Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1996 Rómantík FOUf„Baa|BeeÍegS Helen Simpson /4 Minerva Paperback 1996 Smásögur á kverriegum nótaim For Bare Legs in a Bed er safn smásagna eftlr breska skáldkonu, Helen Simpson. Þetta er í tyrsta sinn sem Helen Simpson gefur smásögur sínar út á bók, en hún er þó enginn nýgræöingur á ritvellinum því undan- farin ár hafa birst fjölmargar smásög- ur eftir hana I hinum ýmsu tisku- og kvennablööum. Auk þessa hefur hún skrifaö tvær matreiðslubækur. I bókinni er aö finna fjórtán smá- sögur sem eru jafn mismunandi og þær eru margar. Konur leika stórt hlutverk I öllum sögunum enda sagö- ar út frá sjónarhorni kvenna. Helen Simpson er hnyttin og reyndar mjög fyndin á köflum. Hún lýsir hugmynda- heimi kvenna af miklu innsæi og er ótrúlega hittin á hinar grátbroslegu hliöar tilverunnar. Frumleiki í sögun- um er ríkjandi og greinilegt aö hér er upprennandi höfundur á ferö. For Bare Legs in a Bed er ágæt bók til þess aö grípa í þegar færi gefst, enda sögurnar hæfilega lang- ar. Bókin er 183 blaðsíöur, fæst hjá Máli og menningu, og kostar 1.395 krónur. Spenna 11 c i • i iftrimn ■ G;n:ús Vvlia Splvi'C í'1g\ iéfGa.icct: ■ftobkm w HisTunc j : The Longitude Dava Sobel Penquin Books 1995 Ævisaga sraU- irtgs og einfara Þaö kom útgefendum og höfundi bókarinnar The Longitude í opna skjöldu þegar bókin fór aö sjást á metsölulistum víösvegar skömmu eft- ir útgáfu. Bókin fjallar um stærsta vandamál sæfara í margar aldir, en þaö var aö reikna út rétta lengdargráöu, Því var raunar svo fariö að áöur en menn gátu notað himintunglakort eöa sjó- klukkur voru þeir í hafvillu um leiö og þeir misstu sjónar á landi. Áriö 1714 bauö Englandsstjórn vegleg peningaverölaun hverjum þeim sem gæti leyst þetta mikla vanda- mál. Vísindamenn, þar á meðal Isaao Newton, höföu gert nákvæm kort yfir stööu tungls, sólar og stjömukerfis og samkvæmt þvf var hægt aö reikna út lengdargráöur. The Longitude segir sögu klukku- geröarmannsins Johns Harrison, sem bauö ensku vísindaakademíunni birg- inn þegar hann hóf áriö 1730 aö smlöa sjóklukku. Á þessum tíma höföu allar klukkur brugöist um leiö og komiö var á haf út. Alls smlöaöi Harrison fimm klukk- ur en hann tileinkaði ævi sína smíði þeirra. Lífshlaup Harrisons og margra samferöamanna hans er rakiö á hnit- miöaöan og líflegan hátt I bókinni. The Longitude er saga hógværs snillings sem glimdi viö eitt stærsta vandamál víslndanna I sinni samtíð og tókst meö seiglu og dugnaöi aö yf- irstíga allar hindranir sem uröu á vegi hans. Höfundurinn, Dava Sobel, mennt- uö I stjörnufræöi og sálfræði, skrifaöi greinar um vísindi I The New York Times um árabil en er nú lausapenni hjá The New Yorker og Life Magazine. Bókin er 184 síður, fæst hjá Máli og menningu, og kostar 1.410 krón- ur. Bandamanna saga Jóns Viðars og Stefáns Baldurssonar Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar Aðalgagnrýnin sem maður heyrir um dr. Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýn- anda Ríkissjórwarpsins, er sú, að hann sé óvæginn og dóm- harður. Hann kunni sér ekki hóf. Hann er sakaður um að vera neikvæður og ósanngjarn. Þetta er ekki alls kostar rétt. Hann gerir hins vegar kröfur og situr ekki á skoðunum, sem falla oft aldeilis ekki í kramið hjá leikhúsfólki. Staðreyndin, sem skiptir aðalmáli, er sú, að hann er sjálfum sér samkvæm- ur og rökstyður skoðanir sín- ar. Jón Viðar er fagmaður, sem fær fólk til að hlusta. Hann hef- ur það til að bera, sem gerir hann að snörpum, aðhalds- sömum og góðum fjölmiðla- manni, sem veit hvað hann syngur. Einn aðalfjandvinur Jóns Viðars, Stefán Baldurs- son þjóðleikhússtjóri, datt í óskiljanlegt skapvonzkukast á hátíðarstund í Borgarleikhús- inu um liðna helgi. I ræðu á af- mælishátíð Leikfélags Reykja- víkur í Borgarleikhúsinu