Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 9 wm Úr Faunu, útskriftarbók MR-inga Hrafh Gunnlaucjsson kvikmyndageroavmaður Þorbergur Aöalsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Hvernig líður að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í handbolta sem almennur áhorfandi? „Mér líður bara mjög vel með það. Þó finn ég óneitanlega fyrir svolitlum fráhvarfseinkennum, sem kannski ekki er mjög skrítið, því ég hef á einn eða annan hátt komið- nálægt hverri einustu keppni síðan 1976. En ég er bara ánægður með minn hlut samt sem áður. Enda ekki ástæða til annars, því akkúrat núna er ég staddur á Englandi á vegum vinnunnar og fyrir framan mig hef ég einar fimmtíu fisktegundir sem ég er að bragða á. Núna prófa ég rækjur í ítalskri sósu sem líta afskaplega vei út, þannig að ég get ekki kvartað!" /t is better to understand little, than to misunderstand a lot Mér hefur tekist eitt og annað, ætt ég hefum vítt og breitt röflað margt en lítið sannað haft hefhátt um ekki neitt (á hvoifi má lesa) Já, auðvitað erþetta pegasus, fáninn þinn ÞÖ: „Hvers vegna sitjið þér svona?“ Krummi: „Mér þykir svo þægilegt að hafa bókina í skauti mínu.“ í fyrstu vísunni felst djúpstæð viska sem miklu fleiri en Hrafn hafa tileinkað sér og enn fleiri ættu kannski að tileinka sér. Önnur vísan gefur til kynna að Hrafn sé stabíll maður og fylginn sér; hann hefur alla tíð haft hátt um ekki neitt. Enda er það vitað mál að slæm athygli er miklu betri en engin athygli. gestir! U u btfiun to uodcrttiuid llUttf to mUuiMkmand a Við höfum öll fengið óvænta nýja heimilisgesti. Þeir mæta allsendis óboðnir inn í stofu til okkar en þrátt fyrir það amast enginn við þeim! Þetta eru vitaskuld nýju sjónvarpsþulirnir. En þótt við bjóðum þau vel- komin þá er óneitanlega við- kunnanlegra að vita einhver deili á fólki sem birtist svona óforvarendis inni á gólfi hjá manni. Sum þeirra þekkjum við raunar frá fornu fari eins og t.d. hana Þuriði Sigurðar, sem er landskunn söngkona og spjallar að auki við landsmenn um umferðarmál á Rás 2. Þur- íður segir að þegar hringt hafi verið í sig og hún beðin að koma í prufutöku fyrir þular- starf hafi hún strax ákveðið að slá til. „Mér fannst felast í þessu ákveðin áskorun því ég er nú kannski ekki á þeim aldri sem mest er sóst eftir í vinnu, sérstaklega ekki í svona störf. Svo finnst mér líka skemmti- legt að prófa eitthvað nýtt í líf- inu.“ Fyrir utan að kynna sjón- varpsdagskrána fyrir lands- mönnum situr Þuríður svo sannarlega ekki auðum hönd- um því hún sinnir söngnum, störfum sínum í Umferðarráði, stundar nám á listasviði í Fjöl- braut, sér um heimilið og er heltekin af hestadellu. „Ég get að minnsta kosti ekki kvartað yfir aðgerðar- og tilbreytingar- leysi en ég ætla nú aðeins að hægja á mér í sumar. Ég sleppi öllum söng og skólinn er í fríi. Ég hef því tíma til að njóta lífs- ins í gúmmískóm á hestbaki," segir Þuríður og skellihlær. Situr og skrifar lokaritgerð Guðmundur Bragason hefur birst af og til inni í stofu hjá okkur í allan vetur, en það er viðkunnanlega að vita deili á stofustássinu! Hver er Guð- mundur og hvað gerir hann þegar hann er ekki í heimsókn hjá okkur? „Ég er fæddur og uppalinn á Hellissandi og flutti til Reykjavíkur þegar ég fór í menntaskóla. Núna er ég að ljúka námi í stjórnmálafræði og hangi flestum stundum yfir lokaritgerðinni. Þess á milli sinni ég heimilinu og tveimur börnum.