Helgarpósturinn - 29.05.1997, Blaðsíða 19
F1MMTDDAGUR 29. MAÍ1997
19
m
1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Kunnugleg stada Þróttara
Eins og undanfarin ár virðast Þróttarar til alls líklegir,
eru efstir um þessar mundir og talsverður byr er með fé-
laginu. Ekki nóg með að það hafi langskemmtilegustu
áhorfendur landsins á sínum snærum og leikmannahóp-
urinn sé sterkur heldur er Siggi Hallvarðs enn og aftur á
skotskónum. Siggi er náttúrulega goðsögn í lifanda lífi;
hefur skorað ógrynni marka og virðist alltaf vera réttur
maður á réttum stað. Hann er ekki jafn ferskur og hann
var fyrir nokkrum árum, en sterkur engu að síður. Ef mig
misminnir ekki þá kom hann inn á fyrir Þrótt í fyrra,
skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum sigur og lét
svo skipta sér út af. Þetta er töffari.
Þróttarar verða þó að passa sig að halda dampi, því
undanfarin ár hafa þeir verið efstir fram í 16. umferð og
gert þá rækilega í buxurnar. Það verður gaman að fylgj-
ast með þeim í næstu leikjum.
wasmmmammmmmmm
Vænglausir
vestair-
i bæingar
Lukas Kostic gengur af velli heldur
hnípinn og er djúpt hugsi. Ekki skrýtið
ef litið er til krafnanna sem gerðar eru
til árangurs í Vesturbænum.
KR-ingar hikstuðu í gang í síð-
ari hálfleik gegn Skallagrími
eftir brösótta byrjun mótsins.
Þrátt fyrir að Skallagrímsmenn
stæðu pliktina í vörninni ágætlega
þá voru yfirburðir KR-inga einfald-
lega of miklir til að við eitthvað
yrði ráðið. Það kom hvað mest á
óvarrt hversu annar vængurinn
var steingeldur. Þeir kumpánar
Ólafur Kristjánsson og Einar Dan
voru í miklu stuði á vinstri kantin-
um og spiluðu mjög vel. Af hinum
vængnum eru ekki eins jákvæðar
fréttir. Þeir Himmi Bjöms og Móði
fundu sig engan veginn og varla að
það vottaði fyrir samspili þeirra í
milli. Það hlýtur að vera lykilatriði
fyrir lið sem ætlar sér stóra hluti
að hlutirnir gerist víðar en á
vinstri kanti. Þjálfarinn verður að
finna lausn á þessum vanda,
hrista upp í mönnum. Eftir því
sem fregnir herma þá eru á leið
inn í Iiðið nýir menn, Andri og
Gummi, en eins og fyrri daginn er
varlegt að treysta mikið á Gumma;
lengd skurðanna á hnjánum á hon-
um eru eins og strandlengja Nor-
egs og varla séð fyrir endann á því
enn.
Tveir Borgnesingar
í „lidi Borgamess
Auglýsing
fyrir að spila.
Leiftursmenn
halda uppi vörn-
um fyrir sína
menn og benda
á að menn eins
og Gunnar
Már og
Pétur Bjöm hafi ver-
ið hjá félaginu í yfir
fimm ár og geti því
talist heimamenn.
Slík skilgreining er
vitanlega fjarstæðu-
kennd þar sem al-
múgamaður sem flyst í
nýtt bæjarfélag telst
ekki meðal innfæddra
fyrr en eftir ríflega ára-
tug í byggðinni. Jafnvel
þótt hann flytji lög-
heimili sitt norður.
Skallagrímur úr
Borgarnesi er í
„núlltu deild“ (hljóm-
ar fáránlega að vera í
deild meðal þeirra
bestu og vera í
núlltu deild) í Sjó-
vár/Almennra-
deildinni í fyrsta
skipti og þar á bæ
eru ekki margir
heimamenn með-
al leikmanna sem
Jakob Hall-
geirsson,
hinn eitil-
harði bak-
vörður
Skalla-
gríms, er
einn örfárra
Borgnes-
inga í liðinu.
Rastislav Lazorík tekur enn
og aftur upp á því að eiga
stórleik í þriðju umferð
með Lerftri. í fyrra vann hann
Skagann á Ólafsfirði og í ár
vann hann Val. Það sem
af er tímabilinu hefur
Lazo ekki leikið
af fullrí getu,
en haldi
hann
þetta
tempó
út þá
endar
hann
marka-
hæsti leik-
maður deild-
arinnar.
„Kiddi Björns og milljóna-
mæringarnir" (Leiftur) fengu
sitt viðurnefni vegna þess
hve margir aðkomumenn eru
í liði Ólafsfirðinga, menn sem
fá borgaðar umtalsverðar
fjárhæðir fyrir að spila með
viðkomandi félagi. Það er æði
oft þannig að heimamenn fá
tösku, galla og skó en að-
komumenn dágóða summu
Frammarinn Fríðrik Þor-
steinsson gekk til liðs við
Borgarnes frá Leiftrí.
Hann er góður mark-
vörður og verður mik-
ið í sviðsljósinu í
sumar, enda verður
hart að marki Skalla-
gríms sótt.
spila að jafnaði fyrir liðið.
Skoðum þetta aðeins nánar.
Markmaðurinn Friðrik Þor-
steinsson er Frammari sem
spilað hefur með m.a. Fylki og
Leiftri. Björn Axelsson er Sel-
fyssingur sem spilað hefur
víða. Garðar Newman, Gunn-
ar M. Jónsson og Hilmar Há-
konarson eru af Suðurnesj-
um. Þorsteinn Sveinsson er
Kópavogsbúi. Valdimar, Stef-
án Bjarki, Þórhallur Jóns-
son, Siggi Sigursteins og Al-
freð Karlsson eru^ Skaga-
menn. Sveinbjöm Ásgríms-
son er úr Þorlákshöfn, Pétur
Rúnar er úr nágrenni Borgar-
ness og stormsenterinn
Sindri „Sentele" Grétarsson
og Kristján Georgsson eru
Lundar.
Eftir upptalninguna hér að
ofan er hjákátlegt til þess að
hugsa að áhangendur Borgar-
ness hrópuðu að Leifturs-
mönnum „Keyptur“ og töldu
sig sniðuga. Lið eins og Skag-
inn hefur efni á þessum gor-
geir en ekki litli bróðir í Borg-
arnesi. Eða hvað? Er líklegt að
menn spili fyrir Borgarnes
vegna þess hve mannlífið er
gott og skemmtilegur mórall í
bænum? Eða náttúrufegurðin
svo mikil að undrun sætir.
Trúi því nú tæplega.
Það er því alveg ljóst að
litlu félögin á landsbyggðinni
geta ekki annað en keypt
mannskap til að manna lið í
efstu deild.
Borgarstjórn Reykjavíkur og hrepps-
nefnd Kjalarneshrepps hafa ákveð-
ið, í samræmi við tillögu samstarfs-
nefndar um sameiningu Kjalarnes-
hrepps og Reykjavíkur, að atkvæða-
greiðsla um sameiningu þessara
sveitarfélaga fari fram laugardaginn
21. júní nk.
Vakin er athygli á að skv. kosninga-
lögum fer atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar m.a. fram hjá sýslu-
mannsembættum, hreppstjórum og
í sendiráðum íslands erlendis.
Þeir sem samþykkja tillögu um
sameiningu Kjalarneshrepps og
Reykjavíkur við utankjörfundarat-
kvæðagreiðslu skrifa já á kjörseðil-
inn, en þeir sem ekki samþykkja
skrifa nei.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Sveitarsljóri Kjalarneshrepps