Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Blaðsíða 8
8 RMMTUDAGUR16. JANÚAR1997 Stöð þrjú blæs til sóknar eftir mögur tapár og mikla erfiöleika frá stofnun fyrirtækisins. Búið er aö ganga frá skuldum og nýtt hlutafé komið inn í fyrirtækið. Núna síðast hirtu þeir fimm stjórnendur frá helsta keppinaut sínum, Stöð tvö. Því má segja að framtíðin sé spennandi á þessu sviði fjölmiðlunar hér á landi. HPhafði samband við Atla Rúnar Halldórsson, fréttamann RÚV til margra ára og núverandi fjölmiðlaráðgjafa. Búnir að fá nóg af Stöð 2 Atli Rúnar Halldórsson: „Ég bara vona að við sem heima sitjum fáum sem mest fyrir sem minnst út á þetta stríð allt saman.“ Ivernig líst þér á þessar vœringar í fjölmiðla- heiminum? „Þessi tíðindi um að fimm- menningarnir hefðu fært sig yf- ir á Stöð þrjú komu náttúrulega á óvart,“ segir Atli. „Þetta er eins og með köttinn sem hefur níu líf. Maður var löngu búinn að afskrifa þetta fyrirbæri — Þristinn — sem eitthvað líf- vænlegt og þurfti reyndar ekki mikinn spámann til,“ segir hann og hlær. Hann virðist lifa þó góðu lífi enn... „Svo virðist sem drifkraftur- inn fyrir því að fjárfestar moki peningum í stöðina sé frekar að þrengja að Jóni Ólafssyni heldur en brennandi áhugi á fjölmiðlum, hvað þá heldur hagnaðarvon.“ Eru menn þá hrœddir við völd Jóns Ólafssonar? „Það er sú skýring sem að manni er rétt úti í viðskiptalíf- inu. Það finnst mér nokkuð at- hyglisvert, ef eitthvað er til í því. Það er að minnsta kosti ekki verið að fjárfesta í fyrir- tæki eins og Samherja þarna. Stöð þrjú er fyrirtæki sem þyrfti að búa til sérstök nám- skeið um í viðskiptafræðinni í Háskólanum: Fyrirtæki sem hefur bara útgjöld en engar tekjur á annað ár en lifir samt. Það sem gerist núna — að „Svo virðist sem drif- krafturinn fyrir því að fjárfestar moki peningum í Stöð þrjú sé frekar að þrengja að Jóni Ólafssyni heldur en brennandi áhugi á fjölmiðlum, hvað þá heldur hagnaðarvon. ... Það er að minnsta kosti ekki verið að fjár- festa í fyrirtæki eins og Samherja þarna.“ • fimmmenningarnir færa sig yf- ir til andstæðingsins — hlýtur að vera sambland að því að menn hafi verið búnir að fá nóg af Stöð tvö og eins að þeim hafi verið boðið eitthvað gott. Það hlýtur að þurfa þetta tvennt til. Það læðist í það minnsta að manni sá grunur að þessir fimmmenningar hafi verið sannfærðir um að það væri einhver framtíð á Stöð þrjú.“ Telurðu Stöðvar þrjú- menn vera að plana ein- hverja stórsókn? „Já, það er borðleggjandi að þeir ætla sér að lifa. Það verð- ur spennandi að sjá hvaða dag- skrá þeir ætla að bjóða. Þeir gera ekki stóra hluti nema þeir bæti hana talsvert. Það sem ég hef séð hingað til af dagskrá Stöðvar þrjú gefur ekki tilefni til bjartsýni, enda er dagskráin að mínu mati afar rýr. Þeir hljóta að fara inn á einhverja innlenda þáttagerð, bæði létt- meti og svo fréttatengda þætti." Hvað með öfluga fréttastofu í líkingu við þœr á Stöð tvö og RÚV? „Fréttastofa og fréttastofa. Það er hægt að gera út frétta- stofu á milljón vegu. Þegar Stöð tvö var stofnuð á sínum tíma apaði hún rammann eftir Ríkissjónvarpinu. Flest fólkið á Stöð tvö hafði fengið sitt upp- eldi þar. Það er auðvit- að engin eilífðarfor- skrift að sjónvarps- fréttatíma, síður en svo. Það er hægt að búa til takmarkaðri fréttir í þyngri kantin- um eða takmarkaðri fréttir í léttari kantin- um.