Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 Blaöamannafundur var hald- inn síöastliöinn þriöjudag í Ráöhúsi Reykjavíkur þar sem kynnt var framtíöar- stefnumörkun í dagvistar- málum í Reykjavík. Blaða- y maöurHP fór ekki á fundinn heldur hringdi hann einfald- lega í Árna Þór Sigurðs- son, borgarfulltrúa og for- mann stjórnar Dagvistar barna, og spuröi hann um dagvistarmálin í Reykjavík. Útlitið bjart „Framtíðarstefnumörkun sem við vorum að kynna felst fyrst og fremst í því að ljúka uppbyggingu leikskólakerfis- ins á næsta kjörtímabili," seg- ir Arni. „Við munum núna, sem fyrstu skref, fara í frekari byggingar í Grafarvogi, Árbæ og gamla vesturbænum. Þar eruin við svolítið á eftir öðr- um hverfum, einkum í Grafar- vogi og Árbæ. Staðan er núna sú að allflest tveggja ára börn og eldri eiga kost á þeirri vist sem foreldrar þeirra kjósa, en við setjum markið við eins árs börnin og stefnum að því að ljúka því á næsta kjörtímabili. Til að leysa vanda þelrra sem ekki kom- ast að með börn sín eins og sakir standa greiðum við nið- ur dagvistargjöld hjá dag- mæðrum.“ Eru þau svipuð og ú leik■ skólum?' „Mjög svipuð. Að vísu er ekki ein gjaldskrá hjá dag- mæðrum þannig að það get- ur aðeins rokkað, en í fiest- um tilfellum eru þær með mjög áþekkt gjald og á leik- skólunum." Vantar ekki menntað fólk í leikskólana? „Það er visst áhyggjuefni að aðeins um 40 prósent af því fólki sem er við uppeldis- störf á leikskólum eru fag- menntuð. Það hlutfali hefur ekki breyst undanfarin ár þrátt fyrir verulega fjölgun plássa. Það er ekki verið að gera lítið úr starfi þeirra 60 prósenta sem eru ekki með fagmenntun. Margir þeirra hafa tekiö námskeið og þess háttar þannig að þeir eru í stakk búnir til að sinna börn- unum. Það breytir því ekki að það er markmiðið að fjöiga fagmenntuðu fólki inni á leik- skólum. Það er mál sem er á verksviði ríkisins. Bæði Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög hafa þrýst á ráðuneytið um að taka fleiri nemendur inn í Fósturskól- ann. Því miður hafa ekki ver- ið fjárveitingar til þess, þann- ig að mjög takmarkaður fjöldi kemst þar inn á hverju ári.“ Vilja murgir fara í Fóst- urskólann efmaður lítur á lágu launin sem fást í þess- ari atvinnugrein? „Það vantar ekki umsóknir og á hverju ári er hafnað fjöldamörgum umsóknum í Fósturskólann þrátt fyrir að um sé að ræða fólk sem upp- fyllir inntökuskilyrði. Það er ekki vandamál. Frekar hitt að skólinn hefur ekki haft svig- rúm til að taka fleiri en 60 til 70 nemendur á hverju ári ef ég man rétt. Það er einfald- lega of lítið.“ Er bjart yfir dagvistar- málum Reykvíkinga? „Ég held að það sé ekkert vafamál að dagvistarmál í Reykjavík eru í tiltölulega góðu horfi í dag. Sérstaklega ef maður ber þau saman við hvernig þau voru fyrir þrem- ur árum. Reykjavík stendur mjög vel að vígi í samanburði við önnur sveitarfélög í land- inu og ég veit að mörg sveit- arfélög horfa til Reykjavíkur um stefnumótun í dagvistar- málum, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar stjórna þeim sveitarfélögum.