Helgarpósturinn - 13.03.1997, Síða 16

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Síða 16
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 Þjóöteikhúsiö: Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams Þýöing: Birgir Sigurösson Leikstjórn: Hallmar Sigurösson Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Tónlist: Guömundur Pétursson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikendur: Margrét Vilhjélmsdóttir, Balt- asar Kormákur, Erlingur Gísiason, Helga Bachmann, Haiidóra Björnsdóttir, Valdi- mar Örn Fiygenring, Þórhallur Sigurös- son, Randver Þorláksson o.fl. Tennessee Williams er ekki einn um að nota hrun lífs- lyginnar í verk sín, en hann er einn fárra sem þora að leysa vandamálin opinskátt með nýrri lygi. Afleiðingar hennar má hugsa um seinna. Það eru tæp fimmtíu ár síð- an Köttur d heitu blikkþaki var frumflutt, en verkið hefur ekk- ert látið á sjá. Sjálfsblekking, Iygi og ótti hafa siglt svo til ósködduð í gegnum aukið fé- lagslegt frelsi, víkkun á kyn- hugmyndafræðinni og fjöl- skyldulosið. Við erum ennþá reiðubúin að leggja lyginni lið ef það friðar umhverfið og okk- ur um stundarsakir. Það sem gerðist fyrir fimmtíu árum í suðurríkjum Bandaríkjanna, það gerist því enn þann dag í dag, alls staðar. Verkið stend- ur sem sé fyrir sínu, en í upp- færslu Þjóðleikhússins virðist það vera komið inn á fulllygn- an sjó. Verkið hefst þar sem Brick (Baltasar Kormákur), núver- andi fyllibytta og fyrrverandi íþróttahetja, einbeitir sér að drykkjunni á meðan eiginkona hans Maggie (Margrét Vil- hjálmsdóttir), vanrækt og kyn- svelt, reynir að eiga tjáskipti við hann, án tiltakanlegs ár- angurs. Þau bera gæfu til að búa heima hjá foreldrum Bricks á búgarði föður hans, sem er á stærð við Vestfirði, þar sem náið er fylgst með Hverfafundur m nteð borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum í Háaleitis- kynlífi þeirra. Það er lítið um iífsfyllingu hjá Maggie, hún þarf ekki einu sinni að ákveða hvað á að vera í matinn, því það gerir tengdó. Það eina sem hún hefur að gera, dag og nótt, er að skipta um föt og reyna að fá Brick til að svara. Maggie ætti að riða á barmi sturlunar. Það gerir hún líka, á sinn stillilega hátt. Maggie er fulltamin eiginkona, manni sín- um undirgefin, en meðvituð um alla hluta hlutverks síns, sér í lagi þann að henni ber að ala af sér erfingja. Það krefst samstarfs, sem hún hefur ekki fengið lengi. Það hangir mikið á spýtunni, faðir Bricks á mögulega ekki langt eftir ólifað og enn er erfðaskráin óskrifuð. Bróðir Bricks, Gooper (Valdi- mar Fiygenring) og útungun- arvélin kona hans, Mae (Hall- dóra Björnsdóttir), eru svo gott sem búin að ráðstafa bú- garðinum, enda rétthá til erfða, sjötti litningaberi Pápa er á leiðinni. I raun er engin persón- anna geðfelld og þótt þær veki vorkunn áhorfandans, þá er samkenndin flökt- andi. Maggie er ekki eins mikið kynsvelt og hún er sæðissvelt, því á ávöxtun- um veltur arfurinn. Hún vill fyrir alla muni bjarga hjónabandinu, en er það af ást eða af græðgi? Hlutverk þeirra Maggie og Bricks eru ekki auðveld fyrri hluta leiks. Það er næsta ógjörningur að koma til skila kæfandi hita sólbakaðs suðursins á leik- sviðinu til leikhús- gesta sem gengu inn úr fjúki og sköflum, sem mætti liggja milli hluta ef hiti um- hverfisins væri ekki undirleikur við til- finningahita leiks- ins, en látum það vera. Tilfinningahitinn er snöggtum erfið- ara mál. Maggie er bæld, en að bresta. Glóðin ólgar undir niðri og öðru hverju blossa logarnir upp, en ástríðurnar eru yfirvegaðar og út- mældar. Þegar Maggie bregður sér í lostafullt líki kattar- ins á heita blikkþak- inu er sem lostinn sé lærður og áunn- inn. Baltasar Kormák- ur dröslar gifsinu ágætlega um sviðið fram að hléi, en það er ekki fyrr en hann fær málið undir lok- in sem honum tekst allþokkalega upp. Valdimar og Halldóra eiga við auðveldari persónusköpun að stríða, ein- litari og sjálfsfylgnari, og tekst vel upp. Það er Erlingur Gíslason sem ber af í hlutverki Pápa. Fáguð atvinnumennska frá A til Ó. Fimm stjörnur þar. Leikmynd er góð og bak- grunnstónlist