Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997
19
DEILDARMÖRK
LEIKMENN í TÖLUM
Ravanelli er helsti skorari Boro,
heimsklassasenter. Sýnir hér vöru-
merkið sitt eftir að hafa skorað.
liðsins að nokkru ráði. Sem
stendur eru raunverulega bara
tveir alvöru senterar hjá lið-
inu. Það er varla nóg, en þeir
Mikkel Beck og Fabrizio Ra-
vanelli verða að duga þessa
leiki sem eftir eru. Beck er dug-
legur og sterkur senter sem
hefur lagt upp mikið af mörk-
um, er eiginlega dæmigerður
second striker. Robson samdi
við hann til fjögurra ára og er
það enn eitt merki þess að Bry-
an Robson ætli sér og fái frið
til að byggja upp stórveldi. Þá
hefur það ekki verið til að
minnka aðsókn að Riverside
Stadium að Beck þessi þykir
snoppufríðari en margur Tjall-
inn. Kvenkynsaðdáendur Boro
hafa kallað Beck „The lolly-
pop“.
Frá einu besta félagsliði
heims keypti Boro silfurrefinn
Fabrizio Ravanelli. Ravanelli,
sem er þekktur fyrir að líta út
fyrir að vera öllu eldri en 27
ára, skoraði 1.17 mörk á tíu ár-
um á Ítalíu. Gráni er skorari af
guðs náð og næstmarkahæsti
senterinn á Englandi, bæði
samanlagt í öllum keppnum og
í deildinni sér, eins og sjá má á
meðfylgjandi töflum.
STIGIN ÞRJÚ
Margir hafa velt því fyrir sér
af hverju Bryan Robson var
ekki látinn fara frá liðinu. Á
pappírunum var liðið sterkt og
það sýndi það og sannaði í bik-
arkeppnunum, en í deildinni
gekk allt á afturfótunum.
Sparkfræðingar hallast helst
að því að velgengni í bikar-
keppnum sé ástæða þess að
Robbo er enn við stjórnvölinn.
Líklega er það ein af ástæðun-
um, en sem stendur er liðið í
17. sæti í deildinni og á erfiða
dagskrá framundan. Það sem
líklega þjappaði mönnum í
kringum Robbo -er að enska
knattspyrnusambandið neitaði
að taka til greina mikið
meiðslastand í herbúðum
Boro og dró af liðinu þrjú stig
fyrir að mæta ekki til leiks. Það
vita það fáir að á umræddum
tímapunkti voru 23 leikmenn á
sjúkralista og óvinnandi vegur
að fylla ellefu manna lið nema
með kjúklingum og að láta
markmenn spila úti. Ekki beint
vænlegt til árangurs.
Vinni Boro einn bikar og
haldi sér uppi þá er það spá
mín að á næsta keppnistíma-
bili verði Boro-liðið eitt af sex
sterkustu liðum á Englandi.
ræða ferðir til heimalandsins.
Hinn Brazzinn er Oswaldo Gir-
oldo Jr., eða bara Juninho.
Juninho hefur sett stefnuna á
að verða besti knattspyrnu-
maður heims og sagði á sínum
tíma að skiptin í Boro væru lið-
ur í þeirri viðleitni. Hann hefur
sagst vilja eiga þátt í að gera
Boro að næsta stórveldi í
ensku úrvalsdeildinni. Hann er
frábær leikmaður, lygilega leik-
inn og ræður yfir ótrúlegum
hraðabreytingum sem allir
varnarmenn eiga í miklum
vandræðum með.
GRÁNI OG SLEIKJO
Maður skyldi ætla að það
væri draumur hvers sóknar-
manns að vera mataður af Jun-
inho. Hvernig sem á því stend-
ur þá hafa tveir landsliðssent-
erar koksað á verunni í Boro.
Bæði Baimby og Fjortoft hafa
horfið á braut án þess að hafa
náð að setja mark sitt á leik
Eitt sinn þegar fyrirliði brasilíska
landsliðsins, Dunga, kom heim til
að spila var hann undrandi á því
að einhver strákpjakkur sem hann
hafði aldrei séð áður skyldi fá af-
henta treyju númer 10, en ein-
göngu hálfguðir bera það númer
syðra. Menn eins og Pele og Zico.
Eftir leikinn, heillaður af pattan-
um, beygði hann sig hins vegar og
bugtaði fyrir honum og sagði við
fréttamenn: „Hann er snillingur —
þetta peð.“ Juninho leikur hér á
tvo Argentínumenn í landsleik með
Brasilíu.
vörninni. Ásamt þeim hafa ver-
ið til taks en lítið spilað þeir
Phil Whelan, Vladimir Kindle
og Clayton Blackmore.
