Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 14
14
FIMIVrnJDAGUR 3. APRÍL1997
Skapbrigðasyrpa
Pórbergs Þórðarsonar.
Myndirnar eru teknar úr bókinni
Bréfin hans Pórbergs.
Hvaö er sameiginlegt íslenskum rithöfundi og austurlenskum bardagamanni? Gert
Fröbe þykist sjá eitt og annað líkt í fari þessara látnu heiðursmanna.
órbergur
Þórðarson
oa Brúslí
Ikaflanum Ritsnilld mín, úr Bréfi
til Láru, segist Þórbergi sem svo:
„Ég er jafnvígur á sex konar stíl:
kansellstíl, fræðistíl, sögustíl, þjóð-
sagnastíl, spámannastíl og
skemmtistíl."
í bókinni The Legendary Bruce
Lee er eftirfarandi haft á orði um
Brúslí: „Þótt hann hefði ekki lært
hina bardagastílana, eins og karate
og júdó, gat hann útskýrt hverja
karate- og júdótækni á japönsku og
jafnvel sýnt hvernig þær voru
framkvæmdar."
Þessar tilvitnanir eiga kannski
ekki nógu vel saman þar sem önn-
ur lýsir umbúðalaust yfir skilyrðis-
lausri kunnáttu og hæfni meðan
hin drepur á þekkingu meira en
hæfni og kunnáttu. Ur þessu er
hægt að bæta. Sannleikurinn var
sá að Brúslí lærði aðeins eina teg-
und bardagalistar, þ.e.a.s. sem
nemandi hjá kennara. Það var hið
svokallaða Wing Chun Gung Fu,
sem eins og nafnið gefur réttilega
til kynna er stíll innan kungfu-geir-
ans. (Á kínversku er sagt gung fub.
Á hinn bóginn las Brúslí allt sem til
var á prenti um aðrar bardagalistir
— svo vel að ef til þess kom að
hann þurfti að nota eða sýna tækni
frá þeim kunni hann grundvallarat-
riðin nægilega til að geta fram-
kvæmt tæknina jafn vel og væri
hann innvígður. Þessu til staðfest-
ingar er þekkt saga af því þegar
annar bardagamaður sýndi honum
spark sem hafði tekið átta ár að
fullkomna. Brúslí fylgdist vel með
sparkinu og lék það síðan tvisvar
eftir. í fyrra skiptið var það jafn
gott og hið átta ára æfða spark
bardagamannsins og í síðara skipt-
ið betra.
Þetta er í grundvallaratriðum
hornsteinninn í kunnáttu Brúslís;
hann þekkti hið gamla nógu vel til
að geta grisjað úr það sem honum
fannst nytsamlegt og lagað það að
sinni persónulegu tækni. Umrædd
tækni, sem síðar nefndist Jeet
Kune Do (aðferð hins hindrandi
hnefa), var því samansett úr flest-
um þeim bardagalistum sem Brúslí
þótti eitthvert gagn í. Þar á meðal;
kungfu (stundum kallað kinverskt
box), amerískt, filippeyskt og tæ-
lenskt box, karate, júdó, ju jitsu og
evrópskar skylmingar2).
Þórbergur Þórðarson var einn
iðnustu manna við að rannsaka og
endurnýja íslenska tungu. Hann
var víðlesinn í gömlum íslenskum
fræðum, svo sem fornsögum og
kvæðum. Einnig fór hann margar
ferðir (einn og með öðrum) um
landið þvert til að safna og finna
gömul orð og orðtök sem fallið
höfðu í gleymsku. Ég veit ekki
hvort nokkur myndi þekkja orðið
„buldra'* í dag hefði Þórbergur ekki
haldið því á lífi.
Það þarf vart að hafa á orði að
Þórbergur var einn mestur ís:
lenskufræðingur allra tíma. „Ég er
einn af mestu ritsnillingum, sem
ritað hafa íslenska tungu“ — reit
hann og var í engu ýkt eða logið.
Þótt aðrir kunni að segja mig
mistúlka og -skilja kaldhæðnisleg
skot Þórbergs á eigin hæversku og
egó vil ég nefna sjálfstraustið til
sem einn helsta sameiginleik hans
með Brúslí. „Það sem ég þoli verst
í fari Bruce er að hann getur allt
sem hann segist geta“ — sagði kar-
ateþjálfarinn (og samleikari
Brúslís) Bob Wall.
