði góðan mat og reyndi að kynnast fólk- inu. Þarna urðu textarnir svo til, þessi verbúðar-fílingur er gegnumgangandi á plötunni; fiskurinn, kreppan, slor- ið...“ Hmmmm? Heiðar: „Neinei, textarnir fjalla bara um hversdagsleikann og ekki neitt. Þetta eru allt æðislegir textar!" Fyrri platan ykkar gekk vonum framar og vakti athygli fyrir fersk- leika og kraft, notuðuð þið sömu aðferðir við upptökur þessarar plötu? Raggi: „Nei, þessi er mun vandað- ari, enda lögðum við mun meiri tíma í þetta núna.“ Heiðar: „Við fyrri plötuna notuðum við tuttugu og fimm stúdíótíma, eða tvo daga, í upptökur og höfðum því engan tíma til að nostra við útsetning- ar eða spilamennsku. Það gerði það að verkum að platan virkaði hrá, sem kom bara vel út. Núna hins vegar vor- um við rúmar tvær vikur í hljóðveri og vönduðum okkur meira, lögðum mun meiri vinnu í allan frágang og er- um bara mjög ánægðir með útkom- una. Þetta er frábær plata!“ Það hefur verið sagt ykkur til hróss að þið séuð blessunarlega lausir við svokölluð „MTV-áhrir‘ ogykkur hefur jafnvel verið líkt við S/H-draum... Raggi: „Ég hef nú bara aldrei heyrt í S/H-draum!“ Halli: „Ég var að hlusta á þá fyrst í gær og þeir eru frábærir. En það er al- gjör tilviljun að tónlistinni okkar svip- ar til þeirra." Heiðar: „Fólk er sífellt að líkja okk- ur við hitt og þetta, en það er alveg úr lausu lofti gripið. Við erum sjálfsagt undir áhrifum frá þeirri tónlist sem við höfum hlustað á í gegnum árin, en það er engin ein hljómsveit öðrum fremur." Halli: „Við vorum í því á tímabili að grafa upp helst óþekktar hljómsveitir sem enginn hafði heyrt um og segja: Hey, þú verður að heyra í Skúbbídú, tvær góðar plötur. Það er kominn tími til að breyta um umhverfi og við erum að gæla við að fara til Lundúna í vor. Raggi: „Það er eins og það liggi álög við að segjast ætla að fara út að meika það, þannig að við segjumst bara ætla að flytja út og hafa gaman; njóta lífs- ins.“ Halli: „Og það vill svo skemmtilega til að við erum í hljómsveit og höldum því kannski nokkra tónleika..." Er stefnan sett á heimsfrœgð? Halli: „Við hugsum nú lftið um svo- leiðis, þetta er ekki spurning um frægð. Það væri bara skemmtilegt að geta lifað á því sem maður hefur gam- an af að gera, en þetta er líka spurn- ing um að vera heppinn.“ Eruð þið tilbúnir með eitthvert efni á ensku? Heiðar: „Við erum að vinna að því núna. Það er ferlega skrýtið að heyra lögin okkar á ensku, — við erum eig- inlega hálffeimnir við þau!“ Halli: „Kannski gefum við þetta bara út í Færeyjum eða Indlandi..." Raggi: „Vissuð þið að það eru fram- leiddar miklu fleiri kvikmyndir á Ind- landi en í Hollywood!“ Heiðar: „En við erum komnir með enskt nafn; Silt!“ Halii: „Fleiðar fann það inni á kló- setti...“ Heiðar: „Nei, ég fann það á Vest- fjörðum, enda uppalinn þar og...“ þeir eru geð- veikir! Þannig datt maður niður á alls k o n a r skemmtilega tónlist. En það er rétt að við horfum aldrei á MTV.“ Raggi: „En við ætlum samt að senda þeim myndbandið okkar..." Heiðar: „Við vorum einmitt að klára eitt núna, eiginlega svona saka- mála-stuttmynd; morð og læti.“ Halli: „Og við erum í jakkafötum með sítt að aftan..." Fylgist þið með því sem er að ger- ast í íslenskri tónlist og útgáfu? Raggi: „Meirihlutinn er sama fólkið að gera sama hlutinn aftur og aftur, eina breytingin sem verður er hver vinnur með hverjum. Maður er löngu búinn að missa alit álit á þessu." Heiðar: „En það er hellingur að ger- ast, bara ekki endilega í útgáfu. Þetta fer að breytast, „undergroundið" er að koma upp á yfirborðið.“ Halli: „Það er fullt af góðum bönd- um að spila; Stjörnukisi, Maus, Mósa- ík... og tölvuhljómsveitin Hankar frá Keflavík!" Raggi: „Brim, Indígó og fleiri. Málið er bara að markaðurinn er svo lítill og ekki bætir úr skák þegar örfáir aðilar stjórna honum.