Helgarpósturinn - 13.03.1997, Síða 19
F1MM7UDAGUR13. MARS1997
19
ENSKl BOLTINN
DEILDARMÖRK
STAÐAN
íþróttir
Sigurður Ágústsson
sknfar
- eða slökkti Liverpool síðasta
vonarneistann á mánudaginn var?
Ginola á hér í
höggi við Edghill í
Man. City. Ginola
hefur ekki gengið ^
jafnvel á þessari
leiktíð og þeirri
síðustu og var ekki
í byrjunarliði
Newcastle gegn
Liverpool, þó vant-
aði Ferdinand og
Shearer.
Wewcastle-liðið spilar sókn-
arknattspyrnu, segja
spekingarnir, og það má til
sanns vegar færa að nokkru
leyti. Liðið spilaði ágætissókn-
arknattspyrnu í fyrra og á
ágætisspretti núna. Fyrrver-
andi stjóri liðsins bar ekkert
sérstakíega mikið skynbragð á
varnarleik, eða að minnsta
kosti hafði hann lítinn áhuga á
varnarleik, og það varð til þess
öðru fremur að liðið missti af
titlinum í fyrra. Því kom það
svolítið á óvart að áhersla
skyldi lögð á að fá sóknarmann
frekar en að styrkja vörnina.
Enginn efast þó um Shearer. í
ár eru Newcastle-menn með í
baráttunni um Englandsmeist-
aratitilinn, eru í fjórða sæti og
tæpum tíu stigum á eftir efstu
liðum, en eiga leik til góða. Lið-
ið er á besta aldri og leikmenn
hungrar í titil. Það er samt
mjög ólíklegt að þeir hreppi
hnossið. Sjálfsagt hafa fram-
kvæmdastjóraskiptin eitthvað
að segja um gengi liðsins að
undanförnu, en lánið hefur
ekki leikið við liðsmenn.
SUPER-AL MEIDDUR
OG FERDIE GENGUR
ILLA AÐ SKORA
Lið sem hefur innanborðs
stjörnusóknarleikmenn eins
og Alan Shearer og Les Ferd-
inand ætti að vera við eða á
toppnum. Ferdinand hefur
ekki gengið sem skyldi að
skora upp á síðkastið, en báðir
eru þeir góðir skot- og skalla-
menn og sérlega þefvísir á
færi. Þá eru þeir báðir leiknir
og geta skýlt bolta vel. Eigin-
lega er Súper-Al allt þetta og
helmingi meira til. Sannarlega
frábær leikmaður og mikill
leiðtogi, margoft hefur hann
klárað leiki á eigin spýtur og
bjargað liðinu. Staða liðsins er
hins vegar ekki góð af miðað er
við þann fjölda stjarna sem í
því er. Fyrir utan þetta baneitr-
aða sóknarpar hefur Dalglish
um vandræðagepilinn Tino As-
prílla að velja. Asprilla er leik-
maður sem getur gert nánast
hvað sem er með boltann en
hausinn á honum sjálfum virð-
ist vera hans helsti andstæð-
ingur og oftar en ekki koðnar
hann niður í meðalmennskuna.
Hæfileikunum virðist kastað á
glæ. Þessir þrír hafa borið hit-
ann og þungann af sóknarað-
gerðum liðsins eftir að Kenny
Dalglish setti goð Newcastle-
manna út í kuldann, Peter Be-
ardsley. Aðdáendur Newcastle
segja enga varnarmenn geta
hamið hann, hann sé eins og
Guð og vegir hans því órann-
sakanlegir. Beardsley skilar
alltaf sínu og hefur hingað til
verið einn af jafnbestu Ieik-
mönnum liðsins. Sannarlega
skrýtið að fyrrverandi fyrirlið-
inn skuli ekki hljóta náð fyrir
augum fyrrverandi samherja
hjá Liverpool. Eitt er víst,
mörg úrvalsdeildarlið teldu sig
fullsæmd af að hafa Beardsley
í sínum röðum. Nú horfir svo
við að Kenny verður að taka
upp veskið og veifa seðlum. Al-
an Shearer verður frá a.m.k.
fram í apríl vegna nárameiðsla
og Ferdie gengur ekki heill til
Uð Leikir u J T Möik (skor) Mörk (á sig) Markam. Stig
Manchester United 29 16 9 4 57 33 24 57
Liverpool 29 16 8 5 50 24 26 56
Arsenal 30 15 9 6 49 26 23 54
NEWCASTLE 28 14 6 8 54 35 19 48
Aston Villa 29 13 7 9 35 27 8 46
Sheffield Wednesday 28 11 12 5 37 32 5 45
Wimbledon 27 12 8 7 39 32 7 44
Chelsea 27 11 10 6 42 38 4 43
Leeds United 29 11 6 12 24 31 -7 39
Leicester City 28 10 7 11 33 38 -5 37
Tottenham 28 10 5 13 34 38 -4 35
Everton 29 8 9 12 36 43 -7 33
Blackburn 27 7 11 9 28 26 2 32
Derby County 29 7 11 11 31 44 -13 32
Sunderiand 29 8 8 13 25 39 -14 32
Coventry City 30 6 12 12 26 39 -13 30
Nottingham Forest 29 6 9 14 24 45 -21 27
Southampton 27 6 7 14 37 46 -9 25
West Harn United 27 6 7 14 24 37 -13 25
Middlesboro 27 6 7 14 37 49 -12 22
skógar. Það mun því ekki koma
á óvart þegar Sir John Hall
hristir fram nokkrar milljónir
til mannakaupa.