“ Elsta steinhús borgarinnar er neöst á Barónsstíg og var byggt rétt fyrir aldamótin. Húsiö, sem upphaflega var byggt sem fjós, hýsti eitt sinn sælgætisgerö en breytist nú í hótel og veröur viöbót viö Hótel Barón. Nýja viöbótin veröur opnuö alveg á næstunni og af því tilefni haföi blaðamaöur HP samband við Halldóru Lilju Helga- dóttur, sem er eigandi hótelsins ásamt eiginmanni sínum. „Barónsstígur er kenndur við hinn stórmerkilega mann Baróninn á Hvítárvöllum og því ákváðum við að kalla hót- elið okkar eftir honum líka,“ segir Halldóra. „Hann ákvað eitt sinn að fara að selja mjólk í Reykjavík og lét því byggja þetta flotta hús fyrir beljurnar. Hann ætlaði að hafa kýrnar hér á veturna og vera svo með þær uppi í Borgarfirði á sumr- in. Á þessum tíma bjuggu Reykvíkingar bara í litlum timburhúsum. Ætli þeim hafi ekki fundist skrýtið að þarna skyldi vera byggt stórt og mik- ið steinhús bara fyrir beljur!“ segir Halldóra og hlær. „Eg er nú ekki alveg með það á hreinu hvort kýrnar komust hér í hús, en þetta gekk að minnsta kosti ekki upp hjá baróninum. Og nú, meira en hundrað árum seinna, er hér komið hótel.“ Hefurðu verið viðloðandi hótelrekstur lengi? Ég hef verið með „minnsta“ hótel í bœnum, Hjá Dóru, sem er á Laugaveg- inuru, frá því árið 1991,“ segir Halidóra. „Ég rak sólbaðsstofu í tíu ár en var orðin leið á því og langaði til að prufa eitthvað nýtt. Mér hafði alltaf fundist þessi rekstur heillandi og ákvað að skella mér í slaginn. Ég ætlaði í raun aldrei að fara út í stærra, hugsaði þetta sem vinnu fyrir mig. Þá má kalla þetta hálfgerðan einyrkjahugs- unarhátt. Svo kom þessi hug- mynd að setja upp íbúðahótel hér á Barónsstígnum. Mér fannst stórsniðugt að opna íbúðahótel, því það vantaði þannig hótel í borginni. Ég vildi ekki opna eitt hefð- bundna hótelið enn, heldur eitthvað sem væri rúmbetra og gæfi fólki tækifæri á að búa sér til eitthvað I matinn sjálft, sem sagt íbúðahótel. Það varð því ofan á að við fórum út í þetta ævintýri. Við vissum strax að það myndi aldrei ganga að opna allt í einu, því þetta er það stór og mikil fjár- festing. Við opnuðum því fyrst átján íbúðir og nokkru seinna opnuðum við fjórtán íbúðir til viðbótar. Þetta gera 32 íbúðir. Núna opnum við tuttugu her- bergi til viðbótar við það sem komið er. Árið 1998 ætlum við að opna afganginn af húsnæð- inu. Hvað það verður mörg herbergi veit ég ekki, en við eigum efstu hæðina eftir.“ Erfitt að selja ísland í skammdeginu Hvernig hefur hótelrekst- urinn gengið? „Fyrsta sumarið var náttúru- lega erfitt hjá mér. Maður vissi ekkert hvað maður var kom- inn út í, en það gekk mjög vel eftir að maður var búinn að markaðssetja sig.“ Er ferðamannatíminn haf- inn? „Já, hann er þegar hafinn og aprílmánuður var mjög góður. Það má segja að ferðamanna- tíminn sé að iengjast. Sept- ember er til að mynda betri og helgarferðir yfir vetrartímann eru einnig að verða vinsælli, sérstaklega hjá Norðurlanda- „Bókanir eru góðar og alls staðar að, þannig að þetta lítur vel út. Það er bjart al- menntyfir ferðamanna- þjónustunni á íslandi og fjölgun ferðamanna hér á landi hefurverið mikil. Fólk er orðið leitt á að fara á sólarstrendur ogvill prófa eitthvað nýtt. ísland er spennandi möguleiki.“ búum. Þó er enn erfitt að selja ís- land í mesta skammdeginu og verður alltaf erf- itt. Þó er hægt að gera það þannig að mun- urinn sé ekki svo gífurlegur á milli sumars og vetr- ar. Það er nátt- úrulega ljóst að í Reykjavík er minni munur en á landsbyggð- inni. Þar þrífst ferðamannaþjón- ustan aðallega á sumrin. Það er gífurleg fjárfest- ing sem bændur hafa farið út í fyrir aðeins þrjá mánuði á ári.