Helgarpósturinn - 16.01.1997, Síða 9

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Síða 9
FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1997 m 9 Karlar sem kynverur Margt hefur breyst í samskiptum kynjanna undanfarna áratugi og eitt af því er aö karlmenn hafa orðið sýnilegri sem kynverur og kyntákn. Skemmst er að minnast fegurðarsamkeppni karla og sýningar erlendra karlkynsnektardansara sem hérlendar konur sýndu mikinn áhuga. Svanbjörg H. Einarsdóttir kynnti sér málið á óvísindalegan hátt. Vitaskuld hafa konur alltaf haft áhuga á karlmönnum og girnst þá en það er svo ann- að mál hvort ömmur okkar hafa mikið spjallað sín á milli um upphandíeggsvöðva, kúlurassa og stærð getnaðarlima. Tíðar- andinn var annar og kynferðis- mál þóttu ekki viðeigandi um- ræðuefni. Vafalítið hafa konur allra tíma pískrað sín á milli um karlmenn en kannski hafa að- stæður og í leiðinni afstaða kvenna breyst. í Grettissögu þykir það þó frásagnarvert hve Íítt niðurvaxinn Grettir var. Grettir lá sofandi, örþreyttur og fáklæddur eftir frækið Drang- eyjarsund. Vinnukona á bæn- um undrar sig mjög á stærð — eða öllu heldur smæð — hins eineyga félaga Grettis. Við- staddir reyndu að þagga niður þetta óviðurkvæmilega hjal stúlkunnar en hún lét sér ekki segjast heldur kíkti aftur og skríkti hátt. Grettir vaknaði og varð ævareiður, kippti stúlk- unni upp í til sín og helst er á frásögninni að skilja að hann hafi nauðgað henni. Hvort stærð þessa stolts karlmanna skiptir miklu máli fyrir konur eða ekki virðist það tengt tíma og kannski rúmi. í nýlegri bandarískri könnun kemur þetta glögglega fram. Fyrir tutt- ugu árum veltu einungis tvö prósent kvenna fyrir sér stærð getnaðarlimsins en árið 1995 töldu 65% kvenna stærðina skipta máli. Hvað þessi niður- staða segir okkur er svo annað mál. Ef til vill hafa konurnar fyr- ir tuttugu árum hreinlega ekki áttað sig á því að stærðin skipti máli eða þær þorðu ekki að við- urkenna þetta — hvorki fyrir öðrum né sjálfum sér. Kannski hefur umræðan breyst. Ef litið er í kynlífshandbækur frá þess- um tíma er lögð mikil áhersla á að stærð skipti engu máli. Það skyldi þó aldrei vera að fram- leiðendur karlmannsnærbuxna með púða framan á hafi komið á kreik umræðu um að stærð skipti máli! Hvað vilja konur? Hvað sem því líður þá er ljóst að útlit karlmanna virðist vega þyngra en áður, kannski af því konur geta leyft sér að vera kre- snari en áður því þær eru ekki eins fjárhagslega háðar því að ganga í hjónaband. En afstaða kvenna til karlmanna sem kyn- tákna er þó ekki jafn nátengd útliti og afstaða karlmanna til kvenkyntákna. Þeir tala fjálg- lega um stór brjóst, þrýstinn rass og kyssilegar varir. Vissu- lega eru þeir margir leikararnir sem höfða beint til kvenna á þennan sama hátt, þ.e. fallegur karlmannlegur skrokkur, t.d Antonio Banderas, sem flestar konur nota orðið „sexí“ til að lýsa. Af íslenskum karlmönnum nefna flestar konur leikarann Ingvar E. Sigurðsson. Hann þykir hafa mikla útgeislun og ægifagran og stæltan líkama þótt hann þyki ekki beint fríður. Leikararnir Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson eru einnig nefndir til sögunnar. Margar konur segjast einnig horfa og dást að ýmsum íþróttamönnum. Stór hluti kvenna minnist á menn eins og Jack Nicholson, sem er lágvaxinn með dálitla ýstru og hreint ekki fríður. Svip- aða sögu er að segja um leikar- ann Harvey Keitel. Þeir hafa Flestar konur nota orðið sexí yfir Banderas. eitthvert kynferðislegt aðdrátt- arafl sem ekki er hægt að rekja til útlits. Aftur á móti er karl- mönnum vorkunn ef þeir ætla að reyna að þóknast útlitskröf- Fæstum konum