Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 16
F1MMTUDAGUR 3. APRÍL1997 16 Island hefur líklega aldrei átt jafn ötulan og kraftmikinn kórstjórnanda og Margréti Pálma- dóttur. Þekktust er hún fyrir að stjórna hinum einkar líflega Kvennakór Reykjavíkur en að auki stjórnar hún einum fimm kórum að staðaldri og þó nokkrum hópum þar fyrir utan. „íslendingar hafa mikla ánægju af kórstarfi og kórum, þetta er mikil og sterk alþýðumenning og áhuginn er hreint með ólíkindum,“ segir Margrét. „Það eru núna einar fjögur hundruð konur að syngja hjá okkur í húsi kvennakórsins. Áhuginn var strax mikill og ólgandi söngglöðum konum hefur svo sannarlega vaxið ásmegin og alltaf bætist í hóp- inn. Það geta allar konur sem náð hafa átján ára aldri komið til okkar í kvennakórshúsið. Þær fara fyrst í kórskólann og síðan eru kórarnir tveir, Léttsveitin og Kvennakór Reykjavíkur. Svo er einnig sérdeilis líflegur hópur sem við köllum Senjoríturnar, en í honum eru syngjandi blóma- rósir sem eru komnar yfir sextugt." En nú hefur fregnast að Margrét ætli að yfir- gefa söngfuglana sína í Kvennakórnum. „Það greip í fyrstu um sig skelfing hjá kórfélögum að „the big mama“ ætlaði að yfirgefa börnin sín,“ segir Margrét og hlær. „En svo sáu þær auðvitað að það er ofboðsiega spennandi að fá nýjan stjórnanda og nýjar áherslur og núna hlakka all- ir kórfélagar mikið til. Með þessu móti helst starfsemin líka fersk og skemmtileg og enginn staðnar, hvorki þær né ég.“ Margrét ætlar þó að halda áfram að stjórna kvennakórshóp sem kall- ar sig Vox feminae. „í svona stórum hópi kvenna eru eðlilega mismunandi áherslur og áhugi og í Vox feminae leggjum við einkum áherslu á eldri tónlist og nútímatónlist. Það hentar hreinlega ekki vel að flytja slíka tónlist í mjög stórum kór og því verða bara um þrjátíu til fjörutíu konur í Vox feminae." Barnasöngur í blóma En Margrét er með fleiri járn í eldinum, því í vetur hefur hún ásamt fleirum staðið fyrir nýrri starfsemi sem nefnist Syngjandi forskóli. „í skól- anum eru börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Við leggjum aðaláherslu á að syngja en einnig blöndum við öðrum listgreinum inn í kennsluna. Börnin teikna það sem þeim dettur í hug í kring- um ljóðin og einnig er lögð áhersla á tjáningu.“ Meira um Margréti og börn, því í vetur stofn- aði hún Barnakór Reykjavíkur og Stúlknakór Reykjavíkur, sem er fyrir stelpur á aldrinum 15- 19 ára. „Þetta verða frábærir kórar því ég er með hreint stórkostlegar raddir í þeim. Eg er al- veg sannfærð um að þessi starfsemi á eftir að vinda upp á sig og augljóst að brátt skapast vinna fyrir að minnsta kosti tvo til þrjá tón- menntakennara. Mér finnst ég barasta vera orð- in atvinnuskapandi og er kannski hvað montn- ust af því. Kannski verður líka til drengjakór Reykjavíkur í framhaldi af þessu öllu saman. Fólk heldur stundum að það gangi ekki að hafa svona marga kóra, en eftir því sem framboðið verður meira því blómlegri verður starfsemin. Eg man nú þá tíð að fólk var með hrakspár þeg- ar kaffihús bæjar- ins voru orðin fjögur því það væri offramboð og gæti ekki geng- ið upp!