Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 ■■■ Stjörnustríösmyndirnar eru aftur komnar á markað. Ari Eldjárn stúderaöi þær sem ungur maöur og hann hefur tvíbenta afstööu til endurútgáfunnar. St j ömustn ~ nýjum tæknibrelliora ★★★★ Aöalhlutverk: Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie Fisher, David Prowse, Peter Cushing og Sir Alec Guinness Handrit og leikstjórn: George Lucas Hver man ekki eftir Stjörnustríðs- myndunum og Stjörnustríðsæðinu sem fylgdist í kjölfarið? Han Solo-dúkk- ur og nákvæmar eftirlíkingar af Jabba the Hut. Myndirnar hafa öðlast ótrú- lega frægð og rakað inn peningum í öll- um heimshornum. Þó virtist Star Wars I ekki ætla að slá ET við í gróðatölum, hún sat lengi vel í fyrsta sæti á lista yf- ir gróðamestu myndir allra tíma en núna verður ET að gera sér annað sæt- ið að góðu. George Lucas varð svo rík- ur af þessu ævintýri að hann notaði peningana í að stofna fyrirtækið Luc- asfilms Ltd. sem á THX og brellufyrir- tækið Industrial Light and Magic sem hefur nánast setið eitt að öllum stór- brellumyndunum eins og Jurassic Park og 1D4. Lucas hefur hins vegar ekki staðið undir kröfunum sem maður gerði til hans sem leikstjóra og voru mestu mistök hans sem framleiðanda að framleiða hina stórlega misheppn- uðu Howard the Duck og rennur mörg- um kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir heyra minnst á þá mynd. Síðan þá hefur Lucas einblínt á að vera ríkur og græða peninga. En nú í seinni tíð er hann orðinn eirðarlaus og er að undirbúa þrjár nýjar Stjörnu- stríðsmyndir og til að undirbúa þær þarf hann að setja gömlu myndirnar aftur í dreifingu. En markaðsaðstæður hafa breyst og eru áhorfendur farnir að gera meiri kröfur til tæknihliðarinn- ar. Nú má kannski nota tækifærið og minnast á það að mörg brelluatriðin voru það erfið í framkvæmd á sínum tíma að Lucas hefði ekki getað látið þau frá sér og voru þau þess vegna klippt út. En nú er búið að setja inn nýja hljóðrás með nýjum áhrifshljóð- um og teikna inn á nýja bakgrunna og geislabyssuskotum hefur verið fjölg- að. Flottast er þegar plánetan Aldera- an springur í loft upp, en það atriði var alltaf tiltölulega gallað og ósannfær- andi. Síðan er þarna samtalssena á milli Han Solo og Jabba the Hut, sem var á þeim tíma ekki risastór ormur eins og hann kom fram seinna heldur lítill feitur kall. Nú er búið að klippa hann út af myndinni og teikna orminn inn á. Einnig er þarna samtalssena á milli Lukes Skywalker og vinar hans Biggs. Á mínum yngri árum las ég Star Wars-bókina með ljósmyndum upp úr myndinni og var þar mynd af Luke og Biggs að tala saman. Þetta atriði hefur alltaf vantað í myndina en núna er bú- ið að setja inn atriðið þar sem þeir hittast á nýjan leik og verður það til að útskýra hvers vegna þeir virðast þekkjast svona mikið. En myndin sjálf er alveg óbreytt að mínu mati, því handriti og leikstjórn hefur ekki verið breytt. Það tvennt var svo gott á sín- um tíma að það mun aldrei skemmast, þrátt fyrir nýjar tæknibrellur. kvikmyndir Ari Eldjárn skrifar Mars Attacks! ★★★ Aöalhlutverk: Jack Nichoison, Glenn Close, Pierce Brosnan og fleiri Leikstjóri: Tim Burton Geimvísindamenn eru farnir að taka eftir geimför- um sem nálgast jörðu óð- fluga. Áætlanir þeirra um fróðlega rannsókn á geim- verunum renna þó fljótt út í sandinn þegar það kemur í ljós að geimverurnar hafa ekkert gott í huga. Jack Nicholson leikur tvö hlutverk í myndinni, annars vegar Bandaríkja- forseta og hins vegar brjál- aðan hóteleiganda í Las Vegas, og verð ég að segja að hann er kannski aðeins of ýktur sem hóteleigand- inn. Glenn Close leikur snobbaða forsetafrú og Natalie Portman (sem margir muna eftir úr myndinni Léori) leikur dóttur þeirra. Pierce Brosnan er stórgóður sem vísindamaður sem stjórn- ar rannsókn á geimverum, en sá allra fyndnasti af leikaraliðinu er Tom Jo- nes, sem kemur bara allt í einu inn í myndina eins og ekkert sé. Tim Burton, snillingur- inn sem færði okkur Ed Wood, er hérna mættur til leiks með mynd sem er samsuða úr mestu klisjum sem til eru í Hollywood. Ólíkt nýlegustu geimveru- myndunum eru geimver- urnar aftur orðnar að litl- um grænum köllum. Þær eru með endemum fárán- legar og klisjukenndar, en í þessu tilfelli er ekki hægt að líta á það sem galla, heldur er ætlun leikstjór- ans að hafa myndina eins fáránlega og mögulegt er. Myndin er sjúklega fyndin á köflum og minnir mann á Gremlins og ID4 í einni sæng. blands þúsund ár fanga