JÓ-JÓ-VÖRN OG VARN-
ARSOKNARMENN
Varnarleikur liðsins er ekki
nægilega stöðugur. Alltof oft
hefur það gerst að liðið fái á
sig ódýr mörk. Þar er þó ekki
að sakast við hinn bráðefni-
lega Shaka Hislop, sem staðið
hefur í markinu að undan-
förnu. Einn af skemmtilegri
varnarmönnum deildarinnar
er þó í liðinu, Belginn Philip
Albert. Albert minnir um
margt á Ólaf Adolfsson (ekki
bara í útliti), báðir stórir og
sterkir skallamenn og liðum
sínum ómetanlegir sóknar- og
varnarlega í hornum og auka-
spyrnum. Albert hefur þó
knatttækni framyfir Ólaf og er
að auki góður skotmaður og
nokkuð góður einn gegn ein-
um. Albert er einn af afar fáum
sóknarmiðvörðum í heiminum!
Frábær leikmaður. Því miður
verður ekki það sama sagt um
alla félaga hans í vörninni. Þeir
virðast oft úti á hinni víðáttu-
mestu þekju sem vitað er um,
svo notuð séu orð skáldsins.
Þeir telja sig flestir hafa sókn-
arhæfileika Alberts en því fer
fjarri. Steve Howey hefur þó
verið þeirra skástur, en bak-
verðirnir (sóknar- ? ekki eru
STERK OG BARÁTTU-
GLOÐ MIÐJA
Miðjan hefur ékki verið
vandamál. Þar ráða þeir Dav-
id Batty og Robert Lee ríkjum
og píska sína menn áfram.
David Batty er talinn einn
besti miðjumaður Englands,
duglegur og ósérhlífinn. Hann
er ódrepandi í að brjóta sókn-
ir andstæðinganna á bak aftur
og flestir miðjumenn landsins
telja hann erfiðasta andstæð-
inginn. Batty er vinnuhestur
sem ekki sést oft í hælsend-
ingunum, en er gríðarlega
mikilvægur hverju liði. Lee er
góður skotmaður og duglegur
að leggja upp, hann á það þó
til að detta niður en þess á
milli er hann í landsliðsklassa.
David Ginola er dýrkaður af
mörgum. Hann spilaði á vinstri
vængnum hjá Keagan en hefur
varla byrjað leik eftir að Kenny
tók við. Hann kemur hins veg-
ar ósjaldan inn á og þá oftast
fremstur á miðju. Hann skapar
oft usla með góðum sending-
um, en hefur gengið afleitlega
að skora í vetur. Spili hann á
vængnum er það mál manna
að hann fari sjaldan aftur fyrir
miðju til að verjast, hann fær
boltann hins vegar ansi oft og
hefur þol og þrek til að tvista
og sóla frammi. Því miður
verður sjaldnast nokkuð úr
því. Á Englandi er talað um að
útafskipting Ginola sé fyrsta
merki ÍCing Kenny um breyttar
áherslur varnarlega. Keith
Gillespie var hluti af greiðslu
Man. Utd. til Newcastle fyrir
Andy Cole. Gillespie er að
mínu mati einn aleinhæfasti
leikmaður enska boltans. Hann
er svo einfættur að varnar-
menn þurfa ekki að hafa
áhyggjur af honum. Hann lúrir
á hægri kantinum og vill helst
senda fyrir markið til móts við
hornfánann. Hann tékkar nær
aldrei inn á miðjuna og varnar-
menn þurfa að vera meira en
lítið tregir að fatta það ekki.
Annar ungur leikmaður sem
búið er að bíða eftir að springi
út dágóða stund er Lee Clark,
efnilegur leikstjórnandi sem
ekki hefur náð að festa sig í
sessi í aðalliðinu og er að mínu
mati vanmetinn.
í fyrra voru þeir á toppi deild-
arinnar 90% af keppnistímabrl-
inu en enduðu ekki þar. Þeir
sögðu þá að þeir myndu láta
sér þetta að kenningu verða og
enda efstir í lok næsta tíma-
bils.
Þá eru áhangendur liðsins-*'
ekki ánægðir með Dalglish,
segja fráleitt að ætla að spila 4-
5-1 til loka tímabils. En Dalgl-
ish segist verða að þétta vörn-
ina, þeir geti alltaf skorað.
Sjálfur trúir harin ekki öðru en
Newcastle sé enn með í barátt-
unni. Hann biður fólk að spyrja
að leikslokum. Kenny Dalglish
var frábær leikmaður, gerði
Blackburn að meisturum og
því skyldi maður ætla að hann
hefði nokkuð til síns máls. Sjá-
um hvað setur.