finnst ofur- vöðvakappar „liggilegir". Þær vilja enn síður þennan mann upp í rúni til sín. inn hans þótti smár. um kvenna, því þær geta verið dyntóttar. Karlmenn eru heldur ekki eins vanir því og konur að gefa skilaboð með klæðnaði sínum. Karlmenn sem klæðast gráum jakkafötum alla daga þykja afar óspennandi og menn sem hirða lítið um útlit sitt þykja líka ómögulegir. Konur vilja stælta, íþróttamannslega menn en ekki vöðvabúnt og þær vilja yfirleitt ekki karlmenn sem hugsa of mikið um útlitið. Það er þó vafalítið bundið við þjóðerni, því ítalskar konur hljóta að velja sér svona menn þar sem hinn dæmigerði ítali hugsar mjög mikið um útlitið. Þeir væru líklega löngu búnir að gefast upp á hárblæstri og fatastússi ef það bæri engan árangur. Harvey Kertel er kannski ekki smá- fríður en hann hefur þetta „eitt- hvað“ sem laðar konur að. Ekki sólgnar í Idám Þegar hópur fríðra sveina mætti til landsins fyrir nokkru fóru heilu saumaklúbbarnir að horfa á íturvaxna piltana svipta sig klæðum og var mikið klappað, veinað og hlegið. Flestar konur sem farið hafa á slíka sýningu segjast vera þeirrar skoðunar að þetta hafi fyrst og fremst verið fyndið skemmtiatriði og öðrum fannst þetta óskaplega hallær- islegt. Að minnsta kosti sækja fáar konur slíka sýningu oftar en einu sinni eða tvisvar á æv- inni. Annað sem aðgreinir kon- ur frá körlum er að þær virðast ekki jafn sólgnar í klámblöð og þeir. Konur eru flestar sam- mála um að þær fái ekki það sama út úr því að sjá mynd af karlmanni fróa sér eða af tveimur mönnum að láta vel hvor að öðrum líkt og karl- menn virðast fá út úr myndum af konum við svipað atferli. Einnig eru ákaflega fáar konur sem kaupa sér kynferðislega þjónustu karlmanna. Vissulega þekkist að eldri sterkefnaðar konur fái unga sveina, gígólóa, sér til fylgilags og borgi þeim fyrir. En oftast er inni í kaupun- um að þeir séu konunum til skemmtunar að fleira leyti en í rúminu. Notfæra sér kvennamenn Hitt er svo annað mál að konur eru þónokkuð kræfar í að gefa mönnum undir fótinn Jack Nicholson er lítill með ýstru en hefur ómótstæðilegt glimt í augunum. og raunar hafa íslenskar konur öðlast nokkra frægð fyrir að hafa frumkvæði í slíkum mál- um. Konur fara á veiðar rétt eins og karlmenn og það er ekki óþekkt að konur notfæri sér pilta sem þykja lausir í rás- inni. Þeir svífa kannski sjálfir um með þá ranghugmynd að þeir séu miklir kvennamenn og eru hreyknir af, enda alþekkt að karlar hafa leyfi til að vera lausir í rásinni án þess að bíða álitshnekki. En raunin er hrein- lega sú að konurnar eru að notfæra sér mótstöðuleysi þessara manna sér tii gagns og gamans og ólíklegt að þær vilji hafa eitthvað frekar saman við þá að sælda. En það sem lík- Íega skiptir meira máli fyrir karlmenn þegar kemur að því að ná athygli kvenna er ekki út- litið heldur það hvort þeir eigi eða hafi átt glæsilegar konur. Appelsínuhúð á karlmönnum?! Hvort tímaritið Playboy og fegurðarsamkeppni karla er skref í jafnréttisátt er síðan annað og flóknara mál. Kannski finnst mörgum karl- mönnum gaman að fá tækifæri til að taka meiri þátt í tískunni og vangaveltum um útlit og ef til vill er það út af fyrir sig skref í jafnréttisátt, að minnsta kosti fyrir þá. Svo er að sjá hvort snyrtivöruframleiðend- ur og markaðurinn fara ekki fljótlega að finna upp galla á líkömum þeirra, samanber ný- uppgötvaða appelsínuhúð á konum. Því appelsínuhúðin, sem vitaskuld hefur alltaf fylgt konum, var ekki vandamál fyrr en fyrir u.