Helgarpósturinn - 16.01.1997, Page 10

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Page 10
10 «■ F1MMTUDAGUR16. JANUAR1997 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Kvótakerfið oguppgjöf stjómmálanna Porsteinn Páisson sjávarútvegsráðherra viðurkennir að fiskveiðistjórnunin, með kvótakerfið sem kjarna, veldur slíkri röskun á heilbrigðri efnahagsstarfsemi að ekki er við bú- andi. Ráðherra skipar nefnd sem ætlað er að kanna leiðir til að koma í veg fyrir að á endanum verði aðeins einn sægreifi hér á landi sem — í ekki allt of fjarlægri framtíð — gæti tekið upp á því að flytja búferlum til útlanda og ræki þaðan verstöðina ís- land. Kvótakerfið hafði í för með sér tvær grundvallarbreytingar á sjósókn og útgerð. í fyrsta lagi voru leyst upp aldagömul tengsl á milli sjómannsins og útgerðarmannsins annars vegar og náttúrunnar hins vegar. Fram að dögum kvótakerfisins tak- markaðist sjósókn aðeins af þeim möguleikum sem tæknin gaf og náttúran setti. Offjárfesting í skipum á áttunda áratugnum leiddi til þess að veiðigeta flotans fór fram úr afrakstursgetu auðlindarinnar. Einhverjar takmarkanir þurfti að setja og eftir nokkrar tilraunir með að draga úr endurnýjun og stækkun skipastólsins, skrapdagakerfi og bannsvæði voru fyrstu drög að kvótakerfinu lögð fyrir hálfum öðrum áratug. Kvótakerfið var tekið upp í áföngum og þeir sömu áfangar mörkuðu undanhald stjórnmálanna. Stjórnmálakerfinu mis- tókst að ná jafnvægi milli sóknargetu útgerðarinnar og fiski- miðanna. Lausnin var að markaðsvæða aðganginn að auðlind- inni. Sumir stjórnmálamenn voru svo grænir að þeir héldu að aðeins óveruleg breyting yrði á útgerðarháttum. Halldór Ás- grímsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi ut- anríkisráðherra, sagði í fjölmiðlaviðtali að frá öndverðu hefðu landsmenn þurft að kaupa báta og skip til að sækja sjóinn. Núna væri aðeins um það að ræða að þeir sem vildu inn í greinina þyrftu líka að kaupa aflaheimildir. Hér er komið að seinni grundvallarbreytingunni. Markaðsvæðing veiðiheimilda hlaut að leiða til spákaup- mennsku sem þrýsti verðinu á óveiddum fiski upp í fáránlegar upphæðir. Ólíkt því þegar lagt er í fjárfestingar eins og skip sem ganga úr sér og ónýtast á tilteknum árafjölda úreldist ekki hlutdeild í fiskimiðunum. Þvert á móti vex hún að verð- mæti eftir því sem heildarafli eykst eftir samdrátt undanfar- inna ára. Þeir sem kaupa kvóta í dag eru ekki nema með annað augað á stöðu útgerðarinnar núna og horfunum á afurðamörk- uðum næstu misserin. Hitt horfir til framtíðar og þar sjá menn áður óþekkta aflavon. Fyrir verðið á kvótanum skipir ekki máli hvort óskhyggjan rætist. Gangi hún ekki eftir fellur skráð verð á óveiddum fiski um sinn en mun óðara hækka aftur í takt við væntingar útgerðarinnar um batnandi hag. Markaðsvæðingin á sjósókn breytti ekki grundvallareðli veiðiskapar. Alveg sama hversu léleg vertíðin er í ár, alltaf býst veiðimaðurinn við að geta rétt sinn hlut á þeirri næstu. Ekki dregur það úr hug útgerðarmanna að eftir því sem al- menningur tekur virkari þátt í braskinu með veiðiheimildir, í formi hlutabréfasjóða og lífeyrissjóða, er líklegra að ríkissjóð- ur komi til aðstoðar ef illa fer. Smátt og smátt eru stjórnmálamenn að átta sig á hvaða af- leiðingar markaðsvæðingin hefur í för með sér og það er snot- ur írónía að ráðherra Sjálfstæðisfiokksins sér sig tilneyddan að skipa nefnd til að lappa upp á markaðinn. Gangi þér vel, Þorsteinn Pálsson. nútíma lausnir á nútíma vanda 'Þorgeir Þorgeirson Mig langar til að byrja þetta uml með nokkuð langri tilvitnun: „Furðanlegt er það með svo- kallaða list. Það er engu