Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 22
22 smm FlMIVrnjDAGUR 29. MAÍ1997 \ Rómantík FORBIDDEN FLOW’ERS % ' 'ma m NJ FR! Nancy Friday Forbidden Flowers Arrow 1994 Kynórar kvenna í nýjasta heftl tímaritsins Veru er fjallaö um nokkrar þær konur sem þykja hafa átt stóran þátt í framgangi feminismans og sett mark sitt á jafnréttisumræðuna f heiminum. Ein þessara kvenna er bandariski höfundurinn Nancy Friday. , Það er aldarfjórðungur síðan Nancy Friday skrifaöi sína fyrstu bók, The Secret Garden, en þar fjallar hún um kynóra kvenna. Fri- day vildi sýna fram á að kynórar kvenna væru eðlilegur hluti af lífi kvenna en útkoma bókarinnar þótti alger opinberun. Á löngum ferli hefur Nancy Fri- day veriö ötul viö aö senda frá sér bækur og eru þær flestar til í Málj og menningu um þessar mundir. í nýjustu bókinni, Forbidden Flo- wers, er Friday enn aö fjalla um kynóra kvenna. Bókin er byggö upp á raunverulegum reynslusög- um kvenna sem Friday hefur eytt drjúgum tíma í að safna. Friday segir í inngangi að þaö sé mjög merkilegt aö bera saman annars vegar The Secret Garden og For- bidden Flowers hins vegar. Við- horfin hafa tekiö stakkaskiptum og nútímakonur lifa sáttar og við- urkenna sínar innstu þrár í stað þess að skammast sín fyrir þær eins og á árum áður. Rannsóknir Nancy Friday eru kannski ekki mjög vísindalegar, enda segist hún ekki vera að boða neinn stórasannleika. Til- gangurinn er að vekja konur til um- hugsunar um sjálfar sig og þaö tekst henni örugglega í flestum til- fellum. Bókin er 307 síður, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.395 krónur. FMMTUDAQUR&OKltaEA. Joseph Wambaugh Floaters Bantam Books 1997 Barist um bikarínn Floaters er nýjasta spennusaga hins velþekkta rithöfundar Jos- ephs Wambaugh. Alls hefur Wambaugh sent frá sér fjórtán bækur, sem allar hafa prýtt met- sölulistana vestanhafs. Sögusviö Floaters er borgin San Diego í Suður-Kaliforntu. Wam- baugh leiðir lesendur inn í heim Ameríkubikarsins, en það er fræg- asta siglingakeppni heims. Am- brose Lutterworth er í aöalhlut- verki sögunnar en hann hefur þaö hlutverk aö varöveita sjálfan Amer- íkubikarinn, enda er hann nokkurs konar liösstjóri sigurliösins frá því árið áður. Lutterworth er sem sagt ekkert á því að láta bikarinn af hendi en er um leiö hræddur um að lið hans muni tapa næstu keppni. Hann einsetur sér aö koma í veg fyrir þaö og með þeirri ákvörðun má segja aö atburðarás sögunnar fari af stað meö tilheyr- andi smákrimmum, vændiskonum og misgáfuðum lögreglumönnum. Floaters er úrvalsspennusaga, enda ægir saman frábærum ka- rakterum og stórskemmtilegum samtölum þeirra í milli. Notkun oröaleikja er mikil í sögunni og engar ýkjur að segja að fáir standi Wambaugh þar á sporði. Bókin er 291 síður, fæst hjá Máli og menningu og kostar 975 krónur. Tímamóta- ákvöröun: Alþingi setur lagasafniö á Internetiö... inkavæðing á kostnað lýðræði: Alpfmö i I vorþlnginu voru samþykkt luupplýsingalóg”. sem i umivailaratriðum eiga að yggja itimenningi og fjölmiðl- m aögang að ýmsu efnl i jrtrnsýslunni, sem einkum •rtír nlmennire Piölmiðlar hendumar á þeim. sem reyna rnenn þar A im* oinkum áh> að grasða .1 þeim og sama gilct- ur ai kostnaði af þes&ari ir um drtmstólanal mgu fýðrioðisins, aukt Ltrgfráeðingur í ráðuneytlnu mannréttíndum og gc tók fram í mrgnnbludinu, að stjórnsýslu Ráðunevlið « ráðuneytlð hefðl ekki séð slg I stelllngar og finnur ieL „Sama fyrirtæki og nældi sér í lagasafnið virðist byrjað að semja við Hæstarétt um birtingu hæstaréttardóma gegn gjaldi. M hefur fyrirtækið milligöngu um aðgang að þjóðskrá, hlutafélagaskrá, fasteignamatsskrá FMR, ökutækjaskrá og fleiri op- inberum gagnabönkum. Allt gegn gjaldi. Allt er þetta almannaeign, sem á að vera opin öllum á netinu.