“ Guðmundur segist vera hinn ánægðasti með starf- ið og það hafi komið sér einkar vel í vetur með skólanum. Ekki kveðst hann verða fyrir neinni áreitni þótt hann sé stöðug boðflenna á heimilum fólks en stundum verði hann var við að fólk kannist við sig úti á götu. „Það kemur Iíka stundum fyrir að fólk gengur að mér og hreinlega spyr hvað- an í óSköpunum það þekki mig. Mér finnst þetta hið besta mál, enda mjög truflandi þegar maður kemur einhverjum ekki fyrir sig. Þá er einfaldasta og besta ráðið að spyrja bara við- komandi!" Guðmundur segir framtíðina óráðna, hann sæki nú grimmt um hin og þessi störf milli þess sem hann skrif- ar ritgerðina. Aprílgabb! Einar Örn Stefánsson er enginn nýgræðingur hjá sjón- varpinu. Margir muna eflaust eftir honum sem haukfránum fréttamanni fyrir u.þ.b. tíu ár- um. „Fjölmiðlar eru enn sem fyrr mitt lifibrauð því fyrir utan þularstarfið rek ég fjölmiðla- og almenningstengslafyrirtæk- ið Helst. Svo er ég með puttana í einu og öðru, t.d. er ég nú að leggja síðustu hönd á handrit að mynd um lífið við Þingvalla- vatn.“ Einar Örn umvefur okkur með blíðlegri rödd sinni, því það er ekki bara í gegnum sjón- varpið sem hann talar til okkar heldur er hann einnig afleys- ingaþulur hjá Ríkisútvarpinu. En hvernig kom til að hann gerðist sjónvarpsþulur? „Þann fyrsta apríl hringdi síminn og rödd í símanum falaðist eftir mér í starfið. Ég fór að skelli- hlæja, sannfærður um að þetta væri smellið aprílgabb. Þegar tókst að sannfæra mig um að svo væri ekki þá fannst mér hugmyndin gersamlega fráleit. Ég eins og margir aðrir var haldinn þeim fordómum að þulur ættu að vera ungar og sætar stelpur og skiljanlega átti ég því erfitt með að sjá mig í þeirra hópi! En þegar ég velti þessu betur fyrir mér þá er auðvitað verið að skapa sjónvarpinu aðra ímynd með því að fá fólk á öll- um aldri og af báð- um kynjum í þetta starf. Ég ákvað því að gerast eins kon- ar brautryðjandi og er bara hinn ánægðasti með starfið.“ Útilegumaður í lögfræði! Margir hafa ef- laust séð Halldór Björnsson leika einhvern allt annan en sjálfan sig frá því hann lauk prófi frá Leiklistarskólanum 1987. Nýjasta hlutverkið er semsagt að leika sjónvarpsþul! Fyrir ut- an „þularhlutverkið“ er Hall- dór einnig í hlutverki nema á öðru ári í lögfræði, föður og eiginmanns. Halldór segist alls ekki hafa sagt alfarið skilið við leiklistina þótt hann hafi skipt yfir í lögfræði. „Það eru margir leikarar sem hafa menntun og starfsvettvang á öðru sviði en leiklist en hætta þó ekki endi- lega alveg að leika. Mér finnst gaman að gera eitthvað nýtt og ég er nú svo skrítinn að mér finnst alveg sérstaklega gaman að læra lögfræði. Svo hef ég nú ekki kastað leiklistinni frá mér því með náminu hef ég verið að lesa inn á teiknimyndir." Að sumarlagi breytist Halldór aft- ur á móti í útilegumann á fjöll- um með hópa af túristum í eft- irdragi, sem hann þvælir með sér upp á hvern fjallstindinn á fætur öðrum. Hann er mikill útivistarmaður og hefur meira að segja arkað um Himalaya í fimmtíu daga. „Það var ansi góður göngutúr. Ég ákvað samt að reyna ekki við Mont Everest heldur lét mér nægja að horfa uppeftir fjallinu þar sem ég stóð við rætur þess. Ég var einhvern veginn ekki í skapi til að klífa tindinn þann daginn en dríf mig kannski seinna," segir Halldór og glott- ir mjög óþularlega. UU1U?Í V- V

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.