Þó svo bæði Þórbergur og Brúslí
kynnu og virtu það sem aðrir
höfðu áður gert fannst þeim
óþægilegt að vera of háðir því. í
Endurfœðingarkrónikunni segir:
„1914: Losast á einni nóttu, liggj-
andi á hörðum bedda í aumri þakk-
ompu á Norðurstíg 7, undan þeim
póetíska svindlara, Einari Bene-
diktssyni."
í viðtali við ameríska tímaritið
Black Belt Magazine árið 1967
sagði Brúslí um tilurð Jeet Kune
Do: „Ég sá hvað Wing Chun var
takmarkað. Ég hafði lent í slag við
kung fu-mann í San Francisco og
eftir stutta viðureign byrjaði mann-
fjandinn að hlaupa. Ég elti hann,
og eins og fífl barði ég hann aftan á
höfuðið og bakið. Fljótlega fóru
hnefar mínir af bólgna upp af því
að berja hann á hart höfuðið. Akk-
úrat þá áttaði ég mig á því að Wing
Chun var ekki svo mjög praktískt
og ég byrjaði að breyta slagsmála-
aðferð rninni."3^
í greininni Liberate yourself from
classical karate, sem birtist í Black
Belt Magazine í september 1971,
sagði Brúslí Þetta um það að vera
háður leiðsögn annarra: „Þessar
fáu klausur eru í hæsta falli „fingur
sem bendir á tunglið“. Takið ekki
fingurinn í misgripum fyrir tunglið
né festið glyrnurnar svo stíft á
fingrinum að þið verðið af öllum
mikilleik himinsins. Þrátt fyrir allt
er gagn fingursins í því fólgið að
vísa í áttina burt frá sjálfum sér og
á ljósið sem lýsir upp hann og allt
annað.“4)
(Athuga ber að með þessu var
Brúslí að benda nemendum sínum
á að hengja sig ekki um of í fræði
hans.)
Brúslí skilgreindi Jeet Kune Do
með eftirfarandi orðum: „Þegar
myndhöggvari býr til styttu bætir
hann ekki eilíft við hana leir heldur
fleygar hann burt allar ónauðsynj-
ar þangað til sannleikurinn (við-
fangsefnið, GF) stendur eftir án fyr-
irstöðu.11
Þórbergur Þórðarson setti sér
lífsreglur sem notast áttu til að
byggja upp heilsteyptan persónu-
leika.
■ Vakna klukkan sjö á morgn-
ana, reykja aðeins tvær sígar-
ettur á dag, elska aðeins eina
stúlku í einu, vinna í tvær
klukkustundir á dag við að
betrumbæta handskrift.
(Ath. Þetta eru tilbúin dæmi
og ekki tekin frá Þórbergi.)
■ Þetta virðist lítilsiglt og smá-
vægilegt en að halda sér að
takmarki sínu öllum stundum
og brjóta ekki reglurnar legg-
ur smátt og smátt hornstein
að sterkum og ábyggilegum
persónuleika.
Hér er samsvarandi kafli úr
dagbók Brúslí:
■ 30. nóvember 1958: Núna
reyni ég að finna út hvað ég á
að verða — hvort heldur sem
læknir eða annað verð ég að
læra mikið og vel.
■ 1. desember 1958: Læra meiri
stærðfræði. Læra meiri ensku
(samtöl).
Brúslí fór sömu leið við að
byggja upp líkama sinn. í stað þess
að þjálfa upp fáa stóra vöðva ein-
beitti hann sér að mörgum litlum
og gerði sér til þess strangt æfinga-
plan. Sex daga á viku hljóp hann
tvær til sex mílur á dag og gerði
fótaburðaræfingar á hlaupunum.
Til gamans má minnast á
Múllersæfingar sem Þórbergur
gerði í Skerjafirðinum. Hann fór þá
í gönguferðir snemma morguns og
þegar hann var kominn út í Skerja-
fjörð fór hann niður í fjöru. Þá
berstrípaði hann sig og óð út í
kaldan sjóinn — síðan gerði hann
líkamsæfingar í fjörunni, Múllers-
æfingar, eins konar líkamsrækt án
hjálpartækja.