“ Alvara Bnkavæðmg íslenzka afhumin! Fyrir rösklega hálfu ári lýsti ég í pistli í þessu blaði áhyggjum vegna „einkavæðing- ar á kostnað lýðræðis“ í grein, þar sem m.a. var fjallað um þá staðreynd, að aðgangur að lög- um landsins og ýmsum al- mannaupplýsingum væri ekki frjáls, heldur gerðu stjórnvöld sér almannaupplýsingar að fé- þúfu. Einkum lýsti ég áhyggjum yfir þeirri staðreynd, að Laga- safn íslands væri ekki aðgengi- legt almenningi á Internetinu, hinum galopna og frjálsa nú- tímavettvangi upplýsinga, nema gegn áskrift til einkafyrir- tækja. Forysta og starfsmenn Al- þingis hafa kveðið upp úr um, að lög landsins, „helzta höf- undarverk Alþingis“, séu al- mannaeign. Forsætisnefnd Al- þingis hefur brugðizt við at- hugasemd Marðar Ámasonar um störf þingsins, þar sem hann vakti athygli þingheims á því, að almenningi væri bann- aður aðgangur á Internetinu að lögum landsins. Samþykkt hef- ur verið tillaga starfsmanna þingsins, að öll íslenzk lög verði sett á Internetið almenn- ingi að kostnaðarlausu. Gera má ráð fyrir, að strax í haust byrji Alþingi að koma ís- lenzka lagasafninu fyrir á ver- aldarvefnum. Svo merkilega vill til, að lagasafnið er nú þeg- ar til í tölvukerfi Alþingis, en hefur einungis verið aðgengi- legt þingmönnum og starfs- mönnum þingsins á staðarneti stofnunarinnar. Gripið var til sérstakra ráðstafana til þess að hindra almennan aðgang vegna þeirrar afstöðu starfsmanna í dómsmálaráðuneytinu, að ráðuneytið ætti einkarétt á dreifingu íslenzkra laga. Embættismenn segja einkaréttinn sinn í raun má segja, að ráðuneyt- ið hafi í krafti reglugerðar um Stjórnarráð íslands haft kverkatak á Alþingi. Starfs- menn ráðuneytisins hafa túlk- að reglugerðina sem svo, að þeir eigi einkarétt á dreifingu safnsins, hvort sem er prent- uðu eða í tölvutæku formi. Jafnframt hefur reglugerðin verið túlkuð þannig, að hún veiti ráðuneytinu höfundar- réttinn, þ.e. á hönnun laga- safnsins, uppsetningu, upp- færslu lagatextans, niðurröðun efnis, atriðisorðaskráa o.s.frv. Um þetta sagði Ragnar Am- alds, þingforseti: „Sökum þessa einkaréttar og sölu dómsmálaráðuneytis til gagna- miðlunarfyrirtækja á dreifingu tölvutextans hefur hvorki skrif- stofa Alþingis né aðrir aðilar Fjölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar getað dreift texta lagasafnsins á internetinu þannig að al- menningur hafi frjálsan aðgang að því.