fjall- aði forstjórinn sub rosa um „dauðahönd“ og „eituráhrif" leiklistarumfjöllunar Jóns Við- ars á leikhúslíf þjóðarinnar í þættinum Dagsljósi í vetur og fyrravetur. Þetta er alltof til- finningaþrungin kvörtun yfir leiklistarrýni Jóns Viðars til þess, að mark sé á henni tak- andi. Útvarpsráð sá raunar ástæðu til þess að lýsa yfir stuðningi við Jón og trausti á störf hans í þágu sjónvarpsins. Sem gagnrýnandi fær Stefán Baldursson ekki háa einkunn fyrir „gagnrýni" sína í hátíðar- ræðu, enda sossum öllum ljóst, að leiklistargagnrýni Jóns hefur haft áhrif á viðgang einstakra sýninga og þar með rekstur leikhúsa. Samt blómstrar leikhúslífið í land- inu! Þjóðleikhúsið getur ekki gert kröfu um, að því sé hlíft. Þvert á móti gerum við meiri kröfur til þjóðarleikhússins og Borg- arleikhúss, stóru atvinnuleik- húsanna á íslandi, en annarra húsa og leikfélaga. Heiðariegur og hugrakkur gagnrýnandi Eg hef tilhneigingu til að ætla, að einmitt leiklistarumfjöllun Jóns Viðars Jónssonar í Dags- ljósi hafi orðið til þess að vekja aukinn áhuga á leiklistarstarfi hérlendis, en ekki öfugt. Það sem fer í taugarnar á leikhús- starfsmönnum, bæði rekstrar- fólki og skapandi og túlkandi listamönnum, er óbifanlegur heiðarleiki Jóns og um leið óviðjafnanlegt hugrekki hans í smásmugulegu, íslenzku klíku- samfélagi. Vissulega getur svið- ið undan gagnrýni, en lista- menn verða að vera undir það búnir að „óháðir“ fagmenn segi skoðun sína hiklaust og skorin- ort. Það er svo loks á valdi hlustenda eða lesenda að ákveða hvort gagnrýnin sé marktæk og hvetjandi eða letj- andi. Framkvæmdastjórar leik- húsa, eins og Stefán, verða bara að sætta sig við það. Með breyttri fjölmiðlun hafa t.d. stjórnmálamenn og opinberir embættismenn siglt ólgusjó mörg síðastliðin ár vegna öfl- ugra aðhalds fjölmiðla. Þeir hafa Iagað sig að þessari stað- reynd. Hlutverk gagnrýnandans er einfalt. Hann á að segja kost og löst og hann á að fræða. Hann á að gera kröfur um fag- „Það sem fer í taugarnar á leikhússtarfsmönnum, bæði rekstrarfólki og skap- andi og túlkandi listamönn- um, er óbifanlegur heiðar- leiki Jóns og um leið óvið- jafnanlegt hugrekki hans í smásmugulegu, íslenzku klíkusamfélagi.... Leik- húsfólk getur ekki með nokkurri sanngirni sagt, að Jón Viðar Jónsson sé ekki hæfur gagnrýnandi. Hann er manna hæfastur.11 mennsku og listræna útfærslu. Af nafntoguðum gagnrýnend- um fyrri ára er skylt að minn- ast Ölafs heitins Jónssonar, sem fjallaði af góðu viti um léiklist og bækur. Hann var oft mjög beinskeyttur gagnrýn- andi. Það var honum stundum erfitt hlutskipti. Það er löngu kunn stað- reynd, að óhjákvæmileg sam- skipti verða t.d. á milli leikara og gagnrýnenda, sem í raun starfa á sama vettvangi. Um er að tefla atvinnumenn, en þegar samskiptin breytast í kunn- ingsskap og vináttu verður gagnrýnandinn vanhæfur. Það þarf a.m.k. bein í nefið til að segja skorinort og skýrt skoð- un sína á leiksýningu, slakri frammistöðu leikstjóra, leik- ara, leikmyndarhöfundar o.s.frv., ef allt þetta fólk er vin- ir eða kunningjar gagnrýnand- ans. Ekki sleggjudómar heldur framsetningarkækur Leikhúsfólk getur ekki með nokkurri sanngirni sagt, að Jón Viðar Jónsson sé ekki hæfur gagnrýnandi. Hann er manna hæfastur. Sem gagnrýnandi gerir Jón Viðar miklar kröfur til íslenzkra leikhúsa og leikara. í dómum sínum gerir hann ráð fyrir því, að íslenzk leikhús séu á borð við það bezta í öðrum löndum. Ef honum finnst leik- stjóri hafa kastað höndum til leiksýningar hikar hann ekki við að lýsa þeirri skoðun sinni og rökstyðja það, sem hann segir. Fyrirkomulag leikhús- gagnrýninnar í Dagsljósi sjón- varpsins er í eins konar ofur- hraðastíl, sem verður þess valdandi, að á köflum hljómar gagnrýni Jóns eins og sleggju- dómar. Þetta er hins vegar eins konar framsetningarkækur, sem