í janúar á þessu ári sá fram-
kvæmdastjórinn að við svo bú-
ið gat ekki setið og keypti
sterkan ítalskan varnarmann
frá Inter Milan, Gianluca
Festa. Festa þessi hefur verið
kjölfesta í vörn Boro síðan
ásamt því að vera ógnandi í
lega þeir miðjumenn enskir
sem Branco á við. Hignett og
Mustoe eru báðir ágætir og
vinnusamir en hinir eru ekki
neitt til að hrópa húrra fyrir.
Það má eiginlega segja að Mu-
stoe og Hignett sjái til þess að
landarnir frá Brasilíu fái að
leika lausum hala. Hinn 24 ára
Emerson er ekki þessi dæmi-
gerði brasilíski leikmaður;
nettur og góður með boltann
en lítið fyrir tæklingar. Þvert á
móti er Emerson leikinn og lip-
ur en að öðru leyti ekki ólíkur
Paul Ince. Duglegur og sterk-
ur. Helsti ókostur hans er lík-
lega hversu seint og illa hann
skilar sér úr leyfum hvers kon-
ar, sérstaklega ef um er að
- eða bjarga þeir sér fyrir horn
á endasprettinum?
teig andstæðinganna, skoraði
m.a. í fyrsta leik gegn Sheff.
Wed. Þessi Sardiníumaður hef-
ur heldur betur slegið í gegn
og enskir sparkfræðingar segja
miðju Boro blómstra nú vegna
Festa. Hann gerir að verkum
að miðjumennirnir eu ekki
með lífið í lúkunum yfir að
missa boltann hvert sinn sem
þeir fá hann.
ER SNILLING-
'ETTA PEГ
Brasilíski miðjumaðurinn
Branco sagði það standa Boro
helst fyrir þrifum að ensku
leikmennirnir væru hreinlega
lélegir, það lélegir að ekki væri
nokkur leið að spila fótbolta
með þeim. Sannarlega hörð
ummæli, sem féllu í grýttan
jarðveg á Englandi. Það er þó
að finna sannleikskorn í orðum
Brancos. Þeir Robbie Mustoe,
Philip Stéunp, Craig Hignett
og Alan Moore eru væntan-
„HANN
ÚR —I
Middlesbrough þóttist
himin höndum hafa tekið
þegar fyrrverandi fyrirliði
enska landsliðsins, Bryan
Robson, skrifaði undir samn-
ing hjá liðinu árið 1994 sem
spilandi þjálfari. Þessi fyrrum
stjarna United og WBA sagði
strax að hann myndi ekki una
öðru en vinna titla með Boro.
Það var einmitt þess vegna
sem „Robbo“ var fenginn til
starfans. Robbo veit vel hvað
Fleming er einn af traustustu
varnarmönnum Boro.
þarf til að ná árangri, hann
vann úrvalsdeildartitil, bikar-
inn, deildarbikarinn og varð
Evrópumeistari bikarhafa með
United. Það var hins vegar
ljóst frá upphafi að ekki yrði
hægt að treysta mikið á að
hann gæti spilað, hann er van-
ur að vera meiddur eða brot-
inn svo mánuðum skiptir og
það var farið að halla undan
fæti hjá honum.
Sér til halds og trausts við
framkvæmdastjórnina fékk
hann Viv Anderson, sem hefur
leikið með fimm úrvalsdeildar-
liðum og er að auki félagi Bry-
ans Robson frá Manchester-
dögunum. Þeim félögum hefur
tekist ágætlega til við að kaupá
leikmenn í liðið, þeir hafa þó
verið helst til sóknarlega sinn-
aðir í aðgerðum sínum og
varnarleikur Middlesbrough
borið þess merki.
Eiginlega hefur Boro verið
með tvö lið í vetur; annað spil-
ar í deildinni og hefur hingað
má segja að vörninni hafi verið
um að kenna að liðið var í fall-
sæti eins lengi og raun bar
vitni. Liðið er búið að fá á sig
mörk og til að „króna" (eins og
einn spekingurinn sagði) slakt
gengi í vetur þá voru dregin
þrjú stig af Middlesbrough fyr-
ir að mæta ekki með lið í einn
leik í vetur.
Robson' og Anderson kló-
festu Gary Walsh, varamark-
mann United, og hugsuðu
hann sem varaskeifu fyrir Alan
MiIIer. Walsh er ekki nema 28
ára og á því mörg ár éflir, öfugt
við það sem margir kunna að
halda. Miller, sem hefur misst
mikið úr, er hugaður og dug-
andi markmaður sem hefur
ekki fengið það hrós sem hann
á skilið vegna slælegrar
frammistöðu varnarmann-
anna.