“ Fyrir tölvuöld komst sá ósið- ur á, að embættismenn í dóms- málaráðuneytinu ráðskuðust með lagasafnið, eins og eigið höfundarverk, en ekki „helzta höfundarverk Alþingis", eins og Mörður Árnason lýsti laga- safninu réttilega á þingi í febrú- ar. Staðreyndin er hins vegar sú, að það eru fyrst og fremst starfsmenn Alþingis, sem ganga frá lagatextanum í tölvu- tæku formi, og er ráðuneytinu meira að segja afhent uppfært lagasafn tvisvar á ári! Alþingi vinnur verkið, ráðuneytið þigg- ur. Þær reglur, sem hafa gilt hingað til, eru út í bláinn og á Alþingi eru uppi allt aðrar hug- myndir um hvernig staðið skuli að miðlun lagatexta til al- mennra nota á Internetinu en í dómsmálaráðuneytinu. Nú þarf Þorsteinn Pálsson, dóms- málaráðherra, að gera ráðu- neytismönnum góða grein fyrir lýðræði og nútímahugmynd- um. Hver á lögin, dómana...? Urlausn - Aogengi ehf. og Skýrr? Eftir að netið kom til sögunn- ar gerðu þessir menn samning í nafni dómsmálaráðuneytisins við fyrirtækið Úrlausn-Aðgengi um birtingu safnsins á netinu og greiddi fyrirtækið röska hálfa milljón iynr\ Til þess að standa undir þessum kostnaði, hönnun leitarstrengs o.fl. aflar Úrlausn-Aðgengi sér tekna með því að leggja hátt áskriftargjald á notendur. Skýrr er einnig með lagasafnið. Fyrsta spurn- ingin, sem vaknar, er náttúr- lega þessi: Hver á íögin? Sama fyrirtæki birtir ýmsar aðrar al- mannaupplýsingar og gagna- grunna eða gagnabanka, sem hafa verið teknir saman hjá hinu opinbera. Það „aðgengi" kostar líka skildinginn þótt um sé að ræða almannaupplýsing- ar unnar af opinberum emb; ættismönnum borgaranna. í rafrænum nótuskiptum fyrr í vikunni kom fram hjá Garðari Garðarssyni, stjórnarformanni Úrlausnar-Aðgengis, að fyrir- tækið hefði lagt í kostnaðar- sama hönnun leitarkerfis fyrir lagasafnið, sem öðrum þætti fengur í. Þá segir Garðar, að Úr- lausn-Aðgengi vilji en hafi ekki fengið heimild dómsmálaráðu- neytisins til að dreifa lagasafn- inu ókeypis á Internetinu. Sama gildi um reglugerðir. Haukur Arnþórsson, for- stöðumaður á AÍþingi, hélt því fram í ræðu í vetur, að sala eða áskrift að tölvuaðgangi sam- svaraði lokun á almannagögn, sem ættu að vera opin og öll- um frjáls til aflestrar. Mér er kunnugt um það, að starfs- menn Alþingis hafi illa getað sætt sig við að settur hafi verið lás á lagabanka þingsins. Starfsmenn þingsins töldu af- stöðu ráðuneytisins stríða gegn þeirri grundvallarreglu, að Alþingi skuli heyja í heyr- anda hljóði. Þá voru menn þeirrar skoðunar, að þessi einkavæðing stríddi gegn stefnu þingsins í Internet-mál- um, sem endurspeglaðist í því, að á vefnum er að finna ölí þingmál og ræður, sem fólk vill kynna sér - endurgjaldslaust að sjálfsögðu. Af lagatoga hafa einungis nýjustu lokaskjöl þingmála, s.s. samþykkt laga- frumvörp, verið aðgengileg. íslendingar lengra komn- ir en flestir í nálægum löndum hefur nokkuð verið rætt um gjald- töku vegna textaaðgangs á net- inu og almennt telja sérfræð- ingar fráleitt að selja aðgang að almannaupplýsingum. Þær EIGI að vera aðgengilegar og ókeypis á netinu. Á hinn bóg- inn sé alls ekki ástæða til að leggja stein í götu gagnamiðl- unarfyrirtækja, líkt og Úrlausn- ar- Aðgengis eða Skýrr, sem vilji klæða t.d. lagatexta í svo sérstakan búning, að þau telji sig geta hagnazt á frágangi sín- um á honum. Hérlendis hefur lítið verið fjallað um þessi mál opinberlega, en óvíða hefur verið tekin jafnótvíræð og stefnumótandi grundvallar- ákvörðun um frjálsan aðgang almennings að almannaupplýs- ingum eins og hér. Nú er tryggt, að fólk þarf ekki að greiða gagnamiðlunarfyrir- tæki peninga til þess að lesa lög landsins! En það er í mörg horn að líta á bernskuskeiði Internetsins. Sama fyrirtæki og nældi sér í lagasafnið virðist byrjað að semja við Hæstarétt um birtingu hæstaréttardóma gegn