Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 Páskaþáttur þeirra Spaugstofumanna er nú vægast sagt umdeildur, en í honum geröu þeir félagar stólpagrín aö Biblíusögunum. Biskup hefur kært Spaugstof- una og Rannsóknarlög- reglan er komin meö máliö til meöferöar. Hvaö finnst ykkur um þetta Karl og Siguijón ? Guðlast eða grín „Mér fannst þessi þáttur frekar lítið fyndinn,“ segir séra Karl Sigurbjömsson, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju. „Húmor og gleði er ein af bestu gjöfum Guðs og ég er sammála einum Spaug- stofumanninum sem sagði í útvarpinu að Guð hefði mik- inn húmor. Erindi Krists við manninn kallar hann fagnað- arerindi og gleðin er rauður þráður í kristinni trú. Fjöl- margt í nýja testa- mentinu, til að mynda í dæmisög- um Krists, bendir til að hann hafi haft húmor. Þessi fína kímni felst í því að sjá lífið í nýju ljósi. Það er eitthvað sem snertir okkur í þessu innsta og inni- legasta. Það er góður húm- or. Eins er virðingin og lotn- ingin mjög mikilvæg í krist- inni trú. I þessum þætti á laugardagskvöldið var dreg- ið dár að hinu helgasta í okk- ar trú, dregið dár að Kristi og sakramentinu, kvöldmál- tíðinni. Þarna var ekki þessi fíni góði húmor heldur var þetta að mínu mati lélegur húmor og í raun illkvittni. Raunverulegur húmor getur verið óþægilegur en hann meiðir ekki. Raunverulegur húmor byggir upp en rífir ekki niður.“ Alltaf áhæftta að setja upp Andrés Sigurvinsson leikstjóri er um þessar mundir á fullu við að undirbúa komu söngleiksins Evítu á fjalir íslensku óperunnar. Guðbjartur Finnbjörnsson leití heimsókn til leikstjórans á páskadag, fékk sér gulrótarköku og sterkt kaffi og hlustaði á tónlistina úr mynd Kieslowskis Bleu, á milli þess sem rætt var um leikstjórn almennt og söngleikinn Evítu. „Það er ekki ýkja langt síðan við hófum undirbúning að uppsetningu á söngleiknum Evítu, við höfum fengið það fjármagn sem til þarf og erum að ganga frá ýmsum samninga- málum þessa dagana," segir Andrés. „Hugmyndin er að frumsýna um -wnánaðamótin maí/júní og sýna í sumar og fram á haust ef Guð lofar. Vissulega er í mörg horn að líta þegar verk af þessari stærðargráðu fer í vinnslu. Það þarf að útvega samstarfsfólk, s.s. tónlistarstjóra, leikmynda- og búningateiknara, danshöf- und, ákveða húsnæði o.s.frv. Ég hef verið að vasast í þess- um framkvæmdaatriðum en bráðlega taka aðrir við og ég get þá alfarið einbeitt mér að undirbúningi sviðsetningar- innar ásamt samstarfsfólki mínu.“ Er hugmyndin að setja upp Evítu hér á landi ekki meira og minna þín? „Jú, það má segja það. Ég hreifst mjög af verkinu og sýn- ingunni sem ég sá fyrir margt löngu erlendis. Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að fara víða erlendis á síðasta ári í þeim erindagjörðum að kynna mér sérstaklega upp- setninguna á söngleikjum og óperum og að vinna með þetta form núna er beint framhald af þeim áhrifum sem ég varð fyrir á þeim ferðalögum. Það kemur alltaf að því að mann langar til að reyna við eitthvað nýtt, reyna við önnur form, og kannski var óperan á vissan hátt næsta stig fyrir mig því ég hafði ekki gert mikið af að vinna með þetta leikform. Síð- ast vann ég við óperettu og núna er það rokksöngleikurinn Evíta, sem er ekkert annað en ópera dagsins í dag.“ Söngjeikurinn Evíta allt annao en kvikmyndin Evrta Nú er verið að sýna bíó- myndina Evítu, lög úr mynd- inni eru vinsæl. Heldurðu ekki að myndin eyðileggi fyr- ir Evítu ykkar? „Nei, það held ég ekki. Hér er um svo gjörólík form að ræða. Sviðsverkið getur aldrei orðið „Það kemur alltaf að því að mann langar til að reyna við eitthvað nýtt, reyna við önnur form, og kannski var óperanávissan hátt næsta stig fyrir mig, því ég hafði ekki gert mikið afað vinnameð þetta leikform. Síðast vann égvið óperettu og núna er það rokk- söngleikurinn Evíta, sem er ekkert annað en ópera dagsins í dag.