stafar af tímaskorti. Það er formið, sem veldur vanda, þótt ekki neiti ég því, að það sé líf- legt og gott sjónvarpsefni. Ég hygg, að Sigurður Valgeirsson hljóti að viðurkenna, að í raun þjóna spurningar þáttargerðar- manns til Jóns einkum því hlut- verki að lífga upp á gagnrýnina en ekki dýpka hana. Tillaga: Hvers vegna gengst dagskrár- stjóri innlendrar dagskrárgerð- ar ekki fyrir því, að settur verði á dagskrá reglulegur þáttur um leikhús og leikhúslíf í líkingu við kynningarþætti um erlend- ar kvikmyndir? Þjóðleikhúsið og Borgarleik- húsið hafa bæði fengið það óþvegið hjá Jóni Viðari. í sjón- varpinu um daginn voru þau saman komin Ieikhússtjórarnir Þórhildur Þorleifsdóttir og Bók sem skmti irmáli Guömundur Andri Thorsson Fá ein Ijóð" eftir Sigfús Daðason sem kom út 1976 eða ‘77 þegar ég var í menntó. Ég lærði hana utan að og dáði skáldið úr fjarska, svo mjög að ég þorði aldrei að yrða á hann meðan hann lifði. Ljóðin hafa allt til að bera; vitsmuni og við- kvæmni, skýrleika og dulúð, andstyggð, beiskju og ást og Guðmundur Guðmundarson mun aldrei botna neitt í þeim.“ I Alvara Thc Faber Bookoff?tf>t>rtage •RljudrJtaftth— __ YajfcArloi PÍtATIÍft Bían John Carey (ritstj.) Faber and Faber Fréttafrásögnin lengi lifi Kvöldveröur meö Atla húna- konungi, jarðarför meöal víkinga í Rússlandi, aftaka í Róm (eftir Dickens), orustan viö Gettys- burg, Titanic-slysiö, sjóorustan við Jótland, loftárásin á Guern- ica, flóttinn frá Dunkirk, eftirmál- ar tveggja heimsstyrjalda, for- setamorð, Víetnam-stríöiö og mannréttindabarátta. Allt þetta og meira til í þessari bók meö úrvali vettvangsskrifa blaða- manna (og annálahöfunda fyrr á tíö). Ritstjórinn hefur safnaö frétta- frásögnum frá fimmtu öld fyrir Krist til ársins 1986. í inngangi, sem einn og sér er lestrarins viröi, ræöir hann um dálæti fólks á fréttafrásögninni og andúö menningarelítunnar á sama fyrir- bæri. „Reportage", eins og þessi grein þlaöamennskunnar heitir á útlensku, hefur öölast auknar vinsældir á síöustu árum eftir nokkurt hnignunarskeiö í kjölfar sjónvarpsvæöingar heims- byggöarinnar. Þaö lesmál sem hvaö mestrar hylli nýtur um þessar mundir eru tímarit sem sérhæfa sig á tilteknum sviöum, t.a.m. stjórnmálum eöa tóm- stundaáhugamálum, og byggja á fréttafrásögninni. Þá eru met- sölubækur skrifaöar undir sömu formerkjum. Fréttafrásögninni var töluvert beitt af íslenskum blaöamönnum fyrir stríö og framan af lýöveldis- tímanum en síöan hefur þeim snarfækkaö sem stunda þessa tegund blaöamennsku. Tilraun Dags-Tímans til aö endurvekja hugmyndina meö „Lífiö í land- inu“ er viröingarverö en mikiö vantar á. Fréttafrásögnin í nú- tímablaöamennsku þarf aö kafa undir yfirborð ímyndarinnar sem sjónvarpiö sér ákaflega vel um aö koma til skila. Þaö hlutverk blaöamannsins aö endurvarpa því sem hann verður vitni aö er úrelt (nema hann starfi á sjón- varpsstöö). Blaöamaðurinn þarf aö skilja viðfangsefnið og freista þess aö varpa nýju Ijósi á áöur þekkt fyrirbæri. Bókin fæst hjá Máli og menn- ingu og kostar 1995 kr. Stefán Baldursson og Jón Viðar Jónsson. Þar sauð undir og stundum nánast upp úr. En grátbroslegust var tilraun Stef- áns Baldurssonar til að horfa annaðhvort „í gegnum" Jón Viðar eða framhjá honum. Stef- án verður að átta sig á því, að í raun eru þeir Jón Viðar eins konar bandamenn. Þeir eru bræður í baráttunni. Báðir vilja þeir, að íslenzkt leikhúslíf blómstri. Það er krafan, sem þeir gera báðir og Þórhildur vitanlega líka. FJölmiðlar í tölum Sjónvarpsstöövar Evrópu Alls 286 89 97 Sjónvarpsstoðvar á landsvísu þar af í opinberri eigu einkastöövar landshlutastöðvar u.þ.b. 1.900 staðbundnar/ héraðsstöðvar u.þ.b. 1.500 sérefnisstöðvar 114 Heimild: European Audiovisual Observa- tory: Statistical Yearbook 1996

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.