Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 23
FlMIVmiDAGUR 28. NÓVEMBER1996
23
Rice
Su Tong
Touchstone Books 1995
Hrísgijóna*
rómanaf
bestugerð
Kínverski rithöfundurinn Su Tong
komst á spjöld bókmennta- og kvik-
myndasögunnar þegar hann skrifaöi
skáldsöguna Rauöi iampinn. í kjölfar-
ið var gerö kvikmynd, sem hlaut meö-
al annars útnefningu til Óskarsverö-
launa, og var hún sýnd til langs tíma í
kvikmyndahúsl hér i borg viö gríöarleg-
ar vinsældir. Fyrir þá sem hrifust af
Rauöa lampanum er nýjasta bók Su
Tong, Rice, algjör skyldulesning.
í Rice er sögð saga sveitadrengs-
ins Rve Dragons. sem heldur til borg-
arinnar eftir aö uppskerubrestur hefur
oröiö í heimabyggö hans. Hann er
svangur og hrakinn þegar Feng-fjöl-
skyldan skýtur yfir hann skjólshúsi. Fi-
ve Dragons fær vinnu hjá fjölskyldunni
og ílendist því lengi. Hrisgrjónabrask
er aöalatvinnuvegur Feng-fjöiskyldunn-
ar, sem samanstendur af öldnum föö-
ur og tveimur dætrum, Cloud Silk og
Cloud Weave. Systurnar eru eins og
dagur og nótt; Cloud Silk er iöin og
sinnir fjölskyldufyrirtækinu af alúö en
Cloud Weave lætur illa aö stjórn og
upphefð hennar felst I því aö vera ein
fjölmargra hjákvenna yfirstéttarmanns
í borginni. Koma Five Dragons til fjöl-
skyldunnar raskar jafnvægi hennar og
örlagaþræöimir taka aö spinna marg-
slunginn vef. Þaö væri tll þess aö
eyöileggja fyrir lesendum aö fara nán-
ar út i söguþráöinn.
Rice er kraftmikil bók sem strax í
upphafi hrifur lesendur meö sér til
hins aldagamla þjóöfélags Kína.
Bókin er 266 siöur, fæst hjá Máli
og menningu og kostar 1.395 krónur.
Tím Willocks
Bloodstained Kings
Arrow 1995
Haftur,svikog
hefrídaitKNSti
Bloodstained Kings er þriöja bók
bandariska rithöfundarins Tims
Willocks; en síöasta bók hans, Green
River Rlsing, var metsölubók og nú er
veriö að festa hana á filmu vestur í
Hollywood.
Meö Bloodstained Kings hefur Tim
Willocks enn tekist aö slá naglann á
höfuöiö, enda augljóslega á feröinni
maður sem kann að segja sögu.
Bloodstained Kings er mikil saga og
skartar afar fjölbreyttri og áhugaveröri
flóru persóna. Þrjár persónur eru þó í
aöalhlutverkum en þær eru hinn llli
vöröur laganna Clarence Jefferson,
moldrík kaupsýslukona aö nafni
tenna Parillaud og undarlegur geö-
læknir. Dr. Cicero Grimes.
Söguþráöur bókarinnar er talsvert
flókinn en i stuttu máli er hann á
þessa leiö: Lenna er aöframkomin af
sorg vegna missis dóttur sinnar en
hún er einnig heltekin af hefndarþrá í
garö elgínmanns síns. sem nam dótt-
urina á brott. Þá er geölæknirinn
Grimes, þvert gegn vilja sinum, feng-
inn til þess aö hafa upp á dótturinni
og færa hana til móöur sinnar. Á
þessu stigi taka málin að flækjast og
lesandinn er í hrikalegri spennu allt til
söguloka.
Bloodstained Kings er framúrskar-
andi spennusaga þar sem þráhyggja
persónanna, hatur og hefnarþorsti
keyra hana áfram. Þaö er hikstalaust
hægt aö mæla meö Bloodstalned
Kings fyrir unnendur vandaöra
spennusagna.
Bókin er 386 síöur, fæst hjá Máli
og menningu og kostar 1.195 krónur.
