Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 03.04.1997, Blaðsíða 21
FlMIVmJDAGUR 3. APRÍL1997 21 Blát Iheimi þar sem allt tútnar út nema maðurinn sjálfur er fátt jafn hressandi fyrir egó manns eigið og að verða vitni að mis- tökum annarra. Það rífur mann einhvern veginn upp á rassgat- inu og fleygir yfir múrinn tor- kleifa sem skilur að vitsmuni og vanhyggju. Það er nú ekki svo lítill áfangi. Ég held því fram að þú skiljir vel hvað ég er að fara. Og ég held því líka fram að þú verðir samþykk orðum mínum hér á eftir. Þá meina ég þú ís- lenska þjóð. Mín kæra. Ég veit ekki alveg hreint hvers þú átt að gjalda, því þetta er fyrír löngu hætt að vera spurning um að geta slökkt þeg- ar maður vill — sérstaklega ef horft er til þess hversu mikið kostar að ræsa rafmagnstæki. Frelsi til að velja er gott og blessað — raunar þjóðþrifamál — en þegar maður er neyddur til að notfæra sér það á mínútu- fresti eða skemur hlýtur eitt- hvað að láta undan. Þó ekki væri nema blindtrúin á almátt- ugan sjónvarpsmiðilinn og boð- skapinn sem hann færir þér. Þú neytir nefnilega réttarins til að velja þér skemmtun á hverju einasta kvöldi; og velur Sjón- varpið í ruddalega mörgum fil- fellum. Það hvarflar ekki að mér að agnúast út í sjónvarpsgláp þitt, enda er ég fullgildur meðlimur af þér og í engu betri drengur en hver annar í þeim málunum. Kjarni míns máls er heldur sá að ég hef fengið mig fullsaddan á dömubindaauglýsingum. Reyndar meira en nóg. Reyndar svo miklu meira en nóg að þær eru hættar að fara í taugarnar á mér. Þær eru komnar hringinn. Og ég farinn að hafa áhyggjur af þjóðarheill. Það gerist oft með hluti að þeir fari hringinn. Forláta tæt- ingslegt kaskeiti með skosku háfjallamynstri er svo einstak- lega hallærislega einstakt að skrifar mínkæra Neyslumenning Davío Stefánsson það fer hringinn, verður töff og eigandi þess — 18 ára MH-ingur — töff að sama marki. Barnalegi brandarinn: Hvað er klukkan? Skítt’á puttann!!!! sem á engan veginn heima í samfélagi full- orðinna fer hringinn og verður fyndinn. Árni Johnsen fer ár- lega í marga hringi og maður hlær alltaf. Meginreglan í þessu hringferli virðist vera sú að hlutir sem á annað borð fara hringinn verða annaðhvort fyndnir eða töff. Dömubindaauglýsingarnar eru undantekningin sem sannar regluna. Eg var að horfa á sjónvarpið og þær birtust ein af annarri, hver annarri smeðjulegri. í stað þess að að hlæja að auglýsing- unum eða finnast þær töff greip ég til barnstrúarinnar, og það eru mörg ár liðin síðan hún lét á sér kræla (ég er nú einu sinni órjúfanlegur hluti af þér!). Ég byrjaði sem sagt á því að biðja um miskunn. Miskunn frá þessum djöfulgangi alltaf hreint. Dömubindaauglýsing- arnar buldu á mér og ég gat enga björg mér veitt — ég á bara gamalt sjónvarp með engri fjarstýringu og var þar að auki staddur í sófanum í töluverðri fjarlægð. Og svona latur að eðlisfari horfði ég og kvaldist í stað þess að standa upp og slökkva. Velja að horfa ekki. Enda hefði ég þurft að standa upp til að kveikja 20 sekúndum síðar til að ná næstu auglýs- ingu. Eg ákvað þess í stað að íhuga áreitið og kryfja það til