Neil Cox, Derek Whyte, Nig-
el Pearson og Curtis Fleming
hafa spilað flesta leiki Boro í
til ekki riðið feitum hesti frá
viðureignum sínum við önnur
lið, eiginlega ekki betri reið-
skjóta en múlasna. Svo er það
hitt liðið, bikarliðið sem er,
þótt undarlegt megi virðast
skipað sömu leikmönnum og
deildarliðið. „Bikarliðið“ hefur
riðið úrvalsfærleik frá sínum
viðureignum og er komið í úr-
slit í Coca Cola-bikarnum og
undanúrslit í deildarbikarnum.
Boro byrjaði einnig vel í
deildinni, 3-3 gegn Liverpool
og fyrsti mánuðurinn var ágæt-
ur, en eftir það var á brattan
að sækja og það var ekki fyrr
en í byrjun mars að aftur fór að
ganga þokkalega hjá liðinu.
Þeir hafa ekki tapað í fimm
leikjum í röð og í sjálfu sér
bendir ekki neitt til annars en
að sigurgangan haldi áfram.
KJÖLFESTAN
Varnarleikur liðsins hefur
ekki verið upp á marga fiska og
Þessir hafa leikið mest með eftirfarandi árangrí
Leikm. Bl Si Sú Mrk G R Bikarm. Eink.
Ravanelli 28 0 2 14 2 1 9 6,82
Juninho 27 0 4 10 3 0 2 7,19
Cox 26 • 2 0 0 8 0 1 6,23
Emerson 24 0 4 3 9 0 2 7,21
Fleming 24 0 0 0 3 0 1 6,92
Mustoe 24 0 1 3 7 0 0 6,92
Vickers 23 1 3 0 4 0 1 6,39
Whyte 19 1 3 0 6 0 1 6,37
Beck 16 2 1 3 0 0 3 6,50
Hignett 14 1 3 3 2 0 2 6,71
Walsh 12 0 0 0 1 0 0 6,17
Stamp 10 8 2 1 1 0 2 7,00
Pearson 10 1 2 0 1 0 0 7,00
Barmby 10 0 1 1 0 0 0 6,30
Miller 10 0 0 0 1 0 0 6,20
Whelan 9 0 1 0 3 0 0 6,00
Moore 7 7 4 0 2 0 0 6,29
Blackmore 7 2 1 2 1 1 0 6,71
Festa 7 0 0 1 4 0 0 7,29
Bl = Byrjunarlið Si = Kemur inn á sem varamaður Sú = Tekinn út af Mrk =
Mörk G = Gul spjöld R = gefnar forsendur Bikarm = Rauð spjöld eink Bikarmörk = Samanlögð einkunn miðað við
Sl Hf Vf Sk it Ut Spi F.l.atr Vrti 1
Ravanelli 14 4 8 2 13 1 9 3 2
Juninho 10 6 3 1 8 2 10 0 0
Beck 4 1 3 0 4 0 4 0 0
Mustoe 3 1 1 1 3 0 3 0 0
Hignett 3 3 0 0 3 0 2 0 1
Emerson 3 3 0 0 1 2 1 1 1
Blackmore 2 2 0 0 0 2 2 0 0
Barmby 1 1 0 0 0 1 1 0 0
Fjortoft 1 0 0 1 1 0 0 1 0
Stamp 1 1 0 0 1 0 1 0 0
Festa 1 0 0 1 1 0 0 1 0
Kinder 1 1 0 0 0 1 1 0 0
Sl = Skoruð mörk samtals Hf = Skorað m/ hægri fæti Vf = Skorað m/ vinstri 1
I fæti Sk = Skorað með skalla It: = Skorað innan teigs Ut = Skorað utan teigs 1
1 Spil = Markið kom eftir samspil F.l.atr = Markið kom upp úr föstum leikatrið- 1
| um s.s. horni, aukaspyrnu o.þ.h. Víti = Vítaspyrna l
MARHHÆSTU LEIKMENN
Fowler Liverpool D 16 B 1 C 5 E 6 S 28
Ravanelli Middlesbrough 14 4 8 0 26
Wright Arsenal 18 0 5 2 25
Shearer Newcastle 20 1 1 1 23
Yorke Aston Villa 15 2 1 0 18
Ferdinand Newcastle 13 1 0 4 18
Evans Southampton 12 3 0 0 15
Le Tissier Southampton 12 0 3 0 15
Solskjaer Man. Utd. 13 0 0 1 14
Collymore Liverpool 10 2 0 2 14
Claridge Leicester 11 1 1 0 13
Juninho Middlesbrough 10 2 1 0 13
Gayle Wimbledon 8 2 3 0 13
Ekoku Wimbledon 11 0 1 0 12
Sutton Blackburn 11 0 1 0 12
D = Deildin B = Deildarbikar C = Coca Cola-bikarin E = Evrópukeppni S = Samtals