Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1997 v Hallgrímur Thorsteins- son falar þjónustufyrir- tækin til kaups í umboði Jóns Ólafssonar Hallgrímur Thorsteinsson býður netfyrirtækjum að sameinast undir forystu Jóns Ólafssonar og Stöðvar 2. Menn eru ekki spenntir fyrír hugmyndum þeirra félaga. Stöð 2 vill á netmarkaðinn Jón Ólafsson hefur að und- anförnu verið að bera ví- urnar í fyrirtæki sem veita að- gang að Internetinu. Hug- myndir hans eru sagðar ganga út á að sameina einhver þess- ara tiltölulega smáu fyrirtækja undir einn hatt, ná þannig vænni markaðshlutdeild og geta boðið þjónustu nýja net- miðlarans sem hluta af heild- arpakka sem einnig fæli í sér áskrift að Stöð 2. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlafræð- ingur og fyrrverandi útvarps- maður, hefur að undanförnu gengið erinda Jóns Ólafssonar og spurst fyrir um möguleika á kaupum. Hjá Stöð 3 munu menn einnig vera farnir að hugleiða aðild að netþjónustu. Netmiðlarar, eða fyrirtæki sem sjá um tengingar við Int- ernetið og þjónusta netnot- endur, eru nú sennilega orðnir á annan tug talsins á landinu. Einna elst og þekktast er Mið- heimar og samkvæmt heimild- um Helgarpóstsins mun Jón Ól- afsson einmitt hafa reynt að kaupa hlut í Miðheimum en fengið neitun. HP hefur staðfestar heimild- ir fyrir því að þeir félagar Hall- grímur og Jón hafi spurst fyrir um a.m.k. tvö slík fyrirtæki til viðbótar. Viðmælendur blaðs- ins hafa sagt þetta mál á við- kvæmu stigi en líka hefur mátt skilja á þeim að hlé hafi orðið á framvindunni síðustu daga. „Ég geri ráð fyrir að Jón hafi um annað að hugsa þessa dag- ana,“ sagði framkvæmdastjóri eins þeirra netmiðlunarfyrir- tækja sem fengið hafa fyrir- spurn frá Hallgrími, og vísaði þar til deilna Stöðvar 2 við þá starfsmenn sem fluttu sig yfir til Stöðvar 3. Samkvæmt heimildum HP eru stjórnendur Stöðvar 3 einnig að velta fyrir sér aðild að netþjónustu enda þykjast menn þar á bæ, líkt og annars staðar, sjá fram á vaxandi þýðingu Netsins. Þegar tekið er tillit til þeirrar útbreiddu skoðunar að samkeppni á sjónvarpsmarkaði næstu ára muni einkum verða milli þeirra sjónvarpsstöðva sem númera sig 2 og 3 telja menn ekki fráleitt að einmitt hin fyr- irsjáanlega samkeppni um netþjónustumarkaðinn sé ekki veigaminnsta ástæðan fyrir harkalegum viðbrögðum Stöðvar 2 gagnvart þeim starfsmönnum sem fluttu sig yfir. Framundan virðast vera verulegar sviptingar á Inter- netmarkaðnum. Breytingar og þróun, sem vissulega hafa komið til umræðu en fremur verið á vísindaskáldsögustigi, gætu orðið mögulegar innan mánaða og að almennum veru- Ieika innan fárra ára. „Sá mað- ur sem stendur í sjónvarps- rekstri og ekki er að velta fyrir sér yfirráðum eða a.m.k. ríf- legri markaðshlutdeild í net- tengingum og þjónustu við sí- stækkandi hóp netnotenda ætti að snúa sér að einhverju öðru,“ sagði annar viðmælandi blaðsins, sem einnig kannaðist við að það væri ekki „alveg úr lausu lofti gripið" að falast hefði verið eftir kaupum eða samstarfi við hans fyrirtæki. Þeir sem starfa í þessum geira virðast nokkuð almennt þeirrar skoðunar að „sjónvarp færist inn á Netið eða Netið inn í sjónvarpið, eftir því hvernig á það er litið", eins og einn við- mælenda blaðsins komst að orði. Annar viðmælandi, mað- ur sem vel þekkir til þessara mála, kveðst þess fullviss að á næstu mánuðum muni línur fara að skýrast varðandi það hvaða netþjónustufyrirtæki lifi og hver deyi. „í þessum geira eins og öðrum verður samein- ing eða þá að samkeppninni lýkur með sigri einhverra. Þessi fyrirtæki verða í framtíð- inni færri og stærri.