Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 8 klúbbnum Var þessi kjóll ekki óskaplega dýr Dáldió... rúm 80 þúsund. Jaá... en hann er alveg klassískur — þú getur átt hann í niinnst sex inánuði. Með^llt niðrum Útvarpið mitt kastar stund- um til mín æsiáskorun frá efna- laug í bænum: Komdu ekki að fötunum þínum óhreinum í klæðaskápnum! Á fólk almennt við það að stríða, að fötin læðist upp úr óhreina tauinu að næturþeli og stelist til að hengja sig í klæðaskápinn? Eða felur eigandinn þau þar sjálfur? Hvort heldur þá eiga föt sem gengið hefur ver- ið í ekki erindi inn í lokaðan fataskáp. Húð okkar andar frá sér úrgangsefn- um hvíldarlaust. Þau setjast í fötin. Ryk og mengun reykur og útblástur sem innihalda fitu, ásamt öðrum tilfall- andi efnum í and- rúmsloftinu, setjast þau utanfrá. Allt binzt þetta efni fatanna með hjálp breytilegs rakastigs og hitans frá líkamanum. Öll að- skotaefnin lykta. Jakkaföt, sem snyrti- legur skrifstofumaður sem ferðast í vernduðu umhverfi gengur í í viku- tíma, innihalda 116 grömm af ryki og fitu. Hengi maður að stað- aldri fötin inn í fataskáp- inn eftir notkun taka öll fötin í skápnum að lykta. Oft minnir keimurinn á hamsatólg, aðrir sleppa með þyngsalegan fnyk. Komið ekki að fötunum óhreinum í fataskápnum. Komið þeim í óhreina tauið. Hengið notuð föt sem ykkur þykja ekki sýnilega óhrein ut- an skáps þar sem loft leikur um þau. Aðskotaefnin fötunum eru nefni- lega að gerja, morkna eða úldna og innilokað loft gleður litlu gerlana óumræðilega. er Saga fatanna hefst þar P sem eitthvað nakið, úfið og urrandi kemur auga á litríkan fugl. Mannlegt I eðli er ekki langt undan; strax fyllist hann öfund. Fuglarnir eiga skraut- fjaðrir, hann á aðeins skítugan lubba og skell- ótta húð í felulitum. Er það furða að hann veki ekki mikla athygli þegar hann skríður inn í rjóður ættbálksins. Maðurinn ákveður að bæta úr þessu, eins og fuglinn kemst að sér til ama. Poing, stein í haus- inn á fuglinum og reita af honum fjaðrirnar fögru, sem hann stingur í flók- ann á höfði sér. Maður- inn hefur eignast fyrstu tízkuflíkina. j_____________________ Konurnar uppgötva hvað hann er snerpulegur, þessi náungi með fjaðrirnar. Þær standa allt að hálfum metra upp í loftið og hann virðist hærri og þá sterkari en hinir lúsablesarnir. Hinir karlmennirnir kalla hann fiðraða aulann, en það breytir því ekki að hann er að sölsa undir sig öll kvendýrin. Ef þeir ætla sér að eignast afkomendur sem árþúsund- um síðar geta verzlað við Valentino, þá verða þeir að beygja sig og skrýða sig. Viku seinna fer enginn maður úr helli án höf- uðfjaðranna. En sumum gengur illa að hæfa fugla himinsins. Sumir verða að láta sér nægja að kasta sér flötum á hagamýs og hamstra. Til I að bæta fyrir Iitleysi fata- framleiðenda sinna hengja þeir húðirnar ekki í hárið, heldur hnýta þær á mittis- linda úr hampi. Þannig draga þær athyglina að kyn- færunum. Samkeppnin í I tízkuheiminum er hafin. Næst gerist það að maður | á mittisskrautslínunni slæð- ist utan í þyrnirunna. Þeir í eru alltaf vondir viðkomu, en verstir þegar maður skellur á þeim berrassaður. Úps? segir forfaðir ! okkar þegar hann sér að litli loðfeld- í urinn sem hann j hengdi yfir ættar- ! djásnin er sundur- tættur af þyrnunum, j en viti menn, ger- ________________I semarnar hans óskemmdar. Hægt og bítandi rifjast upp fyrir honum ætt- ingjar sem aldrei varð barna auðið, af því að þeir skildu áhöldin eftir í einmitt svona þyrnirunna. Þetta var maðurinn sem opnaði fyrstu tízkuverzlunina. Hann flýtti sér heim og hóf