“ annað en stund augnabliksins. í kvikmynd Alans Parker er fyrst og fremst verið að segja sögu Evu Peron, sem leikin er af Madonnu, og allt gert til að gera veg hennar sem mestan. Til að mynda er hún iátin syngja lag sem hjákona Perons hefur sungið hingað til í svið- setningunni. Nýtt lag var einn- ig samið sérstaklega fyrir kvik- myndina (fyrir Madonnu), vægi byltingarforingjans er meira í sviðsetningunni o.fl. í stuttu máli eru fleiri persónur kallaðar til en Eva, enda er það ekki góð saga sem hefur aðeins eina persónu.“ Allt í einu heyrast miklar drunur inni í stofunni þar sem við sitjum og sötrum kaffi. Klukkan er tvö og stóra stofu- klukkan hans Andrésar slær tvö þung og hljómmikil högg. Við þegjum báðir á meðan klukkan glymur. Dýrt að setja upp sviðs- verk — söngleikur dýrari Hver verður hin íslenska Evíta? „Margar eru kallaðar en að- eins ein hreppir hnossið. Sama er að segja um hlutverk Per- ons, Che, hjákonunnar og Ma- galdis. Næstu daga verður áheyrnarpróf og geta þá allir frá aldrinum 18-50 ára komið og spreytt sig. Síðan verður gengið frá mannaráðningum. Við förum fram á að fólk geti sungið, dansað og ekki er verra ef það er sviðsvant. Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson (Todmobile) verður tónlistar- stjóri sýningarinnar og stjórn- ar kór og hljómsveit. Það verð- ur valinn maður í hverju rúmi og sama er að segja um annað starfsfólk mitt, sem þegar hef- ur gengið til liðs við okkur. Við ætlum að vanda eins vel til hlutanna og framast er unnt, slaka hvergi á kröfum og bjóða væntanlegum áhorfendum upp á það besta og aðeins það besta — og, jú auðvitað kostar það sitt.“ Sýningin verður á fjölum ís- lensku óperunnar en Andrés segir húsið alltaf hafa heillað sig. Til að mynda hafa verk Pé- leikhópsins (Heimkoman, Hús- vörðurinn, Fiskar á þurru landi) yfirleitt alltaf verið sýnd í ís- lensku óperunni, en Ándrés er einn af stofnendum þess hóps. „Húsið er sniðið fyrir þessa sýningu og er í raun dásamlegt hús þrátt fyrir að vera erfitt leikhús, en það er í raun bíó- hús og hannað sem slíkt. En mér hefur alltaf liðið vel í hús- inu og Evíta á örugglega eftir að sóma sér vel á fjölum þess,“ segir Andrés. Er dýrt að setja upp svona verk? „Já, það er mjög dýrt að setja á svið leikrit, hvað þá söngleik með öllum þeim græj- um og tækni sem nútímasvið- setningu fylgir og auðvitað er þetta áhætta. Það er það alltaf. Áhorfendur vilja aðeins það besta, eðlilega, en fæstir gera sér grein fyrir þeim óheyrilega kostnaði sem svona sviðsetn- ing útheimtir. Svo veist þú aldrei hvort þetta heppnast eða heppnast ekki, það eru áheyrendur sem hafa lokaorð- ið hvað það varðar. Auðvitað hefur þessi margumrædda markaðssetning heilmikið með þetta að gera, en þegar upp er staðið er það hvernig sýningin spyrst út. Það er það sem „sel- ur“ á endanum. Én eins og ég sagði þá er aldrei á vísan að róa með þetta frekar en annað. Ég vona bara að uppsetningin beri sig og fer ekki fram á ann- að.“ Vonlaus leikari verður leikstjóri Aðspurður hvort leikstjórn hafi verið æskudraumur segir Andrés marga vini sína segja stundum í gríni að þegar hann komst að raun um að hann væri vonlaus leikari hafi hann ákveðið að verða leikstjóri. „Ég byrjaði sem unglingsfífl heima í Vestmannaeyjum fyrir alvöru að vesenast í leiklist og hef hugsað mér að halda því áfram. Að ég hafi valið mér að leikstýra eingöngu felst í að ég held mínum karakter. Ég nýt þess að ganga inn í nýjan heim í hvert skipti, lifa og hrærast í honum um stund, yfirgefa hann síðan með trega og mik- illi dramatík og svífa um stund í lausu lofti og leita að þeim næsta.