“ grænum 4-600 g nautahakk 1 laukur 2 gulrætur 50-100 g gráðaostur eða annar feitur bragögóður ostur 200 g frosnir sveppir 1/4-1/2 rauð paprika 1 peli rjómi 11/2-2 glös mjólk 10 nýir tómatar (ef þiö eruð meövituö þá eiga þeir aö sjálfsögöu að vera lífrænt ræktaöir!) eöa 2 dósir niðursoönir tómatar eöa ein krukka af hvítlauks- kryddaöri tómatsósu sem fæst í öllum verslunum. Basilikum, oregano, hvítlaukur, pipar og salt Má líka bragöbæta meö tímían eöa rósmarin Þrjú lög af lasagnablööum (12-15 blöð) með kjöt- sósu á milli. Endaö á kjeti og svo er ostur, t.d. Gouda 26%, settur í sneiðum efst. bara ókeypis hobbý án til- gangs eða markmiðs. Núna skilja allir að til að fá góða þjálfun og markvissa stefnu í áhugastarfi þá þarf að „kaupa“ góðan leiðbeinanda." Það er ljóst að markvisst starf borg- ar sig því nýlega fékk Margrét boð um að mæta með kór til að syngja fyrir sjálfan páfann, hvorki meira né minna! „Þangað ætla ég að storma ásamt kammerkórnum mín- um í Grensáskirkju. Vinum mínum á Ítalíu finnst þetta óskaplega merkilegt og ég hef virkilega vaxið í áliti hjá þeim fyrir vikið.“ Margrét er ekki í vafa um að páfinn fær að hlýða á einhvern fallegan ís- lenskan sálm. „Ég fer ekki að koma með pasta með mér til Ítalíu," segir Margrét og skelli- hlær. Stöðnuð ópera Margrét hlýtur blessun páfa og vonandi hjálpar það henni að láta hina mörgu drauma sína rætast. En til eru fræ sem fengu þann dóm... segir Margrét með sorgarsvip á andlitinu þegar hún minnist Óperusmiðjunnar sem hún stofnaði ásamt nokkrum söngkonum fyrir allmörgum árum. „Við náðum að halda henni gangandi í nokkur ár og settum upp þrjár óperur. Þetta framtak okkar veslaðist því mið- ur upp út af skorti af skilningi. Þetta kompaní hefði ekki þurft nema fjórar til fimm miljónir til að halda lífi en svo fór sem fór. En ég á mér ennþá þann draum að setja á stofn leikhús sem setur upp nýstárlegar sýningar með söng og dansi. Sönglífið á íslandi er vissulega fjölskrúðugt en það er ein- hvern veginn svolítið þunglyndislegt. íslenska óperan er auðvitað góðra gjalda verð en hún er stöðnuð og stímúlerar engan sem fyrir utan hana stendur. Ég sé því svolítið eftir að hafa ekki sinnt betur þessu barni okkar, Óperusmiðjunni, en ég finn að söng- áhugi fer vaxandi og ég er sannfærð um að stund skapandi söng- og tónlist- arflutnings er að renna upp.“ Ekki má gleyma uppskriftinni, sem skyldi vera hvaðan? Mikið rétt, upp- skriftin er ítölsk! Margrét býður upp á lasagna sem er fljótlegra en annað la- sagna.því sósumallinu er sleppt en út- koman er alveg jafn ljúffeng. Lasagna fyrir athafnasama sælkera. Sálmasöngur í Páfagarði Kórunum fjölgar og viðhorfin breyt- ast. „Kórarnir eru orðnir fleiri og að sama skapi miklu betri. Fólk hefur áttað sig á því að til að vera í kór þarf góða stjórnendur og flestir eru orðnir sátt- ir við að kóra- starf- semi er ekki í mat hjá Margréti Pálmadóttur J kórstjóra og söngkonu Gómsætt kameljón! Páskahátíðin með tilheyrandi kjöt- og súkku- laðiáti er yfirstaöin og nú er ástæða til að hægja á ferðinni, minnka magann og ná úr sér kjöt- og sykurgigtinni með heilbrigðu og léttu fæði. Til tilbreytingar frá kjöti og fiski væri hægt að nota tofu sem nú orðið fæst f sumum stórmarkaöanna og einnig í öllum heilsubúöum sem og þeim verslunum sem selja austurlenskar matvörur. Tofu er í raun ystingur úr