mergjar. Ég hugsaði fram og aftur, ég hugsaði til baka og í hringi og til beggja handa og allra átta og þegar ég rankaði aftur við mér var sjónvarpsdagskránni allri lokið og ég hafði komist að tví- hliða niðurstöðu í málinu. Það varst annaðhvort þú eða þeir. Annaðhvort þú eða þeir sem hafa gert sig seka um heimsku. Annaðhvort þú — mín ástkæra þjóð — með því að falla fyrir skruminu, eða þeir — sjóræn- ingjarnir — með því að nota vopn sem allir vita að virkar ekki. Eða hvað? Vita ekki forráða- menn fyrirtækja sem auglýsa dömubindi að þér finnst auglýs- ingarnar hallærislegar og pirr- andi, gervilegar og fullar af hræsni? Þessi spurning sótti á mig um nóttina og ég varð að fá henni svarað. Ég gat auðvitað ekki verið þekktur fyrir að sleggjudæma alla kven- þjóðina á eigin spýtur, svo ég ákvað að fá í lið með mér nokkra ónafngreinda aðila úr dömubindabransanum. Ég hafði nú aldrei trú á því að aug- lýsingarnar virkuðu að ein- hverju ráði og bjóst reyndar við því að viðmælendur mínir færu í keng og sneru út úr. Sú reyndist ekki raunin. Allir voru þeir sammála um að þessi auglýsingaaðferð væri best til þess fallin að fá ungar konur til að prófa vöruna. Samkvæmt könnunum á sölu fyrir og eftir auglýsingaherferðir höfðu aug- lýsingarnar gríðarleg áhrif. Það væri því engin furða þó að dömubindaauglýsingar héldu áfram að dynja á saklausum sjónvarpsáhorfendum. Allir sem einn könnuðust „að- ilarnir" við andúð fólks í garð auglýsinganna, en héldu því þó fram að hana væri helst að finna hjá karlmönnum, sem þoli hvort eð er yfirleitt aldrei að horfa á eitthvað sem þeir hafa engan áhuga á. Markhópurinn fyrir dömubindi væri stúlkur sem eru að upplifa blæðingar í fyrsta sinn, á aldrinum 12-16 ára. Til þessa hóps ættu auglýs- ingarnar að höfða. Enda væri borin von að reyna að troða nýrri tegund upp á konu sem komin er yfir þrítugt. Sú kona er væntanlega fyrir löngu búin að finna sína tegund sem veitir henni tilhlýðilega öryggis- kennd og fullnægir hennar meðfæddu raka- drægnikröfum — án þess að koma illa við budduna. Þetta var óheppilegt orða- Én lífið heldur áfram. Og það munu dömubindaauglýsingarn- ar einnig gera ef eitthvað er að marka orð ónafngreindu aðil- anna minna. Samkvæmt þeirra sölutölum hafa engar auglýsing- ar jafn sterk og greinileg áhrif á beina sölu dömubinda og þess- ar sem ég þoli ekki: Ung stúlka lýsir í hnitmiðuðum setningum guðdómlegu ágæti XXXXX- dömubindanna sem eru sérlega rakadræg fyrir blátt blóð og brosir svo fallega í lokin að skeyta mætti tannkremsauglýs- ingu aftan við án þess að nokk- ur tæki eftir. Aðilarnir mínir úr bransanum segja að í þessari auglýsingatækni felist ögrun, auglýsingarnar verði umtalað- ar, gjarnan af konum, en í hlut- arins eðli liggi að þú getur ekki úttalað þig um eitthvað sem þú hefur ekki prófað! Ergo — þú prófar. Og gæðin koma í ljós. Kannski fór ég vitlaust af stað með þetta. Ég byggði þessa grein upp á eigin pirringi og pirringi allra sem ég þekki en ekki vísindalegum könnunum á viðhorfi fólks til þessara auglýs- inga. Eg get samt ekki að því gert að mér finnst þessar auglýsing- ar leiðinlegar. Og