hönnun á hólkum og lendaskýlum sem hann auglýsti sem þyrnirunnaþolin. Skrautið var orðið að nytjahlut og viðgangur ætt- bálksins jókst.Maðurinn var kominn í föt. StHbrot? Fyrir löngu var þáttur í ríkissjónvarpinu sem átti að fjalla um útlit. Stutt hafði hann staðið þegar hann hætti að fjalla um útlit og gaf sig al- farið að fötum. Rödd af sjöunda bekk í sjón- varpssal vakti athygli á þessu og reyndi að fá hugtakið „útlit“ víkkað til fyrri vídda. Það tókst ekki. Þátturinn staðfesti að hugmyndafræðin ^reytist og með henni /nerking orða. Útlit þýðir ekki lengur snyrtilegur, greiddur, þveginn og býður af sér góðan þokka. Útlit merkir ný föt á hraðri ieið til úr- eldingar. Þegar myndavélar- augað rann yfir salinn og fatafíklana, fataber- ana, fatagúrúana og kannski stöku fatahat- ara, sem höfðu safnast saman til að ræða ómetanleika fata, blasti samlitur sauðahópur við auganu. Staðhæfing dagsins var, að fötin lýstu persónuleikan- um. Ef það er rétt, þá hafði verið einræktað inn í salinn. Annar þáttarstjórnandinn var í rauðri buxnadragt, á fremsta bekk sat kona í rauðum kjól, aftarlega var ung kona í bleikri peysu, framarlega til vinstri kona í mosagræn- um búningi. Hinir sjötíu voru tjaldaðir drapp- litu, brúnu og dökkbláu. Áhrif litadýrðarinnar voru þau, að þarna væru þrír og hálfur einstak- lingur með persónuleika sem þau þorðu að flíka og svo sjötíu manns í felum. Hvað ma7 Fyrir allmörgum árum lagði djúpt hneykslunarand- kaf upp frá suðuriandi. Það geystist yfir hálendið, sogað- ist niður af hnúkunum fyrir norðan, smaug inn í hvern afdal, þyrlaðist um götur sjávarplássanna, braut á vesturkjálkanum og fór sem flóðbylgja yfir austurland. Upptök andkafsins voru, að það kvisaðist að forsetinn gengi ætíð með aukapar af sokkabuxum á sér, eins kon- ar varadekk ef spryngi. Ekkert jafnast á við hneykslunargildi, nema ef vera skyldi kvörtunargildi. Til að hneyksli haldi fullu vægi og veiti hinum hneyksl- aða þá geðshræringu sem hreyfir svo notalega við hon- um, þá má alls ekki skoða hina hlið málsins. Hún er: Hvað hefði þjóðin sagt, ef forsetinn hefði steðjað eftir rauðum dreglum á móts við erlenda þjóðhöfðingja með lykkjufall á sokkunum? Að hún væri nýtin? Það varð aldréi ljóst í hverju hneykslunargildið var fólgið, en nú eru breyttir tímar og aðrar öfgar. Það má merkja á því, að ein gleði- sagan af fyrirmönnum þjóð- arinnar er á þá leið, að Páll Pétursson ráðherra laumist austur á bóginn árlega og linni ekki ferð hans fyrr en á Kolaskagan- um, þar sem hann læðist inn í kaupfé- lag sovéska ríkisins og kaupi sér rússnesk verkamanna- jakkaföt. Að sagan er ekki sönn skiptir engu, boðskapur- inn stendur eftir: Nú er það löstur að vera ekki firrt- ur fatafík- ill. Þegar Guðrún Helgadóttir alþingismaður lét þau orð falla, að varla gætu þingmenn og ráð- herrar tekið á móti erlendu konungsfólki á gallabuxum, runnu fleiri en ein gríma á þjóðina og engin þeirra var hönnuð af Armani. Allt í einu urðu menn að gera upp við sig nákvæmlega hvernig fyrirfólkið, sem við slettum til útlanda eins og skyri, á að vera klætt. Viljum við sjórekna stílinn frá síðustu öld, þófið vað- mál, sargaðar hárlufsur, klípu af lús og til hátíða- brigða dröfnótta ullarsokka og gúmmískó? Eða á fólkið í fyllstu hóg- værð að fata sig af herðatrjánum í Hag- kaup? Eða viljum við það sem við viljum, nefni- lega að þrátt fyrir smæð- ma, ein- angrunina og annað sem við finnum okk- ur til foráttu, þá séu þeir sem fram koma fyrir okkar hönd glæsilegir?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.