Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1997 14 Húmor, heimspeki og symbólik Dómínó eftir Jökul Jakobsson Leikhljóð: Ólafur Öm Thoroddsen Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Margr- ét Ólafsdóttir, Egill Ólafsson, Guðrún Ás- mundsdóttir ★★★★ Pað er óneitanlega glæsi- bragur yfir Leikfélagi Reykjavíkur þegar ýtt er úr vör á afmælisári félagsins. Uppfærsla Kristínar Jóhann- esdóttur á leikriti Jökuls Jak- obssonar á Litla sviðinu ein- kennist af metnaði, fágun og nákvæmni en líka næmri til- finningu fyrir texta höfundar- ins og þeim flókna minninga- vef sem hann inniheldur. Sviðsmynd, búningar og lýs- ing virka vel saman og mynda heildstæða umgerð eða ramma um sýninguna en gefa verkinu samtímis framandi blæ sem slítur það úr viðjum þess nútíma sem það er sprottið úr. Leikrit Jökuls bera öll einhver einkenni síns tíma, en hér tekst leikstjóran- um að draga fram meginatriði verksins með hreinum, fersk- um línum þannig að textinn verður frjáls. Tíminn sjálfur, sem að mínu viti er höfuðvið- fangsefni höfundar, birtist hér ljóslifandi, laus undan oki rúmsins, sem hefur verið fryst eins og rammi í kvikmynd meðan hljóðrásinni er leyft að rúlla. Hvernig meðhöndlar tíminn mennina og minningar þeirra? Hvar eiga minningarn- ar raunverulega heima? Dómínó er í stuttu máii stofuleikur sem gerist í húsi hjóna sem fengið hafa til sín gesti. Meðan veislan fjarar út utansviðs verðum við vitni að nótt í lífi sex persóna sem mætast í einkennilegum sam- runa minninga, nútíma og drauma. Hjónin, Kristján í túlkun Eggerts Þorleifssonar og Margrét leikin af Hönnu Maríu Karlsdóttur, búa í hús- inu ásamt Sif dóttur sinni, leikin af Halldóru Geirharðs- dóttur, og Lovísu móður Margrétar, f túlkun Margrétar Ólafsdóttur. Gestur, leikinn af Agli Ólafssyni, sem kominn er til landsins erlendis frá, hrindir af stað runu minninga sem líkt og dómínókubbar ýmist raðast upp eða hrynja, ruglast eða skipta um eigend- ur. Inn í leikinn fléttast einnig Soffía, leikin af Guðrúnu Ás- mundsdóttur, einhvers konar fulltrúi hins ytra rýmis eða mögulega hins raunverulega raunveruleika. Úlfari Erni þótti einkar vel til fundið af hálfu Leikfélagsins að fá kvikmyndaleikstjóra á borð við Kristínu Jóhannes- dóttur til að taka að sér leik- stjórn þessa verks og taldi ekki fráleitt að ætla að fersk- leiki sýningarinnar ætti rætur að rekja til þess hvernig hún nýtir sér kvikmyndamenntun sína við þessa uppfærslu. Hon- um fannst að bæði áherslur í leik og jafnvel leikaravali bæru keim af kvikmyndavinnu en líka lýsing og hljóð svo ekki sé talað um beina tilvísun í Fell- ini með tilliti til tónlistarinnar. Kormákur Þráinn Bragason meö Úlfari Erni Valdemarssyni augtýsingamanni á frumsýningu Borgarleik- hússins á Dómínó eftir Jökul Jakobsson. Það eru þó umfram annað leikararnir sem lifa í minning- unni eftir þessa sýningu og við Úlfar vorum hjartanlega sammála um að leikararnir hefðu allir unnið mikinn leik- sigur og er þar enginn undan- skilinn. Greinilegt er að leikar- ar og leikstjóri hafa unnið mikla nákvæmnisvinnu í með- förum textans og öðru því sem að leiknum lýtur. Leikur- inn er jafnan á fínu nótunum þar sem hver hreyfing og hvert orð styður annað en þó er stöðug stígandi og þróun í öllum leiknum. Úlfar var eink- um hrifinn af Eggerti Þorleifs- syni í hlutverki Kristjáns