líkara en hún nærist á efasemdum. Fullvissa og fyrirframsannfær- ing fara illa í hana, drepa hana stundum alveg. Sérlega er þetta augljóst með list leikhússins. Ætli listin hefjist ekki um það bil sem spurning er að vakna? Og skyldi henni ekki ljúka rétt áður en svörin rumska og fara á kreik? Villiönd Ibsens er dæmi um þetta. Leikritið er og verður lista- verk, en sýning þess þarf ekki undantekningarlaust að vera listaverk, hvernig sem á því stendur. Jafnvel „lýtalaus" sýn- ing getur verið sneydd allri list. Þegar Ibsen gamli samdi Villiöndina trúi ég að hann þættist vera að meðhöndla hugmyndir sem voru traustar í sessi. Meginöflin í leikritinu eru annars vegar hugsjóna- maðurinn, ídealistinn, sann- leikspostuli einstaklingshyggj- unnar — Gregers Werle, hins vegar sjálfur hornsteinn borg- aralegs samfélags, kjarnafjöl- skyldan í líki Ekdalfólksins. Með því móti tekur höfund- urinn til spurninganna fyrir- bæri sem einhver vandi var að efast um. Við upphaf leiks er ráðlegast að báðir þessir aðil- ar standi nokkurn veginn í trú- verðugri stærð. Efasemdir sín- ar leggur Ibsen á þessi fyrir- bæri með því að láta þau tak- ast á. Séu þau átök að ein- hverju leyti tvísýn þá verða til andstæður. En andstæður eru birtingar- form listar úr því efagjörn spurnin er forsendan. Þetta tvennt verður ekki að skilið. Skáldskapur verksins er hvergi til nema í kraftfleti þess- ara andstæðna. í átökunum fer viðurtekin mynd ídealistans og fjölskyld- unnar að þróast. „Áður en var- ir er göfugmennið orðið að fanti og fanturinn einna skást- ur af persónunum“ — eins og Halldór Laxness segir um þetta galdraverk. Þannig er list — hreyfing, þróun, dynamik — en í upphafi var efasemdin. Annars vantar þennan lífs- háska sem Steinn Steinarr taldi forsendu listar. Þessi sýning Villiandarinnar nú er fjærri öllum háska. Þegar tjaldið fer frá stendur þar undir eins fullbúin niður- staða. Spurn og efi um þann Gregers Werle sem sýningin miðlar er óþarfi, raunar hrein fjarstæða. Hann nagar á sér neglurnar, stamar og æðir um til marks um það að sannleiks- postulinn sé geðveikur, eða a.m.k. sjúklega taugaveill. Og við lok sýningarinnar stendur hann enn og nagar á sér negl- urnar. Mynd hans er statísk, óbreytt frá upphafi til enda. Hann er strax ljós og gagnsær, áhorfandanum kemur aldrei neitt um hann á óvart. Nema þessi ógnar vöxtur á nöglun- um — hann virðist hafa nóg að Grorða allan tímann. Efasemdir og áleitnar spurn- ingar Ibsens gamla sem áður fyrr leiddu okkur á vit grun- semda um það að sannleiks- postulinn upphafni væri kannski geðveila — a.m.k. und- ir þaki smáborgarans — allar þær grunsemdir hafa nú vikið fyrir þeirri bjargföstu trú að til- hneigingin til að segja sann- leikann sé bilun í manneðlinu. í stað skoðunar, athugunar er semsé komin bjargföst sannfæring þess sem ekki þolir sannleikann. Þetta sannleikstuldrandi, klikkaða hró sem Gregers Werle er í augum leikstjórans, það stendur andspænis væm- inni draumamynd af kjarnafjöl- skyldunni því uppsetningin er Mætti nú ekki redda vandkvæðum Borgarleikhússins með því að afhenda Spaug- stofunni þá stofnun með þeirri reglugerð að þar yrðu bara leikin verk eftir Ibsen?“ • öll að hlífa Ekdalfólkinu við gagnrýni höfundar síns. Ætíi Ibsen hefði sett Relling lækni til varnar Ekdalfjölskyld- unni í verkinu nema af því að honum þótti vanta liðsauka andspænis Gregers og sann- leikskröfu hans. Eða var ekki meiningin að uppgjör leiksins væri milli þeirra tveggja? Núna í Iðnósýningunni situr ögn beiskur læknir og níðist á varnarlausum taugasjúklingi sem hefur verið að tala af sér. Burt eru úr þessum flutningi öll átök, allur skáldskapur, allt flug. Eftir stendur saga af geð- veikitilfelli, flöt, óskáldleg og tilvalin dægrastytting handa föstum kaupendum Familie- journalen, Hjemmets og Vik- unnar.