þeir miklir varnarbakverðir!)
eru miklir sölumenn og Beres-
ford stjórnar útsölum alla leik-
daga. Robbie Elliot, sem hefur
unnið sér fast sæti í liðinu, er
hins vegar öruggur og yfirveg-
aður í sínum aðgerðum. Vörn-
in í heild sinni virðist vera
ósamhæfð oft á tíðum, leik-
menn virðast ekki vita hvað
hver gerir. Þetta sást vel í sjón-
varpslejk um daginn þegar
spretthlauparinn Matt Le Tiss
stakk vörn Newcastle af og
skoraði sigurmarkið. (Le Tiss,
sem er frábær leikmaður, fer
100 metrana á 23 sekúndum).
Efnilegastur varnarmannanna
er Steve Watson. Varla er þó
Philip Albert er lykilmaður í liði
Newcastle. Hér gefur hann varnar-
mönnum sínum ordrur.
hægt að tala um
hann sem efni-
legan lengur,
hann kom fyrst
inn á í lið New-
castle 16 ára
gamall. Hann get-
ur spilað hvar
sem er á vellin-
um en er að upp-
lagi varnarmað-
ur. Hann leysir
öll verkefni með
sóma. Warren
Barton og Darr-
en Peacock eru
of mistækir til að
teljast góðir en
standa fyrir sínu.
Barton er í enska
landsliðshópn-
um.
BÚNIR AÐ MISSA AF
LESTINNI
Þrátt fyrir að Newcastle sé
við toppinn er enn langt að
fara. Liðið tapaði 4-3 gegn Li-
verpool sl. mánudag og svo
virðist sem um einvígi milli Li-
verpool og Man. Utd. verði að
ræða. Nokkuð erfitt prógramm
er framundan hjá Newcastle.
Þeir eiga eftir að spila við
Sheffield Wed., Arsenal, Man.
Utd. og Wimbledon, ekki-^
kræsilegur listi og án Shearer
nánast óvinnandi vegur. Þó er
ekki hægt að afskrifa þá alveg.
Hann Peter Beardsl-
ey telst seint
snoppufríður en
hann er frábær fót-
boltamaður og sem
dæmi segist Kevin
Keagan ekki ætla á
fótboltaleik fyrr en
ágóðaleikur fyrir
hann verður spilað-
ur. „Sem virðingar-
vott við manninn og
allt sem hann
stendur fyrir," segir
Keagan.
LEIKMENN I TOLUM
1 Þessir hafa leikið mest með eftirfarandi árangrí
Bl Si Sú Mrk G R Eink. Bikarm.
Robert Lee 25 1 4 4 7 0 7,20 1
Peacock 25 0 0 1 1 0 7,00 0
Ferdinand 23 1 6 13 1 0 7,13 5
Shearer 23 0 0 20 4 0 7,26 3
Watson 23 3 2 0 2 0 6,73 0
Albert 22 0 0 2 4 0 6,95 1
Batty 22 0 0 1 7 1 7,71 0
Beardsley 21 2 3 4 2 0 7,00 3
Gillespie 19 3 7 1 0 0 6,72 0
Elliot 19 0 1 2 3 0 6,61 0
Srnicek 18 0 0 0 0 0 6,67 0
Ginola 17 1 5 1 3 0 6,71 1
Beresford 11 1 0 0 3 0 6,91 0
Asprílla 10 4 5 1 1 0 7,11 5
Hislop 10 0 0 0 0 0 6,44 0
Howey 8 0 0 1 0 0 6,63 0
Clark 8 11 3 2 2 0 7,00 1
Barton 4 4 0 1 1 0 6,33 0
1 Bl = Byrjunarlið Si = Kemur inn á sem varamaður Sú = Tekinn út af Mrk =
1 Mörk G = Gul spjöld R = I gefnar forsendur Bikarm = Rauð spjöld eink : Bikarmörk = Samanlögð einkunn miðað við |
Sl Hf Vf Sk It Ut Spi F.l.atr Víti
Shearer 20 15 3 2 18 2 10 7 3
Ferdinand 13 9 1 3 13 0 9 4 0
Clark 4 4 0 0 3 1 4 0 0
Lee 4 3 1 0 2 2 3 1 0
Beardsley 4 1 2 1 4 0 3 0 1
Albert 2 0 2 0 1 1 2 0 0
Peacock 1 0 0 1 1 0 0 1 0
Howey 1 0 0 1 1 0 1 0 0
Ginola 1 1 0 0 0 1 1 0 0
Batty 1 1 0 0 0 1 1 0 0
Gillespie 1 1 0 0 1 0 1 0 0
Asprilla 1 1 0 0 1 0 1 0 0
Barton 1 1 0 0 1 0 1 0 0
Sl = Skoruð mörk samtals Hf - Skorað m/ hægri fæti Vf = Skorað m/ vinstri
fæti Sk = Skorað með skalla It = Skorað innan teigs Ut = Skorað utan teigs
Spil = Markið kom eftir samspil F.l.atr = Markið kom upp úr föstum leikatrið-
um s.s. homi, aukaspymu o.þ.h. Víti = Vítaspyma