fellur vel að efn- inu, en það er of mikið af henni, henni tekst að verka truflandi. Textinn er lipur, sem merkir að þýðingin er góð, en ég hefði viljað heyra færri dönskusmit. Þrátt fyrir þétta uppbygg- ingu og góða viðleitni vantar uppfærsluna þann þrungna þunga sem verkið lagði af stað með frá höfundinum. Kannski höfum við íslendingar kælt niður losta og ástríður allt frá kristnitöku og hvorugt er okk- ur lengur eiginlegt. Þegar Sara var spurð hvort hún teldi mögulegt að henni þætti verkið skorta sótthita ástríðunnar vegna þess að það er nærri þrjátíu árum eldra en hún var svarið: „Nei, það eru þúsundir fjölskyldna þarna úti sem lifa í lyginni og ég þekki nokkrar sem þetta er skrifað um. Aftur á móti gæti skýringin legið í leikstjóranum, sem er svo yfirvegaður að hann er frosinn.“ Smáíbúða- Bústaða- Fossvogs- og Múlahverfi í Réttarholtsskóla fimmtudaginn 13. mars kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. kvikmyndir „Beam me up Scottie!" Star Trek — First Contact ★★ Pað þykja nú engar fréttir að það sé komin ný Star Trek- mynd, þær hafa runnið út á færibandi síðustu átján árin og verið hver annarri verri. Að fráskild- um sjónvarpsþáttum, búningum og alls konar söluvarningi hafa myndirnar einar malað gull fyrir ameríska kvikmynda- framleiðendur. Það er hreint ótrúlegt hvað það er margt fólk sem kann að tala sérstök tungumál sem voru samin sér- staklega fyrir Star Trek og fólk sem kann sögu Star Trek frá upphafi og getur mun- að öll helvítis nöfnin. „Vulcans" og „Klingons" eða eitthvað þvíumlíkt. Ég, sem hef aldrei haft neinn áhuga á Star Trek, tók þá ákvörðun að taka með mér einhvern sérfróðan um Star Trek, mig sárvantaði túlk það er að segja. Ég tók með mér vin minn sem útskýrði jafnóð- um fyrir mér hvað í ósköpunum væri að gerast og af hverju þennan mann dreymdi þennan. Það reyndist vel og fyrr en varði var ég kominn inn í söguna. Frá sögunni sjálfri er ekki mikið að segja. Góðir og vondir kallar að berjast; þeir vondu fyrir heimsyfirráðum og þeir góðu fyrir heimsfriði. Það má kannski segja að það sé eins og að horfa á mynd á erlendu tungumáli að horfa á Star Trek. Annaðhvort þarf maður að læra allt málið eða reiða sig á þýðingu eða túlk. What’s Up, Jordan? Space Jam -ktr Hinar sígildu „Looney Tunes“-teikni- myndir hafa alltaf verið í miklu uppá- haldi hjá mér, ekki síst vegna þess að á bak við allar þessar brjáluðu raddir stóð einn maður, Mel nokkur Blanc (oft nefndur „Maðurinn með þúsund radd- ir“). En nú eru liðin átta ár síðan þessi maður dó og hefur endursköpun gömlu teiknimyndanna frekar staðið í stað. En núna eru teiknimyndapersónurnar aftur mættar til leiks vegna tilkomu nýju tölvutækninnar og eru hér komnir nýir leikarar sem rembast við að ná röddum Mels Blanc. Ari Eldjárn skrifar Þetta er frumraun Michaels Jordan sem leikara og verð ég að segja að þótt hann sé ekki mjög góður leikari og hafi enga reynslu, þá er hann margfalt skárri en Shaquille O’Neal, sem er ekki bara hræðilegur leikari heldur líka montinn og vitlaus. Jordan reynir ekki að vera neitt annað en hann er. Auk hans koma margir aðrir atvinnukörfuboltamenn fram eins og Larry Bird, Charles Barkl- ey og Patrick Ewing. Söguþráðurinn felst í því að nokkrar örsmáar geimverur koma til teiknimyndaheimsins og hóta að taka yfirráðin og hneppa íbúa í þræl- dóm. Eina leiðin til að sigra þá er að spila körfubolta upp á það. Hér kemur Jordan til sögunnar. Myndin er frekar klunnaiega samsett þar sem leikstjóri leikaranna er með allt öðruvísi stíl en hinn hæfileikaríki teikni- myndastjórnandi. Myndin er óþétt og illa leikin og versti mínusinn er einhvers konar svar teiknimyndanna við Pamelu Anderson í „Barb Wire“. Óþolandi og rembin kanínustelpa að nafni Lola sem tryllist við það að vera kölluð „doll“ eða dúlla. En það sem gerir myndina góða að einhverju leyti er þegar teiknimynda- stjórnandanum tekst að vekja gamla og ekta „Looney Tunes“-tilfinningu, en hún fer því miður minnkandi með árunum. Auður Haralds OgSara María Auðardóttir fóru í Þjóöleikhúsiö.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.