“ Mér hefur fundist hótel og gistiheimili spretta upp eins oggorkúl- ur undanfarin ár. Er nœgur markaður fyrir þetta allt saman? „Það er ljóst að ferðamanna- straumurinn hefur aukist hér á landi undanfarin ár. Hvort markaðurinn sé nægur þegar til lengri tíma er litið verður maður bara að vona. Ég held að léleg heimagisting detti smám saman upp fyrir, enda þarf að uppfylla vissa staðla. Bjóða til að mynda upp á her- bergi með baði. Það er aiveg nauðsynlegt." Er mikil samkeppni í hót- elbransanum? „Mér finnst við yfirleitt reyna að vinna saman og hef ekki orðið vör við neitt annað. Það gefur samt augaleið að það er samkeppni um verð, sérstaklega yfir vetrartímann. Við höfum vissa sérstöðu hér með íbúðirnar okkar. Það sem hefur haldið í okkur lífinu á veturna eru fastakúnnarnir. Við erum með mikið af Japön- um sem eru hér á landi til lengri tíma og eins hafa erlend fyrirtæki komist upp á lagið með að vera með starfsmenn sína hjá okkur að vetri til í ein- hvern tíma. Við höfum því haft langa, góða leigu erref til vill ekki á háu verði. Það hefur komið vel út.“ Búum á hótelinu, — alltaf í vinnunni En íslendingar, koma þeir hingað? „Við höfum aldrei auglýst. Einu auglýsingarnar eru í ferðabæklingum erlendra ferðaskrifstofa. Að sjálfsögðu slæðast inn íslendingar, en við höfum ekki markaðssett okkur enn fyrir íslenskan markað.“ Hvernig er að vinna stöð- ugtinnan um útlendinga? Talarðu ekki meiri ensku en íslensku dags daglega? „Ja, stundum dreymir mig á ensku og það segir sitt um hvaða tungumál ég nota mest. Svo tala ég mikið skandinavísku." Búið þið á hótelinu? „Já, við búum á efstu hæð- inni, þannig að við erum alltaf í vinnunni. Þetta er bara hótel- líf hjá okkur,“ segir Dóra og hlær. Við reynum nú að skreppa í frí aðeins á veturna. Það er okkar frítími." Hvernig líst þér á sumar- ið? „Mjög vel. Bókanir eru góð- ar og alls staðar að, þannig að þetta lítur vel út. Það er bjart almennt yfir ferðamannaþjón- ustunni á íslandi og fjölgun ferðamanna hér á landi hefur verið mikil. Fólk er orðið leitt á að fara á sólarstrendur og vill prófa eitthvað nýtt. ísland er spennandi möguleiki,“ segir Halldóra Lilja Heigadóttir hót- elstýra að lokum. |l\leðanmáls Djassballettskóli Báru heldur upp á þrjátíu ára afmæli sitt á þessu ári. Er skólinn alltaf jafnvinsæll? „Já, þaö er nóg aö gera," segir Bára Magnúsdóttir, dansari og eigandi staðarins. „Þrjátíu ár eru í raun stuttur tími fyrir listaskóla." Hvaöa listamaöur hefur haft mest áhrif á þig? Hver er merkilegasti atburöur sem þú munt upplifa? Jerome Robbins. Hann samdi dansa í verkinu West Side Story. Aö vera á lífi á morgun. Hvaöa stjórnmálamaöur lifandi eða látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér? Albert Guömundsson var í uppáhaldi hjá mér. Hann talaöi viö fólkiö. Hvaöa skáldsagnapersónu vildiröu helst líkjast? Pollýönnu auövitaö. Hún var alltaf svo bjartsýn. Hvaöa persóna mannkynssögunnar vildiröu helst hafa verið? Kleópatra. Ef þú fengir aö lifa lífinu aftur myndiröu þá breyta einhverju? Jájá, alveg hellingi. Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifaö? Aö eiga börnin mín. Ég á þrjú. Hvaöa atburður, verk eöa manneskja hefur mótaö lífsviöhorf þitt framar ööru? Gærdagurinn mótar reynsluheiminn fyrir framtíöina. Ef þú ættir kost á aö breyta einu atriði í þjóöfélaginu eöa umhverfinu, hvað yröi fyrir valinu? Aö elsta kynslóö íslendinga fengi aö búa viö betri kjör en raun ber vitni. Séröu eitthvað sem ógnar samfélaginu öðru fremur? Mengun. Elnkunnarorö? Brosa og trúa á sjálfan sig.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.