Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 19

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 19
F1MMTUDAGUR16. JANÚAR1397 19 ■BH8 Körfubolti Snúin umferð Sigurður Ágústsson og Karl Jónsson spá í leiki 13. umferðar DHL-deildarinrtar Skallagrímur - Tindastóll Leikur Skallagríms og Tinda- stóls verður væntanlega í járn- um. Liðin eru svipuð, hafa bæði átt heldur á brattan að sækja í vetur eftir rysjótta tíð undanfarin ár. Bæði lið hafa samviskusamlega tekið til hjá sér yfir nýafstaðnar hátíðir og mæta til leiks með nýja Kana. Nýi útlendingurinn hjá Sköll- unum, Rhett, kom sérlega vel út í sínum fyrsta leik og Buck- ingham stóð fyrir sínu með Stólunum gegn Þór. Úrslit leiksins ráðast ekki fyrr en í lokin og ekki er ólíklegt að til framlengingar komi. Röggsemi Tómasar Holton, að setja leik- menn í agabann, skilaði sér í að hálfvængbrotið lið Skall- anna vann góðan sigur á ísa- firði. Séu agabrjótarnir ekki mun meiri karakterleysur en þeir hafa þegar sýnt ætti liðið að leika af miklum krafti gegn Stólunum. Stólarnir unnu frem- ur auðveldan sigur gegn ótrú- lega slöku liði Þórs á Króknum og það er spurning hvort þeir hafa kraft til að fylgja því eftir. Eftir sorgleg úrslit heimaleikja liðsins í vetur er líklegt að sig- urinn veiti mönnum það sjálfs- traust sem þarf. Útisigur í hörkuspennandi leik. ÍA - Haukar Skagamenn hafa komið á óvart í vetur, Alexander Ermolinski, þjálfari Skaga- manna, er engin smásmíð og honum hefur tekist hið ómögu- lega; að berja mannskapinn á Skaganum saman. Ronald Bay- íþróttir Siqurður Áqústsson skrifar less hefur leikið sérlega vel með liðinu undanfarið og lyft leik þess á hærra plan. Gallinn við IA er að leikmenn liðsins eru of óstöðugir í Ieik sínum, en slíkt hið sama má segja um andstæðingana, Hauka. Hauk- arnir hafa verið vægast sagt brokkgengir í leikjum vetrar- ins, bæði unnið góða sigra og tapað mjög óvænt. Geta Hauk- anna er þó meiri, bræðurnir eru það sem munar um, og Haukar vinna. KR - Njarðvík Þetta er athyglisverðasti leikur umferðarinnar og ætti að verða bráðskemmtilegur fyrir margra hluta sakir. Hrannar Hólm, núverandi þjálfari KR-inga, var rekinn frá Njarðvík fyrir það eitt að vera Keflvíkingur, ef marka má um- mæli hans sjálfs. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann kenndi Njarðvíkingum allt sem hann kann (og þá hvort það dugar) eða hvort hann lumar á leynivopni. Hann þekkir Njarð- víkinga út og inn og fýsir vænt- anlega fátt meira enn að inn- byrða sigur með sínu nýja fé- lagi. Fari KR-ingar eftir fyrir- mælum Hrannars ættu þeir að vinna. Það má þó ekki afskrifa UMFN, þeir hafa aldrei gefist upp og eiga margt góðra leik- manna. Þeim hlýtur að vera mikið í mun að sanna og sýna að ákvörðun þeirra um brott- rekstur Hrannars hafi verið réttmæt. Jakkafataklæddur þjálfarinn, Ástþór Ingason, gæti lumað á trompum. KR er á heimavelli og verður að fara að sýna stöðugri leik til að vinna tiltrú áhorfenda, þetta vita strákarnir og vinna. Keflavík - Grindavík Tvö af toppliðum deildarinn- ar eigast við í Keflavík. Liðin eru áþekk og leika svipaðan körfubolta, leggja mikla áherslu á langskot og hraðan bolta. Heillavænlegast fyrir Grindvík- inga er að leita að Herman My- ers inni í teig og sækja villur og stig þar frekar en að fara í drit- keppni við Gauja og Kidda. Þeirri viðureign tapa þeir ör- ugglega. Kiddi Friðriks og Gaui Skúla eru menn sem Grindján- ar verða