andrúmsltíft fyrri alda atvinnuhætti hér á árum áð- einstaklega vel og er góð ur. heimild fyrir áhugamenn um Evfta ★★★ Handrit og stjórn: Erlendur Sveinsson Kvikmyndataka: Siguröur Sverrir Páls- son í þessari einstaklega vel gerðu heimildamynd er degi í lífi sjö íslenskra sjómanna ít- arlega lýst. Myndin gerist á þeim tíma er tæknin var ekki komin á það háa plan sem hún er á núna og lýsir hún að- ferðum við að veiða fisk sem höfðu verið notaðar í þúsund ár... Erlendur Sveinsson leik- stýrði þessu stórgóða verki auk þess að safna heimildum og skrifa handritið. Hann sinnir sínu hlutverki vel og má segja það um alla sem tóku þátt í myndinni. Leik- myndin og búningarnir eru einstaklega vel gerð, þökk sé þeim Ámýju Guðmundsdótt- ur og Gunnari Baldurssyni, og kvikmyndatakan er fyrsta flokks, enda er Sigurður Sverrir einn besti tökumaður landsins. Myndin nær að ★★ Aöaihiutverk: Madonna, Jonathan Pryce, Antonio Banderas og Jimmy Nail Leikstjórn: Alan Parker Maður hafði heyrt það út- undan sér að fólk hefði komið grátandi út af þessari mynd í London en öskrandi í Argent- ínu. Reyndar gat ég hvorki séð tilefni til að öskra né gráta. Mér fannst myndin ekki snerta mann á einn eða neinn hátt. Madonna fannst mér ekki vera neinn dýrlingur og finnst mér henni ekki hafa farið neitt fram sem Ieikkonu síðan hún lék í Dick Tracy hér á árum áður. Antonio Band- eras, sem leikur sögumann- inn, var einnig eins og hann er alltaf: reiður ungur maður, og Jonathan Pryce fannst mér hálf litlaus og leiðinlegur sem Juan Peron. Alan Parker hefur gert ógrynni af myndum í gegnum árin og muna margir eftir rokkóperunni The Wall sem hann leikstýrði fyrir Pink Floyd og einnig The Commit- ments, sem er sennilega hans besta mynd. Hann hefur get- að verið mistækur jafnt sem skemmtilegur en ef það var eitthvað, þá var það að hann var bara hálfhlutlaus í þess- ari mynd. Hún var hvorki hræðileg né frábær. Hún var eiginlega ekki neitt. Parker hefur bara gengið inn I verkið með allar græjur. Tekið svo myndina, klippt hana til og sent síðan í bíóin. Allan per- sónulegan stíl vantar í hana. Parker er í þessu tilfelli bara iðnaðarmaður. Svo að lokum vil ég minn- ast á leikara sem var í auka- hlutverki, en það er Jimmy Nail úr þáttunum Krókódíla- skór sem nú eru í Sjónvarp- inu. Hann fannst mér vera sá eini sem stóð sig eitthvað vel, það var bara verst hvað hann fékk lítinn tíma á tjaldinu. Hverjir voru cp) hvar □ Á KAFFIBARNUM aðfaranótt ann- ars í páskum var að skemmta sér : hið stórglæsilega útvarpspar Davíð Þór Jónsson og jakob Bjamar Grét- nSHH I arsson. Einnig ■■M leit þar inn Eg- ill Ól- afsson og hinn | mildi eigandi aðarins, Ingvar Þórðar. Þessa sömu nótt var líka margt um manninn á SKUGGABARN- M. Þar mátti til að mynda sjá Bolla í Sautján, Braga og bbie í Betrunarhúsinu. Amar Gauti fékk útrás á Skuggabarn- um svona áður en hann tekur sjálfur um veitingastjórnar- taumana á nýja staðnum sem á að íara að opna á gamla Habitatlagernum. Staðurinn nýtur greinilega vin- sælda hjá fólki úr veitingageiran- um því Ingvi Steinar á Kaffi- brennslunni skottað- ist þar um sem og Svenni á Primavera og Jói Ara, sem áð- ur var kenndur við Kaffibarinn en verð- ur brátt kenndur við Einar Ben! Útvarps- menn áttu sína fulltrúa í Simma útvarpsmanni á X-inu, Jóni Gunnari Geirdal plötusnúð á FM og Karó á FM. Og nú verðið þið hissa því hverjir haldið þið að hafi dottið alveg óforvarendis inn úr dyrunum nema Þurí og Arnar á Ónix. Á miðvikudagskvölcl á ASTRÓ mátti sjá Bjöm the beautiful fyrirsætu og Berg- Ijótu fyrirsætu, Bón- usmódelið hana EIsu Lyng og knaftspyrnu- goðið úr Leiftri hann Auðun Helgason. Páskahelgin var lífleg á NELLY’S CAFÉ. Þar mætti sjálf Eurovisionstjarnan Páll Óskar ásamt fé- lögum sínum og tók nokkur giæsileg dansspor. Maríus | söngfugl sem nýkom- | inn er frá Vín kíkti inn úr dyrunum. Ingvar Þórðarson var ekki bara á Kaffibarnum IH^. H sínum heldur líka á Nelly’s. Sömu sögu er að i af Baltasar aáki. Einnig ettu spriklandi i þau Skari ipó, Emiliana Torr- ini og Rósa píanóundur og Madonnulover sem tilkynnti hátt og snjallt að drauma- deitið væri Sharon Stone sem aftur á áti lét ekki sjá sig þetta kvöld. ram, áfram... ái Haukur íbíóauglýs- ilesari mætti mt Sigga ers, Selma ömsdóttir 0- ri, Vilii gítar í Jmobile, Reyn- gdrottning, Björgólfur Pep- si og allar ótugtirnar í t, Bjössi fjöllistamaður og Jeypir var að sjálfsögðu á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.