sojamjólk og er ákaflega auðugt aö eggjahvítu. Ómeðhöndlað er tofu nánast bragðlaust en þar sem það drekkur auðveld- lega í sig bragö hefur það stundum verið nefnt matreiðslu-kameljónið. Þaö eru til nokkur afbrigði af tofu en það sem mest er notað er stíft tofu sem auðvelt er að fá en einnig er hægt að fá mjúkt, millimjúkt og reykt tofu sem er skemmtileg tilbreyting. Mesta úrvalið af tofu er að fá í Heilsuhúsinu. Tofuið sem hér fæst er innpakkað í plast ásamt vatni og því er nauðsynlegt áöur en farið er að elda úr því að láta vökvann renna af og þurrka það síðan með eldhúspappír. Tofu er hægt að nota í bæði salta og sæta rétti. Hér fylgja nokkrar hugmyndir um hvern- | ig hægt er að búa til bragðgóða rétti úr þess- ari fitulitlu meinhollu vöru. Einfalt og gott Skerið tofu í litla bita og helliö þykkri soja- sósu yfir. Leyfið tofuinu að liggja nokkra stund í sósunni til að drekka í sig bragðiö. Veltið bitunum upp úr sesamfræjum og steikið upp úr sesam- eöa ólífuolíu. Þetta er gott með hrísgrjónum eða til að setja út í sal- at. Balsamedikstofu (fyrir 2-3) Balsamedik sesamolía eða önnur olía 3-5 hvítlauksrif, pressuð engiferrót u.þ.b. fimm sentímetrar, smátt skorin eða rifið 1/4 tsk. chili- eða cayennepipar tamari- eöa sojasósa sesamfræ Skerið tofu I litla bita og látið marínerast í of- angreindri blöndu helst í nokkra klukkutíma. Steikið lauk og bætið út í því grænmeti sem til er í ísskápnum, t.d. brokkáli, blómkáli, hvítkáli, baunum og papriku. Bætið tofu og sesamfræjum út I og steikið við lágan hita í nokkrar mínútur. Borið fram með hrísgrjón- um eða núölum (500 g) og góðu brauði. Þiö getið líka sleppt balsamediki og notað meira af sojasósunni og í stað sesamfræja má nota hnetur, t.d. cashew-hnetur. Kókoshnetu-tofusósa 250 g stíft tofu 2-3 hvítlauksrif 11/2 bolli grænmetissoð 2 tsk. olía 1 dós af kókoshnetumjólk 1 msk. sojasósa safi úr einni sítrónu eða lime (enn betra er að nota sítrónugras, fíntskorið) engifer (u.þ.b. þumlungur rifinn) 3-4 þurrkaðir chile Skerið tofu I litla bita. Steikið hvítlauk og tofu í olíu þar til hvort tveggja er farið aö gyll- ast. Hellið saman í pott grænmetissoði, kók- osmjólk og sojasósu. Þegar soðið er fariö að hitna bætið þá út f tofu, sítrónusafa og engi- fer. Hitiö þetta við frekar lágan hita í u.þ.b. korter, gætið þess að láta ekki sjóða. Smakkið á sósunni og ef kókosbragðið er of mikið bætið þá sítrónusafa út í. Bætið chile út í og látiö malla í fimm til tíu mínútur til við- bótar. Berið fram með hrísgrjónum. Þetta má líka borða sem súpu. Tofueftirréttur 3 b. mjúkt tofu 1/3 b. sítrónusafi 1/4 b. olía og 1/4 b. smjör (brætt og síöan kælt) 11/4 bolli sykur 3/4 tsk. salt 11/4 tsk. vanilludropar 1/4 bolli vatn eða sojamjólk (ef þarf) Pædeig 2 b. hvejti 1/2 b. sykur 1/4 tsk. salt 2 tsk. olía 1/4 b. smjörlíki eða smjör Blandiö ofangreindu saman í matvinnsluvél. Þaö er ekki víst að það þurfi að blanda vatni eða sojamjólk saman við, en þetta á aö vera seigfljótandi. Helliö blöndunni í pædeigiö, sem þið eruð búin aö baka svolitla stund áö- ur. Setjið inn í ofn og bakið við u.þ.b. 150‘ hita í hálftíma. Það er bæði fallegt og góm- sætt aö setja ferska ávexti ofan á pæið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.