Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 17
1 FIMMTUDAGUR 29. MAI1997 17 Þegar kvikmyndagagnrýnendur segja aö leikstjórn í þessari eöa hinni myndinni sé ekki góð er undirritaður ekki alltaf meö þaö á hreinu hvaö verið er aö gagnrýna. Er þaö leikstjóranum aö kenna ef leikararnir leika illa? Er þaö leikstjóranum aö þakka ef kvikmyndatakan er góð? Hvaö í andsk... gerir kvikmyndaleikstjóri? Hvað aerir kvikmyndaleikstjóri eiginlega? „Það eru svo margir sem halda að leikstjóri sé einhver maður sem talar gáfulega við leikara. Það eru ef til vill fimm prósent af vinnunni að vinna beint með leikurunum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, sem hefur fyrir löngu velt Hrafni Gunnlaugs- syni úr sessi sem þekktasti kvikmyndaleikstjóri íslands er- lendis. / hverju felst vinna leik- stjóra? „Hún nær yfir allt ferli kvik- myndarinnar. Að velja söguna, velja tónlist, skapa andrúms- loft og svo hér á Islandi að út- vega fjármagn, svo eitthvað sé tekið. Leikstjóri á íslandi gerir allt.“ Hefur vinna þín breyst mikið eftir að þú náðir al- þjóðaathygli? „Nei, ég er allt í öllu ennþá. Að vísu er ég með aðstoðar- menn sem taka að sér hin og þessi störf, en ég vinn mjög ná- ið með samstarfsfólki mínu. Ég vinn kannski nánar en aðrir leikstjórar með kvikmynda- tökumanninum. Ari Kristins- son hefur tekið flestar mínar myndir og ég hef alla tíð unnið mjög náið með honum. Til dæmis fyrir kvikmyndina Djöflaeyjuna ákváðum við skotin einu ári áður, þannig að við höfðum mikinn tíma til þess að þróa þetta. En vinnu- álagið hefur ef til vill minnkað eitthvað hjá mér á undanförn- um árum.“ Hvernig leikstjóri ertu? Ertu harður húsbóndi? „Nei, ég treysti til dæmis á leikarana. Ég vel þá í hlutverk- in af því ég treysti þeim til að leika þessi hlutverk. Svo leið- rétti ég þá ef ég er ekki ánægð- ur. Leikstjórar láta leikara stundum komast upp með ým- islegt sem þeir hefðu ekki átt að komast upp með.“ Nú ertu með nýja mynd í bígerð, eða hvað? „Það er ekki búið að ákveða eitt né neitt í þeim rnálum," segir Friðrik Þór að lokum, ánægður með að þurfa ekki að tala lengur við blaðasnápinn. ALLT Á ÁBYRGÐ LEIK- STJORANS „Leikstjórar vinna allir mjög ólíkt og svarið við því hvað leikstjórar gera er mjög per- sónubundið,“ segir Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri, en hann hefur meðal annars gert myndirnar Eins og skepn- an deyr og Tár úr steini. Næsta verkefni hans er spennumynd- in Sporlaust, sem tekin verður upp í sumar. „Eins og ég skil orðið leikstjóri er allt innifalið. Allt sem þú sérð á tjaldinu er á ábyrgð leikstjórans. Þótt hann geri ekki allt sjálfur á ekkert að vera á tjaldinu sem leikstjórinn hefur ekki samþykkt. Hann er ábyrgur fyrir mistökunum og einnig á hann stærstu þakkirn- ar ef vel tekst til. Leikstjóri get- ur aldrei látið vonlausan leik- ara leika vel, hversu góður sem leikstjórinn er, en hann getur látið góðan leikara leika illa. Annars eru sumir leikarar orðnir það „rútíneraðir" að þeir bjarga sér hjá vondum leikstjórum.“ Skiptir þú þér af öllu sem gerist í kvikmyndatökuferl- inu? „Ég held að ég sé að lagast með það. Mikilvægt atriði fyrir ieikstjóra er að velja sér gott samstarfsfólk, fólk sem hann treystir, lærir á og getur tekið frumkvæði frá. Það fólk verður að vita hvert leikstjórinn er að fara, það verður að geta unnið í anda leikstjórans. Því skýrar sem leikstjórinn setur mark- mið sín fram, því betur vinnur samstarfsfólkið. Maður fer að treysta fólki. Svoleiðis hóp er ég hægt og rólega að fá til mín og er mjög ánægður með það, enda hef ég markvisst reynt að byggja þannig hóp upp. Það auðveldar mér vinnuna og eins er ég þá að vinna með fólki sem mig langar til að vinna með, fólki sem ég treysti fag- lega og finnst gott að hafa í kringum mig. Eg legg þetta nánast að jöfnu. Það er fullt af fólki sem ég treysti faglega, en ef tveir jafngóðir bjóðast tek ég þann sem mér líkar betur við eða sem mér líður betur í návist við. Ég reyni oftast að forðast fólk sem mér finnst ekki passa inn í andrúmsloft- ið.