“ Kanadískur rekstrarráðgjafi Vegas á mála hjá Vítisenglum Vítisenglar ásælast Island Rekstrarráðgjafi nektar- klúbbsins Vegas, Alan Blanchard, hafði sama aðsetur og mótorhjóla- og glæpasam- tökin Vítisenglar eða Hell’s Angels í Kanada áður en hann kom hingað til lands. Lögreglu- yfirvöid fylgjast með þessu máli, enda þykir ásælni slíkra glæpasamtaka í að koma sér fyrir með starfsemi sína hér á landi áhyggjuefni. Glæpasam- tök eins og Vítisenglar stunda nú í auknum mæli hvers kyns fjárplógsstarfsemi eins og vændi og eiturlyfja- og vopna- sölu víða um heim. Þá nota þeir nektardansara sem burð- ardýr fyrir eiturlyf — en slík mál munu ekki hafa komið upp hér á landi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni er það venja meðal þessara glæpa- samtaka að senda á undan sér menn til að kanna hvaða jarð- vegur er fyrir starfsemi þeirra í nýju landi. Um hríð var Alan Blanchard rekstrarráðgjafi á Vegas en mun hafa lent upp á kant við eigendur staðarins og var að lokum vikið úr starfi. Ástæðan fyrir brottvikning- unni er talin vera tengsl Alans við Vítisengla. Það hefði sjálf- sagt verið bagalegt fyrir einn eigenda fyrirtækisins, Harald Böðvarsson, sem er sonur lög- reglustjórans í Reykjavík, Böðvars Bragasonar. Kötturinn í sekknum Erlendir nektardansarar sem stunda atvinnu sína hér á landi hafa einkum komið frá Kanada og því var það vel til fundið hjá eigendum nektar- staðarins Vegas að ráða til sín kanadískan mann sem væri þessum bransa vel kunnugur. Þegar HP hafði samband við Vegas var blaðamanni tjáð að Alan Blanchard hefði aldrei verið á launaskrá hjá skemmtistaðnum. Það hefði staðið til að hann starfaði fyr- ir eigendur staðarins en ekki orðið neitt úr því og væri hann farinn úr landi. Þegar blaðamaður spurði hvaða Kanadamaður hefði verið í forsvari fyrir skemmtistaðinn í umfjöllun fréttastofu RÚV í Kastljósi um nektarstaði varð fátt um svör hjá viðmælanda blaðamanns og sagðist hann ekki þekkja málið. Á frétta- stofu RÚV fengust þær upp- lýsingar að Alan Blanchard hefði verið í forsvari fyrir staðinn þegar þátturinn var tekinn upp. Sagði hann við fréttamann RÚV að hann ræki staðinn auk þess sem hann réði alla dansara. Hin nýja Cosa Nostra Vítisenglar hafa tekið mikl- um stakkaskiptum á liðnum ár- um. Þeir eru ekki lengur húð- flúraðir og síðhærðir mótor- hjólaribbaldar heldur tekur starfsemi þeirra æ meira mið af skipulagðri starfsemi glæpa- samtaka sem gefa mafíusam- tökum hvers konar ekkert eft- ir. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum en hafa meðal annars komið sér fyrir á Norð- urlöndunum — þar sem þau eru þekkt fyrir allt annnað en fagra mótorfáka en öilu heldur fyrir eiturlyfja- og vopnasölu auk vændis. Sterkt bræðralag einkennir samtök eins og Vítis- engla og eru félagar þeirra til- búnir að gera hvað sem er fyrir félaga sína — jafnvel drepa. Þessi samtök hafa að undan- förnu verið að leita eftir nýjum mörkuðum í Evrópu og sam- kvæmt upplýsingum innan úr lögreglunni var talin ástæða til að fylgjast með slíkum þreif- ingum hér, einkum vegna komu Alans Blanchard, rekstr- araðila Vegasar, til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingaeftirlitinu er hann ekki farinn úr landi. Fram að þessu hafa Vítis- englar verið nær einráðir í starfsemi sinni en nú bregður svo við að samtökin Bandidos hafa látið á sér kræla og ógna veldi Englanna á Norðurlönd- um. Það er ekki talið tilviljun að skærur Vitisengla og Band- idos áttu sér stað á sama tíma í þremur löndum; Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku. Þetta er dæmi um útbreiðslu og breytt- ar starfsaðferðir Vítisengla og baráttu þeirra við Bandidos um yfirráð í undirheimum þessara landa. Vítisenglar hafa verið í sambandi við mótor- hjólasamtök hér á landi en ekki haft erindi sem erfiði. Eftirmálar forsetaframboðsins eru Pétri Hafstein erfiðir. Sindri Sindrason: Eg ber ábyrgð á mistökunum. Samtök til stuðnings Pétri Hafetein brutu lög Samtök til stuðnings forsetaframboði Péturs Hafstein hlýddu ekki