„ Textarnir eru ritskoðaðir,
því þeir verða að vera guði
þóknanlegir. Þegarmikið erí
lagt eru trúarstundir á Omega
eins konar sveitatónlistar-
veizlur, tónleikarmeð vitnis-
burði trelsaðra sála. Sameig-
inlegt með flestum þeim tón-
listarmönnum, sem þarna
koma fram, sumum hreint
ágætum, er að þeir voru djúpt
sokknirf áfengi, eiturlyfog
soralifnað, en „sáu Ijósið og
frelsuðust
Þótt ég hafi ekki lagzt í mikl-
ar pœlingar við að kynna mér
þetta íslenzk/ameríska sér-
trúarsjónvarp ermérfyrir-
munað að skilja hvaða erindi
þessi bandarísku trúarvakn-
ingamyndbönd eiga til ís-
lendinga, sem fœstirtaka trú-
mál mjög alvarlega, hvað þá
svona biblíubeltishalelúja
Sjónvarp Omega: Guð minn góður!
Fiölmiðlar
Halldór Halldórsson
skrifar
Iþessum pistium hefur aldrei
verið fjallað um sjónvarps-
stöðina Omega, trúboð á öld-
um ljósvakans, sem greinilega
er að mestu leyti byggð upp að
fyrirmynd sjónvarpstrúboðs-
ins í Bandaríkjunum. Raunar
virðist uppistaða efnis á Om-
ega-stöðinni vera myndbönd
frá trúboðssjónvarpi í suður-
ríkjum Bandaríkjanna með
huglækningastjörnum eins og
Benny Hinn og sértrúarsjón-
varpsprédikurum, sem reyna
af fremsta megni að færa boð-
un guðs orðs í búning gulli
sleginnar sýningar, og loks
sveitasöngvurum. Þá er skotið
inn viðtölum og bænum frá
sérstökum gestum trúboðsins.
Það eru gjarnan menn, sem
eru titlaðir doktor þetta og
doktor hitt, sólbrúnir og sæl-
legir náungar, sem svara
spurningum um efni nýrra
bóka þeirra um söluvænlegar
túlkanir á Biblíunni.
Á dögunum var t.d. viðtal
við dr. Jay (eða var það dr.
Snell?), þar sem hann færði
rök, með aðstoð biblíutilvís-
ana, fyrir því, að það væri ekki
einungis guði þóknanlegt,
heldur skylda hvers manns, að
safna að sér eins miklum auð-
æfum og hann gæti. Höfundur-
inn lýsti bókinni og gerði efni
hennar spennandi fyrir auð-
trúa sálir. Hér væri á ferðinni
handbók (,,how-to“-bók) um
það hvernig Biblían beinlínis
kenndi mönnum að safna ver-
aldlegum auði! Og um leið og
doktorinn flutti söluræðu sína
um bókina heyrðust prédikar-
inn (frelsaður plötusnúður) og
kona hans (frúrnar eru gjarnan
með, allar blondínur af fyrstu
gráðu) stynja reglulega í kór:
Halelúja, amen! Og að lokinni
bókarkynningu flutti bókarhöf-
undur hins nýja sannleika
bæn, sem í raun var framhald
af bókarauglýsingunni. Hale-
lúja, amen!
Sveitatónlist — ritskoðaðir
textar
Mikilvægur hluti sjónvarps-
trúboðsins eru silkimjúk Nas-
hville-sveitalög með innblásn-
um texta hins frelsaða manns
og þátttaka gesta í upptökusal.
Opinber tónlist þessara bók-
stafstrúarmanna er sveitatón-
list með trúarlegum textum
eða sakleysislegum textum um
ástina. Textarnir eru ritskoð-
aðir, því þeir verða að vera
guði þóknanlegir. Þegar mikið
er í lagt eru trúarstundir á Om-
ega eins konar sveitatónlistar-
veizlur, tónleikar með vitnis-
burði frelsaðra sála. Sameigin-
legt með flestum þeim tónlist-
armönnum, sem þarna koma
fram, sumum hreint ágætum,
er að þeir voru djúpt sokknir í
áfengi, eiturlyf og soralifnað,
en „sáu ljósið og frelsuðust“.