gjaldi. Þá hefur fyrirtækið milligöngu um aðgang að þjóð- skrá, hlutafélagaskrá, fast- eignamatsskrá FMR, ökutækja- skrá og fleiri opinberum gagna- bönkum. Allt gegn gjaldi. Allt er þetta almannaeign, sem á að vera opin öllum á netinu. Marg- miðlunarfyrirtækjum á svo að vera frjálst að dreifa allri þess- ari almannaeign telji þau sig geta hagnazt á því. Hvorki dómsmálaráðuneytið né einka- fyrirtæki eiga birtingarréttinn. Hann á almenningur, háttvirtir kjósendur. *«( 4 3* \ -í* : & 'ig H ITi.f rs Wll.i |NG EXECUTIONIRS Daniel Jonah Goldhagen: Hitlers Willing Executioners Ordinary Germans and the Holocaust Abacus 1996 Morðingjar og hversdagslrf Maöur fattar ekki hvernig venjulegir menn gðtu á daginn myrt karlmenn, konur og börn en hlustaö á Schubert á kvöldin eins og aö baki væri hvert annaö dagsverk. Tesan í þessari bók er aö engin tilviljun var aö Helförin hófst í Þýskalandi og þarlendir skipulögöu fyrstu verksmiöju- framleidda þjóöarmoröiö. Oviö- felldikvið kenninguna er aö hún útilokar aö aörir en Þjóöverjar geti skiliö hvaö fær fólk til aö drepa samborgara sína kalt og yfirvegaö. Þótt enginn viðlíka manndrápsfaraldur hafi heltekiö neina þjóö síöan seinni heims- styrjöld lauk eru allmörg dæmi um aö viljann hafi ekki skort, t.a.m. hjá Serbum og Króötum á Balkanskaga og meöal þjóöa í Afríku og Suöur-Ameríku, en meðulin skorti. Goldenhagen sækir rök sín fyrir þýsku séreöli Helfararinnar í þýska menningu og sögu. Eöli mélsins samkvæmt eru heimildir hans valdar meö tillití til þess hvort þær passa viö tesuna auk þess sem hann reynir aö hætti fræðimanna aö hyggja aö mót- bárum viö kenninguna. Golden- hagen er mjög sannfærandi og bókin vakti óhemjuathygli í Þýskalandi og víöar. En hún er umdeild. Ritstjóri bandariska vikuritsins New Republic, Andrew Sullivan, ætlaöi aö birta neikvæöan ritdóm um bók- ina en þá greip útgefandinn, Martin Peretz, í taumana, enda haföi hann kennt Goldenhagen í Harvard. Sullivan er ekki lengur ritstjóri tímaritsins. Þeim sem fariö er eins og höf- undi þessarar ritfregnar, aö finn- ast sjónarmiö Goldenhagens óásættanleg, er ráðlagt að lesa bók Christophers R. Browning, Ordinary Men, sem ræöir ódæöi þýskra nasista í almennara sam- hengi. Bókin fæst hjá Máli og menn- ingu og kostar 1.995 kr. Bókabúð Máls og menningar er opin frá 10 til 22 alla daga vikunnar Bók sem skipti mmáma irmáli Hannes H. Gissurarson prófessor „Þær þrjár bækur, sem mótuðu skoðanir mínar einkum, voru Qúlageyjarnaræftir Alexander Solsénitsyn, Leiðin til ánauðar eftir Friðrik von Hayek og Opið skipu- lag og óvinir þess eftir Karl Popper. Ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra, en myndi þó velja Leiðina til ánauðar. Þar bendir Hayek í fyrsta lagi á, að nasismi og kommúnismi eru tvær greinar af sama meiði. í öðru lagi leiðir hann rök að því, að miðstýrður áætlunarbúskapur sé ekki framkvæmanlegur nema við Iögregluríki og kúgun. í þriðja lagi heldur Hayek því fram, að hið svonefnda blandaða hagkerfi fái ekki staðist til lengdar. Annaðhvort verði hagkerfið að mótast af valddreifingu, sér- eign og samkeppni eða af miðstýringu, þar sé enginn stöðugur millivegur til. Þessi kenning Hayeks er mjög athyglisverð, þótt hún eigi sér sennilega færri formælend- ur en hinar tvær.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.