lagaskyldu um að til- kynna lögreglustjóra um umdeilda fjársöfnun á vegum samtakanna. - Mér varð á í messunni, segir Sindri Sindrason, forsvarsmaður Sam- taka um stuðning við Pétur Hafstein. kveðst bera fulla ábyrgð á mis- tökunum og að forsetafram- bjóðandinn fyrrverandi kæmi Fjársöfnunin stóð í nokkra mánuði á síðasta ári en var skyndilega hætt eftir umfjöll- ún Helgarpðstsins í desember. Eftir að Pétur Hafstein tapaði forsetakosningunum í vor var hann stórskuldugur og sam- skotin áttu að létta honum róðurinn. Pétur mun persónu- lega ábyrgur_fyrir 14 milljóna króna skuld en áður hafði hann lagt fram 8,5 milljónir króna í stofnframlag. Samkvæmt lögum nr. 5 frá 1977 um opinberar fjársafnan- ir ber að tilkynna þær til lög- reglustjóra áður en þær hefj- ast. Samtökin um stuðning við Pétur Hafstein eru til heimilis í Reykjavík og opnuðu reikning í Landsbanka íslands. Þau hefðu átt að tilkynna fjársöfn- unina til Iögreglustjórans í Reykjavík. „Mér varð á í messunni," segir Sindri Sindrason, fram- kvæmdastjóri Pharmaco, en hann er forsvarsmaður sam- takanna. Áður en Sindri svar- aði fyrirspurn HP ráðfærði hann sig við lögfræðing — þó ekki Pétur Hafstein — sem staðfesti við hann að Samtökin hefðu átt að tilkynna lögreglu- stjóra um fjársöfnunina. Sindri þar hvergi nærri. Embætti lögreglustjóra legg- ur ríka áherslu á að tilkynnt sé um fjársafnanir og sendi m.a. út fréttatilkynningu sem birt- ist í Morgunblaðinu seint á síð- asta ári þar sem ítrekað var að aðilar sem standa að fjársöfn- unura tilkynni þær. Brot gegn lögum um opinberar fjársafn- anir varða sektum. í sumar fengu Samtök um stuðning við Pétur Hafstein leyfi dómsmálaráðuneytisins til happdrættis. Það dróst að birta vinningsnúmer og sími sem gefinn var upp á happ- drættismiðanum reyndist lok- aður. Sigurður Arnórsson tók á sig sökina í fréttum Bylgjunn- ar 6. september sl. og kvaðst einn bera ábyrgðina. Dregist hefur að birta reikn- ingsskil fjársöfnunarinnar til stuðnings Pétri Hafstein, líkt og annarra framboða. Að sögn Sindra er gert ráð fyrir að end- urskoðunarskrifstofa Eyjólfs K. Siguijónssonar muni á næstunni skila frá sér endur- skoðuðum reikningum for- setaframboðs Péturs Hafstein. Leynireikningur falinn í Húsnæðisstofiiun Húseigendafélagið vill spilin á borðið Söfnunarreikningur var félagsins hefur lagt stofnaður hjá Húsnæðis- stofnun þar sem inn fóru skyldusparnaðarframlög ein- staklinga sem meðal annars voru erlendis eða fluttir af landi brott. Einnig fóru greiðslur krafna vegna inn- heimtu skyldusparnaðar lög- fræðinga Húsnæðisstofnunar inn á ávísanareikning yfir- manns lögfræðideildar, Ein- ars Jónssonar. Þá mun öll inn- heimtuþóknun, sem heimt var í nafni stofnunarinnar, hafa runnið til lögfræðinga. Lögfræðingur Húseigenda- fram greinargerð vegna máishöfð- unar Húsnæðisstofnunar í héraðsdómi Reykjavíkur vegna ummæla Sigurðar H. Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra félagsins, sem hann lét falla í sjónvarpsviðtali í frétta- tíma Stöðvar 2 og í morgun- þætti Bylgjunnar. í greinar- gerðinni er því haldið fram að sérstakur söfnunarreikningur kunni að vera til innan stofn- unarinnar og er óskað eftir upplýsingum um með hvaða heimild hann hafi verið notað- ur. Þá er farið fram á að ferill innheimtra krafna og meðferð fjár og þóknunar sé skoðuð og hvort farið hafi verið eftir skriflegum reglum stofnunar- innar. Er skorað á Húsnæðis- stofnun að upplýsa það og leggja fram reglurnar, ef til eru. Jafnframt að leggja fram yfirlit yfir ávísanareikning Ein- ars Jónssonar auk skilagrein- ar og bókhalds um innheimtu — þar á meðal hvernig þókn- un hafi skipst á milli einstakra lögfræðinga og hvernig færslu vaxta vegna höfuðstóls inn- heimtra krafna hafi verið hag- að.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.