Þótt ég hafi ekki lagzt í mikl-
ar pælingar við að kynna mér
þetta íslenzk/ameríska sértrú-
arsjónvarp er mér fyrirmunað
að skilja hvaða erindi þessi
bandarísku trúarvakninga-
myndbönd eiga til íslendinga,
sem fæstir taka trúmál mjög al-
varlega, hvað þá svona biblíu-
beltishalelúja. Eiríkur Sigur-
bjömsson, forsvarsmaður Om-
ega, sagði á dögunum í Dags-
Ijósi sjónvarpsins, að áhorf
væri um 3%. Það er ótrúlega
mikið, því bandaríska sjón-
varpstrúboðið er í sannleika
sagt á skjön við upjjlag, upp-
eldi og menningu Islendinga.
Hvað svo sem segja má um
verulegt umburðarleysi íslend-
inga almennt, þá eru þeir þó
umburðarlyndir í trúmálum.
Gráhærðir Presleyar boða
vist í helvíti
Þetta umburðarlyndi er ekki
sjáanlegt í bandarískum trúar-
þáttum Omega. Hingað til hafa
Islendingar leikið tveimur
skjöldum með því að vera
hvort tveggja í þjóðkirkjunni
lútersku og hinir mestu efa-
hyggjumenn. í prédikun á Om-
ega var hins vegar hamrað á
því, að ekki einungis trúleys-
ingjar lentu í helvíti, heldur
líka efasemdarmenn. Yfir-
borðskennd þeólógía prédik-
arans var sú, að „ef þið trúið
ekki á Satan farið þið á mis við
vizku og kærleika guðs“... Og
ef „þið efasemdarmenn haldið
áfram að efast... lendið þið í
helvíti", sagði sjónvarpsklerk-
urinn, sem leit út eins og gam-
all pg gráhærður Presley.
„Ég finn þetta í hjarta mér,“
sagði hann og tók um magann
á sér!
Ekki má skilja orð mín sem
svo, að ég sé á að mæla gegn
sjónvarpstrúboði. Þvert á móti
er bráðsnjallt að nýta sjónvarp
í þessu efni. Menn eiga að fá
frið til að boða trú sína svo
sem þeir vilja þótt ekki sé
óeðlilegt, að gerð sé sú krafa,
að sértrúaðir, frelsaðir prédik-
arar og svokallaðir „huglækn-
ar“ séu heiðarlegir og beiti
ekki bellibrögðum í þessum
merkilega „bissness“. Reglu-
Iega berast fréttir af gífurleg-
um fjármálaumsvifum þessara
sjónvarpstrúboða og því
hvernig nokkrir þessara pré-
dikara fitna eins og púkinn á
fjósbitanum. Það sem ég fæ illa
skilið er hvernig þessi íslenzka
trúarstöð stendur undir sér og
sínum á pínulitlum markaði.
En vegir guðs ku vera órann-
sakanlegir!
H Bókmenntagetraun
Isíðustu viku birtum við texta úr Aðventu Gunnars
Gunnarssonar. Úr réttum lausnum var dregið
nafn Amars Sigfússonar, Hrísalundi 14H, Akureyri,
og fær hann senda bókina Úr plógfari Gefjunar eftir
Bjöm Th. Bjömsson. Að þessu sinni spyrjum við um
samtímahöfund sem hefur blaðamennsku að aðal-
starfi. Þeir sem þekkja höfundinn ættu að senda okk-
ur línu, annaðhvort í pósti: HP, Borgartúni 27, 105
Reykjavík, eða á myndrita 552 23 11 fyrir þriðjudag. Úr
réttum lausnum verður dregið og vinningshafinn fær
senda bókina Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar eftir sam-
nefndan höfund, sem er nýkomin út hjá Máli og menn-
ingu.
Hver skrífaði?
„Dr. Kropp rak útgáfufyrirtæki viö Gæsatorgiö í
Hamborg. Hann haföi efnazt vel á viðskiptum viö hina
dauöu og var í tölu heldri borgara. Hann var ókvæntur
og þótti stundum léttur á bárunni, „þaö er nálægðin
viö dauöann", sagði fólk sem þekkti lítið til hans.