“ Hvað þarf svona sjónvarpsstöð að gera til að lifa? „Það er ekki nóg að ná starfsmönnum af Stöð tvö, þeir þurfa að ná kaupendum líka. Þeir hljóta að þurfa að ná einhverjum slatta af áskrifendum til sín. Sendingarsvæðið hjá þeim er náttúrulega mjög takmarkað og Stöð tvö mjög út- breidd. Ég held að Stöð þrjú geti ómögulega komist af með að vera bara við hliðina á Stöð tvö. Þeir verða bókstaf- lega að taka kúnna frá þeim. í þessu stríði þeirra hlýtur líka að fara að þrengja enn frekar að Ríkissjón- varpinu og mun það trúlega hafa veruleg áhrif þar á bæ. Þrýst- ingur á breytingar þar hlýtur að aukast mikið. Einhvern veginn liggur það í loftinu að þeir sem ráða menntamál- um þjóðarinnar ætli ekki að horfa upp á þessar sviptingar án þess að aðhafast nokk- uð. Það verður forvitni- legt að sjá hvað gerist á þeim vettvangi." Hefurðu trú á að Stöð þrjú sé komin til að vera? „Þá má ef til vill frek- ar spyrja hvort Stöð tvö sé komin til að vera. Það er mjög skuldugt fyrirtæki og má lítið klikka þar ef ekki á að fara illa. Ef þessi darraðardans harðnar verulega og Stöð þrjú fer að sækja af einhverri alvöru er alveg hægt að spyrja um það. Stöð tvö hefur ekki efni á að missa mikið yfir til keppinaut- arins. Nú eru þeir búnir að hirða af þeim þessa fimmmenninga og er al- veg trúandi til að fara að hirða af þeim ein- hverja áskrifendur og jafnvel auglýsendur. Ég bara vona að við sem heima sitjum fáum sem mest fyrir sem minnst út á þetta stríð alit saman.“ Frá næstu áramótum verður 10% skattur af vaxtatekjum og arði innheimtur í staðgreiðslu. Vaxtatekjur Staðgreiðslu vegna skatts á vaxtatekjur ber að halda eftir við greiðslu vaxta. Þeir sem eiga að halda eftir skattinum og skila til inn- heimtumanns ríkissjóðs eru: • Bankar og sparisjöbir • Verbbréfafyrirtceki og verhbréfamiMarar • Eigtiarleigufyrirtœki og adrar fjármálastofnanir • Lögmenn, löggiltir endurskóöendur og aðrir umsýslumenn fjármuna • Tryggingafélög • Sérhverjir adrir sem hafa atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum éða annast innheimtu fyrir aðra Skrá yfir þá sem eiga að skila staðgreiðslu af vaxtatekjum Ríkisskattstjóri hefur útbúið skrá yfir skila- skylda aðila og var miðað við atvinnugreina- merkingar Hagstofu íslands við gerð hennar. Þeir sem færðir hafa verið á skrána hafa nú fengið tilkynningar þar um og geta gert athugasemdir ef við á. Þeim sem ekki hafa fengið slíka tilkynningu en telja sig eiga að vera á skránni, ber að tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemi sína fyrir áramót. Á skránni verða ekki aðrir en þeir sem skila eiga staðgreiðsluskatti af vaxtatekjum. Arður Öll félög sem greiða aró til hlutahafa eiga að halda eftir staðgreiðsluskatti af honum og skila til innheimtumanns ríkissjóðs. Skrá yfir þá sem eiga að skila staðgreiðslu af arði Hlutafélög og önnur félög með takmarkaða ábyrgð félagsaðila fara sjálfkrafa inn á skrá og fá sendar skilagreinar vegna staðgreiðslu af arði í lok hvers árs, í fyrsta sinn í árslok 1997. Skilagrein ásamt greiðslu er skilað til innheimtumanns ríkissjóðs. Þau félög sem ekki greiða arð skila núll-skýrslu. Orbsendingar Allir launagreiðendur hafa fengið sendar orðsendingar með upplýsingum varðandi innheimtu skattsins í staðgreiðslu. RSK RIKISSKATTSTJORI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.