“ Hvort ertu harður hús- bóndi eða mjúkur? „Ég hugsa að ég sé mjúkur á þann hátt að ég hef ekki mjög hátt í tökum. Það heyrist ekki mikið í mér. Ég er ekki frægur fyrir að vera að skammast út í allt og alla. Ég vinn mjög mikla forvinnu, bæði með tækni- mönnum, sérstaklega töku- manni, og svo er ég einn af þeim leikstjórum sem vinna hvað mesta forvinnu með leik- urum. Ég æfi með leikurum næstum því eins mikið og mað- ur gerir á sviði. Að vísu má maður ekki æfa of mikið því það verður alltaf að vera eitt- hvað eftir þegar í tökur er komið. Kúnstin er að æfa tölu- vert en það má ekki æfa í botn. Það þarf alltaf að vera eitthvað sem leikarinn kemur jafnvel með á síðustu sekúndu. Þegar maður gerir mynd eins og Tár úr steini, sem er drama, verð ég að vera búinn að fullkanna flestar hliðar persónanna af því ég hef ekki tíma til að kanna þær í tökunum.11 Ertu einvaldur þegar verið er að taka upp kvikmynd? „Neinei, en í raun og veru vantar mig ekki hugmyndir þegar að tökum er komið og ég er ekki að sækjast eftir því hjá fólki. Mikil undirbúningsvinna skilar ákveðnum hugmyndum og það pirrar bara ef einhverjir hlaupadrengir ætla að koma með einhverjar hugmyndir. Það er bara ekki þeirra vinna. Það eru ákveðnir aðilar sem hafa „leyfi“ til að koma með hugmyndir. Svona er þetta bara. Þetta eru leikreglurnar, að minnsta kosti hjá mér.“ Nú ertu starfandi leik- stjóri. Er þetta draumastað- an? „Já, það get ég hiklaust sagt. Að vísu gríp ég í önnur störf á milli. Eini maðurinn sem gerir ekkert annað þessa stundina er sennilega Friðrik Þór. Ég er þó í allt annarri aðstöðu en ég var fyrir fimm árum og þetta er sannarlega bæði markmiðið og draumurinn. Ég vona bara að hann eigi eftir að eflast í fram- tíðinni." EINLÆGUR LEIKUR. SKIPTIR MESTU MALI I KVIKMYND „Leikstjórinn á að þekkja all- ar persónur myndarinnar svo- leiðis út og inn að hann geti út- skýrt það fyrir leikurunum án þess að hann sé stöðugt æp- andi á þá á meðan þeir eru að túlka persónurnar,“ segir Guð- uý Halldórsdóttir, sem meðal annars hefur leikstýrt mynd- unum Kristnihaldi undir Jökli og Karlakórnum Heklu auk fjölda sjónvarpsþátta og ára- mótaskaupa. Eins hefur hún skrifað ófá kvikmyndahandrit. „Áður en farið er af stað í myndina á leikstjórinn í raun að vera búinn að sjá allt ferlið fyrir sér. Hann verður svo að halda sínu striki og halda öðr- um á þessu striki.“ Er hann ábyrgur fyrir kvik- myndinni í heild? „Já, alfarið. Hann gefur til að mynda kvikmyndatökumann- inum upp stílinn á myndinni, hvernig á að skjóta myndina, hvernig stíllinn á að vera.“ Ertu einráð sem leikstjóri eða fœrðu ráðleggingar hjá fólkinu sem vinnur hjá þér? „Ég er búin að sjá hvað á að gera strax í byrjun, en auðvit- að hlusta ég á fólkið í kringum mig, bæði kvikmyndatöku- mann sem og aðra sem koma að verkinu. Það verður þó að passa sig að hlusta ekki of mik- ið því þá missir maður af þeirri sýn sem maður myndaði sér í upphafi." Skiptirðu þér af öllu sem gerist á kvikmyndagerðar- ferlinu? „Alfarið, frá upphafi, og ég held að það sé mjög almennt hjá leikstjórum í Skandinavíu og í raun alls staðar í heimin- um nema í Hollívúdd, þar sem þetta er iðnaður. En yfirleitt í evrópskum myndum gengur leikstjórinn í gegnum öll skref- in.“ Þannig að leikstjórinn á langmest í myndinni? „Upphaflegu hugmyndina á h a n n en síðan kemur allt fólkið sem kemur að mynd- inni á einn eða annan hátt. Það vinnur svo með leikstjóranum að verkefninu. Aðalatriðið er að geta fengið fólkið til að skilja hvað maður vill láta gera og hvernig myndin á að vera.