Báðir voru gæddir einstakri frá-
sagnargáfu og stálu senunni hvar
svo sem þeir birtust. í sjónvarps-
þætti á sjöunda áratugnum sagði
Þórbergur sögur með svo leikræn-
um tilþrifum að myndatökumenn-
irnir stóðu í ströngu við að fylgja
honum eftir.
Sama gerðist með Brúslí. Við
tökur á myndinni Enter the Dragon
þurfti að aðlaga upptökuhraðann á
myndavélunum til að festa leiftur-
hraðar hreyfingar hans á filmuna.
Skopskyn Þórbergs og Brúslí er
annálað. Flestir þekkja frásagnir
Þórbergs af hræðslu sinni við sjúk-
dóma:
„Ekki man eg eftir öðrum kvillum
sem ógnuðu mér í æsku en krabba,
holdsveiki og að eg varð óléttur.
Einn dag tók eg eftir því að ein-
kennilegur, blár blettur var á enn-
inu á mér. Eg rauk í lækningabók
Jónassens og las þar um holds-
veiki. Jú, alt kom heim. Bláir blettir
í fyrstu, sem meðal annars geta
komið út á enni og hverfa fyrst í
stað eftir að stutt hefir verið á þá.
Eg var þess viss, að eg væri búinn
að fá holdsveiki. Eg lét nú samt
ekki á þessu bera, en reyndi að
grafast fyrir um það með mestu
gætni, hvort nokkur af ættingjum
mínum hefði haft holdsveiki. Eg
frétti, að föðurmóðir mín hefði ver-
ið eitthvað einkenniieg á höndun-
um. Við það bættist, að holdsveik-
ur maður hafði komið að Breiða-
bólsstað löngu áður á leið til
Reykjavíkur. Hafði hann gist þar og
legið á flatsæng á gólfi. Alt jók
þetta óskemtilega á grun minn. Eg
var heimagangur á Breiðabólsstað
og hlaut af hafa smitast þar. Eg bar
nú samt harm minn í hljóði með
ógurlegum sálarkvölum. Eftir
nokkra daga hvarf bletturinn og eg
tók gleði mína aftur. En lengi á eftir
var eg sérstaklega hræddur við
holdsveiki.“
(Úr Mínu rómantíska æði.)
Brúslí gerði oft kaldhæðnislegt
grín að þeim kringumstæðum að
vera Kínverji í Ameríku. Mjög
dæmigerður Brúslí-húmor var til
dæmis: „Seven hundred million
Chinese cannot be Wong“ — eða
— „I don’t drink or smoke, but I
chew gum, because Fu Man Chu.“5:)
Brúslí var mjög gagnrýninn ef
honum fannst ástæða til. Um til-
hneigingu bardagamanna til að
sanna hæfni sína með því að brjóta
fjalir sagði hann: „Ég spyr, hversu
oft hefurðu séð múrstein eða fjöl
snapa fæting við einhvern?" Öðru
sinni lastaði Brúslí kungfu-iðkend-
ur fyrir að æfa stönsur og sagði:
„Hvílík tímasóun! Það er útilokað
að úti á götu muni einhver slást
við þig með samsetningu."
Þegar hiti var í Brúslí lýsti hann
klassískum kötuæfingum (hreyf-
ingamynstur) sem „Organized de-
spair“ (skipulögð örvænting) og
sagði ennfremur: „Það væri hægt
að lúberja mann meðan hann er að
koma sér í sína sígildu óreiðu.“6)
Þórbergur sagði samsvarandi
um fagbræður sína:
„Þegar kunningjar mínir gefa út
bók, taka þeir blöð og tímarit í
þjónustu sína og setja heila her-
sveit ritdómara á hreyfingu til þess
að skrifa lof um sig. Einn á að
skrifa í Eimreiðina, annar í Iðunni,
þriðji í Tímann, fjórði í Morgun-
blaðið, fimmti í Vísi, sjötti í Al-
þýðublaðið o.s.frv. Og svo skjalla
<
<
i
i
i
i
i
i