Helgarpósturinn - 13.03.1997, Page 6
6
FIMMTUDAGUR13. MARS1997
Mafían í byggingarnefnd Reykjavíkurborgar:
Hjónum
formaður
neíndar selur
Eva og Steinn Þór, sem er
trésmiður, keyptu Skipholt
7 haustið 1995 af Búnaðarbank-
anum sem hafði lengi reynt að
selja eignina en hún var í niður-
níðslu. Hjónin hafa reynslu af
því að gera upp gamalt hús-
næði, fyrir nokkrum árum end-
urbyggðu þau einbýlishús við
Bragagötu.
Vorið 1996 hófust þau handa
við að breyta húsnæðinu að inn-
an en þau voru komin með sam-
þykki fyrir því að gera efri hæð-
irnar að íbúðarhúsnæði. í júní
voru settir upp stillansar og
byrjað að vinna við útveggi
hússins, sem er með sléttri múr-
klæðningu og sker sig nokkur
úr. Skipholt 7 er í húsalengju
þar sem langflest húsin eru með
steindri áferð. í samráði við
arkitektinn Gunnar Borgarsson
var ákveðið að klæða útveggina
steindum plötum til að gæta
samræmis við umhverfið.
Undirbúningur var varla haf-
inn þegar Steini Þór barst bréf
frá byggingarfulltrúa: „Hér með
er fyrirskipuð tafarlaus stöðvun
[...] framkvæmda,“ stóð þar
feitletrað. 1 inngangi bréfsins
sagði að embætti „byggingar-
fulltrúa hefur borist ábending
um að unnið sé að breytingu á
útliti hússins, umfram það sem
samþykkt var á fundi byggingar-
nefndar 14. mars 1996“.
Viðskíptavinum formanns-
ins hyglað, setið yfir hlut
einstaklinga
Iðulega gerist það að gerðar
eru breytingar á húsum án þess
að tilskilin leyfi hafi fengist.
Embættið fer vanalega fram á
að viðkomandi sæki um leyfi.
Aðeins í undantekningartilfell-
um, þegar framkvæmd brýtur í
bága við skipulag eða reglu-
gerðir, er þess krafist að bygg-
ing sé rifin eða færð til fyrra
horfs.
HP greindi frá því í sumar að
fyrir tveimur til þremur árum
hefði verið byggt í óleyfi yfir
port í Skúlatúni 3 án þess að
byggingarnefnd hreyfði legg né
4ið. Framkvæmdin var fyrir
framan nefið á byggingarfull-
trúa og byggingarnefnd, sem
eru til húsa í Borgartúni 3. Með-
al eignaraðila Skúlatúns 3 er
verktakafyrirtækið ístak, en
eins og fram kpm í síðasta tölu-
blaði HP hefur ístak átt viðskipti
við Gluggasmiðjuna, fyrirtæki
formanns byggingarnefnd-
ar.
Eva og Steinn Þór gerðu
ekki ráð fyrir að það yrði
torsótt að fá leyfi fyrir
klæðningunni og sendu
inn umsókn nokkrum dög-
um eftir að þeim barst
bréfið frá byggingarfull-
trúa. En það fór á annan
veg.
Slétt klæðning, —
eins og Gluggasmiðj-
an flytur inn
Byggingarnefnd frest-
aði afgreiðslu umsóknar
hjónanna í fjórgang
sumarið og haustið
1996. í fyrstu tvö skiptin
bað nefndin um frekari
upplýsingar um ástand
steypu og einangrunar-
gildi útveggja. í þriðja
skiptið þegar nefndin
frestaði afgreiðslu
kom þessi ábending:
„Bent er á slétta plötu-
klæðningu." í fjórða
skiptið var ábending-
in ítrekuð.
Steinn Þór hitti
Gunnar að máli og
íslenskar sjávarafurðir á Kamtsjatka:
Olafur Magnússon, verkefnisstjóri
íslenskra sjávarafurða á Kamt-
sjatka, er fluttur inn til Tamöru Sutur-
inu, aðstoðarforstjóra UTRF. Ástamál
þeirra hafa valdið verulegum titringi
meðal íslensku starfsmannanna, sem
sumir segjast varla vita lengur hvor-
um megin borðsins Ólafur sé í sam-
skiptum við Rússana. Þrír eða fjórir
íslendingar munu ýmist komnir heim
eða á heimleið vegna óánægju m.a.
með ástamál verkefnisstjórans og
verða þá einungis fjórir eða fimm eft-
ir, að þeim frátöldum sem vinna úti á
sjó. Þessar uppsagnir eru annað áfall-
ið í röð sem dynur yfir starfsemi ÍS á
Kamtsjatka. Tvö af bestu skipum
rússneska samstarfsaðilans voru seld
á nauðungaruppboði fyrir skemmstu
og þeir sem gerst þekkja telja að þar
með hafi ÍS misst besta bitann út úr
Rússasamningnum.
íslenskar sjávarafurðir endurnýj-
uðu í haust samstarfssamning við
rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF.
Nýi samningurinn var gerð'ur til
tveggja ára en þó var samið til þriggja
ára um útgerð tveggja nýlegra frystí-
togara sem smíðaðir voru í Noregi.
Útgerð þessara skipa þótti arðvæn-
legasti vaxtarbroddurinn í rússnesku
útgerðinni og það var því verulegt
áfall þegar einmitt þessi skip voru
seld á nauðungaruppboði.