þ.b. 15 til 20 árum. Þá uppgötvuðu snyrtivöru- framleiðendur að þeir gætu búið til vandamál og grætt á því. Slíkt hið sama gæti vissu- Íega gerst með karlmenn, en hvort þeir verða jafn ofurseld- ir þessum tísku- og snyrtiheimi og konurnar á eftir að koma í ljós. Að öllum líkindum er það markaðurinn og lögmál hans sem hefur átt hvað stærstan þátt í að breyta hugmyndum okkar um karlmenn sem kyn- verur eða öllu heldur gera þá sýnilegri sem slíka. Vísir menn hafa uppgötvað að það er hægt að græða á karllíkaman- um alveg eins og á kvenlíkam- anum. Hvort þessi uppgötvun er góð eða slæm og hvort þetta er jafnrétti í hnotskurn eða ekki skiptir kannski engu máli þegar allt kemur til alls. Bréf til Hallgríms Helgasonar ritöfundar Sprungna plastblaðran? Ungum er það allra best — á köflum — að leggja niður penna og taka sér spegil í hönd. Fátæklegur orðvaðall og innan- tómur — að öðru leyti en því að hann er troðfullur af ófríðri heimsku og eins fjarlægur ný- sköpun og djöfullinn guði — er orðinn að hreinum og klárum nútímahausverk. Fuck you! Að flenna sig um fjölmiðlana og baða sig í ódýrri stundar- frægð ókeypis fyndni og naív sjálfsupphafningu — það pirrar mig ekki að öðru leyti en því að þessháttar hegðan er bein og innistæðulaus ávísun á eigið hrun — og mér þykir alltaf sárt að horfa uppá fólk brotna — hvað þá mölvast. Þótt það sé andskotans aumingjar. Tuddaleg árás þín á nafna minn Þorgeirson sem sagði að- eins of satt olli mér djúpri hryggð og klissjudraslið sem þú ruslar yfir þennan hrein- lynda mann — sem er sirka þúsund sinnum hugrakkari en þú — skaltu fá margfalt til baka. Grímsi minn. Þú sem aulast næstumþví hálfa heilsíðugrein yfir einni stcifsetningarvillu Þor- geirs — sem þú kallar — og veist allt betur en nokkur mað- ur — nokkur nútímamaður — kannt ekki betur að skrifa en svo að aulajúið gýs uppúr miðri grein sem æpandi afhjúpun. Það er mjög auðvelt að vera klár og enn auðveldara að djöfl- ast í mönnum fyrir að vera á öðrum aldri en maður sjálfur og hafa aðra sýn. Það er líka mjög auðvelt að skreyta bull sitt frönsku: Longtemps je me suis couché de bonne heure. Eða viltu heyra annan: Les coc- hons aiment la merde. Og ein- hver alódýrasta drullukaka sem slett er í andlit hugsandi manna og staðfastra er leppur- inn kverúlant. Ef þú hefur ekki frétt betur þá skal ég upplýsa þig um að kvikmyndin Maður og verk- smiðja er fyrsta íslenska alvöru kvikmyndin. Svo koma metnað- arjepparnir vaðandi yfir og skreyta sig yndislegum sjálfs- elskutitlum: frumherjar, lóurn- ar sem færðu okkur kvik- myndavorið. Gömul saga. En svona er nútíminn. Fari hann margbölvaður ofaní eigin egósýki og þá fáum við hin kannski loksins pláss til að skapa alvöru framtíð. Svo gætum við hist yfir súkkulaðibolla og þá gæti ég sagt þér hvað bækurnar hans Þorgeirs heita. Og ég gæti líka „Tuddaleg árás þín á nafna minn Þorgeirson sem sagði aðeins of satt olli mér djúpri hryggð og klissjudraslið sem þú ruslar yfir þennan hrein- lynda mann — sem er sirka þúsund sinnum hugrakkari en þú — skaltu fá margfalt til baka.“ • sagt þér að þinn hataði kverúl- ant er einhver mesti velgjörð- armaður þinn. Árum saman átti hann þrek kjark og bláfá- tækt sem endaði í eftirminni- legum sigri: mannréttindi hafa þokast áfram í lögregluríkinu okkar. Kannski hefurðu tekið eftir því að í þessari orðsendingu er engin komma. Það er gert að ráði manns sem þú kallar í grein þinni páfann í blekskylm- ingum á síðum blaðanna — en ég kalla í grein minni vin minn. Sá er vinur er til vamms segir — en ekki eru allir viðhlæjend- ur vinir. Sumir eru bara með plasthjarta frosin augu og síl- íkonrass eða montrass. Svo skaltu bara hvíla þig lengi í heita pottinum. Þorgeir Rúnar Kjartanson

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.