“ Þetta var tilvitnun í 21 árs gamlan texta um uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á „Villi- öndinni" árið 1976. í meginatriðum virðast þessi skrif líka eiga við sýningu Þjóðleikhússins nú. En vörum okkur á yfirborðs- legum líkingum. Það eru þrisvar sinnum sjö ár síðan Iðnó sýndi verkið og margt hefur gerst. Árni John- sen hefur stjórnað endurhönn- un Þjóðleikhússins og Ingi- björg Sólrún látið malbika Hverfisgötuna og gera torg framan við Musterið. Og Spaugstofan er orðin stórveldi. Ekki kvarta ég yfir því. Það er einmitt hin stóra nýj- ung Stefáns Baldurssonar leik- stjóra að kalla tvo Spaugstofu- menn til að fullkomna þá smá- borgaralegu sýn á verk Ibsens gamla sem Iðnó hóf fyrir tveim áratugum. Hann hefur notað tímann vel. Það er rétt hjá honum að láta þá halda vandlega mark- aðssettum leikstíl sínum úr sjónvarpinu. Enda er nú upp- selt á þessa frábæru sýningu allt til vors. Og slapstick-uppsetning Stefáns er alveg laus við vand- ræðalegt melódramað úr Iðnó gamla og virkar fullkomlega sem skopstæling á þeim ömur- lega stíl. Troðfullt húsið borgar fyrir þetta snilldarbragð með dynj- andi hlátrasköllum og fjöri. Einkum í átakasenunum. Leikhúsform neyslusamfé- lagsins er fundið. Loksins, loksins. Enn eru þó smávægilegir hnökrar á framkvæmdinni því Spaugstofan í sjónvarpinu á laugardaginn (11. jan.) var ansi þreytt og húmorlaus (eins og Jón Viðar mundi segja), enda búin að spreða gamanseminni í þetta mikla verkefni. En lausn er á öllu. Mætti nú ekki redda vand- kvæðum Borgarleikhússins með því að afhenda Spaugstof- unni þá stofnun með þeirri reglugerð að þar yrðu bara leikin verk eftir Ibsen? Ibsenleikhús Spaugstofunn- ar fengi líka áreiðanlega stuðn- ing úr Norræna menningar- sjóðnum ef finnar eða svíar fengjust til að vera með. Laugardagskvöld sjónvarps- ins mætti leysa með því að Hallgrímur Helgason og at- vinnu-óvitarnir í Dagsljósi skiptust á um tímann. Þar eru óþreyttir hæfileikar fyrir hendi. Enginn gæti kvartað yfir því. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númen Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Frá lesendum Fyrrverandi félagsmaöur Samtak- anna 78 hringdi og lýsti vanþókn- un sinni á frétt HP '\ síðustu viku um dóm héraösdóms Austur- lands yfir Heiðari Jónssyni. Heiöar heföi ekki haft í frammi of- beldi og kynhegðun hans væri einkamál sem hvorki ætti erindi til dómstóla né fjölmiöla. Nokkrir aörir hafa haft samband viö blaö- iö vegna sama máls og ýmist lát- ið í Ijós ánægiu með fréttina eöa harmaö aö hún skuli hafa birst. Kona á sextugsaldri haföi sam- band viö ritstjórn og sagöi þaö ruddalegt af Hallgrími Helga- syni aö hæöast að gömlu fólki og kalla þaö kræklótt. Konan kvaöst hneyksluö á því hve mikið væri látiö með ungt fólk og vísaði m.a. til þess aö fulloröið fólk sæ- ist varla á fréttastofum Sjónvarps og Stöðvar 2. Hún sagði að er- lendar fréttastofur, t.a.m. CAWog Sky, stæðu sig mun betur aö þessu leyti. Gamall blaöamaöur sþurðist fyrir um þaö hvort hann mætti ekki koma aö athugasemd vegna greinar Hallgríms Helgasonar. Eftir nokkrar vangaveltur hætti hann við meö þeim orðum aö Þorgeir Þorgeirson væri fullfær um aö svara fýrir sjálfan sig. Nokkur símtöl bárust frá Þórs- höfn, Voþnafiröi og Raufarhöfn til aö ræöa umfjöllun HP um hluta- fjárkaup eigenda Hraöfrystistööv- ar Þórshafnar. Sumir komu á framfæri uþplýsingum, aðrirvildu láta í Ijós álit.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.