ekki vegna þess að ég er karlmaður, heldur af hinu að mér finnst þær skrumkenndar, falskar og væmnar. Ég vil fá blóð og drullu, beinstíft raunsæi. Ég vil sjá dömubindi dýfa sér ofan í fullt glas af dumbrauðu blóði, ég vil fá bleiuauglýsingar — sem eru gjarnan af svipuðum meiði — með þessum skemmti- lega litaða ungbarnakúk, ég held hann sé kallaður tveggja mánaða eitthvað. Alveg rosa- lega spes gulflekkóttbrúnn litur. Og draumurinn er sá að klósett- pappírsframleiðandi sýni okkur fram'á gæði sinnar vöru á svip- aðan hátt og dömubindafram- leiðendur gera. Þeir gætu notað aðeins þykkari bláan vökva. Klósettpappír er jú ekki bara klósettpappír. Samanburður á klósettpappírstegundum gæti falið í sér viðloðun, styrkleika, lagskiptingu og síðast en ekki síst gæði gatanna ómissandi sem mynda eina örk. Eða eins og segir í málshættinum: Visin göt þá garnarvá. Ég held að við karlmennirnir ættum að passa á okkur klofið og passa það vel. Miðað við ríf- andi uppganginn í dömubinda- bransanum og ákafa þeirra að- ila sem ég ræddi við verður þess ekki langt að bíða að kven- þjóðin verði úttroðin dömu- bindum í öllum götum í ökkla og eyra. Og hvað gera atvinnusjó- ræningjar þegar búið er að ræna skip og brenna það, njóta allra kvennanna og teyga allt romm? Þeir leita á önnur mið. Mis- kunnarlaust. í leit að bláu blóði. Ekki satt, mín kæra?? nafni E, „A man called E“ ‘92 og „Broken toy shop“ ‘93. Flest lögin á „Beautiful freak“ áttu að fara á þriðju sólóplöt- una en þá hitti hann þá Butch og Tommy og sá að tónlistin myndi njóta sín betur í formi tríós. Nýlega fékk E bréf frá leikaranum Nicolas Cage. Sá elskar plötuna og er titillagið uppáhaldið hans. Cage vissi þó ekki að lagið varð til eftir að E sá kvikmyndina „Birdy“. Næsta smáskífa Eels er „Rags to rags“. Arkarna er eitt þeirra atriða sem tónlistarhátíðin Es- sential (Brighton 24.-26. maQ býður upp á. Nafnið er úr dul- speki og óttast meðlimir að fólk misskilji og haldi að þeim svipi til Kula Shaker. Arkarna er tríó sem hefur nú þegar far- ið með sinn fyrsta singul, „House on fire“, inn á topp 40. Aðalsöngvarinn, Ollie J, hefur umgengist meðlimi banda eins og Leftfield í hljóðveri föður síns frá 14 ára aldri. James söngvari, DJ og gítarleikari hefur kynnst grúppum eins og Megadog og Spiral Tribe. Þriðji meðlimurinn, Lalo Creme, sonur Lol úr 10CC, dvaldi þrjú ár í LA og djamm- aði þar í böndum með t.d. Ke- anu Reeves. Önnur smáskífa Arkarna, „The future’s overr- ated“, kom út hjá Warner 31. mars. William Goldsmith, trommari Foo Fighters, hefur yfirgefið bandið rétt fyr- ir útkomu plötunnar „The colour and the shape“, sem er önnur skífa sveitarinnar. Astæðan er ekki alveg ljós, orðrómur er um að Goldsmith hafi hug á að endurreisa Sunny day real estate, hljóm- sveit sem hann var í ásamt bassista Foo Fighters, Nate Mendel. Dave Grohl segir að þeir séu mjög daprir, þetta sé eins og að missa einn úr fjöl- skyldunni, að auki sé hann framúrskarandi trymbill. Nýja platan var hljóðrituð í Bear Creek-hljóðverinu í Seattle með upptökustjóranum Gil Norton. Roswell/Capitol gefur gripinn út 12. maí. Bandið verður