Núna sat hann á skrifstofu sinni og reykti stóran vind-
il. Óvenjulegur viöskiptavinur var 1 heimsókn, ungur
maður á dönsku skipi sem flutti vörur til veöurathug-
unarstööva á Suðurpólnum. Á heimleiö til Hamborgar
haföi einkavinur hans, annar stýrimaöur, dáiö úr hjart-
aslagi. Hann var maður á bezta aldri, fráskilinn."
Alvara
Ihe Proud Tower
A Portrait of the World Before
the War 18901914
Barbara W. Tuchman
Ballantine Books
Veröld sem
var
„Stór sagnfræði", í merking-
unni víöfeömt umfjöllunarefni,
sækir á ný I sig veöriö eftir nokk-
urra ára tímabil sem einkenndist
af ritgerðum í fræöitímarit annars
vegar og hins vegar sögulegum
ævisögum meira í ætt viö blaöa-
mennsku en sagnfræöi. Stórir
höfundar eins og Eric Hobsbawm
(skrifaöi um 20. öldina), Norman
Davis (Evrópusagan) og Hugh
Thomas (Veraldarsagan) hafa
gefiö út metnaöarfullar bækur á
þessu ári. Fyrirmyndir fyrir jafn-
viöamiklum verkum eru bæöi
gamlar og nýjar. Ein þeirra er án
efa bandaríski sagnfræöingurinn
Barbara W. Tuchman, sem allt
frá sjötta áratugnum hefur skilaö
sérstaklega áhugaveröum verk-
um þar sem saman fara strang-
fræöileg heimildavinna og ein-
stakiega iipur frásögn. Bókin The
Guns of August, um upphaf fyrri
heimsstyrjaldar, aflaöi Tuchman
Pulitzer-verölaunanna og þessi
bók sem hér er kynnt tekur til
tímabilsins þar á undan, þegar
Evrópa flaut sofandi aö feigöa-
rósi. í bókinni eru dregnar upp
ógleymanlegar myndir af fólki, at-
buröum og andrúmslofti sem
eiga það sameiginlegt aö standa
á mörkum tvennra tíma; fortíöar,
sem átti meira skylt viö miöaldir
en 20. öldina, og framtíðar, sem
viö vitum ekki enn hvaö merkir.
Bókin fæst hjá Máli og menn-
ingu og kostar 1.750 krónur.
Fjölmiðlar í tölum
Ifljótu bragöi mætti ætla að
fagurbókmenntir heföu fariö
halloka fyrir sjónvarpinu á und-
anförnum árum. Flestir verja
drjúgum tíma fyrir framan sjón-
varpiö, eða sem samsvarar rúm-
um tveimur klukkustundum á
dag aö meðaltali. Samkeppnin
frá sjónvarpinu við bókina um
takmarkaöan fritíma er ærin.
Þrátt fyrir þetta hefur útgáfa fag-
urbókmennta (skáldsagna, Ijóöa
og leikrita) meira en tvöfaldast í
titlum talið á undanförnum
þremur áratugum (1965-1995),
eöa langt umfram þaö sem
nemur hlutfallslegri fjölgun
landsmanna á sama tíma. At-
hyglisvert er aö þetta gerist á
sama tlma og Sjónvarpiö hóf út-
sendingar og framboö sjón-
varpsefnis hefur stöan margfald-
ast. Reyndar virðist sem til-
koma sjónvarpsins 1966 og
hröö útbreiðsla þess á næstu
árum hafi orðið til þess aö veru-
lega dró úr útgáfu fagurbók-
mennta um tíma. Öfugt viö þaö
sem ætla mætti hefur innreið
myndbandsins undir lok áttunda
áratugarins og síöar tilkoma
nýrra sjónvarpsstöðva eftir miöj-
an ntunda áratuginn ekki haft
jafnafgerandi áhrif á útgáfu fag-
urbókmennta og RÚV-sjónvarpið
virðist hafa haft á sínum ttma.
Útgefið magn
fagurbókmennta: meðaltal
•65 ‘71 ‘76 •81 ‘88 ‘91
-70 -74 -80 -85 -90 -95
Skáldsögur 169 110 246 255 314 318
Leikrit 4 5 5 6 8 8
Ljóöabækur 28 46 58 61 85 90
alls 201 161 309 322 407 416
%+/• -19.9 +92,5 +4.2 +25.5 +2.2
Helmlld: Hagstofa íslands: Landshaglr.