og Guðrúnu Ásmundsdóttur í hlutverki Soffíu meðan ég hreifst hvað mest af leik Hönnu Maríu í hlutverki móð- urinnar. Egill Ólafsson fer mjög vel með hlutverk Gests, einkum þegar á líður, eins og reyndar Margrét og Halldóra báðar. Halldóra er í afar við- kvæmu hlutverki, sem á viss- an hátt er akkilesarhæll verks- ins, en hún skilar því alla leið óaðfinnanlega. Ég bað Úlfar að eiga loka- orðin: „Þetta er afar vel unnin sýning og skemmtileg, full af húmor en líka djúpri heim- speki og symbólik, sem mér finnst hafa komist vel til skila. Ég mæli eindregið með þessu stykki.“ „Það eru þó umfram annað leikararnir sem lifa í minn- ingunni eftir þessa sýningu og við Úlfarvorum hjartan- lega sammála um að leikararnir hefðu allir unnið mikinn leiksigur og er þar enginn undanskilinn.“ Vikutilboð á Kanarí 39.932 4. febrúar Við eigum nokkrar viðbótaríbúðír þann 4. febrúar í viku á ensku ströndinni og á okkar vinsæla gististað, Green Sea. Nýttu þér þei einstaka tilboð og stökktu í sólina með beinu flugi Heimsferða. Toppgististaður, Green Sea, með allri þjónustu, íþróttaaðstöðu, góðum garði, verslunum, veitingastöðum og skemmtidagskrá. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Green Sca, 1 vika 49.960 M.v. 2 fullorðna í snldíó, Green Sea, 4. febrúar, 1 vika. Austurstræti 17,2. hæð • Simi 562 4600 FRÍSTUIMDAIMÁM í MIÐBÆJARSKÓLA OG MJÓDD ÍSLENSKA íslenska, stafsetning og málfræöi. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga 1. - 4. stig (11. stigi er raðað eftir þjóðerni nemenda). ERLEND TUNGUMÁL (byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. Italska. Spænska. Portúgalska. Gríska. Búlgarska. Rússneska. Pólska. Japanska. Arabíska. Kínverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar skáldsögur, smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR OG MYNDLISTARNÁMSKEIÐ Fatasaumur. Bútasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Glerlist. Teikning. Olíumálun. Vatnslitamálun. Tréskreytilist. Prjónanámskeið. Leðurvinna. Öskjugerð. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Stærðfræðlaöstoö á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigiö námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, ÞÝSKA fyrir 6-10 ára gömul börn til að viöhalda kunnáttu þeirra í málunum. Leiklist fyrir börn 9-12 ára. ÖNNUR NÁMSKEIÐ Galdrar í heiðnum slð á Norðurlöndum. Galdrafáriö í Evrópu. Galdrar í dag. Sex vikna námskeið. Dagur Þorleifsson. Trúarbragðasaga. Yfirlitsnámskeið. Dagur Þorleifsson. Ásatrú - norræn goðafræðl. Dagur Þorleifsson. Listasaga. Fjallað verður um helstu tímabil listasögunnar. Þorsteinn Eggertsson. Ritlist. Að skrifa fyrir börn. Elísabet Brekkan og Árni Árnason. Lestu betur. Námskeið til að auka lesskilning og lestrarhraöa. Árni Árnason. Samskiptl og sjálfefll fyrlr konur. Jórunn Sprensen. Heimillsbókhald. Tveggja vikna námskeið. Raggý Guðjónsdóttir. Skokknámskelð. Byrjenda- og framhaldshðpar. Jakob Bragi Hannesson. Tarotspil. Tákn og túlkun spilanna (kennsla fer fram á ensku). Carl Marsak. Innritun fer fram í Mlðbæjarskólanum, Fríklrkjuvegi 1, dagana 16. og 17. janúar kl. 17:00 -19:30. Upplýsingar í síma: 5512992 og 5514106. Kennt verður í Miðbæjarskóla og í nýju húsnæði okkar í Mjódd á efri hæð skiptistöðvar SVR. ■VI L.I SVO

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.