“ Halli: „Þess vegna er svo freistandi að fara út. Það segir nú sitt þegar ein hljómsveit er farin að fá sem nemur höfðatölu íslands á eina tónleika!" Þið eruð þá að hugsa ykkur til hreyfings? Heiðar: „Ja, okkur finnst við vera búnir að gera það sem við stefndum að hér heima, — bara Hemmi Gunn eftir og þá er þetta búið! Við erum búnir að spila mikið og komnir með Desert Storm... Ari Eldjárn skrifar um kvikmyndir Franskur fíflaskapur Courage Under Rre ★ ★★ Aðalleikendur: Denzel Washing- ton, Meg Ryan, Lou Diamond Phillips og fleiri. Leikstjóri: Edward Zwick. Denzel Washington fer með aðalhlutverkið í þessari mynd sem er eftir Edward Zwick, leikstjóra hinnar stórgóðu myndar Glory. Washington leikur foringja í hernum sem drepur fyrir slysni einn af sínum eigin mönnum og gerist í kjölfar þess drykkfelldur og einangr- aður. Til að rífa hann upp úr ruglinu bregður háttsettur vin- ur hans á það ráð að fela hon- um rannsókn máls í tengslum við heiðursorðu þingsins, en í fyrsta skipti í sögu Bandaríkj- anna er það kona sem er til- nefnd. í fyrstu virðist ekkert sérstakt vera til þess að at- huga; menn eru ásáttir um at- burðinn, en þegar Washington fer að taka eftir misræmi í frá- sögn mannanna kemst hann að því að eitthvað er ekki með felldu. Meg Ryan leikur hetj- una Karen Walden sem er til- nefnd til orðunnar og Lou Di- amond Phiilips leikur hörku- tól úr hópi hennar sem virðist hafa átt erfitt með að beygja sig undir stjórn konu. Ryan er góð og skilar persónunni án þess að ofleika eða verða kven- remba og Phillips er týpískur „Tough Guy“. Bardagasenurnar í Persa- flóastríðinu eru einstaklega vel útfærðar og grípandi og eru þar að auki allar í flassbakki og koma margar útgáfur af þeim. Ofan á allt saman bætist Wash- ington, með allar sínar sálar- flækjur, og verður rannsóknin smátt og smátt leit að sann- leikanum en ekki að verðandi orðuhafa. Denzel verður að gera upp við sig hvort hann vill njóta verndar ríkisstjórnar- innar eða hvort hann vill segja sannleikann um ábyrgð sína á dauðsfalli í sínu eigin liði og gera það upp við samvisku sína. Edward Zwick er mjög fær leikstjóri, að vísu fannst mér seinasta mynd hans, Legends of the Fall, ekki góð (Brad Pitt eyddi meiri tíma í að strjúka um sítt hár sitt og sýna betri vangann heldur en að leika vel) en þessi olli mér ekki von- brigðum. Mér fannst leikararn- ir standa sig stórvel og sömu- leiðis leikstjórinn, en það besta var án efa þessi réttlæt- istilfinning sem myndin bar með sér. Hún sýndi mjög vel hversu blind bandaríska þjóð- in getur verið og hin fáránlega þjóðremba sem fyrirfinnst í myndum á borð við ID4 er ekki til staðar. Myndin er yfirhöfuð mannleg, spennandi og skemmtileg. Verndarenglarnir ★ Aðalhlutverk: Gérard Depardieu og Cristian Clavier. Leikstjóri: Jean-Marie Poire. Flestir kannast án efa við hinn stórgóða franska leikara Gérard Depardieu og minnast stórleiks af hans hendi í mynd- um á borð við Cyrano de Berg- erac. Það hljómaði hreint ekki illa að myndin væri grínmynd eftir leikstjóra Les Visiteurs og með Depardieu I aðalhlutverki, og varð það helst til þess að ég varð fyrir vonbrigðum með hana. Depardieu ofleikur svo innilega að það er sorglegt og mótleikari hans, Christian Clavier, er hreint út sagt hund- leiðinlegur. Myndin stólar á aulahúmor sem er keyrður áfram á svo miklum hraða að manni líður illa. Ef maður missir úr ekki nema tíu sekúndur þá er mað- ur strax kominn í vanda með að fatta hvað er að gerast. Plús það tala leikararnir svo hratt að þýðandinn hefur varla við og kemur textinn ýmist of seint, of hratt eða þá að hann kemur alls ekki. Klippingin er léleg sem og myndatakan og bætir það ekki úr skák að leikstjórinn hefur þann galla að keyra myndina hvað eftir annað á vitlausum hraða og með vitlausum áherslum. Kemur þetta fyrir hvað eftir annað og nægir að nefna það hversu langdregin og leiðinleg byrjunin og hversu fijótur og torskilinn endirinn er. Verndarenglarnir eru mis- heppnuð mynd sem menn hafa greinilega ekki vandað sig við að gera og sést það best á end- atekreditnum, þar sem maður heyrir hvernig leikstjórinn stjórnar leikurunurti. Frekar kysi ég franska mynd sem reið- ir sig á gott handrit og góða leikstjórn en ekki bara góða leikara og góðan leikstjóra.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.