Ástamálin í brennidepli
Það er fullgild ástæða fyrir því að
ástamál íslenska verkefnisstjórans,
Ólafs Magnússonar, og aðstoðarfor-
stjóra rússneska fyrirtækisins, Ta-
möru Suturinu, skuli vera svo við-
kvæmt mál. Stór hluti af störfum ís-
lendinganna á Kamtsjatka felst í eftir-
liti með störfum Rússanna. Rússneskt
viðskiptaumhverfi er ekki beinlínis
þess eðlis að unnt að sé að treysta
einu eða neinu í því sambandi. Mútur
og þjófnaðir eru daglegt brauð.
í umfjöllun Helgarpóstsins í haust
kom m.a. fram að peningar sem rúss-
neska fyrirtækinu voru afhentir sl.
vetur til að greiða laun fóru í allt ann-
að og íslenska starfsliðið á Kamt-
sjatka þurfti að beita fyllstu hörku í
samskiptum sínum við Rússana til að
fá því áorkað að þeir peningar sem ÍS
lagði fram færu í reksturinn en ekki til
að grynnka á skuldasúpu Rússanna
sem ÍS ber enga ábyrgð á samkvæmt
samningnum.
Það er einmitt þessi nauðsynlega
harka sem menn óttast nú að kunni
að draga úr.
Hvorum megin borðsins er
verkefnisstjórinn?
Það eru fleiri ástæður fyrir óánægju
íslendinganna sem nú eru að koma
heim frá Kamtsjatka. Sagan frá í fyrra
virðist að sumu leyti vera að endur-
taka sig, en þá gætti verulegrar
óánægju með framkomu fyrirtækisins
í garð starfsfólksins sem hafði á til-
finningunni að það væri meira eða
minna skilið eftir í lausu lofti. „Skrípa-
leikur" var orð sem einn viðmælenda
notaði í þessu sambandi.
Þegar það bætist við að starfsmenn
ÍS á Kamtsjatka vita ekki lengur „hvor-
um megin borðsins" Ólafur Magnús-
son verkefnisstjóri situr í samskipt-
um við Rússana fer að verða skiljan-
legt að fólk gefist upp og ákveði að
fara heim.
Dugnaðarkonan Tamara
Tamara Suturina er sögð fertug að
aldri eða kannski fáeinum árum bet-
ur, myndarleg kona og mun hafa ráð-
ist til útgerðarfélagsins UTRF um eða
upp úr 1990. Á Sovéttímanum hafði
hún verið enskukennari og það var
einmitt kunnátta hennar í ensku sem
hjálpaði henni að ná fyrstu fótfest-
unni þegar hún skipti um vinnu. Hún
gerðist túlkur hjá ÚTRF. Úr því starfi
vann hún sig upp í stöðu aðstoðarfor-
stjóra fyrirtækisins á tiltölulega
skþmmum tíma.
íslendingunum sem starfað hafa hjá
ÍS á Kamtsjatka ber yfirleitt saman um
að Tamara Suturina sé dugnaðarfork-
ur og draga ekki í efa hæfni hennar til
að gegna þessu starfi. Þeir setja hins
vegar stórt spurningarmerki við trú-
verðugleika Ólafs Magnússonar, verk-
efnisstjóra ÍS á Kamtsjatka, eftir að
samskipti hans og Tamöru urðu jafn
náin og raun ber vitni.
Við vitum að þeir vita að við
vitum að þeir vita...
Samband þeirra Ólafs Magnússonar
og Tamöru Suturinu er raunar ekki al-
veg nýtt af nálinni. Það mun hafa stað-
ið í um það bil ár þótt þau hæfu ekki
sambúð fyrr en nú nýverið. Þá gegndi
Ólafur stöðu útgerðarstjóra á Kamt-
sjatka en verkefnisstjóri og yfirmaður
íslendinganna á staðnum var Harald-
ur Jónsson. Mörgum íslendinganna
þótti strax í fyrra afar hæpið að Ólaf-
ur gæti staðið í þáverandi stöðu sinni
undir þessum kringumstæðum.
Heima á íslandi virðast æðstu menn
ÍS hafa verið á öndverðri skoðun. Har-
aldi Jónssyni var ýtt til hliðar, hann
nánast settur af, og Ólafur Magnús-
son hækkaður í tign og gerður að
verkefnisstjóra. Þetta vekur að sjálf-
sögðu þá spurningu hvort æðustu yf-
irmenn ÍS kunni að hafa álitið að sam-
band Ólafs og Tamöru myndi gagnast
ÍS fremur en rússneska fyrirtækinu.
Hafi svo verið fer þetta óneitanlega
að minna á þekkt fyrirbrigði njósna-
skáldsagnanna: „Við vitum að þeir
vita að við vitum að þeir vita...“
Einnig má benda á þann möguleika
að yfirmenn ÍS láti náin samskipti Ól-
afs og Tamöru afskiptalaus vegna
þess að þeir álíti að þau muni al-
mennt liðka fyrir og stuðla að bættum
samskiptum milli Rússanna og íslend-
inganna á Kamtsjatka. Að því er sam-
skiptin innan íslenska hópsins í landi
varðar virðast áhrifin þó þveröfug.
Um helmingur hópsins er á heimleið
og það verður óneitanlega að teljast
verulegt áfall fyrir íslenskar sjávaraf-
urðir.