“ Hvernig líst þér á að tak- ast á við söngleik? „í augnablikinu er það mest spennandi verkefni sem rekið hefur á fjörur mínar; takast á við þetta nýja, samhæfa alla þá krafta sem koma að sýning- unni, lifa og hrærast í þessum heimi um stund... Já ég er spenntur fyrir þessu og ekki í minnsta vafa um að okkur á eftir að takast í sameiningu að gera góða, lifandi og áhuga- verða sýningu,“ segir Andrés að lokum. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur fengiö þaö erfiða hlutverk aö syngja fyrir hönd íslands í Júróvisjón-keppninni sem fram fer í maí. Flestir hafa trúlega heyrt lagið hans, Minn hinsti dans, og sýnist sitt hverjum. Allir eru þó sammála um aö lagiö sé öðruvísi en gengur og gerist í þessari keppni. En í hvaða sæti ætli viö lendum Páll? „Ég þori virkilega ekkert aö spá í það í hvaða sæti við lendum. Staðreyndin er sú að lagið mitt sker sig duglega út úr allri keppninni. Ég er búinn að heyra þó nokkur lög og það er ekkert sem býður mínu lagi birginn. Ég trúi því að lög sem eru öðruvísi komist vel áfram í keppninni, en það eru 24 lönd sem eiga eftir að dæma lagið og sum löndin eru þegar búin að dæma sum löndin fyrirfram. Auðvitað vona ég hið besta og treysti því að það sem ég er að fara að gera þarna úti sé rétt.“ Hvaöa listamaður hefur haft mest áhrif á þlg? Dusty Springfield, Divine, John Waters, Walt Disney og Madonna. Hvaða stjórnmálamaður lifandi eða látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér? Stjórnmálamenn! Prrrrr. Þeir mega allir drepast fyrir mér. (Mikill hlátur.) Hvaða skáldsagnapersónu vildiröu helst líkj- ast? Linu langsokk. Hvaöa persóna mannkynssögunnar vildiröu helst hafa verið? Kleópatra, út af öllum faröanum og mjólkur- baöinu. Ef þú fengir að lifa lífinu aftur myndlrðu þá breyta einhverju? Nei, ekki aö ræöa þaö. Þaö er alger eyðsla á orku. Hver er merkilegasti atburöur sem þú hefur upplifað? Aö veröa ástfanginn í fyrsta sinn. Hver er merkilegasti atburöur sem þú ætlar að upplifa? Aö liggja á gegnsærri vindsæng í risastórri hjartalagaöri sundlaug einhvers staöar í Kali- forníu og á botni sundlaugarinnar stendur stór- um gylltum stöfum P og Ó. Hvaða atburöur, verk eða manneskja hefur mótað lífsviðhorf þitt framar öðru? Allar gömlu gufubaðsdrottningarnar. Ef þú ættir kost á að breyta einu atriði í þjóð- félaginu eöa umhverfinu, hvað yrði fyrir val- inu? Ég myndi breyta því að alls konar lúðar fengju að vaöa uppi meö fullt af ranghugmyndum og komast áfram í-lífinu meö lygum, svikum og prettum. Sérðu eitthvaö sem ógnar samfélaginu öðru fremur? Fólk sem lifir á lygum, svikum og prettum. Mottó? Áfram Island — tólf stig. (Hlátur.) „Hvað segirðu, á ég að vera hressi jákvæði aðilinn í þessu álitamáli?“ seglr Sig- uijón Kjartansson, annað höfuð Tvíhöfða og grínisti mikill. „Mér finnst það voða- leg helgislepja að vera að setja út á þennan sárasak- lausa þátt og hann særði ekkert trúartilfinningu mína, langt í frá. Þetta grín þeirra Spaugstofumanna um Biblíu- sögurnar fór alls ekki yfir neitt strik að mínu mati. Annars þarf mað- urað jjassa sig á að fara ekki yfir þetta fræga strik sem ari. Eitt sinn vorum við i Gnarr búnir að gera einn af mörgum stuttþáttuin fi við gerðum fyrir Dags- . Þessi þáttur okkar fór hvað fyrir brjóstið á rnönnum. l3ví þurftum við að breyta honum Iítillega til að við fengjum ekki á okkur guðlastsákæru." Varþað i svipuðum dúr og hjá Spaugstofumönn- um? „Nei, mér fannst þáttur irra ósköp sakleysislegur, am í raun ekkert á si tvískinnungs- • biskups að vera að st eitthvað út í Spaug- : út af þessum ; saklausa þætti lUedanmáls

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.