“ Ertu harður húsbóndi eða mjúkur? „Ég er hörð á mjúku nótun- um myndi ég segja. Ég held áfram þangað til ég er ánægð. Stundum er það ekki hægt bara út af peningunum. Það er bara svo leiðinlegt að vera allt- af að tala um peninga í sam- bandi við kvikmyndir að við skulum sleppa því að ræða þá.“ Er það draumurinn að vera leikstjóri? „Ég veit það ekki. Þetta er djöflinum erfiðara hér á landi. Það tekur svo langan tíma orð- ið að fjármagna íslenskar myndir. Þetta er orðið svo miklu, miklu meira batterí en það var. Það að þurfa að fá svona mikinn pening frá út- löndum er meira en að mæla það. Þess vegna getur liðið langt á milli mynda. Síðustu myndina gerði ég árið 1992 en sfðan hef ég bæði gert ára- mótaskaup og skemmti- þætti fyrir sjónvarp.“ Er eitthvað í bígerð hjá þér? „Jájá. Ég hef undafarin fjögur ár verið að fjármagna mynd og ég er komin með allt fé að utan sem þarf. Það tekur þrjú ár í minnsta lagi að fjármagna al- vörumynd. Ef Guð lofar og út- hlutunarnefnd þá ætti að koma mynd frá mér á næstu árum. Menntamálaráðuneytið ætti að nýta sér þessa jákvæðu strauma sem eru í kringum ís- lendinga núna úti í hinum stóra heimi, bæði í kvikmynda- gerð og í poppinu. ísland er svolítið in, bæði hvað varðar kvikmyndir og popptónlist, og við ættum að grípa gæsina á meðan hún gefst því við verð- um ekki að eilífu vinsæl.“ Hvaða kvikmyndaleik- stjóra líturðu mest upp til? „Ég lít mest upp til manns sem heitir Ettore Scola. Hann er ítalskur, vann mikið með Fellini og tók í raun við af hon- um.“ Á hvað horfirðu þegar þú horfir á bíómynd? „Mér finnst einlægur leikur skipta mestu máli. Ef ég finn að leikurinn er ekki einlægur finnst mér myndin vond og þá fer ég út.“ Kóngulær í hveitinu! í stórum sal í gömlu fisverk- myndinni voru tekin aðfara- unarhúsi er subbulegt bakarí. nótt þriðjudags. Þá á að vísu Ástandið í þessu bakaríi er eftir að klippa myndina, en ósköp ömurlegt og ekki nokkur leið að draga að sér and- reiknað er með að bíógestir fái að kynnast subbulegum eig- endum bakarísins, sem leikin eru af Ólafíu Hrönn Jónsdótt- ur og Jóhanni Sigurðarsyni, þegar rökkrið fer að hellast yf- ir þjóð og land. HÁRLUFSUR OG TJOÐRAÐ FOLK Þar sem tökum myndarinnar er lokið gat Óskar drifið sig til rakara og látið snyrta hár sitt, sem var orðið ansi lufsulegt. ann þar inni án þess að vitin fyllist af hveiti og ryki. Til allrar hamingju er brauð frá þessu bakaríi hvergi á boðstólum því þar er ekki bakað sem betur fer! Bakaríið er sviðsmynd í bíó- mynd Óskars Jónas- sonar, Perlur og svín. Nú er hlut- verki þessa ógeð- fellda bakarís lokið því síðustu skotin í „Ég skerði aldrei hár mitt með- an á tökum stendur. Það er ekki hægt að kalla það hjátrú því ég hef hina skelfilegustu reynslu af hárklippingum þeg- ar tökur standa yfir. Þannig var að þegar ég var að taka mína fyrstu stuttmynd gerði ég þau mistök að láta snoða á mér kollinn. Eftir það gekk bókstaflega allt á afturfótunum og eftir þau ósköp tek ég enga áhættu." Óskar segir vinnuna við myndina hafa verið sérstak- lega skemmtilega og móralinn í hópnum sem að henni stóð hafa einkennst af mikilli kát- ínu. „Stundum var varla vinnu- fært vegna brandara- og gam- ansagnaflæðis", segir Oskar. „Að öðru leyti gekk allt sérdeil- is vel þrátt fyrir að við þyrftum að lemja fólk, tjóðra það og hlekkja, aka utan í það og hálf- drekkja sumum í skítugu vatni. Þetta tókst með eindæmum vel og ég minnist þess ekki að nokkur maður hafi látið lífið í hamförunum," segir hann og hlær. „Enda er það mikið ein- valalið sem að myndinni stendur. Meira að segja kóngu- lærnar sem skríða um í hveit- inu voru indælis leikarar, hlýðnar og góðar og munu ef- laust slá í gegn.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.