að stoppa. Þeir eru báðir skotglaðir og víla ekki fyr- ir sér að skjóta af löngu færi; Kiddi tekur hiklaust skot frá miðju ef honum er boðið upp á það. Keflvíkingar mega ekki gleyma sér, þeir ætla að taka allt sem í boði er og því er lífs- spursmál að halda dampi. Spili þeir góða vörn fellur sigurinn þeim í skaut, ekki síst ef haft er í huga að Damon Johnson spil- ar með Keflavík. Hann er líkleg- ur til að gera gæfumuninn í þessum leik. Heimasigur í mikl- um baráttuleik. Atvinnumennska á Ólafefirði Verður Gummi með í sumar? Spurning sem allir KR-ingar spyrja sig. Kiddi Bjöms þjálfarí fær þau for- réttindi, fyrstur íslendinga, að þjálfa lið sem getur æft tvisvar á Arnar Grétarsson, einn af Milljónamæringunum, spilar á óbó og syngur. bornir og barnfæddir á bekkn- um. Mikið mun vera hlegið að ummælum Amars Grétarsson- ar, miðjumannsins sterka, sem sagði í sjónvarpi eftir að hafa skrifað undir hjá Leiftri að fólk hefði ranghugmyndir um kaup og kjör leikmanna. Á Ólafsfirði er nefnilega ekki lengur talað um Leiftur, heldur hlæja menn og tala um: Kidda Bé og Millj- ónamæringana. Leiftursmenn frá Ólafsfirði verða ekki árennilegir næsta sumar. Önnur topplið eru ekki enn með sitt á þurru: KR-ingar vita ekki enn með Gumma Ben. og vilja ekki sleppa Rikka Daða, sem vill fara, auk þess semjngri menn KR-inga flýja liðið. Á Skaganum er ekki (þegar þetta er skrifað) enn búið að ráða þjálfara og þrátt fyrir að búið sé að semja við þá leikmenn sem eftir eru, utan Bjama, sem hlýtur að fara í atvinnumennsku, vantar nokkuð upp á að liðið verði jafnsterkt og það hefur verið undanfarin ár. Ólafsfirðingar eru hins vegar búnir að skipuleggja sumarið. Þeir ætla að æfa tvisvar á dag og líklegt verður að teljast að það gefist vel. Gerist það munu stórveldin ÍA og KR fylgja á eft- ir. Líkur eru sem sagt á að bolt- inn hér heima batni talsvert á næstunni. Af Leiftursmönnum er það að frétta að ekki einn einasti heimamaður verður í liðinu í sumar og fáir ef nokkrir Eiríkur Önundarson, nýkominn í landsliðið, mun leiða sína menn til sigurs á Akureyrí. Þór - ÍR ÍR-ingar verða að passa sig á Fred Williams. Hann er einn besti útlendingurinn í deild- inni og hann og Konráð Ósk- ars bera Þórsliðið uppi. Þórs- arar verða að rífa sig upp eftir slakan leik á Króknum og til að eiga glætu verða þeir að treysta á Fred og Konráð. Það er óhætt að segja að Antony Vallejo, þjálfari ÍR, nái því besta út úr sínum mönnum. Lið hans hefur leikið vonum framar. A-landsliðsnýliðinn Ei- ríkur Önundarson mun fara fyrir sínum mönnum með góð- um leik. ÍR-ingar vinna á Akur- eyri. KFÍ - Breiðablik Verði vanmatið ekki í meira lagi vinna ísfirðingar öruggan sigur. Nýkrýndur konungur þriggja stiga skyttna, Baldur Jónasson, fær nægan tíma til að salla á Blikana. í saman- burði við leikmenn Blika verð; ur jafnvel sjöundi maður KFÍ ágætur. Léttur heimasigur. AUKIN ÖKURÉTTINPI LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Ökuskóli íslands býður hagnýtt nám undir leiðsögn færra og reynslumikilla kennara NÝIR NEMENDUR TEKNIRINN VIKULEGA Góð kennsluaðstaða og úrvals æfingabifreiðir FAGMENNSKA Ökuskóli íslands í FYRIRRÚMI Oll kennslugögn innifalin Hagstætt verð og góS greiSslukjör Mörg stéttarfélög taka þótt í kostnaSi félaga sinna HafSu samband og viS sendum þér allar nánari upplýsingar um leiS Dugguvogi2 104 Reykjavík S: 568 3841

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.