á tónleikaferð um Bret- land í maí og hitar upp fyrir Prodigy og Beck á Chelms- ford-hátíðinni í ágúst. Audioweb kemur með nýjan singul, „Faker“, hjá Mother Records 7. apríl. Lagið á að fylgja eftir velgengni topp 20- smellsins „Bankrobber” og verður fáanlegt í öðrum útgáf- um en á fyrstu plötu sveitar- innar. The Orb, Lionrock og The Dub Pistols hljóðblanda. Það er skrítin tilfinning að vera íslendingur þegar maður opnar bresku tónlistar- blöðin þessa dagana, minnug- ur alls fjaðrafoksins sem varð þegar Mezzoforte náði upp í 17. sæti breska smáskífulist- ans á síðasta áratug. í Melody Maker 15. mars sl. má sjá nöfn þrennra íslenskra flytjenda á einni og sömu blaðsíðunni. Gus Gus, Ragga and Jakob frá Ragga and the Jack magic orchestra og Bjork. Sonic Youth elskar þau, REM-menn dúkka upp sem áheyrendur á tónleikum í New York svo og meira að segja U2, sem stoppaði reyndar stutt við. Svo virðist sem allir séu yfir sig hrifnir af Sneaker Pimps, sem samanstendur af leiðtoganum Liam Howe, Chris Corner, söngvaranum Kelli Dayton, Joe Wilson og Dave Westlake. Þau hafa nú þegar gert það gott í Bretlandi með smáskífunni „6 Undergro- und“ og frumburðaralbúminu „Becoming X“. Hinir singl- arnir eru „Roll on“, „Tesko Suicide“ og sá nýjasti „Spin Spin Sucar“. lur gefur 7. apríl út smáskífu númer tvö af „Blur“, lagið „Song 2“. Það verður fáanlegt í tvenns konar pakka, með fylgja auðvitað aukalög. „Get out of cities", „Polished stone“, „Bustin“, „Dronin“ og „Co- untry sad ballad man“ í órafmagnaðri tónleikaút- gáfu. Hljómsveitin, sem nýver- ið var á ferð um Bandaríkin, segir að í nálægri framtíð komi út remix-plata: Moby-útsetn- ing af „Beetlebum“, Thurston Moore- útsetning (Sonic Youth) af „Essex dogs“, John Mclntire í Tortoise fiktar við „Theme from retro“, fyrrverandi Beastie Boys-meðlimurinn Mario Caldato Jr. hljóðblandar „Chinese bombs“, „Song 2“, „On your own“ og „Mo- vin on“. Orð- ur hefur kvisast út um að Dust brothers muni einnig leika sér með einhver lög af plötunni. róm- Fugees fékk verðlaun á bresku tónlistarhátíðinni sem besta hljómsveit í heimi, nýr singull, „Rumble in the jungle", kom út hjá Mercury í byrjun mars. Um er að ræða lag úr kvikmyndinni „We wo- uld be kings“ sem segir frá sigri Muhammeds Ali á Ge- orge Foreman í Zaír árið 1974. Annars eru Fugees-limir sjálf á leið í kvikmyndaheiminn, þau munu koma fram í og semja kvikmyndatónlist í „The har- der they fall“, framhaldi reggí- kvikmyndar frá 1973, „The harder they come“. Manic street preachers halda sína stærstu tón- leika til þessa í Manchester 24. maí. Mansum, Audioweb og Embrace verða upphitunar- bönd, miðaverð er 15 pund og hófst sala 22. mars. Manics verða með lag sitt „Strip it down“ á tvöföldu albúmi, „Dial M for merthyr“, sem inniheld- ur tónlist frá Wales úr óháða geiranum. Lagið var upphaf- lega á B-hlið annarrar smá- skífu MSP, „New art riot“, og sömuleiðis á EP-plötunni „You love us“. Safnplatan kemur út 14. apríl og býður upp á 20 önnur bönd, þar á meðal 60 Ft dolls, Stereophonics, Cataton- ia, Dubwar og Flyscreen.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.